Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 31 þinginu þar sem hann svaraði mörgum spurningum varðandi hugsanlega sameiningu LH og HIS, og töldu margir að hann hafi liðkað mjög fyrir framgangi málsins. / hin að ZA greiddra atkvæða réðu í stað atkvæða 2A mættra fulltrúa, sem aftur þýddi að þeir sem ekki greiddu atkvæði voru í raun að segja nei. Þá var stjórninni falið að beita sér fyrir umræðum og markvissri fræðslu um leiðir til að tryggja að hestamennskan sé stunduð í fullri sátt við landið. Enn- fremur beindi þingið þeim tilmælum til félagsmanna að virða í hvívetna hið viðkvæma íslenska náttúrufar og gefa ekki tilefni til ásakana um landníðslu hvorki á ferð sinni um landið eða við beit hrossa. Sam- þykkt var að æskulýðsnefnd skipu- legði og skilgreindi starfssvið æsku- lýðsfulltrúa og að ennfremur skuli nefndin hafa til ráðstöfunar sem nemur 12 mánaðarlaunum ár hvert, en jafnframt að nefndin ákveði með hvaða hætti staðið er að mannar- áðningum, framkvæmd og skipu- lagi starfseminnar. Stjórn var falið vinna að tölvuvæðingu gæðinga- dóma á stórmótum. Að síðustu má geta samþykktar þar sem fjölmiðl- um þeim er fjallað hafa með mynd- arlegum hætti um hestamennsku á síðustu árum var þakkað. Upphaf- lega var aðeins minnst á sjónvarps- stöðvarnar í tillögunni en fram kom, bæði í framsögu og umræðu, að menn voru almennt frekar óánægð- ir með fréttaflutning sjónvarps- stöðvanna af vetttvangi hesta- mennskunnar og önnur umfjöllun nokkuð tilviljanakennd. Þótti því eðlilegra að beina þakkarorðum til allra fjölmiðla sem sinnt hafa þess- um þætti vel. Almennt virtust menn ánægðir með þingið að þessu sinni. Þingfull- trúar voru þaulsetnir í þingsal og þátttaka í atkvæðagreiðslum með allra besta móti. Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson Utanbæjarmennirnir stálu senunni í Islandsmóti yngri spilara um helgina Stefán Stefánsson og Skúli Skúla- sdn frá Akureyri sigruðu með yfirburð- um á Islandsmóti yngri spilara sem fram fór um helgina. Þeir félagar náðu yfirburðarstöðu strax fyrri daginn sem þeiur héldu til loka mótsins. Lokastaðan: Stefán Stefánsson - Skúli Skúlason 229 RagnarT.Jónasson-TryggviIngason 146 KjartanÁsmundsson-KarlO.Garðarsson 142 ÓlafurJónsson-SteinarJónsson 140 Ljósbrá Baldursdóttir - Jón Ingþórsson 133 IngiAgnareson-StfefánJóhannsson 95 MagnúsE.Magnússon-AronÞOrfinnsson 68 Rúnar Einareson - Guðjón Siguijónsson 45 Eins og sjá má af ofangreindri röð var hörkukeppni um annað sætið og urðu íslandsmelstararnir frá í fyrra, bræðumir Ólafur og Steinar Jónssynir frá Siglufírði að sætta sig við 4. sætið eftir að hafa verið í öðru sæti fram í síðustu umferð. Silfurparið, Ragnar og Tryggvi eru frá ísafirði en Kjartan og Karl eru úr Reykjavík. 24 pör tóku þátt í mótinu. Keppnis- stjóri og reiknimeistari var Kristján Hauksson en Elín Bjamadóttir afhenti verðlaunin. Bridsfélag Hvolsvallar Nú er lokið þremur kvöldum af fimm í aðaltvímenning félagsins og eru ald- ursforsetar félagsins í forystu eins og svo oft áður. Hæsta skor á síðasta spilakvöldi náðu þessi pör: KristinnÞóreson-KristinnG.Briem 203 ÓskarÞorkelsson-JensSigurðsson 194 Guðmundur Magnússon - Om Hauksson 192 Staða efstu para er nú þannig: Haukur Baldvinsson - Brynjólfur Jónsson 507 Hermann Guðmundsson - Guðjón Bragason 488 ÓskarPálsson-KjartanAðalbjömsson 485 Spilað er á þriðjudögum kl. 19.30 í félagsheimilinu Hvoli. Upplýsingar gef- ur