Morgunblaðið - 22.09.1993, Page 17

Morgunblaðið - 22.09.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 17 Kasparov burstaði Short ___________Skák Margeir Pétursson ÚTSÉÐ virðist um það hver fer með sigur af hólmi í heims- meistaraeinvígi Kasparovs og Shorts í London. Sjöunda skák- in var tefld í gærkvöldi og heimsmeistarinn lék sér að áskorandanum eins og köttur að mús. Short gaf eftir 36 leiki og Kasparov hefur náð fjögurra vinninga forskoti. Hann hefur fimm og hálfan vinning, en Short aðeins einn og hálfan og Englendingurinn hefur ekki ennþá unnið skák. Diana Breta- prinsessa fylgdist með skákinni í dag. Ekki virtist það verða til að auka einbeitingu Shorts sem tefldi sína lélegustu skák til þessa. Eftir að hafa teflt fremur rólega í fyrstu skákum einvígisins og lát- ið Short um að sækja setti Ka- sparov á svið flugeldasýningu í gær. Það var spurt hér í Morgun- blaðinu fyrir viku, hvað myndi verða um Short þegar heimsmeist- arinn færi að beita sér af öllu afli. Svarið fékkst í gærkvöldi. Short tefldi miðtaflið ráðleysislega og sá sig knúinn til að veikja kóngs- stöðuna í 21. leik. Þá réðst Ka- sparov á hann af öllu afli, fórnaði tvívegis peði til að opna línur í sókninni og lauk svo skákinni með glæsilegri fléttu. Sannkölluð heimsmeistaratafl- mennska, en af skákinni í gær að dæma eru litlar líkur til þess að einvígið verði spennandi. Því verð- ur ekki hætt þótt annar hvor hljóti 12V2 og tryggi sér sigur, heldur verða allar skákirnar 24 tefldar. 7. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Nigel Short Spánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 — a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - 0-0 8. a4 — Bb7 9. d3 - d6 Short teflir sífellt traustar gegn Anti-Marshall vopni andstæðings- ins. í fyrstu skákinni lék hann 8. — b4?! og nú breytir hann út af taflmennsku sinni í þeirri þriðju. Þá lék hann 9. — He8 10. Rbd2 — Bf8 en lagði svo ekki í að fylgja því eftir með d7—d5 og fékk erf- iða stöðu. Nú hafa 10. Bd2 og 10. Rc3 verið algengustu leikimir í stöð- unni en Kasparov fer lítt troðnari slóðir. 10. Rbd2 - Rd7 11. c3 - Rc5 12. axb5 — axb5 13. Hxa8 — Bxa8 Hér kom ekki síður til greina að leika 13. — Dxa8 14. Bc2 — b4. Eftir 15. d4 — bxc3 16. bxc3 — Rd7 17. Rfl — Dal ætti svart- ur að hafa fullnægjandi mótspil. Díana prinsessa gerði sér ferð á skákstað til að fylgjast með skákinni. Það er skiljanlegt með tilliti til stöðunnar í einvíginu að Short skuli ekki tefla upp á einfaldanir, en eftir að hvítur fær að leika b2—b4 stendur hann ívið betur. 14. Bc2 - Bf6 15. b4 - Re6 16. Rfl - Bb7 17. Re3 - g6 18. Bb3 - Bg7 Short hefur ekki tekist að jafna taflið. Menn hvíts standa betur og nú hefur Kasparov aðgerðir á kóngsvængnum. 19. h4! - Bc8 20. h5 - Kh8 21. Rd5 - g5 Taflmennska Shorts í miðtafl- inu hefur alls ekki verið sannfær- andi. Hann sér sig nú knúinn til að veikja f5 reitinn og stöðuyfir- burðir hvíts eru óvefengjanlegir. Enn verra var 21. — gxh5? 22. g3! og næst 23. Rh4 með yfir- burðastöðu. 22. Re3 - Rf4? Hvíta sóknin fær nú ennþá meiri vind í seglin. Short varð að reyna að þreyja þorrann með 22. — h6 þótt ekki sé útlitið glæsilegt. • b c d • I q h 23. g3! - Rxh5 24. Rf5 - Bxf5 25. gxf5 - Dd7 26. Bxg5! Miðað við gang skákarinnar virðist þetta ennþá sterkara en nærtæka framhaldið 26. Rxg5 — Rf6 27. Df3. Nú leggur Short ekki í 26. - Dxf5 27. Bd5! - Dd7 28. Rh4 - Rf6 29. Bxf6 - Bxf6 30. Df3 — Bxh4 31. Bxc6 og svartur tapar manni. 