Alþýðublaðið - 18.11.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.11.1920, Blaðsíða 4
ALÞYÐLJBLAÐIÐ H. í. S. Vér leyfum oss hér með að tilkynna vorum háttvirtu viðskifta- mönnum, að fyrst um sinn sjáum vér oss eigi fært að sækj a tóm steÍDolíuföt til þeirra. Þeir, sem vilja skila aftur tómum steinolíu- fötum, verða því að koma þeim til afgr. vorrar við Amtmannsstíg. Hið isl. steinolíuhlutafél. Simi 214. Hínar ísl. efnasmiðjur hafa skrifstofu í Veltusundi nr. 1 á 2. hæð. Verða þar keyptar háu verði ílöskur og glös af öllum stærðum undir allskonar ylm- og hárvötn, krydddropa og gljálög (»Pudsecream«), sömuleiðis leirkrukkur undir andlitssmyrsl (»Coldcream«), ennfremur allar stærðir dósa undan svertu (Gljáa) og bonevaxi frá verksmiðjunni. Atvinna. «HDf ogqg andinn. Amensk /andnemasaga. (Framh.) ,Mundir þú ekki verja líf þitt fyrir þorpurum*, sagði Roland með þykkju. „Gætir þú látið mola í þér hauskúpuna, án þess að bera hönd fyrir höfuð þér, ef þú þyrftir ekkl annað ea snerta bóginn á byssunni þinni til þess að bjarga lífinu?“ »Eg mundi freista þess, að komast undan á flótta*, mæiti Nathan, „og ef það hepnaðist ekki, yrði eg að sætta mig við það, að verða drepinn*. „Ja, maðurl" hrópaði Roland og þreyf í handlegg þessa undar- lega leiðtoga síns, „ef þú getur ekki háð orustu til varnar sjálfum þér, — mundir þú þá ekki heid ur gera það fyrir aðra? Ef þú ættir ástfólginn ættingja, konu eða barn, sem exin héngi yfir höfðinu á, og þú hefir byssuna í hendi þér — mundir þú samt láta myrða þau?“ N ithan fölnaði við þessa hrana- legu spurningu, hendur hans titr- uðu og augnaráðið, sem hann sendi Roland, var voðalegt. „Vin ur", sagði hann Ioks með erfiðis- munum, „mér kemur það lítið við, hvað eg mundi eða hefi gert í slíku falli. Þú hefir þína samvizku, og eg mína; ef þú vilt veija systur þfna, þá gerðu það sem þú getur með sverði og skamm- byssu, byssu og exi, dreptu og myitu eins og þig lystir; ef sam- vizka þín aftrar þér ekki, skal eg ekki gera það heldur. En hvað mér viðvíkur, þá á eg engan til að verja með vopnum — hvorki konu eða barn, systur eða bróð- ur“. „Gott og vel, þá spyr eg þig“, sagði Roland, „hvað þú mundir gera, ef þú þyrftir að verja konu eða barn?“ „Eg á þau ekki, segi eg!“ mætti Nathan hranalega, „því ertu að minnast á það. Láttu þá dauðu hvíla í friði, þeir geta ekki lengur látið til sín heyra. Hugs- #ðu um þína eigin ætt, og gerðu það, sem þú heidur bezt fyrir framtfð hennar“. „Það mundi' eg víst gera“, kvað Roland, „ef eg gæti vænst stuðnings nokkurs frá þér. Bióðið síður í æðum mér af bræðí, þeg- ar eg sé þessa skríðandi högg orma og hugsa til morðfýsi þeirra sem rekur þá áfram, er þeir rekja spor okkar“. „Þú hefir tvo menn þér til að stoðar“, svaraði Nathan, „og þú getur unnið nógan skaða með þeirra atíylgi Ea friðarins manni, eins og mér sæmir ekki að hugsa um bardaga og blóð. En sko til, hinir iliu Shswíar yfirgefa nú slóðina og koma beint til okkar. „Jæja þá“, mælti Roland, „eí þú vilt ekki berjast, vertu mér þá að minsta kosti ráðhol!ur“. »Eg get ekki ráðlagt þér, vin ur minn", mælti Nathan fjörlega, „hvað þú átt að gera — en eg skal segia þér, hvað óguðlegur mótherji rauðskinna mundi gera í þínum sporum. Hann mundi leggj ast í leyni ásamt félögum sfnum bak við trjáboii — og ef þessir drápgjörnu rauðskinnar væru nógu heimskir til þess, að koma of ná lægt ykkur, mundi hann skjóta úr öllum þremur byssum sínum á þá og kannske drepa meiri hluta þeirra í einni svipan, — og þvi næst —“ Ritstjóri og ábjtrgðarm»9mr: Ólafnr FriðriksMan. Duglegur drengur, helst úr Yesturbænum, getur fengið atvinnu við að berá »Alþýðublaðið« til kaupenda, xni þegar. Verzíunin ELlíf á Hverfisgötu 56 A selur meðal annars: Úr aluminium: Mitskeiðar á 0,70, theskeiðar á 0,40 og gaffla á 0,70. Borðhnífa, vasahnífa og starfs- hnífa frá 0,75—3,00. Vasaspegla, strákústa (ekta), hárkústa, giasa- hreinsara 0,50, fatabursta og naglabursta. Kerti, stór og smá, saumavélaolfu, diska, djúpa og grunna og hinar þektu ódýru emailleruðu fötur; og svo eru ör- fá stykki eftir af góðu og vönduðu bakt'óskunum, fyrir skólsbörnin. 'V’erzlxmini „Von“ hefir fengið birgðir af allskonar vör- um. Melís, Kandís, Strausykur, Súkkulaði, Kaífi, Export, Kökur, Ostar, Harðfiskur, Lax, Smjör fs- ienzkt, Kæfa, Hangikjöt, Korn- vörur og Hreinlætisvörur. — Spaðsáltað fyrsta flokks diikakjöt að norðan er nýkomið. Virðingarfylst. Gnnnar Sigurðsson. Sími 448. Simi 448. Prentsmiðian Sntenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.