Guðmundur Magnússon í s. 98-78733. Bridsfélag Borgarness Starfsemi félagsins er nú í miklum uppgangi. Sextán pör taka nú þátt í þriggja kvölda keppni í tvímenning. Keppnin er riðlaskipt og eftir tvö kvöld af þremur er staðan þessi: Jón Ag. Guðmundsson - Guðjón Stefánsson 483 RúnarRagnarsson-KristjánSnorrason 472 ÓlafurHelgason-JónH.Einarsson 431 Anna Einarsdóttir - Jón E. Einarsson 416 Elín Þórisdóttir - Ágúst Guðmundsson 411 Dóra Axelsdóttir - Sigurður M. Einareson 400 Átta efstu pörin spila í úrslitariðli nk. miðvikudag en hin átta í b-riðli. Spilað er í Félagsbæ, Borgarbraut 4, kl. 20, á miðvikudögum. Með svona fótaburð EIN af þjóðaríþróttum íslendinga frá fornu fari er að gera hestakaup og þar er það listin að segja sem minnst en ljúga engu. Margar skemmtilegar sögur eru til af hestakaupum og á skeiðmeistaramótinu í Þýskalandi á dögunum flaug ein sem vakti mikla kátínu. Þannig var að ungur piltur frá Dalvík og mektugur maður úr Reykjavík urðu ásáttir um að gera hestakaup og ræddu þeir lítilega um kosti og galla hross- anna. Hefur Dalvíkingurinn á orði að hann hafí aldrei átt hross sem bæri fæturna eins og hryssa sú sem hann hugðist láta í kaup- in. Segir ekki frekar af því en kaupin eru gerð. Stuttu seinna hringir Reykvíkingurinn í Dalvík- inginn saltillur og segir stráksa hafa skrökvað og óskar sá nán- ari skýringar í hveiju það liggi. Segir þá Reykvíkingurinn að sam- kvæmt lýsingu hafi hryssan átt að vera óvenju hágeng en raunin sé sú að hún lyfti ekki einu sinni yfir smæstu steinvölur á götunni. „Bíddu nú hægur,“ segir þá Dal- víkingurinn „ég sagði aldrei að hún væri hágeng en ég sagði hins- vegar að ég hafi aldrei átt hross með „svona“ fótaburð og átti hann þá að sjálfsögðu við að hann hafi aldrei átt svo lággengt hross og urðu ekki frekari orðaskipti út af þessari verslun. Morgunblaðið/Arnór Stefán Stefánsson og Skúli Skúlason taka við sigurverðlaunum sín- um í Islandssmóti yngri spilara sem fram fór um helgina. Elín Bjarnadóttir frkvstj. Bridssambandsins afhenti verðlaunin. E3" KAUPMENN - INNKAUPASTJORAR Umbúbapappír og jólapappír Stórkostlega fallegt og fjölbreytt úrval í mörgum breiddum og lengdum áfrábæru verði. Höfum einnig á lager glæsilegt úrval af öðrum jólavörum. m •H m m í2. <7 7Eq\II Guttormsson-Fjölval hf. Mörkin 1 • Pósthólf 8895 • 128 Reykjavik • Símar: 81 27 88 og 68 86 50 • Fax: 3 58 21 ÖRKIN 2010-106-14 JB skólar/námskeið handavinna I Ódýr saumanámskeið Aðeins 4 nem. í hóp. Bæði dag- og kvöld- tímar. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. heilsurækt ■ ALEXANDERTÆKNI Kenni tækni í líkams- beitingu sem breytir líkamanum í betra horf og eykur vellíðan. Upplýsingar gefur: Helga Jóakims, Listhúsinu, Engjateigi 17-19, sími 811851 eftir kl. 13.00 í dag, aðra daga kl. 9-17. ■ Almennt grænmetisnámskeið hefst 2. nóvember, 4. skipti. Heilsuskóli NLFI býður upp á námskeið i matreiðslu aðalrétta úr grænmeti og baunum ásamt hollum og góðum eftir- réttum. Tekið er mið af vinsælum réttum, sem boðið er upp á á matstofunni Á næstu grösum, Laugavegi 20b. Leiðbeinandi er Sólveig Eiríksdóttir. Heilsuskóli Nóttúrulækninga- félaas fslands. sími 14742. myndmennt ■ Silkimálun Olíu- og vatnslitir. Helgar-, kvöld- eöa dagtímar Upplýsingar í síma 611614. Björg ísaksdóttir. Bréfaskólanámskeið í teiknun og málun, skrautskrift, innanhúsarkitektúr o.fl. Kynnum nýja námskeiðaröð: Veröldin og þú. Fyrstu námskeiðin eru lífstaktur, húsa- sótt og UFO-fræði.