Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 13 MENNING/LISTIR Tónlist Keltar á Háskólatón- leikum Mótettukórinn í Hallgrímskirkju Mótettukórinn heldur tónleika í Hallgrímskirkju sunnudaginn 7. nóvember kl. 20.30. A efnisskrá eru Óttusöngvar á vori eftir Jón Nor- dal, sem félagar úr Mótettukórnum ásamt einleikurum og söngvurum frumfluttu á Sumartónleikum í Skálholtskirkju á nýliðnu sumri og Sálumessa eftir Maurice Duruflé sem Mótcttukórinn flutti á tónleik- um í vor. Þessir tónleikar eru haldn- ir í tengslum við upptökur fyrir breska útgáfufyrirtækið Chandos sem vinnur nú að útgáfu á geisla- diski með söng Mótettukórsins. Kórinn hefur fengið einsöngvara og hljóðfæraleikara til liðs við sig víða að. Þóra Einarsdóttir sópran kemur frá Lundúnum og syngur með.Sverri Guð- jónssyni kontratenór í Óttusöngvum á vori þar sem Hannfried Lucke frá Lichtenstein leikur á orgel, Inga Rós Ingólfsdóttir á selló og Eggert Pálsson á slagverk. Þau Hannfried Lucke og Inga Rós leika einnig með í Sálumess- unni en þar eru einsöngvarar Rannveig Fríða Bragadóttir messósópran frá Vínarborg og Michael Jón Clarke bari- tón frá Akureyri. Stjórnandi tónleikanna er Hörður Áskelsson. Miðarnir kosta 1.200 krón- ur, 900 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara. Þjóðlagasveitin Keltar mun troða upp á Háskólatónleikum í Norræna húsinu miðvikudaginn 3. nóvember kl. 12.30. og leika írsk og skosk þjóðlög. Liðsmenn Kelta eru þeir Eggert Mc- Pálsson, Sean O’Brolochain, Guðni Kj., Donald Franz og Einar Kristján O’Einarsson. Bak við þessi listamanns- nöfn „dyljast” tónlistarmenn sem eru vel kunnir sem flytjendur sfgildrar tón- listar. Nokkuð er nú um liðið síðan Keltar komu síðast fram opinberlega. Á efnisskránni eru keltneskir dansar og ballöður. Leikið er á hefðbundin hljóðfæri og auk þess eiga meðlimir Kelta það til að hefja upp raust sína í söng þegar við á. Handhöfum stúdentaskírteina er boðinn ókeypis aðgangur en aðgangur fyrir aðra er 300 krónur. Myndlist Sýningarskrá með Rod- in á Kjarvalsstöðum . í tengslum við yfirlitssýningu á verkum eftir franska myndhöggvarann Auguste Rodin (1840-1917) á Kjarv- alsstöðum hefur verið gefin út vönduð sýningarskrá. Þar er að finna ítarlegan texta eftir Jacques Viiain, forstöðu- mann Rodinsafnsins í París. Auk þess er listi og ljósmyndir af öllum verkum sem sýnd eru á sýning- unni á Kjarvalsstöðum. Það var Friðrik Rafnsson sem þýddi textann, en Hildi- gunnur Gunnarsdóttir hannaði skrána, sem er alls 80 síður og kostar 900 kr. Sýningarskráin er eingöngu seld á Kjarvalsstöðum. Safn Markúsar til Lista- safnsins á Akureyri Um helgina lauk sýningu á safni Markúsar Ivarssonar sem staðið hefur í safninu frá því í sumar. Sýningin mun fara til Listasafnsins á Akureyri og verður opnuð þar laugardaginn 6. nóvember. Þetta er fyrsta samvinnu- verkefnið milli safnanna. Markúsar- sýningin hefur fengið góðar undirtekt- ir. Markús ívarsson járnsmiður gerðist velgjörðarmaður íslenskra listamanna, er hann hóf að kaupa verk þeirra laust eftir 1920. Það var þó á fjórða