Morgunblaðið - 22.09.1993, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 22.09.1993, Qupperneq 44
NÝ ÚTGÁFA! ALÞJÓDLEGT VloA SíiVIAKOKT SPARISJÓDI VISA ÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SlMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Eldra lerki fór illa á Hallorms- stað í vor ELDRA lerki I Hallormsstað- arskógi fór illa út úr hretinu í maí, að sögn Jóns Loftsson- ar skógræktarstjóra. „Lerki- skógurinn er hálf tuskulegur núna,“ sagði hann. „En það jákvæða við hretið er að nú sannast að við erum á réttri leið með yngri kvæmi. Þau hafa ekki orðið fyrir áföll- um.“ Jón sagði, að hretið í vor hefði ekki haft áhrif á aðrar tegundir eins og til dæmis greni. Lerkið var orðið grænt í vor þegar frysti og við það skemmdist brum. „Það jákvæða er að nú sjáum við að við höfum verið á réttri leið í kvæma- og tegundavali á síðustu áratug- um,“ sagði Jón. „Þau tré sem líta illa út eru í eldri reitum og kvæmi, sem við erum hættir að rækta fyrir löngu. Þetta eru stórir reitir og áberandi en allt sem er yngra er óskemmt." „íslendingar" „Fyrsta kynslóð „íslending- anna“ svokölluðu eða önnur lerkikynslóðin er óskemmd. Verkefni Þrastar Eysteinssonar skógfræðings, verður því þýð- ingarmeira, en það er að flýta fyrir framleiðslu á íslensku lerkifræi,“ sagði Jón. Hann sagði að lerkið sem kól eigi að geta jafnað sig. Greinar- endarnir sem skemmdust muni detta af og nýir koma í staðinn næsta vor ef ekki verði nýtt áfall. Morgunblaðið/Þorkell Septembersól BORNIN nutu þess að ærslast í sundlaugunum í góðviðrinu í gær. Norðurá í Borgarfirði Borgarísjaka hefur rekið inn á Húnaflóa síðustu daga og þeirra víða orðið vart 24 ár frá því ís sást á Blönduósi VERÐLÆKKUN sjávarafurða á erlendum mörkuðum á einu ári eða frá því í ágúst í fyrra og fram til ágúst í ár kostaði útflytjendur um 6 milljarða króna miðað við þróun meðalgengis á árinu. Á þessu tíma- bili lækkaði verð á afurðunum um 7,6% í erlendri mynt. Árið þar á undan var verð á sjávarafurðum miðað við meðalgengi hinsvegar óbreytt. Á þessu tímabili, ágúst til ágúst, hafa orðið tvær gengisfellingar þannig að í íslenskum krónum hefur verð á sjávarafurðum hækkað um 6,3% eða um tæpa 5 milljarða króna. Hefði lækkunin í erlendri mynt ekki komið til ætti þessi hækkun í íslensk- um krónum að nema tæplega 15%. Hér er því eingöngu um að ræða tekjutap af völdum markaðsþróunar ytra. Gengisvog Seðlabankans Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, segir að þessar tölur séu breytilegar eftir því hvort stuðst er við SDR eða gengisvog Seðlabankans við útreikningana. Samkvæmt SDR hefur verð á sjávar- afurðum fallið um 17% en sam- kvæmt gengisvoginni 7,6%. „Það er eðlilegra að styðjast við gengisvog- ina sökum samsetningar á þeim myntum sem liggja að baki henni en sú samsetning er nokkuð önnur að baki SDR sem skekkir myndina,“ segir Ásgeir. Heildarútflutningsverðmæti sjáv- arafurða er nú í kringum 72 milljarð- ar króna á ári. Ef verð á afurðum hefði haldist óbreytt eins og það gerði tímabilið ágúst 1991 til ágúst 1992 væri verðmætið 78 milljarðar króna. Ásgeir segir að þegar litið sé á verðþróunina á erlendum mörk- uðum frá mánuði til mánaðar síð- asta árið komi í ljós að verð hefur sigið allt tímabilið utan apríl er það hækkaði lítillega. Blönduós. ÍS REKUR nú inn Húnaflóa og sáu Blönduósingar í fyrsta sinn i 24 ár ísjaka út um stofu- gluggann