Morgunblaðið - 02.10.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.10.1993, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Landssamband hjartasjuklmga Örstutt afmæliskveðja eftir Krislján Benediktsson Fyrir skömmu datt inn um bréfa- lúguna hjá mér óvenju fallegt og vandað rit. Þetta var afmælisrit Landssamtaka hjartasjúklinga — Velferð — en samtökin eru tíu ára um þessar mundir. Þau voru stofn- uð formlega hinn 8. október 1983. Fljótt á litið mætti ætla að tíu ára félagsskapur hefði ekki áorkað miklu né markað djúp spor í samtíð- ina. Við lestur afmælisritsins komst ég hins vegar að hinu gagnstæða. Þessi samtök hafa á stuttum tíma komið ótrúlega miklu í verk til hagsbóta fyrir hjartasjúklinga og raunar samfélag okkar í heild. Ekki þarf annað en að líta á helstu markmiðin sem samtökin settu sér í upphafi og bera þau saman við árangurinn til að sann- færast um að vel hefur verið að verki staðið. Helstu markmiðin sem sett voru í lögin í upphafi voru þessi: a) Að sameina félagsmenn til baráttu fyrir hagsmunamálum hjartasjúklinga og gæta réttar þeirra á öllum sviðum. b) Að vinna að úrbótum á sviði heilbrigðisþjónustu og bættri fé- lagslegri aðstöðu hjartasjúklinga. c) Að afla fjár sem varið er til velferðarmála hjartasjúklinga og hrinda í framkvæmd markmiðum samtakanna. d) Að efla rannsóknir og fræðslu varðandi hjartasjúkdóma. e) Að bæta aðstöðu og tækjakost á sjúkrastofnunum til rannsókna og lækninga á hjartasjúkdómum og skapa aðstöðu til endurhæfingar. Eins og framangreind upptalning ber með sér var markið sett hátt í upphafi. Mörgu hefur verið þokað „Forystumenn þar á bæ sáu strax að ekki mátti sleppa hendinni af þessu fólki. Nauðsyn- legt var að veita því rétta þjálfun til að öðl- ast fyrri styrk og verða fullgildir þjóðfélags- þegnar að nýju. Sumir munu kalla þetta for- sjárhyggju. Hún er oft æskileg og stundum nauðsynleg eins og í þessu tilfelli.“ áleiðis. Enn eru þó mörg og stór verkefni sem bíða. Á þessum vett- vangi má sífellt gera betur. Kransæðatilfellum fækkar Frá því var greint í fjölmiðlum fyrir skömmu að kransæðasjúk- dómar væru í rénum hér á landi. Þetta eru vissulega ánægjuleg tíð- indi. Til þessa liggja án efa fleiri en ein ástæða. Sú veigamesta að mínum dómi er sú mikla fræðsla r sem á seinni árum hefur verið veitt um eðli þessa sjúkdóms og það sem einkum veldur honum. Þessi fræðsla hefur gert fólk meðvitaðra um hvað þarna er á ferðinni. Marg- ir hafa því breytt lífsháttum sínum til að reyna að forðast þennan vá- gest með aukinni hreyfmgu og heppilegu matarræði. Hér eiga læknar stóran hlut að máli en einn- ig Landssamtök hjartasjúklinga sem hafa verið óþreytandi við að brýna fyrir landsmönnum hvað beri Við endurhæfingu er mikil áhersla lögð á útiveru og hreyfingu. Hér má sjá svipmynd frá „lyartagöngu“ á leið úr Elliðaárdal. Ný hjartaverndarrann- sókn - helstu markmið eftir Guðmund Þorgeirsson Um þessar mundir eru tímamót í starfí Rannsóknarstöðvar Hjarta- verndar. Nú hyllir undir lok sjötta og síðasta áfanga hóprannsóknar, sem hófst haustið 1967. Þótt mikið starf sé enn óunnið í úrvinnslu gagna og kynningu þeirra á innlend- um og erlendum vettvangi er Iöngu ljóst, að þessi rannsókn hefur veitt mikilvægar upplýsingar um faralds- fræði hjarta- og æðasjúkdóma á íslandi og áhættuþætti þeirra, sem og um ýmsa aðra sjúkdóma. Megn- ið af þessum upplýsingum er ein- göngu að fínna í gagnabanka Hjartavemdar. Þær eru því mjög hagnýtar og raunar ómetanlegar fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu. Áð auki er fjölmargt í þessum gögn- um, sem eykur almennan og þar með alþjóðlegan skilning á eðli og orsökum hjarta- og æðasjúkdóma. Þegar lögð eru á ráðin um nýja „Megnið af þessum upplýsing’um er ein- göngu að finna í gagna- banka Hjartaverndar. Þær eru því mjög hag- nýtar og raunar ómet- anlegar fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu.