Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 MORGUNBLADIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 25 ’ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, 'Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Morgnnblaðið 80 ára P'ölmiðlar gegna mikilvægara hlutverki í þjóðlífi okkar en nokkru sinni fyrr. Raunar á það við um heimsbyggðina alla. Framfarir á sviði fjölmiðlunar hafa verið gífur- Iegar á undanförnum árum og ára- tugum. Segja má, að byltjng hafi orðið í útgáfu dagblaða á tveimur áratugum. Víðtæk tölvuvinnsla og framfarir í prenttækni hafa gjör- breytt dagblaðaútgáfu. BlÖðin verða sífellt aðgengilegri fyrir hinn almenna lesanda og nýjar aðferðir eru notaðar til þess að koma upplýs- ingum til skila á einfaidan og skýr- an hátt. Samhliða örri tækniþróun í blaðaútgáfu hefur orðið tæknibylt- ing í starfsemi ljósvakamiðla. Sjón- varpssendingar um gervihnetti gera sjónvarpsstöðvum kleift að sýna samstundis atburði jafnvel á meðan þeir eru að gerast. Margt bendir til þess, að ný bylting sé framundan í sjónvarpi, sem muni auka mjög valkosti fólks á því sviði fjölmiðlun- ar. Jafnframt eru að koma til sög- unnar nýir fjölmiðlar, sem tengjast bæði tölvum og síma. Frammi fyrir síharðnandi sam- keppni og tæknibyltingum í fjöl- miðlun á nokkurra ára fresti, hefur dagblöðum víða fækkað, þótt það sé ekki einhlítt. En þau sem upp úr standa hafa eflzt mjög og eru fjárhagslega sterk fyrirtæki, sem skila umtalsverðum hagnaði. Jafn- framt hafa þau aðlagað sig breytt- um aðstæðum. í ljósvakamiðlum á fólk aðgang að yfirborði atburð- anna. í dagblöðunum er að finna dýpri og ítarlegri upplýsingar um atburði líðandi stundar. Morgunblaðið á 80 ára afmæli í dag. Blaðinu hefur auðnast á átta áratugum að vaxa, blómstra og dafna. í heimi harðnandi samkeppni fjölmiðla í milli hefur Morgunblaðið haldið sínum hlut og vel það. Blað- ið byggir á sterkum grunni og hef- ur borið gæfu til að ávinna sér traust lesenda sinna. Farsæld þess byggist ekki sízt á samhentum hópi starfsmanna, bæði fyrr og nú. Á þessum tímamótum hefur þeim áfanga verið náð, að öll starfsemi blaðsins er nú undir sama -þaki í nýju Morgunblaðshúsi, sem að hluta til var byggt og tekið í notkun á árinu 1984 en að mestu leyti hefur bygging þess farið fram undanfarin misseri. Hefur öll starfsemi blaðsins farið fram í hinu nýja húsi frá því í apríl sl. Þótt miklum árangri hafi verið náð í 80 ára sögu Morgunblaðsins, horfa forráðamenn þess og starfs- menn fram á veg. Auknu hlutverki fjölmiðla í nútímasamfélagi fylgir mikil ábyrgð. Morgunblaðið vill sýna hvern útgáfudag, að það standi undir þeirri ábyrgð og þeim kröfum, sem samfélagið gerir til þess. Metnaður þeirra, sem standa að útgáfu Morgunblaðsins, er sá, að gefa stöðugt út betra blað. Að veita lesendum sínum meiri og betri og vandaðri upplýsingar um atburði líðandi stundar. Þær kröfur, sem gerðar eru til dagblaðs á borð við Morgunblaðið verða stöðugt meiri. Blaðið fagnar því og vill leitast við að mæta þeim með því að beina í einn farveg langri og víðtækru reynslu,»og ..yfírsýa þeirra, sem lengi hafa starfað að blaðamennsku og blaðaútgáfu og kröftum nýrrar og hámenntaðrar kynslóðar, sem sýnir sterkan áhuga á að láta