Morgunblaðið - 12.10.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.10.1993, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993 leik og skýra framsetningu text- ans. Þau píanóverk Páls, sem gefin voru út, Gletturnar og þrjú píanó- stykki, eru hárómantískar tón- smíðar, enda meðal fyrstu verka Páls. Vitað er, að hann hafði þar ýmislegt fleira í handraðanum og nú mun vera stutt í að önnur píanó- verk Páls verði gefin út. Minningartónleikar Ingibjargar, Þorgeirs og Láru eru bergmál þess sem Páll hefur verið íslenskum söngvurum og tónleikarnir gáfu skemmtilega innsýn í það perlu- skrín, sem söngvasafn Páls er og það fágæti sem íslensk tónmennt á þarna til að státa sig af. Ingi- björg og Þorgeir skiptust á að flytja söngverkin, sem flest eru orðin kunnáttueign þjóðarinnar, djásn eins og Máríuvers, Blítt er undir björkunum, í dag skein sól, Vögguvísa, Kossavísur og Sáuð þið hana systur mína. Ingibjörg og Þorgeir sungu mjörg laganna mjög vel og þar á meðal var flutningur Ingibjargar á söngvum úr Ljóða- ljóðum ágætur og einnig var söng- ur Þorgeirs í lögunum Heimi, Stemmunum og Dagurinn kemur ágætlega útfærður og af draman- tískum krafti. Á síðari hluta tónleikanna flutti listafólkið sum af frægustu snilldarsöngverkum Páls, í dag skein sól og Sáuð þið hana systur mína, sem Þorgeir söng vel, en hann á bæði til dramantískt innsæi og ræður yfir sérlega skýrum framburði. Ingibjörg söng Vöggu- vísuna mjög fallega og Kossavís- urnar með leikrænum tilþrifum sem þó liðu nokkuð fyrir frekar óskýran framburð. Lára S. Rafns- dóttir lék þrjú píanóstykki op. 5 eftir Pál, en verkin sem eru öll vel þekkt, heita Burlesca, Intermezzo og Capriccio. Lára lék verkin mjög fallega og það sama má segja um samleik hennar við söngvarana, sem var einkar athyglisverður, fal- lega mótaður og þrunginn af sterkri tilfinningu fyrir tónmáli verkanna. Orgelleikur í minn- ingu Páls Isólfssonar Minningartónleikar UTURINN GULLINN, SKORPAN STÖKK, BRAGÐIÐ UÚFFENGT ■ ekta gulliO rasp! textans, I anda hins rómantíska „lieders“. í síðustu sönglögunum, við Ljóðaljóðin, birtist nýr Páll, bæði hvað snertir tónmál og túlkun og í raun hafa íslenskir söngvarar ekki fullkomlega náð að herska yfir þessum sérkennilegu tónsmíð- um, því þær eru sérlega leikrænar og gera miklar kröfur til flytjenda, bæði hvað snertir tónræna túlkun, Það er stór hópur mætra orgel- Ieikara, sem hefur lært hjá Páli ísólfssyni. Og nú minnast þeir kennara síns og halda tónleika með verkum hans og þess meistara sem hann dáði hvað mest, Johanns Sebastians Bachs. Ragnar Björns- son hélt tónleika í Fríkirkjunni sl. sunnudag, en þar hóf Páll feril sinn sem kirkjuorgelleikari hér á landi. Á efnisskránni voru tvö verk, eftir J.S. Bach, prelúdía og fúga í Es- dúr, sem er eitt af mestu orgelverk- um hans, og g-moll fantasían. Á milli þessara meistaraverka lét Ragnar Inngang og passakaglíu eftir Pál ísólfsson. Ragnar sagði lítillega frá kennara sínum og ann- ar nemanda Páls, Máni Sigurjóns- son, hélt smá tölu. Hann lagði áherslu á að ekki mætti gleyma því, að Páll hefði notið kennslu og leiðsagnar orgelsnillingsins Karls Straube og haft með sér heim til Islands allt það besta og mikilvæg- asta í vestrænni tónmenningu. Láttu EKKI glópagull samkeppnisaöilans BLEKKJA ÞIE ekta auLh rasp _________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Minningartónleikar um Pál ísólfsson voru haldnir í íslensku óperunni sl. laugardag og voru þar í forsvari söngvararnir Ingibjörg Marteinsdóttir og Þorgeir J. Andr- ésson en píanóleikari var Lára S. Rafnsdóttir. Á efnisskránni voru verk eftir Pál, 22 sönglög og þijú píanóverk. í sönglögum Páls birtast með ýmsum hætti þau umbrot sem ein- kenna þróun tónlistar hér á landi. Hin „strófíska" sönglína er mjög skýr hjá honum, rómantísk að gerð, eins og í I dag skein sól og í einhveiju fallegasta lagi Páls, Vögguvísunni, op 2, nr. 3. Páll leitaði einnig til íslenska þjóðlags- ins, bæði með því að semja hreinar „stemmur“, eins og lögin Grundar dóma og Jarpur skeiðar og lög, sem bera í sér íslenskan undirtón, t.d. lögin við leikverk Davíðs Stefáns- sonar, Gullna hliðið. Önnur söngverk, eins og Heim- ir, Söngur völvunnar, Dagurinn kemur, ágætt lag, sem undirritað- ur man ekki eftir að hafa heyrt fyrr sungið, hafa nokkra sérstöðu meðal sönglaga Páls en þar er spunnið úr alvarlegri þráðum og ekki unnið með hina hreina „stró- físku“ laglínu, heldur glímt við að tóntúlka á leikrænan hátt innviði NÝR SJÁLFVIRKUR OFNHITASTILLIR VETRARSKOÐUN Hefiir þu hugleitt að fá pípulagningamanninn til að stilla hitakeríið í húsinu fyrir veturinn? Þannig gœtir þú komist hjd óþœgindum og Lekkað orkureikninginn. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Þjóðin skuldar Páli ísólfssyni, að hún muni hvert var framlag hans til tónlistaruppeldis íslend- inga en auk mikilla hæfileika hans og mannkosta, var hann svo mik- ill gæfumaður, að eiga sér til sam- starfs afburðalistamenn eins og Björn heitinn Ólafsson fiðluleikara og Árna Kristjánsson píanóleikara. Þessir þrír fóru fyrir vaxandi hópi tónlistarmanna og þeim er það öðrum fremur að þakka, að nú eru íslendingar sjálfbjarga um flest er lýtur að tónlist. Ragnar Björnsson lék hin erfiðu verk Bachs af glæsibrag en sérlega var þó flutningur hans í verki Páls athyglisverður og skýrt mótaður, með einfaldri og sannfærandi raddskipan. Verk Páls, Inngangur og passakaglía, er glæsilegt verk, ofið úr rómantísku efni en að formi til barokkverk, verk tveggja tíma, er standa mun af sér alla tísku- strauma og listbyltingar, vegna þess að innviðir þess eru ramm- gerðir og traustlega saman settir af mikilli kunnáttu og listfengi. JL HARÐVIÐARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Wterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Páll ísólfsson Orgel- tónleikar Tónlistardagar Dómkirkjunnar hófust með orgelstund sl. föstu- dag, þar sem þrír nemendur Páls Isólfssonar tónskálds minntust þess merka frumvöðuls með smá tölum og orgelleik. Daniel Jónas- son og Kristján Sigtryggsson sögðu frá kynnum sínum af Páli en Árni Arinbjarnarson lék þijú verk, tvö eftir J.S. Bach, sem hann hefur trúlega æft er hann var í námi hjá Páli og Chaconne hans yfir upphafsstef Þorlákstíða. Fyrra verk Bachs var fantasía í G-dúr og það seinna d-moll tokk- atan, sem er eitt frægasta orgel- verk tónlistarsögunnar. Árni lék þessi verk af öryggi og með tærri raddskipan. Tokkata og fúga í d-moll er eitt þeirra verka, sem er ótrúlega ósannfærandi að sé eftir meistarann. Til er merk grein eftir Peter Williams, er birtist í tímaritinu Early Music 1981, þar sem færð eru sterk rök fyrir því að umrædd tokkata sé ekki eftir J.S. Bach. Elsta handrit verksins er ritað af Jóhanni Ringk (1717- 1778), sem ekki er vitað til að hafi nokkurn tíma starfað með Bach. Þykir það og ótryggilegt að verkið er ekki til í umritun helstu afritara meistarans, manna eins og Walther, Krebs, Kirnberger og Oley. Þá eru ýmsi einkenni í radd- færslu Bachs alls fjarri í þessu opinskáa og einfalda verki, er um margt þykir minna á, að það hafi verið snarstefjað og vilja margir varnarmenn á höfundarrétti Bachs halda því frma, að um sé að ræða hugmyndir, sem Bach hafi notað er hann lék af fingrum fram og að einhver áheyrandi hafi síðan fest þær á blað. Ekki verður skellt skollaeyrum við rökum Williams, þó það hins vegar skipti ekki máli úr því sem komið er, hver er höf- undur þessa skemmtilega en sára- einfalda orgelverks. Chaconne Páls var svolítið óró- lega leikin af Árna og hefði mátt vera á köflum lituð breiðari radd- skipan. Trúlega ræður nokkru raddskipan nýja orgelsins, sem er í raun mjög ólíkt orgeli Páls, sér- staklega er varðar raddblæ. Chac- onnan er glæsilegt verk, háróman- tískt en um leið ekta barrokkverk að formskipan og tengir því saman þessi tímabil, sem fóru framhjá okkur íslendingum. Páll ísólfsson flutti okkur tónmál þessara tíma- bila og það var ekki aðeins í starfi sínu sem tónlistarmaður og kenn- ari sem Páll lagði grunninn að ís- lenskri tónmennt, heldur var hann fremstur í flokki bestu tónskálda okkar og eru orgelverkin með því glæsilegasta, sem samin hafa ver- ið hér á landi fyrir orgel, mikil- fenglegasta hljóðfæri tónlistarsög- unnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.