Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 Kjarni málsins í 80 ár í tilefni þess að í dag eru liðin 80 ár frá því fyrsta tölublað Morgunblaðsins kom út, 2. nóv- ember 1913, verður sýnd ný kynningarmynd um Morgun- blaðið í ríkissjónvarpinu í kvöld klukkan 20.35. í myndinni sem nefnist Morgunblaðið - kjarni málsins í 80 ár! er stiklað á stóru í sögu blaðsins og einnig er kynnt starfsemin í nýja Morgunblaðs- húsinu, Kringlunni 1. Myndin er unnin af Plús - Film fyrir Morg- unblaðið. Unnið að gerð myndarinnar um Morgunblaðið. Fremst eru kynnirinn, Jóhann Sigurðarson, leikari, og starfsmenn Plús - Film, Ingi R. Ingason, Jón Karl Helgason og Sveinn M. Sveinsson og fjær starfsmenn Morgunblaðsins, Margrét Sigurðardóttir og Björn Vignir Sigurpálsson. Lögreglan í Reykjavík Eftirstöðv- ar sekta 246 milljónir HEIMILDIR starfsmanna lög- reglustjóraembættisins í Reykja- vík til niðurfellinga og breytinga á sektarfjárhæðum eru víðtækar og aðgangur að tekjubókhaldi óþarflega opinn, að mati Ríkis- endurskoðunar, að því er fram kemur í skýrslu um endurskoðun ríkisreiknings fyrir 1992. Um seinustu áramót námu eftir- stöðvar sekta hjá embættinu rúm- lega 246 milljónum króna og höfðu hækkað um 63 millj. frá fyrra ári. Telur Ríkisendurskoðun ljóst að af- skrifa þarf hluta þessarar fjárhæðar þar sem skuldarar eru ógjaldfærir. Ríkisendurskoðun segir ástæðu til að efla innheimtu embættisins og auka samstarf þeirra aðila sem að henni koma. Bent er á að vegna tíðra eigendaskipta að vínveitingahúsum hafi innheimta víneftirlitsgjalds oft reynst torveld. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30ígær) Þjóðvegir landsins eru nú flestir greiðfærir og hálkulausir. Víða er unníð viö vegagerð og eru ökumenn beönir að gæta varúðar og aka þar eins og annarsstaðar samkvæmt merkingum. Um færð á hálendinu er ekki vitað. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavlk hiti 10 10 veður rigning og súld súld Bergen vantar Helsinki 6 léttskýjað Kaupmannahöfn 9 þokumóða Narssarssuaq +2 sjókoma Nuuk -i-2 alskýjað Ósló vantar Stokkhólmur 2 þokumóða Þórshöfn 9 skýjað Algarve 20 skýjað Amsterdam 3 súld Barcelona 18 alskýjað Berlín 7 mistur Chicago *3 heiðskírt Feneyjar 16 skýjað Frankfurt 4 þokumóða Glasgow 8 alskýjað Hamborg 2 þokumóða London 8 mistur LosAngeles 16 skýjað Lúxemborg 2 þokumóða Madrid 15 skýjað Malaga 17 rigning Mallorca 18 þokumóða Montreal +0 snjókoma NewYork 6 alskýjað Orlando 3 léttskýjað Paris 4 skýjað Madeira 20 léttskýjað Róm 20 alskýjað Vín 6 alskýjað Washington 6 skúr Wlnnípeg 1 skýjað Ríkisendurskoðun um Ferðamálasjóð Heppilegt að þrengja heimildir RÍKISENDURSKOÐUN telur að heimildir Ferðamálasjóðs til lánveit- inga séu mjög rúmar og spyr hvort ekki sé heppilegt í ljósi reynsl- unnar að þrengja Iánsheimildir hans og gera þær um leið markviss- ari. „Þannig mætti e.t.v. girða fyrir að spúrningar vakni um hvort sjóðurinn sé kominn út fyrir heimildir sínar og jafnvel farinn að raska samkeppnisstöðu með lánveitingum til aðila í starfsgreinum eða á svæðum sem að öðru jöfnu yrði að ætla að ekki mættu vænta fyrirgreiðslu hans,“ segir í skýrslu Rikisendurskoðunar um