til sín taka á sviði fjölmiðl- unar. Morgunblaðið er fyrst og fremst fréttablað og leggur áherzlu á að flytja lesendum sínum upplýsingar, sem þeir draga sínar eigin ályktan- ir af. En jafnframt lítur blaðið svo á, að það hafi miklu þjónustuhlut- verki að gegna við umhverfi sitt. Morgunblaðið vill einnig vera og sækist eftir að vera vettvangur skoðanaskipta fólksins í landinu um hvaðeina, sem hugur þess stendur til. Og síðast en ekki sízt vill Morg- unblaðið tala sjálfstæðri röddu í þjóðmálaumræðum. í ræðu, sem Matthías Johanness- en, ritstjóri Morgunblaðsins, hélt í afmælisfagnaði starfsmanna blaðs- ins á 75 ára afmæli þess vék hann að hugmyndum Valtýs Stefánsson- ar, sem var ritstjóri Morgunblaðsins um nær fjögurra áratuga skeið, um framtíð blaðsins. Matthías Johann- essen sagði m.a.: „Ég leyfi mér að halda í þá hugmynd, að Valtýr hefði verið stoltur af þeirri þróun, sem orðið hefur á blaðinu, þótt ég þyk- ist vita, að hann hefði haft ýmislegt að athuga við sumt í starfi okkar. En hann talaði oft við mig um það, hve nauðsynlegt væri að losa Morg- unblaðið úr beinum tengslum við stjórnmála- og hagsmunaöfl í þjóð- félaginu enda þótt hann legði ríka áherzlu á hlutverk þess, sem mál- svara frelsis og einstaklinga en legði jafnframt áherzlu á velferðar- hugsjónina, eða þá sjálfstæðis- stefnu, sem gert hefur Ísland að því skjóli, sem bezt hefur dugað í fjármannahríð samtímans." Við sama tilefni flutti Hallgrímur Geirsson, stjómarformaður Árvak- urs hf., útgáfufélags Morgunblaðs- ins, ræðu þar sem.hann sagði m.a.: „Ég dreg enga dul á þá skoðun, að meginforsenda áhrifa og út- breiðslu Morgunblaðsins er sjálf- stæði þess í þjóðmálaumræðunni, þar sem Morgunblaðið hefur leitast við að hefja sig yfir þröng flokks- sjónarmið og hagsmuni einstakra þrýstihópa og látið hagsmuni þjóð- arheildarinnar sitja í fyrirrúmi.“ Þátttaka Morgunblaðsins í stjórnmálaumræðum samtímans er í samræmi við þau meginsjónarmið, sem hér hefur verið vitnað til og einkennt hafa afstöðu forráða- manna blaðsins fyrr og nú. Á 80 ára afmælinu bryddar Morgunblaðið upp á nýjung í fjöl- miðlun. Eins og fram kemur ! blað- inu í dag gefst þeim, sem hug hafa á, kostur á því að gerast áskrifend- ur að gagnabanka blaðsins, sem hefur að geyma þorra þeirra frétta og annars efnis, sem birzt hefur í blaðinu frá miðju ári 1986, auk texta eða lyklaðra upplýsinga um annað efni, svo sem aðsendar grein- ar, minningargreinar o.fl. Með þess- um hætti er einstaklingum, fyrir- tækjum, stofnunum og öðrum, opn- aður aðgangur að miklu magni upplýsinga í öðru formi en prentuðu máli. Með því vill Morgunblaðið taka þátt í að opna nýjar víddir í íjölmiðlun á íslandi. Eins og kröftug vítamín- gjöf að fá Sigrúnu til starfa Rætt við Sigrúnu Hjálmtýsdótt- ur og nokkra aðstandendur sýn- ingar á Rigoletto í Gautaborg Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SIGRÚNU Hjálmtýsdóttur söngkonu var firna vel tekið í hlutverki Gildu í Rigoletto á Stora Teatern í Gautaborg á frumsýningu á laugardaginn. í hléinu mátti hvarvetna heyra frumsýningargesti róma frammistöðu hennar, bæði í söng og leik. Og í hópi samstarfsmanna Sigrúnar var hrifningin yfir samvinnu við hana djúp og innileg. Ekki aðeins að hún væri frábær listamaður, heldur ekki síst yfir hve yndisleg manneskja hún væri. Sigrún mun syngja á ellefu sýningum í nóvember.