- Pantanir og upplýsingar í síma 627644 eóa póstbox 1464, 121 Reykjavík. starfsmenntun ■ Námskeið hjá Stjórnunarfélagi ísiands: Stjórntækin 3. og 4. nóvember kl. 13.00-17.00. Leiðin til árangurs - Phoenix 3., 4. og 5. nóvember kl. 16.00-22.00. Simsvörun og þjónusta i sfma 9. og 10; nóvember kl. 13.00-16.00. ■ Starfsfþjálfun fatlaðra Nýjir nemendur verða teknir inn fyrir vorönn '94 Námið tekur þrjár annir og er hugsað sem endurhæfing og stökkpallur út í atvinnulífið eða almenna skóla. Kennslugreinar eru: Tölvunotkun, bókfærsla, verslunarreikn- ingur, íslenska, enska og félagsfræði. Móttaka umsókna stendur til 20. nóvember. Eyðublöð fyrir umsóknir fást hjá Starfs- þjálfun fatlaóra, Hátúni lOa, 9. hæð. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 29380 milli kl. 11.00 og 12.30 alla virka daga. ýmislegt ■ Hugleiðslunámskeið á vegum Ljósheima, ísl. heilunarfélagsins Kennd verða grunnatriði hugleiðslu- tækni og sjálfsvernd laugardaginn 6. nóvember kl. 10-15 og tvö þriðjudags- kvöld þar á eftir. Upplýsingar og skráning i símum 624464 og 674373. NÁMSAÐSTOÐ ■ Námsaðstoð fyrir grunn-, fram- halds- og háskólanema. Flestar náms- greinar. Einkatímar - hópar. Reyndir réttindakennarar. Innritun í síma 79233 kl. 14.30-18.30. Nánari upplýsingar f síma 621066. Ncmendapjóimstan sf. tölvur STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS OG NÝHERJA 69 77 69 62 1 □ 66 <Q> NÝHERJI ■ Windows, WORD og EXCEL Ódýr og vönduð námskeió. Tónlist auö- veldar námið. Næstu námskeið: Windows: 12. og 15. nóv. Word: 16.-19. nóv. kl. 9-12. Excel: 8.-11. nóv. kl. 16.10-19.10 og 15.-18. nóv. kl. 13-16. Excel framhald aukanámskeið hefst 9. nóv. kl. 9.00. Word framhald 22,- 25. nóv kl. 13-16. ■ Glærugerð og framsetning Námskeið 8.-11. nóv. kl. 13-16 fyrir notendur Freelance, Harvard Graphics, PowerPoint o.fl. ■ Tölvunámskeið fyrir byrjendur 8.-11. nóv. kl. 9-12. ■ Unix námskeið 5. nóv. kl. 13-16 og 8.-9. nóv. kl. 8.30-12.30. ■ AutoCad12 tölvuhönnun Námskeið hefst 17. nóv. kl. 9. ■ CorelDraw myndvinnsla 15.-18. nóv. kl. 16.10-19.10. ■ Pagemaker, útgáfa 5.0! 15 klukkustunda námskeið fyrir þá, sem sjá um útgáfu fréttabréfa, bæklinga og annars prentaðs efnis. 8-12. nóvember kl. 9-12. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, sími 688090. ■ FlleMaker Pro 2. Markvisst námskeið um þennan ðfluga gagnagrunn fyrir Windows og Macin- tosh. 8.-12. nóvember kl. 9-12. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, sími 688090. ■ Excel töflureiknirinn. 15 klst. ítarlegt og lengra námskeið fyr- ir Macintosh og Windows notendur. 8.-12. nóvember, kl. 16-19 eóa 22.-26. nóvember kl. 9-12. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, sími 688090. ■ Fjárhagsbókhald Námskeið þetta er ætlað byrjendum. Kennd verða undirstöðuatriði tölvubók- halds, merking skjala, færsla, afstemm- ingar og útskriftir. Farið er í eftirfarandi atriði: ★ Uppröðun fylgiskjala. ★ Merkingu fylgiskjala. ★ Færslu fylgiskjala. ★ Útskriftir hreyfingarlista og rekstr- aruppgjörs. ★ Afstemmingar. ★ Virðisaukaskattsuppgjör. ★ Ársuppgjðr og lokafærslur frá endur- skoðanda. Næsta námskeið verður haldið miðviku- daginn 10. nóvember kl. 9.00 til 17.00. Vinsamlega hringið í síma 688055 og fáið sendar nánari upplýsingar um náms- efni okkar. KERFISÞRÚUN HF. Skeifunni 17, 108 Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.