Morgunblaðið - 02.10.1993, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993
Vaxandi
átök í
Bosníu
STRÍÐIÐ í Bosníu er að fær-
ast í aukana eftir að múslimar
höfnuðu tillögu sáttasemjara
um skiptingu landsins milli
þjóðarbrota, múslima, Serba
og Króata. Eru Serbar sagði
hafa hafið mikla herferð gegn
Króötum og múslimum í hér-
aðinu Banja Luka og fara sög-
ur af grimmilegu framferði
þeirra, nauðgunum og pynt-
ingum. Virðist tilgangurinn
vera að hrekja alla aðra en
Serba burt úr héraðinu. Jafnt
Króatar sém Serbar segja, að
tilslakanir þeirra gagnvart
kröfum múslima um meira
land séu nú úr sögunni þar
sem múslima hafi hafnað friði.
Gífurlegnr
gassamningur
NORÐMENN hófu í gær út-
flutning á gasi til ýmissa Evr-
ópulanda í samræmi við 100
milljarða dollara samning,
stærsta gassamningi, sem
gerður hefur verið. Kemur
gasið frá olíusvæðum Norð-
manna í Norðursjó og er leitt
til stöðvar í Zeebrugge í Belg-
íu. Þaðan verður því síðan
beint í ýmsar áttir. Gildir
samningurinn í 28 ár en gas-
birgðir Norðmanna eru taldar
endast í 200 ár.
Hittir leiðtoga
Kína
BILL Clinton Bandaríkjafor-
seti og Jiang Zemin, forseti
Kína, ætla að halda sinn fyrsta
leiðtogafund í borginni Seattle
í Bandaríkjunum. Warren
Christopher, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, greindi
frá þessu og sagði fundinn
verða haldin þann 20. nóvem-
ber.
Thatcher vill
opna kola-
námur
MARGARET Thatcher, fyrr-
um forsætisráðherra Bret-
lands, hefur að sögn blaðsins
Guardian ritað Tim Eggar
orkumálaráðherra bréf þar
sem hún hvetur hann til að
breyta lögum þannig að einka-
aðilar geti tekið yfir rekstur
kolanáma, sem til stendur að
loka. Þá lagði hún til að Egg-
ar myndi fyrirskipa raforku-
fyrirtækjum að kaupa upp
kolabirgðir Bretlands. Eggar
á að hafa svarað henni því að
hann yrði að gæta ákveðinnar
hófsemi varðandi það kola-
magn sem hann fyrirskipaði
fyrirtækjum að safna upp.
Hillary kænni
en Clinton
HILLARY Rodham Clinton
stendur manni sínum, Bill
Clinton, forseta Bandaríkj-
anna, framar að andlegu at-
gervi. Sú er að minnsta kosti
skoðun margra landa þeirra
hjóna ef marka má skoðana-
könnun, sem gerð var í þess-
ari viku. Var Hillary þá mikið
í sviðsljósinu þar sem hún var
að kynna tillögurnar um upp-
stokkun heilbrigðiskerfisins
en hún þótti standa sig mjög
vei í því. 40% töldu hana
gáfaðir en Clinton en 22%
töldu hann taka konu sinni
fram. Aðrir sögðu þau standa
jafnt að vígi eða höfðu litla
skoðun.
Alexej II patríarki reynir að leysa deilu Jeltsíns og þingsins
Rétttrúnað-
arkirkjan sem
sáttasemjari
Moskvu. The Daily Telegraph.
GETI nokkur maður í Rússlandi fengið stjórnmálamenn landsins
til að hætta að hafa í hótunum og hefja samningaviðræður er það
Alexej II patríarki, leiðtogi þeirra 40 milljóna Rússa sem eru í
Rétttrúnaðarkirkjunni. Það eru ekki fyrst og fremst vegna eigin-
leikar patriarkans í sjálfu sér sem valda því heldur endurspeglar
þetta þá einstæðu stöðu sem kirkjan hefur í landi sem er að ná
sér eftir 70 ára kommúnisma. Að undaskildum hernum er hún
sennilega eina stofnunin sem enginn stjórnmálaleiðtogi getur leyft
sér að hundsa.
Um tíma leit út fyrir að herir
Hitlers næðu að yfirbuga Rússa í
síðari heimsstyijöldinni. Þá fór
sjálfur böðull kirkjunnar, Stalín,
fram á siðferðislega aðstoð hennar
við að sameina þjóðina, benti á
að föðurlandið væri í hættu. Allir
leiðtogar hins nýja Rússiands
reyna í örvæntingu að öðlast eitt-
hvað af þeim myndugleika sem
kirkjan getur veitt þeim.
Patríarkinn mun vera fyrsti
maðurinn utan við innsta hring
samstarfsmanna Borisar Jeltsíns
forseta sem hitti hann að máli síð-
an þingið var rofið fyrir 10 dög-
um. Kirkjan hefur einnig átt þátt
í sáttatilraunum fyrr. Á stórhátíð-
um eins og jólum og páskum hafa
þeir Jeltsín og Alexander Rútskoj,
aðalandstæðingur hans nú en áður
varaforseti, staðið hlið við hlið
með kerti í höndum. Báðir eru
þeir fyrrverandi félagar í komm-
únistaflokknum og hafa því svarið
fyrir alla guðstrú fyrr á árum.
