Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER 1993 Greinasafn Morgunblaðsins verður hluti af gagnabanka hugbúnaðarfyrirtækisins Strengs hf. „Ný vídd opn- uð í fjölmiðlun" MORGUNBLAÐIÐ hefur gert samkomulag við hugbúnaðarfyrir- tækið Streng hf. um að greinasafn Morgunblaðsins verði hluti af gagnabanka sem Strengur rekur. Fyrst um sinn fá fjórir aðil- ar aðgang að greinasafninu gegnum gagnabankann í tilrauna- skyni en gert er ráð fyrir að í janúar á næsta ári verði greina- safnið opnað fyrir þá sem vijja. „Með þessu er verið að færa út starfsemi Morgunblaðsins og opna nýja vídd í fjölmiðlun, og það er vel við hæfi að það gerist á 80 ára afmælisdegi blaðsins," sagði Örn Jóhannsson skrifstofustjóri Morg- unblaðsins eftir að gengið hafði verið frá samkomulaginu. Haukur Garðarsson stjórnarformaður Strengs sagði engan vafa leika á að mikil eftirspurn yrði eftir greinasafninu meðal fyrirtækja og einstaklinga. í greinasafni Morgunblaðsins eru geymdar allar fréttir sem skrif- aðar hafa verið í blaðið frá árinu 1986 og skrá yfir allar lengri greinar sem birst hafa í blaðinu frá þeim tíma. Yfir 80 þúsund greinar eru geymdar í safninu og yfir 25 þúsund minningargreinar. Þeir fjórir aðilar sem næstu tvo mánuði fá aðgang að greinasafn- inu í tilraunaskyni eru Eimskip hf., Grandi hf., utanríkisráðuneytið og Sigfús Kristmannsson sem bú- settur er í Noregi. Gegnum háhraðanet Fyrirtækið Strengur hf. var stofnað árið 1982. Það rekur með- al annars gagnabankann Hafsjó og selur gagnasafnahugbúnaðinn Informix og viðskiptahugbúnaðinn Fjölni. Gagnabankinn er keyrður á nýrri Hewlett Packard-tölvu. Not- endur tengjast bankanum gegnum almenna gagnanetið frá einmenn- ingstölvum og nota til þess sam- skiptaforrit sem fylgir áskrift að gagnabankanum. Framvegis verða fréttir sem birtast í Morgunblaðinu sendar gegnum háhraðanet inn á tölvu- kerfi Strengs sólarhring eftir birt- ingu og þá fá áskrifendur gagna- bankans aðgang að þeim. Hægt er að leita á einfaldan hátt að frétt- um um ákveðin málefni. Til dæmis er hægt að óska eftir að sjá allar fréttir sem birst hafa í Morgun- blaðinu og orðið sjávarútvegur kemur fyrir í. Einnig er hægt að þrengja leitina og biðja um fréttir með orðinu síld. Á tölvusjánum birtist þá Iisti yfír fréttirnar og hægt er að skoða þær hverja af annarri eða einhverja ákveðna frétt. Notað er textaleitarforrit sem styðst við íslenskar málfræði- reglur og getur meðal annars leit- að að öllum beygingarmyndum orða ef óskað er. Morgunblaðið/Sverrir Leitað að fréttum HAUKUR Garðarsson stjórnarformaður Strengs hf. og Snorri Bergmann deildarstjóri gagna- safnsdeildar Strengs sýna blaðamönnum Morg- unblaðsins hvernig leita á að Morgunblaðsfrétt- um í gagnabanka Strengs. Á innfelldu myndinni sést sýnishorn af greinasafninu á tölvuskjá. Langur undirbúningur Örn Jóhannsson sagði að undir- búningur þessa máls hefði staðið yfír nokkuð lengi. Hann sagði að Morgunblaðið hefði valið að eiga samstarf við Streng um milli- göngu á þessari upplýsingamiðl- un, frekar en veita mörgum aðil- um beinan aðgang að greinasafn- inu, vegna þess að Strengur hefði gagnabanka fyrir og með þessu móti væru samskiptin einfaldari fyrir væntanlega áskrifendur. Kirkjugarðarmr Viðræður bandarískra og íslenskra stjórnvalda um framtíð varnarstöðvarinnar S Kf* l*fil tl 0*1 Yl miiduð og Framhaldið ræðst af til- endurskoðuð STARFSMENN Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma ákváðu á fundi á sunnudagskvöld að ganga að lokatilboði yfir- stjórnar kirkjugarðanna um ný starfskjör. Árni Stefán Jónsson, fram- kvæmdastjóri SFR sem fór með samningsumboð fyrir starfsmenn segir að tilboðið feli í sér mildun launaskerðingar með mismunandi hækkun kjara og að ýmsir tekjuþætt- ir verði færðir inn í föst laun, en ekki náðist samkomulag fyrr en yfir- stjórn gaf loforð um að skoða sér- staklega mál þeirra sem koma verst út úr skerðingunni. lögum Bandaríkjamanna JÓN BALDVIN Hannibalsson utanríkisráðherra segir að það verði metið eftir viðræðufund íslensku og bandarísku viðræðu- nefndanna sem fram fer í Washington í dag, hvort ástæða er til þess að halda áfram viðræðunum í þessari lotu, eða hvort nefndin verður kölluð heim til frekara samráðs, áður en lengra verður haldið. Utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það yrði einnig metið að afloknum fundinum í dag hvort tímabært væri að aflétta þeim trún- aði, sem íslenska viðræðunefndin hefði virt hingað til, að ósk Bandaríkjamanna, varðandi efnisatriði umræðnanna. Páll Kr. Pálsson