„Það er búið að vera gaman að vinna hér. Þeg- ar röðin kemur að Gildu í sýningunni, stend ég bak við gisinn fjalavegg, svo ég sé salinn, þegar tjaldið er dregið frá. Þegar ég sá troðfullan salinn á frumsýningunni sló því niður í mér hvað ég hlakkaði mikið til að röðin kæmi að mér. Ég hef aldrei lent í því áður,“ sagði Sigrún í samtali við Morgunblaðið. Það var Garðar Cortes sem und- irbjó sýninguna meðan hann var óperustjóri við Stora Teatern og hafði ráðið þá sem sáu um uppsetn- ingu og eins gestasöngvarana. Leikstjóri var Sonja Frisell, hljóm- sveitarstjóri Gabriele Bellini og um leikmynd og búningina sá Marouan Dib. Þessi þijú lögðu traustan grundvöll að sýningunni. Frisell og Bellini þekkjast vel, þar sem þau unnu saman á La Scala í mörg ár. Bellini er nú aðalstjórnandi við Opera Forum í Enschede í Hol- landi. Samvinnan við óperuna þar hefur meOal annars borið ávöxt í mörgum plötuupptökum með ít- ölskum óperum. í samtali við Morgunblaðið sagði Sven Gunnar Tillius, sem er yfir- leikhússtjóri Stora Theatern, að það hefði verið eins og kröftug vítamíngjöf að fá Sigrúnu til starfa við leikhúsið og hún væri yndisleg söngkona. „Hún hafði þegar heillað óperugesti á tónleikum hér, en nú er frábært að hafa hana í heilli sýningu. Við erum glaðir að hafa kynnst henni og vonumst til að halda sambandinu áfram í nýja húsinu.“ Óperan flytur á næsta ári í nýtt og glæsilegt hús, sem verið er að ganga frá á hafnarbakkan- um. Verkefni óperunnar munu þre- faldast og um leið verða fleiri ráðn- ir og meira verður um gestagang. Sem stendur eru aðeins 45 hljóð- færaleikarar í hljómsveitinni, en bæði hún og kórinn verða stækkuð. Um samstarfið við Sigrúnu hafði stjórnandinn Gabriele Bellini einn- ig hið mesta hrós á vörum. „Hún hefur allt, sem einn listamann get- ur prýtt. Hún er gáfuð, hefur hlýtt hjarta og frábæra rödd. Hún er algjörlega heilsteyptur listamaður. Góðar gáfur hennar gera það að verkum að hún er eldfljót að skilja ábendingar og tekur þeim vel. Það sem henni hefur einu sinni verið sagt, situr fast í henni og það er sjaldgæfur eiginleiki. Þetta gerir það að verkum að samvinnan við hana er svo ánægjuleg, auk þess hvað hún er frábær söngkona.“ Hlutverk Rigolettos var í hönd- um Enzo Florimo, sem hefur farið með mörg hlutverk í Gautaborg og annars staðar. Hann ljómaði af gleði, þegar hann var spurður, um samstarf við Sigrúnu. „Það er paradís að fá að vinna með herini. Hún er góður samstarfsmaður, góður vinur og sannkallaður gleði- gjafi. Sem söngkonu er henni ekk- ert ómögulegt. Það leikur allt, í höndum hennar. En það er svo augljóst að hún er góður listamað- ur og þess vegna nefni ég fyrstftil mannlega eiginleika hennar." ’ Sonja . Frisell er ein af fáum kvenleikstjórum, sem hafa komist áfram sem óperuleikstjóri, en það fag lagði hún fyrir sig þegar um tvítugt. Hún átti sænskan föður, en þegar hún var tólf ára hafði hún búið ■ í Svíþjóð, Kanada !pg Englandi, þar sem hún hláut menntun sína í leiklist og tónlist. Hún lærði leikstjórn hjá Carl Ebert í Berlín, sem var þekktur fyrir að leggja áherslu á leikræna hlið