26. - h6 27. Rh4! - Rf6 28. Bxf6 - Bxf6 29. Dh5 - Kh7 30. Rg2 - Re7 31. Re3 - Rg8 32. d4! Kasparov er hreint óstöðvandi í slíkum stöðum. Eftir að staðan opnast leikur hann sér að Short. 32. — exd4 33. cxd4 — Bxd4 34. Rg4 - Kg7 34. — Bg7 er svarað með 35. f6! En nú verða lokin ennþá glæsi- legri: 35. Rxh6! - Bf6? Short hefði fremur átt að reyna 35. — Rxh6 því eftir 36. Dg5n— Kh7 gæti hann svarað 37. f6 með 37. — Bxf2+! Hvítur vinnur hins vegar örugglega eftir 37. Bc2! — f6 38. Dg6+ - Kh8 39. Dxh6+ - Kg8 40. He4. 36. Bxf7! og Short gafst upp. Bæði 36. — Rxh6 og 36. — Hxf7 er svarað með 37. Dg6+. Næsta skák verður tefld á fimmtudaginn. Enn brennir Timman af Hollendingurinn Jan Timman var nálægt sigri í níundu skákinni í FIDE einvíginu á mánudaginn. Henni lauk með jafntefli í 49 leikj- um og Karpov hefur því enn vinn- ingsforskot, 5—4. Timman beitti Torre árásinni í drottningarpeðs- byijun, sem einmitt varð uppi á teningnum þegar þeir Karpov mættust í fyrsta skipti á Evrópu- meistaramóti unglinga 1967. Karpov hefur slæma reynslu af þessari fáséðu byijun. Kortsnoj lagði hann að velli með henni í skák þeirra í Hastings 1972. Vikt- or Kortsnoj var einmitt viðstaddur skákina. Hann kom við á FIDE einvíginu á heimleið frá London og brosti í kampinn þegar hann rifjaði upp skákina. „Karpov tefldi byijunina illa þá og hefur greini- lega ekkert lært síðan,“ sagði hann glottandi. Þrátt fyrir að vera neyddur til að rifla upp dapurlegar æsku- minningar fékk Karpov þokkalega stöðu út úr byijuninni, en missti þá þráðinn og Timman bætti stöð- una með hveijum leik. Eftir öflug- an 29. leik hafði Hollendingurinn tögl og hagldir í stöðunni og staða Karpovs virtist að hruni komin. En honum tókst þó að halda henni saman og ná jafntefli eftir afar erfiða vörn. 9. einvígisskákin: Hvítt: Jan Timman Svart: Anatólí Karpov Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 - Rf6 2. Rf3 - e6 3. Bg5 — h6 4. Bxf6 — Dxf6 5. e4 — d6 6. Rc3 - g5 7. e5 - De7 8. Bb5+ - Bd7 9. 0-0 - d5 10. Bd3 - Rc6 11. Rb5 - 0-0-0 12. c3 - h5 13. a4 - Kb8 14. b4 - Bg7 15. Ra3 - Hdf8 16. De2 - g4 17. Rd2 - f6 18. exf6 - Bxf6 19. b5 - Ra5 20. f4 - Dg7 21. Rc2 - Be7 22. Re3 - g3 23. h3 - Bd6 24. f5 - Hh6 25. Hael - a6!? 26. Rf3 - He8 27. Dd2 - Hd8 28. bxa6 - b6 29. Re5! — Bc8 30. fxe6 — Hxe6 31. Rf5 - Dg8 32. Rh6 Mun sterkara virðist strax 32. Rxd6 — Hdxd6 33. Hf5! og svart- ur getur ekki varið peðin á kóngs- væng til lengdar. 32. - Dg7 33. Rf5 - Dg8 34. Rh6 - Dg7 35. Rhf7 - Hf8 36. Rxd6 - Hxd6 37. Hxf8 - Dxf8 38. Hfl - Hf6! 39. De3 - h4 40. Rf3 - Rc4! 41. Dg5 - Bxa6 Það er með ólíkindum hvernig Karpov tekst að halda erfíðum stöðum saman jafnvel þótt hann sé í bullandi tímahraki. Nú hangir hann á jafntefli, því hann tapar ekki peði á kóngsvængnum. 42. Dxh4 má nefnilega svara með 42. - Rd2! 43. Bxa6 - Hxf3 44. gxf3 — Rxf3+ 45. Hxf3 — Dxf3 46. Dd8+ - Ka7 47. Dxc7+ - Kxa6 og svartur heldur jafntefli. 42. a5 - Dh6 43. Dxh6 - Hxh6 44. axb6 — cxb6 45. Rg5 — Bb5 46. Hf8+ - Ka7 47. Kfl - Ra3 48. Ke2 - Hc6 49. Hf3 og hér var samið jafntefli. Áttunda einvígisskákin var tefld á laugardaginn og þá hristi Timman laglega nýjung fram úr erminni í 10. leik og fékk auðvelt jafntefli með svörtu. Einn aðstoð- armanna hans, Bandaríkjamaður- inn Yasser Seirawan, fullyrðir að Timman sé miklu betur undirbúinn en Karpov og eigi góða möguleika á sigri. Það er til mikils meira að vinna fyrir Timman en Karpov. Verð- launasjóðurinn er dágóður, 100 milljónir ísl. króna, og þar af koma u.