Morgunblaðið - 22.09.1993, Page 29

Morgunblaðið - 22.09.1993, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 29 Kaskó á sjúkrahúsum og einka- væðing: Greinar af sama meiði •• eftir Ogmund Jónasson Innan ríkisstjómarinnar hafa að undanförnu farið fram umræður um svokallað sjúkratryggingargjald. Það verði komið undir vali hvers og eins hvort hann greiði gjaldið og öðlist þannig þá tryggingu í heilbrigðiskerfinu sem það veitir. Hér yrði því ekki um almenna skatt- lagningu að ræða heldur einstak- lingsbundinn skatt. Þetta er fylli- lega í samræmi við stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar sem lýsti því yfir í upphafi kjörtímabils að hún hygðist koma á breytilegri sjálfs- áhættu gegn tryggingariðgjaldi í einhverri mynd. Orðalag viðskipta Þetta þótti mörgum minna á orðalag viðskipta með tryggingar á bílum enda hlaut þessi hugmynd um einstaklingsbundnar tryggingar í heilbrigðiskerfinu nafngiftina kaskótrygging. Það er mikilvægt að gera sér grein fýrir því að hér er ekki um einhveija smávægilega tæknilega breytingu á skattlagningu að ræða heldur er hér verið að fara inn á braut sem er í grundvallaratriðum frábrugðin því sem við eigum að venjast. Velferðarkerfið á íslandi hefur til þesa að uppistöðu til verið rekið á grundvelli samtryggingar og samábyrgðar; fyrir sameiginlegt skattfé þegnanna. Þessi nýja hugsun byggist aftur á móti á því að gefa hveijum og einum kost á vali, taka áhættu ef því er að skipta. Og það sem meira máli skiptir: Með þessum hætti má segja að vandi hvers og eins sé einkavæddur. Hver og einn á að vera sjálfum sér næstur, einnig þegar kemur að sjúkdómum: Þetta er þinn vandi, þín ógæfa, það er þitt að kaupa þér kaskótryggingu fyrir þig og börnin þín. Verði gjaldið lágt til að byija með má ætla að afleiðingarnar verði ekki stórvægilegar fyrst í stað en eftir því sem gjaldið yrði hækkað má ætla að afleiðingarnar komi í ljós. Hugmyndin byggist á því að hinn efnaði greiði ekki fyrir hinn snauða, hinn heilbrigði ekki fyrir hinn sjúka. Hver á að vera sjálfum sér næstur. Einkavæðing ekki bara sala ríkisfyrirtækja Þegar rætt er um einkavæðingu í þjóðfélaginu hafa menn iðulega einblínt um of á sölu fýrirtækja og stofnana sem reknar hafa verið af opinberum aðilum, ríki eða sveitar- „Þessi nýja hugsun bygg-ist aftur á móti á því að gefa hverjum og einum kost á vali, taka áhættu ef því er að skipta. Og það sem meira máli skiptir: Með þessum hætti má segja að vandi hvers og eins sé einkavæddur.“ félögum. Einkavæðingin er í raun miklu víðfeðmara hugtak. Einka- væðingin byggist á því að umbylta allri opinberri þjónustu þannig að það sem áður var skoðað sem þjón- usta við þegnana eða neytendur verði gert að vöru á markaði til handa kaupendum. Og í heilbrigðis- kerfinu er sjúklingurinn kaupand- inn. Það er athyglisvert að í þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið um velferðarkerfið og gjald- töku í heilbrigðiskerfmu hefur jafn- an verið traustur meirihlutavilji fyr- ir því jafnaðarkerfi sem hér hefur verið byggt upp. Hitt er svo annað mál hvað kann að gerast þegar fram líða stundir ef á annað borð verður Ögmundur Jónasson farið út í kerfisbreytingar af þessu tagi. Sumir ekki efni á kaskó — aðrir alitaf tryggðir Það er til dæmis ekki ólíklegt að efnalítið fólk ráðist ekki í að tryggja eigin heilsu — léti til dæmis börn sín og ýmsar frumþarfir heimilisins ganga fyrir. Ef