óperuflutnings. Leikstjórauppeldi sitt fékk hún við La Scala í Mílanó, sem hún vann við meira eða mirina í 24 ár. Undanfarin ár hefur hún sett upp sýningar víðs vegar úm heim. Ein þekktasta sýning henriár undanfarið er Aida í Metropolitan óperunni 1988, þar sem Placido Domingo söng hlutverk Radames- ar. Sýningin er til á myndbandi. Sígildum boðskap þarf ekki að pakka inn í plast Frisell hefur leikstýrt mörgijm af þekktustu óperusöngvurum samtímans, svo sem José Carreras, Kiri te Kanawa, Kötiu Ricciarelli og mörgum fleirum. En sjálf er hún ekki mikið fyrir að strá úm ■ sig þekktum nöfnum. Hún hugSar fyrst og fremst ura vinnuna. „Ég kann ekki við þá stefnu að ópefu- sýningar séu kallaðar eftir leik- stjórunum, en ekki eftir tónskáld- unum, en þetta er hluti af persónu- dýrkun nútímans. Og ér er heldur ekki yfir mig hrifin af því að troða nútímanum inn í gömul verk eins og óperur. Ef þær eru sígildar á mnað borð, þá kemst boðskapur- jnn til skila, án þess að honum sé þakkað í plast. Eg skil ekki hvað fer svona mikilvægt við nútímann að það þurfi alls staðar að koma honum að. Hins vegar er skelfilegt að sjá að skólakerfið skuli ekki koma menningararfinum til skila . lengur, heldur skilji að þjóðina og menningu hennar, eins og er að gerast víða í Evrópu. & Uppsetningar mínar verða ekki ■samtalsefni eins og uppsetningar þar sem nútímanum er stefnt inn á svið, en ég kæri mig heldur ekki um umtal af því tagi. Ég reyni að leiða fram megináherslurnar í verkinu, ekki að bæta við ein- hverju utan frá. Áhorfendur eru ekki heimskir og það þarf ekki að nudda þeim upp úr því sem höfðar beint til þeirra." Um samstarf þeirra Sigrúnar segir Frisell að það hafi verið yndislegt að vinna með henni, hún hafi bætandi áhrif á umhverfi sitt. En Frisell hefur átt samstarf við fleiri íslenska söngvara, því hún var leikstjóri í Chicago-óperunni í Grímudansleik Verdis sem Kristján Jóhannsson söng í. „Ég átti gott samstarf við Kristján og það var ánægjulegt að kynnast honum og Siguijónu konu hans, sem hefur einmitt næman skilning á leik- Stjórn, enda leikkona sjálf.“ Frisell segir að það sé að öllu jöfnu betra að vinna í Evrópu en Bandaríkjun- um, því í Evrópu gefist venjulega sex vikna æfingatími. Það var Garðar Cortes, sem hafði samband við Frisell á sínum tíma. „Hann bað mig um að stjórna ■uciu di Lammermoor í Islensku lýperunni, en þá var ég upptekin. n hann reyndi aftur vegna Rigo- tto og þá gat ég. Það var leiðin- legt að hann skyldi ekki sjá sýning- una núna, þar sem hann hafði lagt grunninn að henni. Ég vona að mér bjóðist annað tækifæri að koma til íslands, því ég vildi svo gjarnan vinna með Sigrúnu aftur Söngsignr SIGRÚN Hjálmtýsdóttir óperusöngkona syngur nú í Stora Teatern í Gautaborg. Sigrún fer með hlutverk Gildu í Rigoletto og hefur hlot- ið góðar viðtökur. og ég er er alltaf til í að vinna, þar sem vel er unnið og af áhuga.