þ.b. 60 í hlut þess sem sigrar, en sá sem tapar fær u.þ.b. 40. Sigri Timman, skráir hann nafn sitt óafmáanlegu gullnu letri i skáksöguna sem opinber heims- meistari auk þess sem hann fær sín hæstu verðlaun. Karpov hefur hins vegar áður teflt um hærri sjóði og sigri hann er hann kominn í þá hlálegu aðstöðu að hafa tví- vegis orðið „heimsmeistari“ án þess að hafa sigrað þann ríkjandi. Fyrra skiptið var 1975, þegar Fischer varði ekki titilinn. Þessi mismunandi aðstaða kann að hafa einhver dulin áhrif á baráttuvilja Karpovs og færa Timman aukna möguleika. 8. einvígisskákin: Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Jan Timman Drottningarbragð I. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 — d5 4. Rc3 — dxc4 5. e4 — Bb4 6. Bg5 — c5 7. Bxc4 — cxd4 8. Rxd4 — Bxc3+ 9. bxc3 — Da5 10. Rb5 - Rxe4!? Þetta hefur verið talið slæmt vegna svars Karpovs. í sjöttu skákinni lék Timman 10. — Bd7 sem reyndist alltof hægfara og hann tapaði illa. II. Dd4 - 0-0! N ■bCd« f g h Þessi tímabunda mannsfórn virðist leysa vandamál svarts. 12. Dxe4 — a6 13. Be7 — axb5 14. Bb4 - Dc7 15. Bxb5 - Bd7! 16. Bd3!? Karpov vill fremur reyna að halda í biskupaparið en seilast i skiptamun. Eftir 16. Bxd7 — Rxd7 17. Bxf8 - Dxc3+ 18. Ke2 - Db2+ (18. — Rf6!? kemur einnig til greina) 19. Kf3 — Kxf8 20. g3 — Hxa2 er jafntefli líklegasta niðurstaðan. 16. - g6 17. 0-0 Nú er orðið of seint að hirða skiptamuninn: 17. Bxf8 — Dxc3+ 18. Ke2 - Db2+ 19. Ke3 - Ha4! er stórhættulegt. 17. - He8 18. De3 - Rc6 19. Bc5 - Re7! 20. Be4 - Rf5 21. Bxf5 - exf5 22. Dd4 - He4 23. Dd6 - Dxd6 24. Bxd6 - f6 25. f3 - He2 26. Hf2 - Hae8 27. a4 — Hel+ 28. Hfl. Jafntefli. Þeir Karpov og Timman tefla tíundu skákina í dag. NÝUA BÍLAHÖL.L.IN FUNAHÖF-ÐA 1 S:672277 MMC Lancer GLX árg. '89, ek. 40 þ. km., hvitur, sjálfsk. Verð kr. 770.000,- stgr. Ath skipti. Toyota Camry GLI árg. '89, ek. 60 þ. km., hvítur, vetrardekk. V. 1.120.000,- stgr. Ath. skipti. Mercedes Benz 280SE árg. '85, ek. 120 þ. km., s-grár, leður, cen., ABS, álflegur 2 sett, sóllúga, sjálfsk. Topp bíll. Verð kr. 1.890.000,- stgr. Ath. skipti. Subaru station DL árg. '90, ek. 75 þ. km., l-blár. Verð kr. 930.000,- stgr. Ath. skipti. Toyota Double Cap árg. '88, ek. 89 þ. km., rauður, hús, 35“ dekk, 2 tankar, hlut- föll, læsing. Góður bfll. Verð kr. 1.340.000,- stgr. Ath. skipti. BÍLATOFtG FUNAH Citroen XM árg. '91, vínrauður, sjálfsk., álfelgur, rafdrifnar rúður, ekinn 51 þ. km. Verð kr. 1.950.000,- sk. á ód. MMC Pajero langur árg. '91, blásans, ál- felgur, sjálfsk., intercooler, turbo, diesel ekinn 103 þ. km. Verð kr. 2.200.000,- sk. á ód. Nissan Pathfinder SE árg. '92, gullsans, sjálfsk., einn með öllu, ekinn 24 þ. km. Verð kr. 2.700.000,- skipti. Range Rover Vouge árg. '89, blásans, topplúga, sjálfsk., ekinn 61 þ. km. Verð kr. 2.800.000,- skipti skuldabróf. Chevrolet S 1500 Silverado Step Side árg. '88, blásans, álfelgur, 33“ dekk, upphækk- * aður, plasthús, ekinn 108 þ. km. Verð kr. 8 1.800.000,- sk. á dýrari Mercedes Benz. s 7PID MÁNUDAGA TIL FIMMTUDAGA FRÁ KL. I O TIL 2 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.