svo aftur heilsan brysti segir það sig sjálft að sami einstaklingur hefði enn minna fé handa á milli til að greiða innlagn- ingargjald fýrir sjúkrarúm sem væri hærra fyrir þá sök að trygg- ingin var ekki innt af hendi. Einnig má spyija hvort hinir efnamiklu sem búa við gott heilsu- far sæju ástæðu til að greiða trygg- ingargjöld. Þeir hefðu burði til að greiða þau gjöld sem þörf væri á ef heilsan gæfi sig og sjúkravist nauðsynleg. Þeir vita að þeir eru alltaf í kaskó hvað sem á dynur. Ríkisstjórnin verður að skýra hvers vegna farið er út á þessa braut. Þetta er ekki nauðsyn og því ekki annað séð en breytingamar séu af hugmyndafræðilegum toga. Það er óþolandi að stefna heilbrigð- iskerfinu í átt til ójafnaðar. Við höfum dæmi um slíkt erlendis frá svo sem Bretlandi þar sem er að skapast tvískipt heilbrigðiskerfi, annars vegar fyrir efnalítið fólk og hins vegar hina ríku sem nú fá einn- ig notið auðs síns í heilbrigðiskerf- inu. Þetta er skref í sömu átt. Spurn- ingin snýst ekki um það eitt hvort tryggingargjaldið verður hátt eða lágt fýrst í stað. Hún snýst fyrst og fremst um ranglæti. Það eru mannréttindi að allir fái notið bestu aðhlynningar í heilbrigðiskerfinu sem völ er á og að þar ríki fullkom- ið jafnrétti. Annað á ekki að líðast. Höfundur er formaður BSRB. I3ICMIEGA Kyrrðarstundir í Laugameskirkj u eftir Sigurbjörn Þorkelsson Nú munu senn liðin fimm ár frá því sr. Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur í Laugarneskiiju og prófastur í Reykjavíkurprófasts- dæmi-vestra hóf að kalla til kyrrð- arstunda í hádeginu á fimmtudög- um. Hugmyndina fékk sr. Jón vegna þess að vikulegar kvöld-bænastund- ir kirkjunnar voru orðnar heldur illa sóttar, enda menn oft latir við að fara út á kvöldin, sérstaklega yfir vetrartímann. Því ákvað hann að reyna bænastundir með örlítið öðru sniði í hádeginu á fimmtudög- um. Góð mæting Mæting á þessar bænastundir í Laugarneskirkju hefur verið mjög góð allt frá upphafi. Hafa allt að 60 manns sótt stundirnar þegar flest hefur verið. Tíminn og formið auðsjáanlega fallið í kramið hjá fólki. Athyglivert er að stundimar sækja bæði menn og konur á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóðfé- lagsins. Blandan er góð og andinn sem á stundunum ríkir einstakur. Uppbygging stundarinnar Kyrrðarstundin hefst kl. 12 og er í hádeginu á fímmtudögum eins og áður segir. Venjulega leikur org- anisti krikjunnar, Ronald Turner, á orgel kirkjunnar í tíu mínútur eða svo eða á meðan fólk er að streyma til kirkjunar. Þá er sunginn einn sálmur og síðan lesinn texti úr Bibl- íunni af prestinum, gjarnan einhver af textum sunnudagsins á undan. Að því loknu biður presturinn bæn og fer síðan með innsetningarorð áður en menn koma upp að altar- inu, borði Drottins. Heilög kvöldmálíð „Þá er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það og gaf sínum lærisveinum og sagði: „Takið og etið, þetta er líkami minn.“ Og hann tók kaleik, gjörði þakkir, gaf þeim og sagði: „Drekk- ið allir hér af. Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthelt fyrir marga til fyrirgefningar synda.