“ Gilda og íslenskur þúfnagangur fara ekki saman Um vinnu sína í Gautaborg sagði Sigrún Hjálmtýsdóttir að hún hefði verið sér ánægjuleg. „Það voru allir vingjarnlegir við mig frá upp- hafí. Þegar samstarfsfólkið sá að ég gat sungið, þá slaknaði á spenn- unni, sem gestir hljóta að finna fyrir. Annars fannst mér svolítill letibragur á starfsfólkinu. Það er auðvitað allt fastráðið og mér fannst það fremur áhyggjulaust um vinnuna. Það var hissa á mér hvað ég nennti að mæta á æfingar sem ég var ekki með í. En mér fannst það gott, til að fylgjast með starfi leikstjórans. Þegar maður situr öruggur í hreiðrinu, er eins og metnaðurinn minnki. Það eru forréttindi að vinna með leikstjóra eins og Frisell. Samvinna okkar gekk mjög vel og við fundum fljótt að við gátum treyst hvor annarri. Þegar hún fann að ég var tilkipppi- leg til að leggja mig fram jafnt í leiknum sem söngnum, fékk ég mjög góða leiðsögn hjá henni. Henni var umhugað um að allt fas persónunanr væri rétt og lagði mikla áherslu á hreyfingar. Is- lenski þúfnagangurinn minn pass- aði ekki alveg við Gildu. Okkur söngvurum hættir líka til að vera með eilíft handapat sem við notum við æfingar en það segir svo lítið og þetta tók Sonja líka vel fyrir. Hún hugsar svo mikið í tengslum við tónlistina, lætur hana alltaf ganga fyrir sem er alls ekki al- ■ gengt meðal óperuleikstjóra núorð- ið. Hún skynjar vel áherslupunkt- ana og kemur þeim svo vel til skila. Hún talar heldur ekki undir rós, heldur segir hlutina hreint út og það á vel við mig. Það þyrftu að vera fleiri leikstjórar eins og hún. Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráð- herra um aðgerðir ríkisstjórnarinnar Réttarstaða lán- takenda verður önnur og betri SAMKVÆMT yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um samræmdar að- gerðir til lækkunar vaxta, verður réttarstaða lántakenda önnur og betri, þegar fyrirætlunum hennar hefur verið hrint í franr-- kvæmd. Meðal annars er stefnt að því að horfið verði frá því að lánveitendur geti einliliða ákveðið vaxtabreytingar, auk þess sem rætt er um að breyta verðtryggingarkerfi lána á þann veg að ákveðið vaxtaþak verði lögbundið, ef viðskiptabankar lækka ekki raunvaxtastig í samræmi við þá lækkun sem fyrirsjáanleg er á ríkisbréfum. Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra tel- ur að hér verði um umtalsverða réttarbót lántakenda að ræða. Sighvatur Björgvinsson í yfiriýsingu rík- isstjórnarinnar frá því síðastliðinn föstudag segir m.a.: „I kjölfar al- mennrar vaxta- lækkunar verði horfið frá því skipu- lagi sem í gildi hef- ur verið að lánveit- endur geti einhliða ákveðið vaxta- breytingar. Enn- fremur verði vextir á verðtryggðum fjárskuldbindingum til langs' tíma fastir en ekki breytilegir eins og nú er.“ Viðskiptaráðherra segir að með þessum orðum sé átt við það að lán- takendur sem taki lán til langs tíma geti gengið út frá því sem fastri stærð hvaða vexti þeir komi til með að greiða af láni sínu og miðað út~ reikninga sína og áætlanir við það. „Við viljum sem sagt fyrirbyggja að lántakandi taki lán, með til dæm- is 7% vöxtum, og bankinn eða lána- stofnunin geti einhliða ákveðið nokkrum dögum síðar, að vextir af viðkomandi láni hækki í, segjum 9%. Að minnsta kosti verður lántakand- inn að hafa eitthvað um slíka ákvörðun að segja, þannig að hann geti þá sagt upp láninu, flutt það yfir í annan lánaflokk, eða flutt sig til annarrar lánastofnunar,“ sagði Sighvatur í samtali við Morgunblað- ið. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um endurskoðun lagaákvæða um verðtryggingu og vexti segir m.a.: „Viðskiptaráðherra mun m.a. beina því til nefndarinnar að hún kanni hvort vænlegt sé að miða ávöxtun verðtryggðra fjárskuldbindinga við ávöxtun ríkisskuldabréfa til lengri tíma með eðlilegu álagi.“ Viðskipta- ráðherra var spurður hvort með þessu væri verið að ræða um ákveð- ið vaxtaþak útlána, sem lögbundið yrði, ef viðskiptabankar lækka ekki- vexti sína, í samræmi við fyrirhug- aða raunvaxtalækkun á ríkisbréfum: „Hér er átt við það, að ef raunvext- ir á ríkisbréfum á markaði lækka umtalsvert, án þess að viðskipta- bankarnir fylgi í kjölfarið með raun- vaxtalækkun á inn- og útlánum sín- um, þá verður það greinilegt að það „ eru ekki markaðslögmál sem ráða ferðinni við vaxtaákvörðun við- skiptabankanna. Nú mun það koma í ljós hvort bankarnir fylgja í kjölfar þessarar miklu breytingar sem ríkis- stjórnin er að beita sér fyrir. Ef markaðurinn vinnur eðlilega, þá gera bankarnir það. Ef það gerist hins vegar ekki, þá er eitthvað mjög alvarlegt að, á okkar lánamarkaði, og þá er full ástæða til þess að at- huga hvort rétt sé að heimila ekki mjög óeðlilega vaxtatöku, umfrarn þá vexti sem viðgangast á markaðn- um,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra. Nú er lag til að lækka vexti eftir Friðrik Sophusson Síðastliðinn föstudag kynnti ríkisstjórn Davíðs Oddssonar viðamiklar aðgerðir til að lækka vexti. Yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar hefur hvarvetna verið vel tekið. Mikilvægt er að yfirlýsing- unni verði fast fylgt eftir og allir leggi hönd á plóginn. Fjölmörg atriði ráða því, að nú má búast við að lækkun vaxta geti átt sér stað. Eitt þeirra er sú stað- reynd, að verðbréfamarkaðurinn hér á landi hefur smám saman orðið virk- ari og nú aflar ríkissjóður sér nær eingöngu lánsfjár á þeim markaði, en ekki með yfirdrætti hjá Seðla- banka. Með samræmdum aðgerðum Seðlabanka og fjármálaráðuneytis að undanfömu hafa raunvextir farið lækkandi á þessum markaði. Á sama tíma hafa komið í ljós betur en áður þeir brestir sem eru í vaxtamyndun í bankakerfinu vegna samspils verð- tryggðra og óverðtryggðra lána. Virk markaðsaðgerð Veigamesta aðgerðin í yfírlýsingu ríkisstjómarinnar er sú ákvörðun fjármálaráðherra að taka ekki tilboð- um í verðtryggð ríkisskuldabréf nema kjör séu svipuð þeim kjörum sem bjóðast á erlendum lánamörkuð- um. Að öðrum kosti mun ríkissjóður afla lánsfjár á erlendum lánamark- aði. Með þeirri ákvörðun eru send mjög skýr skilaboð til innlendra fjár- festa (lífeyrissjóða o.fl.) um að ríkis- stjórnin muni beita öllum tiltækum markaðsaðgerðum til að knýja fram vaxtalækkun. Afar mikilvægt er, að allir aðilar sem hlut eiga að málinu, bregðist rétt við þessum skilaboðum til að tryggja að dæmið gangi upp. Fjölmörg atriði snúa að stjórnvöldum og að þeim verður unnið í kjölfar yfirlýsingarinnar. Með aðgerðum ríkisstjórnarinnar eru tekin upp svipuð vinnubrögð og fjármálaráðherrar og seðlabankar erlendis beita í stað handaflsaðgerða sem tíðkuðust hér fyrr á árum. Þetta er mögulegt nú vegna þeirra breyt- inga á fjármagnsmarkaði sem ríkis- stjórin hefur beitt sér fyrir að undan- förnu. Jafnframt hefur mun minni viðskiptahalli veitt svigrúm til að sækja á erlendan lánamarkað ef nauðsyn krefur. Eru