Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 Ríkisstjórnin ræðir í dag við banka og lífeyrissjóði um vexti og ríkisbréf Lífeyrissjóðir krafðir svara um hvort þeir hyggist kaupa Seðlabankinn lækkaði ávöxtunarkröfu sína um 1% í gær RÁÐHERRAR úr ríkisstjórn Dav- íðs Oddssonar munu í dag eiga viðræður við fulltrúa viðskipta- banka og lífeyrissjóða, til þess að fylgja eftir þeirri vaxtalækkun sem orðið hefur á ríkisbréfum undanfarna daga. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verða lífeyrissjóðirnir krafðir svara um hvort þeir hyggist kaupa ríkisbréf með þeirri ávöxt- un sem Seðlabankinn býður nú upp á. Mun ríkisstjórnin vilja fá afdráttarlaus svör, þar sem ætl- unin .er að undirbúa Iántöku er- lendis, verði svör lífeyrissjóðanna neikvæð. Seðlabanki íslands til- kynnti við opnun verðbréfamark- aða í gærmorgun að hann hefði lækkað ávöxtunarkröfu sína við sölu ríkisbréfa á eftirmarkaði um 0,8%. Sú lækkun er til viðbótar 0,15% lækkun sem varð strax á föstudag eftir að ríkissljórnin til- kynnti um ákvörðun sína. Á há- degi í gær var krafan aftur lækk- uð um p,2%, en þá höfðu að sögn Birgis Isleifs Gunnarssonar seðla- bankastjóra selst ríkisbréf fyrir um 100 milljónir króna. Samtals hefur ákvöxtunarkrafa Seðla- bankans því lækkað um 1,15% frá því á föstudag. Við þessa lækkun hefur ávöxtun- arkrafa bankans á Verðbréfaþinginu lækkað úr 6,25%-6,75% í 5,25%- 5,75% Seðiabankinn lækkaði 21. október sl. vexti í endurkaupavið- skiptum sínum við banka og spari- sjóði um 1% til 1,5% og í gærmorg- un voru þeir vextir lækkaðir um 0,5% að auki. Þar með er það mat Seðla- bankans að vextir Seðlabankans séu orðnir ívið lægri en sambærilegir vextir á Norðurlöndum og hafi lækk- að á ríkisvíxlum úr 7% í 6,5% og á öðrum ríkistryggðum bréfum úr 8% í 7,5%. Seðlabankinn leggur til lagabreytingu Seðlabankinn hefur þar að auki ákveðið að rýmka reglur um lausa- fjárskuldbindingu banka, þannig að allar ríkisskuldbindingar, allt að tólf mánuðum, er bönkunum nú heimilt að telja með lausu fé, en hingað til hefur aðeins verið heimilt að telja ríkisvíxla til 90 daga til lausafjár. Þetta eru fyrstu viðbrögð Seðla- banka við erindi ríkisstjómarinnar um Iækkun á vöxtum og rýmkun á lausafjárstöðu. í undirbúningi er nú röðun útboða hjá Seðlabankanum og verið er að ganga frá reglum um aukna fyrir- greiðslu við viðskiptavaka á verð- bréfamarkaði. Seðlabankinn hefur þegar hafið viðræður við verðbréfa- fyrirtæki um húsbréfamarkaðinn, hvemig hægt er að gera hann að- gengilegri og sýnilegri, að sögn Sig- hvatar Björgvinssonar viðskiptaráð- herra. Sighvatur segir að Seðlabank- inn leggi til við ríkisstjórnina að hún hlutist til um lagabreytingar, þannig að fjárfestingalánasjóðirnir öðlist aðild að millibankamarkaði. Sighvatur sagði í samtali við Morgunblaðfð í gær að hann og Davíð Oddsson forsætisráðherra myndu í dag eiga viðræður við við- skiptabankana um framhaldið. „Þessi lækkun Seðlabankans á ávöxtunarkröfu sinni við sölu ríkis- bréfa á eftirmarkaði er mjög í sam- ræmi við það sem ríkisstjórnin gerði sér í hugarlund. Seðlabankinn segir í bréfi sínu til okkar að svo muni hann halda áfram vax'talækkun sinni eftir því sem tilefni gefist til,“ sagði Sighvatur, „þannig að það er ekki bara 7%-múrinn sem nú er rofinn, heldur 6%-múrinn líka.“ Jólasveinn í búðarglugga JÓLASVEINNINN er kominn í bæinn. Hann hefur aðsetur í glugga verslunar Islensks heimilisiðnaðar í Hafnarstræti 3 eins og sést á þessari mynd sem tekin var af honum í gær. Nauðgarinn ófundinn LEIT Rannsóknarlögreglu ríkisins að manninum sem nauðgaði 16 ára stúlku við hús Landvéla við Skemmuveg að- faranótt laugardagsins hafði ekki borið árangur í gær. Lögreglunni höfðu borist ýmsar vísbendingar frá almenningi eftir að lýsing stúlkunnar á manninum birtist í fjölmiðlum og er verið að vínna úr þeim upplýsingum, að sögn lögreglunnar. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á sunnudag taldi stúlkan að maðurinn hefði verið á að giska 17-18 ára, um 175 cm á hæð, klæddur í svartar gallabuxur, svartan taujakka og brúna skó. Hann var með bláa derhúfu með áletruninni VIKING gulum stöf- um. Morgunblaðið/RAX Undirgöng undir Reykjanesbraut UMFERÐ verður í næstu viku hleypt á Reykjanesbraut; þar sem nú er unnið að gerð undirganga við íþróttasvæði Hauka í Hafnarfirði. Ef veður leyfir verður framkvæmdum við undirgöngin lokið og þau tekin í notkun í desember, að sögn Péturs Ingólfssonar verkfræðings hjá Verkfræðistofu Stefáns Olafs- sonar sem hefur eftirlit með verkinu. Undirgöngin eru samstarfsverkefni Vegagerðar ríkisins og Hafn- arfjarðarbæjar. Verktakar eru ístak sem byggði brúna og J.V.J. verktakar sem sjá um vegagerðina. Samdráttur í mjólkurframleiðslu norðanlands Sex manns sagt upp hja Mj’ólkursamlagi KEA SEX starfsmenn Mjólkursamlags KEA fengu uppsagnarbréf um mánaðamótin, vegna verulegs samdráttar í mjólkurframleiðslu fyrir norðan. „Almennur samdráttur og mun minni mjólkurframleiðsla er ástæða þess að við ákváðum að losa um ráðningu sex starfsmanna," sagði Þórarinn E. Sveinsson mjólkursam- lagsstjóri. Hann sagði slæmt tíðar- far í sumar og léleg hey valda því að nytin í norðlenskum kúm hefði hrunið. Þá hefði þurft að flytja tals- vert af óunninni mjólk suður vegna tilkomu fjörmjólkurinnar. Þórarinn sagði uppsagnimar vera varúðarráðstöfun, ep kvaðst vona að úr rættist með mjólkur- framleiðslu svo starfsmennirnir yrðu ekki að hætta störfum. „Það er búið að keyra mjólkurframleiðsl- una allt of langt niður, það er ekki lengur borð fyrir báru, ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Þórarinn. Hann kvaðst óttast að ef ekki rættist úr með mjólkina færi að skorta ost þegar líður á veturinn. í dag Fyrstu Permaform-íbúöirnar ArmannsfeU hf. afhendir eigendum fyrstu sex Permaform-íbúðirnar 21 Karpov meistari Anatolíj Karpov sigraði Jan Timm- an í heimsmeistaraeinvígi FIDE og endurheimti þar með heimsmeist- aratitilinn í skák 22 /Vý fjármálaþjónusta___________ Búnaðarbankinn býður einstakl- ingum nýja fjármálaþjónustu 28 Leiðari Morgunblaðið 80 ára 24 íþróttir ► Andri Marteinsson með til- boð frá Lyn. Tutschkin meidd- ist og FH-ingar eygja von í Evrópukeppninni. Haukar efstir í handboltanum. Morgunblaðið á tvo jafnaldra sem fagna tímamótum Hafa báðir lesið blaðið að staðaldri frá unga aldri TVEIR núlifandi íslendingar eru fæddir 2. nóvember 1913 og eiga því áttræðisafmæli í dag, eins og Morgunblaðið sem fyrst kom út þennan dag fyrir áttatíu árum. Þetta eru Valgarður Klemensson sjómaður í Reykjavík og Anna Markúsdóttir húsfreyja í Vestur- holtum í Þykkvabæ. Þau hafa bæði lesið Morgunblaðið að stað- aldri frá unga aldri. Valgarður er borinn og barn- fæddur Reykvíkingur og var sjó- maður á togurum meginhluta starf- sævinnar. Hann byrjaði fimmtán ára gamall sem hjálparkokkur á togaranum Hilmi. Síðan var hann háseti og stöku sinnum bátsmaður á ýmsum togurum. „Þetta var það besta sem hægt var að komast í á þessum árum,“ sagði Valgarður í gær. Hann fór í land fyrir um tutt- ugu árum og vann eftir það í flski og fleiru. „Maður les Morgunblaðið alltaf og hefur gert iengi. Þetta er blað sem slegið hefur í gegn,“ sagði Valgarður. Hann man eftir blaðinu sem bam eða unglingur. „Maður reyndi að ná í öll blöðin sem komu út. Dagblöðin voru mikið lesin um borð í togurunum. Það var ekki fyrr en undir miðjan þann tíma sem ég var á sjónum að það fóru að koma bókasöfn og þess háttar lesn- ing um borð. Það var skínandi gott Anna Markúsdóttir. að grípa í þetta þegar tími gafst,“ sagði hann. Anna Markúsdóttir er fædd í Dísukoti í Þykkvabæ og er því Þykkvabæingur í húð og hár. Hún og Ólafur Guðjónsson maður henn- ar voru með blandaðan búskap í Vesturholtum og eru enn með fáeinar kindur í félagi við son sinn. Anna segist alltaf hafa haft nóg fyrir stafni. Hún eignaðist níu börn og á alls 54 afkomendur. Þá hafi vinnan við búskapinn gengið fyrir öllu, allt hafi verið miklu erfíðara Valgarður Klemensson. áður fyrr miðað við þægindin nú til dags. „Mér hefur liðið vel og alltaf haft nóg að gera, lífið hefur verið ljómandi gott við mig og þeg- ar lundin er létt gengur allt rniklu betur,“ sagði Anna í gær. Anna hefur lesið Morgunblaðið frá því hún var ung að árum og fylgist vel með fréttum. „Mér fínnst blaðið ágætt. Það mætti kannski koma með meiri fréttir úr sveitum landsins. Ég les mikið af alls konar greinum í blaðinu og svo auðvitað minningargreinamar," sagði hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.