“ Hjartavemdarrannsókn hljóta markmið hennar að mótast af þeim árangri sem náðst hefur í rannsókn- arstarfmu hingað til, bæði í öflun hagnýtra íslenskra upplýsinga og í framlagi til alþjóðlegrar þekkingar á hjarta- og æðasjúkdómum. Fyrsta markmið hinnar nýju rannsóknar er því að fylgjast áfram með faralds- fræði hjarta- og æðasjúkdóma á íslandi og meta stöðu og þróun hinna þekktu áhættuþátta, reyk- inga, hækkaðs blóðþrýstings, blóð- fitu o.s.frv. í samræmi við nýja að gera til að halda hjartanu og æðunum sem um það liggja í sem bestu ástandi. Það getur enginn sem ekki hefur reynt á sjálfum sér skilið til fulls hvernigi það er fyrir einstakling sem er á besta aldri og vel á sig kominn að uppgötva allt í einu að þýðingarmikil líffæri eins og hjarta og æðar eru að gefa sig og segja stopp. Að geta ekki lengur gengið upp Bankastrætið í höfuð- borginni nema með hvíldum og hafa þó verið léttur á fæti og sann- kölluð „íþróttafrík". Samt er það nú svo að þetta hafa margir þurft að reyna og þekkingu þarf að kafa dýpra ofan í alia þessa þætti, gera ítarlegri og fyllri athuganir á fituefnaskiptum en gerðar voru í fyrri rannsókninni, rannsaka ýmsa þætti sem lúta að háþrýstingi, og svo má lengi telja. Það hefur löngum verið áhugamál forystumanna Hjartaverndar að hyggja við fyrsta tækifæri að heilsufari yngra fólks en þess sem tekið hefur þátt í hinni upphaflegu rannsókn Hjartavemdar. Því er stefnt að því að velja einnig til þátt- töku miklu yngri einstaklinga en áður. í öðru lagi er mörgum spuming- um ósvarað um áhrif „nýrra“ eða minna rannsakaðra áhættuþátta á heilsufar íslendinga. Þar má telja storku- og segaleysandi kerfi blóðs- ins, járnbúskap, andoxunarefni eins og E-vitamín, C-vítamín og beta- karoten, amínósýruna homocystein o.fl. Loks er mikill áhugi á að fiétta erfðafræðilegri athugun inn í nýja Hjartavemdarrannsókn, t.d. með því að velja til þátttöku einstak- linga, sem eiga foreldra, afa eða ömmur meðal fyrri þáttakenda í rannsókn Hjartaverndar. Ýmsir hjarta- og æðasjúkdómar, ekki síst æðakölkun í kransæðum, eru afleið- ingar samspils erfða og umhverfís- þátta. Gífurlegar framfarir hafa orðið í sameindaerfðafræði á allra síðustu árum, sem gera kleift að glíma við spurningar, sem áður var ekki unnt að taka á dagskrá. Nú er m.a. kleift að leita að erfðavísum hækkaðs blóðþrýstings, hækkaðrar blóðfítu og ýmissa annarra erfða- vísa, sem snerta hjarta- og æðasjúk- dóma. Slík vitneskia eflir ekki að- næstum daglega er þetta að ger- ast. Áður fyrr þýddi það í mörgum tilvikum dauðadóm þegar krans- æðarnar þrengdust og lokuðust. Sem betur fer er því ekki lengur þannig varið. Svo er fyrir að þakka stórstígum framförum í læknavís- indum og frábærum læknum sem sérhæft hafa sig í að gera við þröng- ar kransæðar, nema þær skemmdu burt og setja nýjar í staðinn. Nauðsyn endurhæfingar Margir sem fengið hafa krans- æðasjúkdóma, farið í meðferð og fengið bata eru hins vegar illa á Guðmundur Þorgeirsson eins skilning á því hvernig tilhneig- ing til hjarta- og æðasjúkdóma erf- ist, heldur getur hún dýpkað skiln- ing á þeim lífeðlisfræðilegum þátt- um sem truflast í hækkuðum blóð- þrýstingi, hækkaðri blóðfitu, of- þykkt hjartavöðva o.s.frv. Og það er gömul reynsla að oftast er aðeins tímaspursmál hvenær skilningur á grundvallarvandamálum verður hagnýtur. Þrátt fyrir stóra sigra í barátt- unni við hjarta- og æðasjúkdóma á undangengnum árum er enn margt sem við ekki skiljum og enn skipa þessir sjúkdómar efstu sæti dánar- orsaka í hinum vestræna heimi. Hjartavernd vill sem fyrr leggja sitt lóð á vogarskálar