Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 17 sjúkrahúsum. Jafnframt þarf að auka verulega þverfaglega samvinnu sérfræðinga til að koma betur til móts við þarfir barna og foreldra þeirra varðandi greiningu, meðferð, þjónustu og rannsóknir sjúklinga á barnadeildum. I læknisfræði hefur til allmargra ára verið lögð vaxandi áhersla á tengsl líkamlegra og geðrænna kvilla. Rannsóknir hafa gefið til kynna að samfara auknum líkamleg- um sjúkdómseinkennum vaxi kvíði og þunglyndi. Algengt er að hjá börn- um og unglingum með áberandi geð- ræn vandamál sé einnig líkamleg sjúkdómseinkenni að fínna. Nýlegar rannsóknir frá Bretlandi og Noregi á tíðni geðrænna vandamál hjá böm- um sem liggja á bamadeildum hafa sýnt að allt að 45% barna á bama- deildum hafí sállíkamlega sjúkdóma. A barnadeildum sjúkrahúsa í ná- grannalöndum okkar er reynt að taka tillit til þess samspils líkama og sálar sem ekki verður séð með augum og litið er á það sem fyrirbyggjandi aðgerð að kalla á bamageðlækni til samstarfs jafnvel þó sjúklingar á barnadeildum liggi í stuttan tíma. Við mat á sjúkdómsgreiningu og í meðferð er gætt að hvorutveggja og barninu og íjölskyldu þess veitt al- hliða læknisþjónusta. Hugað er að barninu sjálfu og sjúkdómi þess en auk þess að fjölskyldu og fjölskyldu- samskiptum, heimili og félagsað- stæðum og upplýsingum er safnað frá skóla barnsins ef það er á skóla- aldri. Þverfagleg teymisvinna margra sérfræðinga, þ. á m. lækna, sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga, er nauðsynleg til að veita bömum þá bestu læknisþjón- ustu sem völ er á. Hér á landi hefur skort allverulega þverfaglega teym- isvinnu innan barnadeilda, en hvorki barnageðlæknar né sálfræðingar og félagsráðgjafar vinna í hlutastarfi eða fullu starfi á þremur bamadeild- nm sem reknar em í landinu. íslandi hefur aðeins ein faraldsfræði- leg rannsókn verið gerð á heilsufari íslenskra barna á landsplani en á öllum hinum Norðurlöndunum hafa verið gerðar umtalsverðar faralds- fræðilegar rannsóknir á börnum og unglingum reglubundið. í kjölfar far- aldsfræðilegra rannsókna á hinum Norðurlöndunum hefur komið bætt skipulag og aukin þjónusta sem síðar hefur leitt til fyrirbyggjandi aðgerða og bættrar þjónustu. Æ fleiri vísindamönnum er ljós mikilvægi góðrar heiisu barna og unglinga í þjóðfélögum nútímans. Þeir læknar sem hafa áhuga á að bæta heilsufar barna og unglinga og komast að orsökum vandans hveiju sinni ættu að hafa forgang að þjón- ustu, kennslu og háskólastörfum. A sl. 20 ámm hefur þörf innan bama- og unglingageðlæknisfræðinnar aldrei verið meiri í hinum vestræna heimi og er Island engin undantekn- ing. Þetta hafa deildarforsetar læknadeilda nágrannalanda okkar skynjað í vaxandi mæli og hefur kennslustöðum í barnageðlækni; fræði verið fjölgað við flestar lækna- deildir og vísindastyrkir hafa verið veittir til fræðigreinarinnar í vaxandi mæli til að efla sérstaklega rann- sóknastörf í þágu barna. ísland hefur