erlendar lántökur ríkissjóðs hættulegar? Heildarskuldir hins opinbera hér á landi eru alls ekki meiri en gengur og gerist í nálægum löndum, jafnvel- minni. Hins vegar er hlutfall er- lendra skulda opinberra aðila tals- vert hærra hérlendis en hjá öðrum þjóðum. Ríkisstjórnin telur hins veg- ar óhætt - í takmörkuðum mæli þó - að afla lána á erlendum lánsfjár-. markaði, m.a. af eftirfarandi ástæð- um: 1. Vextir til traustra lántakenda eru lágir á erlendum mörkuðum um þessar mundir. 2. Þótt enn vanti á að jafnvægi sé á fjárlögum, er árangur okkar í ríkisfjármálum betri en víðast í ná- grannalöndum, þar sem við svipaða efnahagserfiðleika er að etja. ! 3. Viðskiptahallinn hefur minnkað mjög verulega og erlendar skuldir þjóðarbúsins munu ekki vaxá að raungildi á þessu og næsta ári. 4. Vegna víðtækrar sáttar á vinnu- markaði, stöðugs verðlags og minnk- andi lánsfjárþarfar opinberra aðila er engin þensla fyrirsjáanleg í hag- kerfinu. 5. Lánstraust ríkissjóðs er Igott vegna þess að erlendir lánardrottnar sjá að verið er að taka á fjárrhála- vandanum. Þeir líta einnig til skipu- legrar aflatakmörkunar til að byggja upp fiskistofnana og telja hana merki um ráðdeild og fyrirhyggju. Hver verða áhrifin á ríkissjóð? m Ytri erfiðleikar og veltusamdjrátt- ur hafa stórlega skert tekjur ríkis- sjóðs og atvinnuleysi hefur áukið útgjöld. í stað skattahækkana hefur áherslan verið lögð á sparnað og niðurskurð í útgjöldum ríkisins. Við afar erfiðar aðstæður hefur árangur náðst og okkur tekist betur en flest- „umkiðrum..!' „Ríkisstjórnin hefur tek- ið fyrsta skrefið með frumkvæði sínu. Nú er lag til að lækka vexti með samstilltu átaki. Mikilvægt er að enginn skerist úr leik.“ ef ekki á illa að fara. Ríkissjóður mun taka nauðsynleg lán þar sem þau eru ódýrust. Ef vextir á innlendum lánamarkaði lækka til samræmis við erlenda vexti og lánsfjáreftirspurn ríkisins minnk- ar eins og áformað er, þarf erlend lántaka ríkissjóðs ekkj að aukast. Hins vegar leiðir vaxtalækkunin væntanlega til meiri lánsfjáreftir- spumar almennt í þjóðfélaginu og þar með einnig eftir erlendu lánsfé. Þá skiptir miklu að lánsféð verði notað í arðbærar og atvinnuskapandi framkvæmdir, en leiði ekki til offjár- festingar og eyðslu umfram efni. Forsendur fyrir því að ríkissjóður getur nú í auknum mæli leitað á . erlendan lánamarkað eru annars ■ vegar að ríkissjóðshallinn vaxi ekki umfram það sem áformað er í fyrir- liggjandi fjárlagafrumvarpi og hins vegar að stöðugleiki haldist í efna- hags- og atvinnulífi landsmanna. Almenn vaxtalækkun í kjölfar Friðrik Sophusson skilyrði fyrir atvinnufyrirtækin til að íjárfesta á nýjan leik og leggja þannig grunn að hagvexti. Bankar og lífeyrissjóðir þurfa að sjálfsögðu að fylgja vaxtalækkuninni eftir. Á sama hátt er einnig nauðsynlegt að ríkisstjórn, Alþingi og aðilar vinnu- markaðarins stuðli að því að halli ríkissjóðs aukist ekki, vinnufriður verði tryggður og stöðugleiki haldist í efnahagslífinu. Ríkisstjórnin hefur tekið fyrsta skrefið með frumkvæði sínu. Nú er lag til að lækka vexti með samstilltu átaki. Mikilvægt er að enginn skerist úr leik. . Htifiuidur cr fjármáJtut'áðbemt. i .J Borgarafundur Húseigendafélagsins á Hótel Sögu Litlar sem engar líkur