Morgunblaðið - 22.09.1993, Side 3

Morgunblaðið - 22.09.1993, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ISLENZKA SYNINGIN MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 B 3 Gunnlaugur og Ingvar Ingvarssynir frá IceMac ásamt Steinari Guðmundssyni frá Stava. Færanlegar einingar í gámum fyrir útveginn Forsvarsmenn Ice Mac binda helst vonir við 9BH ICE MAC hf. hefur þróað á sl. árum færanleg- ar vinnsluein- f f ingar fyrir sjáv- markað i þrounarlöndunum arútveg. Vinnslueining- arnar geta verið allt frá lítilli einingu, sem rúmast í einum gámi upp í stórt og fullkomið frystihús með hámarks afkastagetu. Vinnslueiningarnar eru þannig uppbyggðar að fiskvinnsluvélum og vinnslulínum er komið fyrir í gámum, sem innréttaðir eru sem nútíma vinnsluhús. Veggir og loft eru klæddir trefjastyrktum plastsamlokum með innsteyptri úr- etan-einangrun. Gólf eru lögð trefjaplastlagi með yfirborðsáferð að vali kaupanda auk þess sem loftræsti-, raf-, pípu- og frárennsli- kerfum er komið fyrir í gámahús- unum. Á vinnustað, hvort sem er á sjó eða landi, eru gámar tengdir saman og mynda þeir þá rúmgóð fiskvinnsluhús. Afgreiðslutími hús- anna er innan við sex mánuðir. Þessi nýstárlegu fiskvinnsluhús voru kynnt á íslensku sjávarút- vegssýningunni 1993, sem lauk um helgina. Eigendur Ice Mac, þeir Gunnlaugur og Ingvar Ingvarssyn- ir og Reynir Arngrímsson, sögðu í samtali við Morgunblaðið að þessi nýja „tímamótalausn" gæti hentað vel við ýmis verkefni hér á lahdi, t.d. sem stór og smá fiskvinnslu- hús, vinnslueiningar um borð í skip- um, laxavinnslur í landi, sláturhús og kjötvinnslur. Einnig á afskekkta staði þar sem fjárfestar eru ragir við að fjárfesta, t.d. vegna óstöðug- leika í efnhags- og stjórnmálum. „Við teljum að markaðinn sé að finna í þróunarlöndunum, til dæmis víða í Afríku, Suður-Ameríku og sums staðar í Asíu. Einnig bindum við miklar vonir við Rússland," seg- ir Gunnlaugur, en þeir Ice Mac- menn hafa nú þegar selt fyrsta færanlega frystihúsið til Kamt- sjatka í Rússlandi fyrir 200 milljón- ir kr. Ice Mac hefur hannað vinnslu- stöðina, sem samanstendur af átta 40 feta gámum auk þjónustugáms, og er framleiðsla á tækja- og vinnslubúnaði í verksmiðjuna í höndum annarra íslenskra fyrir- tækja svo að óhætt er að segja að hér sé á ferðinni útflutningingur á íslensku hugviti, tækni og þekk- ingu, segja þeir félagar. Afhending vinnslustöðvarinnar, sem verður með 50-70 tonna fram- leiðslugetu á sólarhring, sé unnið á tveimur tíu tíma vöktum, fer fram hér á landi eigi síðar en 5. desem- ber nk. En þá á eftir að flytja stöð- ina til Suður-Kóreu þar sem verk- smiðjunni verður komið fyrir í móðurskipinu, sem á að vera fljót- andi frystihús fyrir önnur veiðiskip. Gert er ráð fyrir 130 starfsmönn- um, það er 65 á hvorri vakt, en í móðurskipinu eru íbúðir fyrir allt að 450 manns. Tæknimenn Ice Mac munu annast það verk með aðstoð suður-kóreskra verkamanna. Þá verða íslenskir tæknimenn um borð í þijá mánuði eftir að vinnsla hefst til að kenna heimamönnum að umgangast vélar og tæki og fram- leiða fisk fyrir vestrænan markað, að sögn Gunnlaugs. Samfara þessu hyggst Ice Mac koma á fót sölu- og tækniskrifstofu á Kamtsjatka til að markaðssetja fleiri hús. Notað og nýtt Auk hönnunar á færanlegum frystihúsum, er þetta tveggja ára gamla fyrirtæki það eina hér á landi sem verslar með notaðar físk- vinnsluvélar í umboðssölu fyrir fyr- irtæki og einstaklinga. Einnig hef- ur Ice Mac tekið að sér umboð fyr- ir Cretel roðvélar, sem henta fyrir allan fisk, og Weber ísvélar. Nýver- ið tók Ice Mac að sér sölu og