hins vegar skorið sig úr hvað þetta varðar, t.d. er engin kennslustaða við læknadeild Háskóla íslands tengd barnageðlæknisfræði, en það mun vera eina undantekningin í allri Evr- ópu og þó víðar væri leitað. Heildarskipulag á allri heilbrigð- isþjónustu hér á landi fyrir börn og unglinga er brýnt verkefni sem heil- brigðisyfirvöld landsins ættu að setja efst í forgangsröð þegar í stað. Vel- ferð og framtíð þjóðarinnar byggist á heilbrigðu lífi og óskaddaðri bernsku og æsku. Höfundur er læknir og formaður Barnageðlæknafélags íslands og fnrmaður í Norrænum samtökum REMINGTON REMINGTON rakvélar í úrvali á sérstaklega góðu verði. REMINGTON fyrir snyrtilegt útlit. Fást t naestu r^ftækiaverslun I. Guðmundsson & <_«. hi. UMBODS OG HEILDVERSUUN SIMI 91-24020 FAX 91-623145 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Moon Boots Verð nú: 1.395 Verð áður: 1.995 Stærðir: 27-41 Litir: Grænn og fjólublár POSTSENDUM SAMDÆGURS Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 ________i_________J Raflagnaefni . í miklu úrvali. I, RAFSÓL "N Skipholti 33 S. 35600 Fagmenn aöstoða NYJAR SENDINGAR ' 1 é ■ - — AFMÆLIS- C' TILBOÐ '. 21. október - 4. nóvember V/SA VEITINGASTAÐUR FJOLSKYLDUNNAR, SUÐURLANDSBRAUT 56 Í15|daga! Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut^ Kopavogi, sími 571800 Ford Econoline 250 4x4 diesel '90, sjálfsk., ek. 40 þ., (DANA 40 framan, 60 aftan), 35“ dekk, álfelgur o.fl. Vandaður ferðabíll. V. 2.2. millj. Lada 1500 station ’92, hvítur, 5 g., ek. 32 þ. V. 490 þús. Tilboð kr. 390 þús. stgr. MMC Galant GLSi '89, blár, sjálfks., ek. 76 þ. km., rafm. í öllu, spoiler o.fl. Toppein- tak. V. 990 þús. V.W. Golf CL 1.8 '93, grænsans, 5 g., ek. 14 þ., vökvastýri o.fl. V. 1130 þús. stgr. Daihatsu Charade TS EFi 16v '93, rauð- ur, 1300 vól, bein innsp., 5 g., ek. aðeins 4 þ. km. Sem nýr. V. 860 þús. Honda Prelude 2.0 EXi '86, rauður, 5 g., ek. 86 þ., álfelgur, sóllúga, leðurinnrétting o.fl. Toppeintak. V. 730 þús. MMC Colt GL '90, 5 g., ek. 69 þ., hvítur. V. 690 þús. Tilboð kr. 590 þús. stgr. Toyota Corolla Lift Back 1.6 XL 92, hvítur. V. 1080 þús. MMC 5 g., ek. 87 þ. Gott eintak. V. 1090 þús Toyota Landcruiserr turbo diesel '87, 5 g., ek. 129 þ., 38“ dekk o.fl. V. 2 millj. Ford Bronco II ’87, steingrár, 5 g., 50 þ. mílur. V. 1100 þús. Nissan Sunny SLX Sedan 4x4 ’89, 5 g., ek. 70 þ. V. 750 þús. Mikið breyttur Bronco '74, 4 g., 8 cyl. (460 cc), 205 millikassi, Unimoc hásingar, 44“ dekk o.fl. V. tilboö - skipti. Renault 19 GTS '90, hvítur, 5 g., rafm. í rúðum o.fl V. 690 þús. stgr. Chervolet Suburban 6.2 diesel '83, ek. 86 þ. mílur, m/spili o.fl. V. 1280 þús. MMC Pajero langur turbo diesel '87, sjálfsk., ek. 109 þ. V. 1270 þús. MMC Colt GLXi '91, 5 g., ek. 47 þ. V. 890 þús., sk. á ód. ÆOSfliVl □SETOBNŒRAMICA -f .Á\\i SÉ StórhöRte 17 vtó GulUnbnS. síral 67 4» 44 HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SfMI 671010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.