“ (Matt. 26:26-28.) Síðan eftir að sakramentunum hefur verið úthellt biður presturinn þakkarbæn til Guðs. Bænastund Að þessu loknu er fólki boðið að koma fram með fyrirbænarefni. Fyrirbænarefnin eru jafnan mörg. Fólk biður sjálft um fyrirbænir sér til handa, beðið er fyrir ættingjum og vinum og málefnum sem mönn- um eru hugleikin. Einnig er mikið um að fólk sé búið að hafa sam- band við prestinn fyrirfram og þá jafnvel símleiðis til þess að biða um fyrirbæn. Þá er mikið beðið fyrir sjúkum, einmana fólki og fólki sem er í erfiðum aðstæðum eða á við annars konar erfiðleika að stríða. Að sjálfsögðu er Guði einnig þakkað og hann lofaður fyrir lífíð og allt það sem hann hefur gert fyrir sín elskuðu mannanna börn. í lok bænastundarinnar fara viðstaddir með bænina sem Jesús kenndi læri- sveinum sínum, og biðja: „Faðir vor « Að þessum liðum loknum er klukkan gjarnan orðin um eða rétt upp úr 12.30. Fara þá þeir sem óska niður í safnaðarheimili kirkj- unnar og njóta ljúffengrar „léttrar“ máltíðar gegn vægu gjaldi sem kirkjuvörðurinn hefur yfirleitt um- sjón með. Kyrrðarstundir í fleiri kirkjum Nú er mér kunnugt um að kyrrð- arstundir í hádegi líkar þessum sem hér hefur verið sagt frá eru viðhafð- ar í fleiri kirkjum en Laugarnes- kirkju. Hefur þetta bráðnauðsyn- lega, vinsæla og góða framtak því borist víðar. Veit ég um líkar stund- Sigurbjörn Þorkelsson „Kyrrðarstundirnar er gott að sækja. Þær eru öllum opnar hvenær sem er og án fyrirvara án tillits til sóknar- marka eða annars slíks.“ eldfiás- HARÐVIBARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 ir í Seltjarnameskirkju, Dómkirkj- unni og Grensáskirkju. Einnig hafa prestarnir í Landakirkju í Vest- mannaeyjum, Þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði og Glerárkirkju á Akureyri viðhaft kyrrðarstundir af þessu tagi undanfarið. Að lokum Kyrrðarstundirnar er gott að sækja. Þær eru öllum opnar hvenær sem er og án fyrirvara án tillits til sóknarmarka eða annars slíks. Það er gott, reynar bráðnauðsyn- legt fyrir hvern kristinn mann að koma að borði Drottins til þess að fá fyrirgefningu hans á syndum sínum og til þess að biðja hann að gera okkur lifandi og virka limi á líkama Krists, eins og okkur reynd- ar ber. Þá er gott að eiga samfélag saman í bæn frammi fyrir Guði og fela honum sig og sína, þá sem sjúk- ir eru eða hijáðir á einhvern hátt og þau málefni sem okkur eru kær eða á okkur hvíla. Mætti slíkum kyrrðarstundum fjölga. Mætti þátttakendum fjölga enn frekar. Mætti íslenska þjóðin sameinast í bæn til skapara okkar og föður og til frelsara okkar og eilífs lífgjafa, Jesú Krists. Son Guðs ertu með sanni, sonur Guðs, Jesús minn, son Guðs, syndugum manni sonararf skenktir þinn, son Guðs einn eingetinn. Syni Guðs syngi glaður sérhver lifndi maður heiður í hvert eitt sinn. (Hallgrimur Péturssen) Höfundur er framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins á íslandi. vítamín og kalk fæst í apótekinu NÝR SJÁLFVIRKUR OFNHITASTILLIR Lágmarks orkunotkun - hámarks þægindi. = HÉÐ1NN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 c HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 Heimilisiðnaðarskólinn býður upp á eftirfarandi námskeið f október: Fatasaumur, blokkprent (tauþrykk), hekl, ásaumur í vél (appli- kation), ýmsar prjóntegundir og tækni, skuggaleikhús (fyrir kennara og fóstrur), útskurður. Námskeiðin hér að framan eru öll kennd 1 x í viku í 4 vikur og kennslugjald er kr. 5.000. Þjóðbúningasaumur 6. okt-8. des. Kennslugjald kr. 12.000. Baldýring 7. okt.-18. nóv. Kennslugjald kr. 7.500. Skráning á skrifstofu skólans í síma 17800 milli kl. 10-12 og 13-15. \ í .. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.