endur- skoðun ríkisreiknings. Fram kemur í skýrslunni að ríkis- endurskoðun óskaði eftir að stjórn Ferðamálasjóðs gerði grein fyrir nokkrum lánveitingum. Þar er m.a. um að ræða um 5,8 millj. kr. lán til Veitingahússins Skólabrúar, 23,1 millj. kr. lán til Knattspyrnufélags Akureyrar vegna byggingar iþrótta- húss og 5,4 millj. kr. lán til JFE Byggingaþjónustunnar, sem öll voru veitt á síðasta ári. Ráðherra ákveður vexti og Iánskjör I svari sjóðsstjórnar kemur fram að fyrir afgreiðslu lánsins til KA hafi veriö leitað álits lögfræðinga á heimildum sjóðsins til útlána af því tagi. Niðurstaða þeirra hafi verið sú að lánveitingin rúmaðist innan ramma laganna. Einnig kemur fram að að samgönguráðuneytið hafi sér- staklega mælt með lánveitingunni til KA og Skólabrúar en að öllu jöfnu heyri það til undantekninga að lánað sé til veitingastaða í Reykjavík. Skólabrú hefði þótt höfða fremur til ferðamanna en aðrir staðir þar sein um enduigerð á sögufrægu húsi í hjarta borgarinnar væri að ræða. Hvað íþróttahúsið varðaði var sagð- ur hörgull á sýningarrými á Akur- eyri þannig að laða mætti stærri vörusýningar til bæjarins. Lánstími lána sjóðsins getur verið allt að 15 ár og mega lán vera af- borgunarlaus fyrstu tvö árin. Enn- fremur kveða lög sjóðsins á um að ráðherra ákveði vexti og önnur kjör þeirra lána sem sjóðurinn veitir og hafa vextir Ferðamálasjóðs að jafn- aði verið nokkru lægri en gerist og gengur í bankakerfinu, að því er segir í skýrslunni. I henni er einnig bent á að sjóður- inn hafi m.a. veitt Byggingaverktök- um á Keflavíkurflugvelli lán sem stóð í 24,4 millj. kr. um seinustu áramót, Golfklúbbi Akureyrar 4 miilj. kr., Hafnarbíói hf. 20,9 millj., Kaupfélagi Borgfirðinga 2,5 millj., Kaupfélagi Eyfirðinga 3,2 millj., Lögreglufélagi Reykjavíkur 2,7 millj. og Öskjuhlíð hf. 13,5 millj. Opinn fundur um að- gerðir í vaxtamálum VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ gengst fyrir upplýsingafundi um aðgerð- ir ríkissljórnarinnar í vaxtamálum miðvikudaginn 3. nóvember 1993 í Átthagasal Hótels Sögu. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Ríkisstjórnin hefur kynnt sam- ræmdar aðgerðir til lækkunar vaxta. Með þeim hyggst hún bijóta blað í vaxtaþróuninni. í fréttatil- kynningu Viðskiptaráðuneytisins segir að eðlilegt sé að almenningur og forsvarsmenn fyrirtækja leiti svara við ýmsum spurningum s.s.: Munu vextir af húsbréfum hækka? Munu fjárfestingar í atvinnulífinu aukast? Hvað lækkar skuldabyrði heimilanna mikið? Hver verða áhrif vaxtalækkana á afkomu fyrirtækja? Á fundinum útskýrir Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra að- gerðir ríkisstjórnarinnar í vaxta- málum og síðan munu eftirtaldir sitja fyrir svörum: Benedikt Davíðsson forseti Al- þýðusambands íslands, Einar Odd- ur Kristjánsson framkvæmdastjóri, Finnur Sveinbjörnsson formaður vaxtamyndunarnefndar, Grétar J. Guðmundsson forstöðumaður í Húsnæðisstofnun ríkisins, Pétur Blöndal stærðfræðingur, Sigurður B. Stefánsson framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri Landsbankans og Yngvi Örn Kristinsson forstöðumaður Seðlabanka Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.