mark- aðssetningu fyrir Stava seiða- og fiskflokkara, sem framleiddir eru af Stálvinnslunni undir stjórn Þrá- ins Sigtryggssonar. Þráinn einbeit- ir sér eftir sem áður að hönnun og smíði á flokkurunum á meðan Ice- Mac hefur tekið að sér sölu- og kynningarstarfsemi. Að lokum má geta þess að fyrirtækið hefur yfír 1.500 fermetra sýningarsal að ráða í Faxaskála 2 sem opinn er á virk- um dögum frá kl. 8.00 til 18.00 eða eftir samkomulagi. Botnmálning skipa veldur lífverum í sjónum vanskapnaði RANN SÓKNIR sýna að eitur- efni, sem er m.a. að finna í botn- málningu skipa, hefur áhrif á lífverur í sjónum. Efnið veldur til dæmis vanskapnaði á nákuð- ungum við íslandsstrendur. A vegum Líffræðistofnunar og rannsóknastofu í lyfjafræði er ver- ið að kanna umfang tríbútýltín- mengunar hérlendis og hefur magn tríbútýltins verið mælt í nákuð- ungi, kræklingi og beitukóngi. Á Suðvesturlandi hafa nákuðungar verið athugaðir á 28 stöðvum. Vanskapaðir nákuðungar fundust á 23 þeirra, en vansköpunar varð ekki vart innst í Hvalfírði og við Herdísarvík, Selvog og Knarrarós á suðurströnd landsins. Öll kven- dýr reyndust vansköpuð nærri hafnarsvæðum. Fjarri hafnar- svæðum var_ tíðni vansköpunar lægri og kvendýr voru þar með minni háttar vansköpun. Lífræna efnasambandið tríbú- týltín hefur lengi verið notað í botnmálningu skipa. Tríbútýltínið er eiturefni, sem veldur því að líf- verur þrífast ekki á botni skipa. Efnið er eitt það hættulegasta sem sett hefur verið í sjó og olli því að ostrurækt við Frakkland misfórst á árunum 1977 til 1979. Tekjutap varð um 600 milljónir franka, sem svarar til um sjö milljarða ís- lenskra króna. = ORYGGI Einföld, þœgileg, hnéstýrð blöndunartœki. Þar sem ýtrasta hreinlœtis Steersta dráttarbraut á Islandi í byggingu Við Arnarvog í Garðabæ er nu unmð við byggingu stærstu dráttar- brautar á Islandi sem að öllum líkindum verður tekin í notkun upp úr áramótum. Það er vélsmiðjan Normi hf. í Garðabæ sem stendur að mannvirkinu, en það er í eigu Sævars Svavarssonar og fjölskyldu, eins og reyndar Norm-X, sem sérhæft hefur sig í framieiðslu fiski- kera, plasttanka og vörupalla. Vélsmiðjan Normi er hátt í 30 ára gamalt fyrirtæki, sem að sögn Sæv- ars, hefur unnið mikið fyrir Álverið í Straumsvík. „Síðan eignuðumst við Stálvík í Garðabæ þegar hún fór í gjaldþrot fyrir um ári, en fram- kvæmdir við dráttarbrautina voru þá vel á veg komnar þegar við tókum við,“ segir Sævar. Nýja dráttarbrautin, sem áætlað er að kosti um hálfan milljarð, verð- ur fær um að taka við allt að 3.000 tonna skipum, allt að 18 metra breið- um og 100 metra löngum, og inn í hús verður hægt að taka við allt að 400 tonna skipum. „Samkeppnin er gífurlega hörð í skipaiðnaðinum og það er ljóst að við verðum að fá mikla starfsemi til að þetta dæmi geti gengið upp. Markaðurinn er' hinsvegar stór enda snúast viðskipt- in um hvort innlendi iðnaðurinn er samkeppnishæfur við þann erlenda. I fyrra voru fluttar inn skipaiðnaðaC'; vörur fyrir sex milljarða á meðan innlend markaðshlutdeild nam 600. milljónum. Við ætlum okkur að vera samkeppnishæfir," segir Sævar Svavarsson. TRAUSTAR VÖRUR OG ÞJÓNUSTA VIÐ ÍSLENSKAN FISKIÐNAÐ OG HÁÞRÝSTIVÖKVAKERFI Drifbúnaöur fyrir spii o.fl. Radial stimpildælur • Vökvamótorar J=SAB ALLT TIL RAFSUÐU Vélar, vír og fylgihlutir INTERROLL, v f JOKl FÆRIBANDAMÓTORAR MONO • LOWARA DÆLUR Ryðfríar há- og lágþrýstiþrepadælur Fiskidælur • Slógdælur í þjónustudeild okkar veita sölumenn fúslega faglegar upplýsingar - hafið samband. = HÉÐINN = V E R S L U N SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.