með nýrri rann- sókn, sem bæði nýtist íslenskri heil- brigðisþjónustu beint og aflar auk þess almennrar þekkingar á eðli- og orsökum hjarta- og æðasjúk- dóma. Höfundur er læknir og formaður rnnnsóknarstjónmr Hiartaverndar. sig komnir líkamlega eftir langvar- andi veikindi. Þá kem ég enn og aftur að Landssamtökum hjarta- sjúklinga. Forystumenn þar á bæ sáu strax að ekki mátti sleppa hendinni af þessu fólki. Nauðsynlegt var að veita því rétta þjálfun til að öðlast fyrri styrk og verða fullgildir þjóðfé- lagsþegnar að nýju. Sumir munu kalla þetta forsjárhyggju. Hún er oft æskileg og stundum nauðsynleg eins og í þessu tilfelli. Árið 1987 var leitað samstarfs við Hjartavernd og SÍBS um stofn- un endurhæfingarstöðvar fyrir hjarta- og lungnasjúklinga. Ráð- herra veitti stöðunni starfsleyfi hinn 1. mars 1989. í bréfi hans af því tilefni segir að þar skuli veita þrí- þætta þjónustu. a) Endurhæfingu í framhaldi af dvöl á sjúkrahúsi. b) Aðstöðu til viðhaldsþjálfunar. c) Ráðgjöf, upplýsingar og fræðslu. í fyrstu var HL-stöðin til húsa á Háaleitisbraut 11-13 en hefur tvö síðustu árin verið í íþróttahúsi fatl- aðra í Hátúni 14. Framkvæmda- stjóri stöðvarinnar er Haraldur Steinþórsson fyrrverandi kennari. Þessi stöð hefur unnið frábært starf við endurþjálfun hjarta- og lungna- sjúklinga og er með þeim orðum engri rýrð kastað á aðra sem að samskonar málum vinna svo sem Reykjalund. Að lokum Tilgangur minn með þessum lín- um er fyrst og fremst að vekja at- hygli á starfsemi og árangri Lands- samtaka hjartasjúklinga sl. 10 ár og hvetja hjartasjúklinga og aðra til að styðja við bakið á samtökun- um. Allir hjartasjúklingar ættu að sjá metnað sinn í því að vera félagar og greiða árgjald og sýna þar með í verki hug sinn og þakklæti fyrir það sem þegar hefur verið gert og létta undir við þau verkefni sem í augsýn eru. Af nógu er að taka í þeim efnum. Höfundur erfyrrv. borgarfulltrúi. Alþjóðlegur dagur ung- templara ALÞJÓÐLEGUR baráttudag- ur ungtemplara um allan heim er 3. október. Þennan dag minnast samtökin John B. Finns, bandarísks félaga, sem barðist fyrir jafnrétti kyn- þátta á 19. öld. Fyrir hans til- stuðlan voru samtök bindind- ismanna fyrst allra félaga í heiminum til að leyfa félags- aðild fólks, án tillits til kyns, trúar, kynþáttar, þjóðfélags- stöðu eða skoðana. íslenskir ungtemplarar nota 3. október sem upphafsdag vetrar- starfs og innritunar nýrra félaga. í tilefni af 3. október verður afhentur viðurkenningarskjöldur; Vímuefnabani 93, fyrir frækilega framgöngu í forvörnum meðal unglinga 1993. Að þessu sinni var lögreglan í Breiðholti fyrir valinu, vegna baráttunnar við bruggara. Skjöldurinn verður afhentur hjá Breiðholtslögreglu kl. 16 sunnu- dag 3. október. Ungtemplarafélögin Frosteldar og Straumur munu í tilefni dags- ins gefa bókapakka á barnadeild Landakotsspítala. Bækurnar voru gefnar af bókaforlagi Arnar og Orlygs. Norrænu samtök ungtemplara Nordgu, með 60.000 félögum hafa gefið út 3 veggspjöld til að minna á baráttu fyrir vímulausum lífs- stíl. ÍUT mun dreifa þessum áminningum á íslandi. FUJ vill innflutning á unnum kj*ötvörum FUJ í Reykjavík krefst þess að úr því verði skorið strax fyrir dómstólum hvaða lög gildi um innflutning landbúnaðarvara, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir m.a.: „Atburðir síðustu daga sýna svo ekki verði um villst að ráðherrar túlka lögin hver með sínum hætti og fara ekki eftir lagabókstafnum. Þetta er rík- isstjórninni til vansæmdar. FUJ lýsir hins vegar yfir fullum stuðningi við aðgerðir utanríkisráðherra í kalk- únamálinu og er stjórn félagsins þess fullviss að mat lögfræðinga á því að hann hafi brugðist hárrétt við, sé rétt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.