organistí látinn PALL Kristinn Pálsson, organisti, lést á Landspítalanum að- faranótt laugardags. Hann fæddist þann 30. ágúst 1912 í Reykjavík, sonur hjónanna Páls Arnasonar, lögregluþjóns, og Kristínar Árnadóttur. Páll stundaði nám í Menntaskól- anum í Reykjavík veturinn 1925 til 1926, í Tónlistarskólanum frá 1930 til 1933 og eftir það tónlistarnám í Svíþjóð og Danmörku. Hann nam orgelleik hjá Harrick Bunney org- anleikara við dómkirkjuna í Edin- borg og söngstjórn og tónsmíðar hjá dr. Hans Gál prófessor við Edinborg- arháskóla á árunum 1946 til 1948. Síðar varð Páll tónlistarkennari og stjórnandi fjölda kóra. Má þar nefna Barnakór ríkisútvarpsins 1949-1951, Samkór Reykjavíkur 1949-1950, Kvennakór Garðahrepps 1950-1951, Þresti í Hafnarfirði 1950-1955 og Lögreglukór Reykja- víkur 1950-1965. Af kennslustörfum má nefna að hann var kennari við Söngskóla þjóð- kirkjunnar og við guðfræðideild Háskóla íslands 1949-1951, við Kennaraháskólann 1951-1952 og við Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1950-1967. Páll var stofnandi og skólastjóri Tónlistarskólans í Hafn- arfirði 1950-1971. Þá var hann einn af stofnendum Félags íslenskra org- anleikara 1951 og í stjórn þess frá upphafí. Hann var formaður 1965- 1971 og útnefndur heiðursfélagi 31. ágúst 1981. Páll var organisti í Hafnarfirði og á Bessastöðum í 37 ár. Hann var sæmdur Fálkaorðunni fyrir sinn skerf ti! menningarmála 1982. . Eftir hann liggur minningarrit um Friðrik Bjarnason, organleikara og tónskáld í Hafnarfirði og eiginkonu hans, Barnasöngvar, 30 lög saman- tekin og raddsett við ljóð Stefáns Jónssonar, Handbók söngkennara, Söngbók IOGT, Ágrip af tónlistar- sögu fyrir miðskóla, Tónfræði fyrir miðskóla og Tónlistarsaga. Páll var tvíkvæntur- og eignaðist sex börn. Eitt þeirra lést í æsku. „Samningsaðilinn hefur boðað að á fundinum muni hann leggja fram svör sín við þeim hugmynd- um sem lagðar voru fram af ís- lands hálfu þann 23. ágúst síðast- liðinn. Ég hef engar áreiðanlegar upplýsingar um hver þau svör verða efnislega og geri mér engar fyrirfram hugmyndir um það," sagði utanríkisráðherra þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann í gær hvað hann gerði sér í hugarlund að kæmi út úr viðræðufundi íslensku og banda- rísku viðræðunefndanna sem hefst í Washington í dag, þar sem fram- tíðarvarnir íslands verða til um- ræðu. Kjarni málsins gagnkvæmar skuldbindingar Jón Baldvin sagði að af íslend- inga hálfu hefði kjarni málsins verið sá, að varnarsamningurinn frá 1951 kvæði á um gagnkvæmar skuldbindingar samningsaðila. „Samkvæmt samningnum hafa Bandaríkin tekið á sínar herðar þá skuldbindingu að halda uppi vörnum á íslandi. Spurningin hlýt- ur því að snúast um, í hverju slík- ar lágmarksvarnir eru fólgnar, án tillits til ýmissa breytilegra þátta sem varða breytingar á alþjóða- stjórnmálum," sagði utanríkisráð- herra. Hann bætti við að íslend- ingar gætu ekki fallist á að skuld- bindingar samkvæmt varnarsamn- ingnum væru háðar breytilegu mati annars aðilans. „Spurningin er því um það hvernig samningsaðilinn fram- kvæmir þá skuldbindingu sína að halda uppi trúverðugum lág- marksvörnum. Vissulega er langt síðan íslensk stjórnvöld gerðu sér grein fyrir því að framundan gætu verið breytingar í samdráttarátt, varðandi starfsemi varnarliðsins. Þess vegna lögðum við drög að endurskoðun á grundvallaratrið- um stefnunnar í varnar- og ör- yggismálum strax árið 1991. Við settum á laggirnar nefnd á vegum stjórnarflokkanna til þess að sinna þessu verkefni og taka upp form- legar viðræður við bandalagsríki okkar í Atlantshafsbandalaginu. Þess vegna var skýrsla nefndar- innar lögð fram í utanríkismála- nefnd og á Alþingi til þess að efna til umræðu um grundvallaratriði þeirrar stefnu. Þannig höfum við fullnægt öllum lagaákvæðum um samráðsskyldu við utanríkismála- nefnd og Alþingi," sagði utanríkis- ráðherra. Framhaldið ræðst í dag Jón Baldvin sagði að síðast hefði mál þetta verið rætt í utanríkis- málanefnd á sunnudagsmorgun (í fyrradag). „Þar var frá því skýrt að við myndum meta það, þegar þessar tillögur lægju fyrir, hvort reynt yrði að halda áfram samn- ingalotunni, eða hvort ástæða þætti til að samninganefndin yrði kölluð heim til frekara samráðs, áður en lengra yrði haldið. Einnig fer það eftir mati á þeim tillögum sem Bandaríkjamenn leggja fram, hvort við teljum tímabært að af- Iétta þeim trúnaði, sem við höfum virt að ósk Bandaríkjamanna, hingað til, varðandi efnisatriði umræðnanna," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.