Jeltsín hefur aldrei sagst vera trú-
aður en hefur lýst þeim „andlega
friði“ sem hann finni innra með
sér við þessar athafnir.
Músliminn Khasbúlatov
Rúslan Khasbúlatov þingfor-
seti, einnig fyrrverandi flokksfé-
lagi, er Tsjetsjeni að uppruna og
játar islam eins og flestir Tsjetsj-
enar. Hann notar þó hvert tæki-
færi til að lýsa stuðningi sínum
við Rétttrúnaðarkirkjuna og
leggja þannig áherslu á það hve
mikill „Rússi“ hann sé, þrátt fyrir
þjóðemið.
Ef Alexej II er raunverulega
að reyna að finna lausn á deilunni
en lætur ekki duga að höfða til
kristilegrar breytni og heilbrigðrar
skynsemi merkir það að rússneska
Rétttrúnaðarkirkjan er sögulega
séð að fara inn á nýjar brautir.
Frá tímum Péturs mikla keisara í
upphafi átjándu aldar hefur stjóm-
málaleg afstaða kirkjunnar ekki
verið nein, hún hefur fyrst og
fremst verið þægur þjónn stjóm-
valda hveiju sinni. Jafnvel Stalín
tókst með hrýðjuverkum og slægð
að gera hana að verkfæri sínu.
Það hefði til skamms tíma verið
óhugsandi að kirkjan tæki að sér
hlutverk sáttasemjara í stjóm-
máladeilum.
# Reuter
Sáttasemjarinn
ALEXEJ II, patriarki í Moskvu og æðsti maður rússnesku Rétttrún-
aðarkirkjunnar, í aðalstöðvum sínum í gær, að baki honum stend-
ur aðstoðarmaður. Patríarkinn reynir nú að miðla málum í deilum
Borisar Jeltsíns forseta og þingsins.
*
Oveður enn á ný
MIKIL flóð eru nú í Suður-Frakklandi eftir að óveður gekk þar yfir í
vikunni. Þetta er í annað sinn á fáeinum vikum sem óveður verður á
svæðinu. Að minnsta kosti tveir fórust í flóðunum og fjöldi fólks Ienti
í vandræðum. Konan á myndinni bíður örvæntingarfull aðstoðar hjálpar-
sveita en bíll hennar marar í hálfu kafi vegna vatnsveðursins.
Ritari Kohls uppvís að njósnum
Sóttíumstarfið
að skipun Stasi
Bonn. Reuter.
RITARI Helmut Kohls, kanslara Þýskalands, sem uppvís var að njósn-
um fyrir Austur-Þjóðveija, sótti um starf á skrifstofu kanslarans að
skipun austur-þýskra yfirmanna sinna. Embætti saksóknara upplýsti
í gær að ritarinn héti Karin H.-P., 41 árs, en hún var handtekin ásamt
eiginmanni sínum, Wolfgang P., 43 ára. Talið er að þau hafi'bæði
njósnað fyrir kommúnista.
Það var Wolfgang P., síðar eigin-
maður Karinar, sem réði hana til
njósna árið 1976. Wolfgang veitti
Stasi, öryggislögreglu Austur-
Þýskalands, m.a. upplýsingar er
hann var aðstoðarmaður þingmanns
á Evrópuþinginu 1983-1984. Karin
var ráðin sem fulltrui kanslara Vest-
ur-Þýskalands árið 1981, eftir að
hún sótti um starfið að skipun Stasi.
Helmut Schmidt var þá kanslari en
Kohl tók við embættinu ári síðar.
Fram til ársins 1989 aflaði Karin
fyrst og fremst upplýsinga um efna-
hagsmál en það ár féll stjóm komm-
únista í Austur-Þýskalandi og Karin
hætti njósnum. Embættismenn full-
yrða að hún hafi ekki haft aðgang
að leyniskjölum.
Flóttamenn streyma
frá Abkhazíuhéraði
Moskvu, Genf. Reuter.
UPPREISNARMENN í Abkhazíu sögðust í gær hafa náð héraðinu
öllu úr höndum georgíska sljórnarhersins er sveitir þeirra komust
að ánni Ingur sem ákvarðar eystri mörk þess.
Eduard Shevardnadze, leiðtogi
Georgíu, sakar Rússa um að hafa
látið aðskilnaðarsinnum í té vopn.
Utanríkisráðuneytið í Kíev hélt því
fram í gær, að aðskilnaðarsinnar
hefðu gerst sekir um brot á vopna-
hléssamningum og sagði að Rússum
hefði greinilega mistekist hlutverk
sáttasemjara í deilunni um Abkhaz-
íu.
Átökin í Abkhazíu hafa haft í för
með sér mikin flóttamannavanda.
Rúmlega hundrað þúsund óbreyttir
borgarar voru sagðir á flótta þaðan
í gær, ýmist fótgangandi, á ösnum,
dráttarvélum eða vörubílum.
Stefndu þeir til Georgíu en áður
höfðu tugþúsundir Georgíumanna
flúið frá Abkhazíu til Zugdidi.
Vegna flóttamannavandans í Ge-
orgíu sendi, flóttamannahjálp Sam-
einuðu þjóðanna (SÞ) í gær flugvél
með 40 tonn af vetrarfatnaði og
matvælum til Tbilisi.