hjá sér. Allstór borgar- ísjaki er á reki vestnorðvestur frá Blönduósi og fylgir honum eitthvert jakahröngl. Morgunblaðið/Ó.B. Inn undir Skagaströnd MEST hefur borið á tveimur borgarisjökum sem smám saman hefur verið að molna úr. Annar jakinn var kominn inn undir Skagaströnd og gerðu slysavarnamenn sér ferð út að honum á björgunarbátnum Þórdísi til að athuga hann og staðsetja nákvæmlega. Jakinn reyndist vera 6,2 sjómílur frá landi þar sem styst var og á miðri siglingaleið handfærabátanna sem landa á Skagaströnd. Kristinn Pálsson, þekktur nátt- úruskoðunarmaður á Blönduósi, sagði í samtali við Morgunblaðið að ís hefði síðast sést á Blönduósi vorið 1969 en síðan þá hefur ein- staka borgarísjaka rekið inn Húna- flóa en ekki sést frá Blönduósi. Glöggir menn sáu fyrir helgina borgarísjaka á reki töluvert utar- lega í Húnaflóa en í gær er þok- unni létti sáu Blönduósingar ísinn út um gluggann hjá sér. Líklegt er að ísinn reki aftur út í dag því gert er ráð fyrir hvassri sunnanátt. Jón Sig. Verðlækkun á sjávarafurðum erlendis frá ágúst í fyrra til sama tíma í ár Tekjutap útflyljenda á árínu 6 milljarðar króna Septemberveðráttan gaf flesta laxana í sumar sú hlýjasta í mörg ár SEPTEMBERVEÐRÁTTAN sunnanlands stefnir í að verða sú hlýjasta í mörg ár en það sem af er mánuðinum hefur meðalhitinn verið um tveimur gráðum yfir meðallagi í Reykjavík. Sólskinsstundir eru hins vegar færri það sem af er september en í meðalári og úrkoma nokk- um veginn í meðallagi. LAXVEIÐI er að ljúka í síðustu ánum þessa dagana, flestar þær síðustu lokuðu um helgina. Norðurá í Borgarfirði var efst í sum- ar, í henni veiddust um 2.100 laxar, en sú nýbreytni var þar á ferðinni að veiðitíminn var lengdur. Hefðbundnum tíma lauk í ágústlok, en framlenging stóð frá 5. til 15. september. Hofsá í Vopnafirði varð í öðru sæti, en í henni veiddust 2.025 laxar. Þar hófst veiði hins vegar 1. júlí og lauk 20. september. Laxá í Aðal- dal varð í þriðja sætinu með um 1.960 laxa. Að sögn Haralds Eiríkssonar á veðurfarsdeild Veðurstofu íslands hefur meðalhitinn í Reykjavík það sem af er september verið 9,7 gráð- ur en hitinn í meðalári er tæpar 8 gráður. Hann sagði að sólskins- stundir hefðu verið undir meðallagi en úrkoma svipuð og í meðalári. Haraldur sagði að september hefði farið vel af stað fyrir norðan og hit- inn fyrstu tvær vikurnar verið hærri á Akureyri en í Reykjavík. Síðustu vikuna hefði þó kólnað verulega og væri ólíklegt að mánuðurinn yrði hlýrri þar í heild en í meðalári. Har- aldur sagði að spáð væri suðaustan- áttum og gætu hlýindin því haldist á Suðurlandi. Veiðimenn sem Morgunblaðið ræddi við voru sammála um að óvenjulegt tíðarfar hefði sett sitt mark á veiðitímabilið. Á Norður- og Norðausturlandi hefði verið kalt og þurrkur í ofanálag á vest- anverðu Norðurlandi. Suðvestan- og vestanlands hefði hins vegar langvarandi þurrkur minnkað vatn í ánum, auk þess sem árnar hefðu verið mjög kaldar framan af veiðitímanum. Heildarveiðin hefði því trúlega orðið mun meiri ef skilyrði hefðu verið góð og er þetta annað sumarið í röð að slíkt spilar inn í. Fiskifræðingar höfðu spáð miklu veiðisumri, en þær spár gengu ekki eftir þó svo að menn hafi séð það svartara. Einna mest gekk af fiski í Vopnafjarðar- árnar, Laxá á Ásum og Norðurá í Borgarfirði. Sjá nánar „Eru þeir að fá ’ann?“ á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.