á verðhruni fasteigna ÞAÐ ERU litlar sem engar líkur á verðhruni á fasteignamarkaðnum. Þvert á móti má jafnvel búast við hækkandi verði vegna aukinnar eftirspurnar í kjölfar vaxtalækkunarinnar. Þetta var yfirleitt niður- staða framsögumanna á fjölmennum borgarafundi Húseigendafélags- ins, sem haldinn var að Hótel Sögu á laugardag í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. I fundarboði hafði komið fram spurningin: Eru fast- eignir á íslandi trygg eign eða er verðhrun handan við hornið? — Það er bjargföst trú mín, að verð fasteigna sé ekki á brún hengi- flugs. Engin afgerandi merki eru á lofti um, að slíkt sé yfirvofandi, sagði Magnús Axelsson, formaður Húseig- endafélagsins í framsöguræðu sinni. Kvað hann fasteignir hafa um allan aldur verið með tryggustu fjárfesting- arkostum hér á landi og svo væri eiin. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra kvaðst ekki geta fallizt á, að horfur væru hér á verðhruni líkt og orðið hefði hjá frændþjóðum okkar. Undanfari kollsteypunnar hjá þeim hefði verið mikil útlánaþensla og umframeftirspurn á fasteigna- markaði, niðurskurður á skattaaf- slætti og hækkun raunvaxta og í sumum tilfellum hefði lágmarks op- inberri stýringu húsnæðisstefnunar verið velt alfarið yfir á hinn fijálsa markað. Sagði Jóhanna, að varhuga- aveitMærirað setja-Máœeðismáliaosem: væru einn af hornsteinum velferðar hverrar fjölskyldu, í einhveiju óðagoti út á vígvöll hins fijálsa markaðar. Greiðslumatið, sem var innleitt hér með húsbréfakerfínu, hefði dregið mjög úr því, að fólk hefði reist sér hurðarás um öxl á síðustu árum. Fundarboðun gagnrýnd Jón Guðmundsson, formaður Fé- lags fasteignasala, gagnrýndi fund- arboðun Húseigendafélagsins og sagði hana með öllu ótímabæra. Ekk- ert benti til þess, að hér væri fram- undan hrun á fasteignamarkaði og ekki mætti draga neinar ályktanir af því, sem gerzt hefði í nágrannalönd- um okkar. — Þorri íslendinga býr í eigin húsnæði, ólíkt því sem gerist í nágrannalöndum okkar og flestir eiga auk þess stóran skuldiausan hluta í húsnæði sínu sagði Jón. — íslending- . ii gfötajiKÍ xáðið. því, jhwaljog h.venear. þeir selja eignir sínar og geta með því haft veruleg áhrif á söluverðið, sagði hann. Verðlækkun sú, sem hér hefði aft- ur á móti orðið á atvinnuhúsnæði, væri sennilega af svipuðum toga og verðlækkun íbúðarhúsnæðis í ná- grannalöndunum. Framsögu á fundinum höfðu auk framangreindra Þórhallur Jósepsson, formaður húsnæðisnefndar Sjálf- stæðisfiokksins, Björn Líndal, aðstoð- arbankastjóri Landsbankans, Einar Guðfinnsson alþingismaður, dr. Pétur Blöndal tryggingastærðfræðingur, Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar, Magnús Ólafs- son, forstjóri Fasteignamats ríkisins, Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar og Jónas Kristjánsspn, ritstjóri DV. ■ \ Töluverð gagnrýni kom fram á fundarboðun Húseigendafélagsins. bæði fyrir fundinn og á fundinum sjálfum. Davíð Ólafsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, átaldi fundarboð- unina harðlega og sagði hana ganga þvert á hagsmuni húseigenda. Lýsti hann því yfir á fundinum, að hann segði sig úr Húseigendafélaginu. áé&éééédédtéúáé&áéá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.