áratugn- um sem hann hóf listaverkasöfnun sína fyrir alvöru og lagði sig ekki síst eftir að kaupa verk af ungum listamönnum sem þá voru nýkomnir heim frá námi erlendis. Var Markús frumkvöðull á þessu sviði. Er Markús lést árið 1943 voru um 200 verk í safni hans. Var stærstur hluti þeirra sýndur á minning- arsýningu um hann sem Félags ís- lenskra iistamanna stóð fyrir, í Lista- mannaskálanum árið 1944. Skömmu fyrir andlát sitt ákvað Markús að gefa Listasafni íslands 56 verk úr safni sínu og voru þau sýnd f tveim sýningarsölum þess er Listasafn- ið var opnað almenningi árið 1951. Árið 1966 var síðan bætt við einu verki i viðbót eftir Kjarval. Hljómsveitin BIT 20 leikur norræna samtímatónlist annað kvöld. Tónleikar í Norræna húsinu BIT 20 frá Bergen TÓNLEIKAR verða haldnir í sýningarsal Norræna hússins miðviku- dagskvöldið 3. nóvember kl. 20.30. Þar kemur fram hljómsveitin BIT 20 sem stofnuð var 1989. Markmiðið var frá upphafi að leika norræna og alþjóðlega samtímatónlist. Sveitin er skipuð 17 hljóðfæra- leikurum sem mynda sinfóníettu, en á efnisskránni eru einnig verk fyrjr einleikara. A þessu ári hefur sveitin tekið festivalen í Bergen. BIT 20 kemur þátt í Grieg-hátíðarhöldunum, hingað til lands beint frá Barbican Listahátíðinni í Bergen og Autunal- Center í London, þar sem þau taka þátt í stórri tónlistarhátíð sem er helguð 150 ára afmæli Griegs. A efnisskránni eru Alluson fyrir sinfóníettu eftir Káre Kolberg, Shimmer fyrir píanó og kammer- sveit eftir Hákon Berge, Heimsókn eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Haugtussa eftir Grieg. Rannveig Bragadóttir óperusöngkona mun syngja Haugtussu með hljómsveit- inni. Hljómsveitarstjórinn er Ingar Bergby. Hann stundaði nám við Noreges Musikkhojskole, nemandi Karsten Andersen og Jorma Pan- ula. Það er Grieg-jubiléet sem styrkir komu BIT 20 til íslands. „Myndin er margt í senn, hrífandi, spennandi, erótísk og jafnvel fyndin." B.Þ., Alþýðublaðið, 27. okt. ’93. „Laðar fram frábæran leik hjá hinum unga Steinþóri í aðalhlutverk- inu sem er bæði stórt og krefjandi. Blandar hugvitssamlega saman sagnahefðinni, þjóðtrúnni og tölvuleikjum samtímans en tilfinninga- málin eru vitaskuld efst á baugi." S.V., Morgunblaðið, 30. okt. ’93. „„Hin helgu vé“ brýtur nýjan jarðveg í ferli Hrafns Gunnlaugssonar í íslenskri kvikmyndagerð. Hún er mjög djörf í að sýna viðhorf tveggja krakka til kynlífs fullorðna fólksins, en hún er aldrei gróf. Tilfinning- ar Gests til Helgu eru flóknar, en atburðarásin er einfóld og söguþráð- ur skýr.“ M.R., Pressan, 28. okt. ’93. „Falleg, hrífandi mynd með talsverðri spennu.“ E.P., Morgunblaðið, 30. okt. ’93. HIN’ HELGU VÉ KERAVIKA Listakokkar frá Westra Piren töfra fram veislukrásir. Westra Piren er eitt virtasta veitingahús í Svíþjóð og hefur m.a. hlotið hina eftirsóknarverðu Michelin stjörnu. með eðalvínum. Kaffi og koníak eða iíkjör á eftir. Takmarkaður gestafjöldi hvert kvöld. 25700 Gouda 26% kg/stk. R U M L E G A 15% LÆKKUN! VERÐ NU: 599 kr. kílóið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.