Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 35 ur teknar. Góður og ástkær eiginmaður, fað- ir, tengdafaðir, afi, vinur og sam- herji er genginn. En minningin um mætan mann lifir og lýsir fram á veginn. Guð blessi ykkur öll. Hörður Zóphaníasson. Okkur bræðurna langar í nokkr- i um orðum að minnast afa okkar, Guðjóns Ingólfssonar, sem lést 22. október sl., 81 árs að aldri. Á uppvaxtarárum okkar var heim- ili þeirra ömmu og afa sem okkar annað heimili. Hjá „stóra afa“ eins og við kölluðum hann, lærðum við margt sem við búum að enn í dag. Undir hans leiðsögn stigum við okk- ar fyrstu sppr á vinnumarkaði í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, þar sem hann vann í tuttugu ár. Það var ekki síst á sumrin sem við umgeng- umst hann einna mest og það voru ófá skiptin sem við löbbuðum með honum úr vinnunni heim til ömmu í mat. Hjá Bæjarútgerðinni vann afi mikið með unglingum en hann hafði þann góða eiginleika- að geta talað við þá sem jafningja og var hann því ætíð vel liðinn meðal þeirra. Hann hafði gott skap og gamansem- in var aldrei langt undan og því gat I hann vel þolað unglingunum ýmis uppátæki, en þeir vissu þó að ef hann lét í sér heyra var nóg komið. Okkar fyrstu og nánast einu kynni af sveitastörfum voru í gegnum rollubúskap afa, en það var hans helsta tómstundagaman í fjölda ára. Oftar en ekki fengum við að fara með honum upp í kindakofa að gefa. Rollubúskapnum fylgdi einnig lítils- háttar heyskapur og að sjálfsögðu réttirnar og rúningin í Krísuvík, en þar naut afi sín virkilega vel. Alltaf var gaman að kíkja í heim- sókn til afa þó að ekki væri nema bara til að spjalla, því hægt var að tala við hann um nánast hvað sem var. Sérstaklega náði hann sér vel á strik þegar rætt var um pólitík, en hann var alla sína tíð eldheitur jafnaðarmaður og virkur félagi í Alþýðuflokknum. Einnig fylgdist hann vel með áhugamálum okkar, þar sem handbolti skipar stóran sess, i og þó að hann hafi aldrei farið á leiki fylgdist hann grannt með fram- í Reykjavík. Barnabörn þeirra eru 11, öll hraust og vel af guði gerð. Mér er ljúft að minnast þess góða vinar með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust árið 1971, þegar elsti sonur okkar, Páll, kvæntist Hafdísi dóttur þeirra hjóna og viðkynningin við þennan ljúfa og geðþekka mann var öll á einn veg. Halldór var á margan hátt sérstæður öðlingsmað- ur. Það kom fljótt í ljós við nánari kynni, hvað framkoma, orðheldni og heiðarleiki var ríkur þáttur í fari Halldórs. Enda ekki við öðru að búast. Æskuheimili hans og fram- kotna foreldra hans hafa á allan hátt mótað hans lífsstíl. Hann var mikið náttúrubarn og dáði sínar æskustöðvar og hélt tryggð við sína heimabyggð. Stangveiðimaður var hann af líf I og sál, unni þeirri íþrótt af dreng- skap og heiðarleika. Halldór var sér- stakur heimilisfaðir, hugsaði vel um hag sinnar fjölskyldu og unni konu sinni og börnum alls hins besta. Honum var í mun að láta þeim líða sem allra best. Stóran hluta ævi sinnar starfaði Halldór í sinni heima- byggð. Átti lengi vörubíl og kom sér alls staðar vel við vinnuveitendur og vinnufélaga. Einnig var hann um- boðsmaður fyrir Shell á Hellissandi. Var það á margan hátt erilsamt starf, en hann var þeim vanda vax- inn að leysa það af hendi með sóma, enda alinn upp við reglusemi og heiðarleika. Ennfremur tók hann virkan þátt í félagsmálum síns sveit- arfélags og var um tíma oddviti þess. Öll slík störf voru af hendi leyst án hávaða og fyrirgangs. Hann unni ’ hag heimabyggðar sinnar af fullum drengskap og fórnfýsi. Árið 1978 seldu þau hjón íbúðarhús sitt_ á I Hellissandi sem þau kölluðu Ás- byrgi. Hygg ég að það hafi verið réttnefni. Þeim hjónum var einstök I snyrtimennska í blóð borin og hafa börn þeirra dyggilega tekið slíkt til fyrirmyndar í sínum störfum og heimilishaldi. Nú varð Reykjavík þeirra dvalar- staður. Eftir að þau hjón fluttust gangi mála í gegnum útvarp og dagblöð. Nú þegar við kveðjum afa hinsta sinni þökkum við honum allar þær stundir sem við áttum með honum og þann tíma sem han'n hafði ávallt aflögu fyrir okkur bræðurna. Við biðjum góðan guð að styrkja ömmu í sorg sinni. Guð blessi minningu afa. Guðjón, Magnús og Jónas. Fallinn er frá traustur og góður liðsmaður jafnaðarstefnunnar til margra áratuga. Guðjón Ingólfsson verkamaður frá Hafnarfirði hefur kvatt þetta jarðlíf. Margir sakna nú vinar í stað. Ég átti þess kost um langt árabil að eiga Guðjón Ingólfsson að sem samherja í baráttunni fyrir hugsjón- um jafnaðarstefnunnar í starfi Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði: Þar var hann iaundijúgur og úrræðagóður. Fór ekki mikinn og hrópaði ekki á torgum, en kom sjónarmiðum sínum á framfæri með hógværð. Og at- hugasemdir hans og ábendingar voru jafnan grundaðar á íhygii hans og næmi. Hann átti tal við marga og var viðræðugóður og gat þannig upplýst um viðhorfið til manna og málefna sem uppi var hverju sinni hjá manninum á götunni. Ég naut þess einnig að þekkja vel fjölskyldumanninn Guðjón Ingólfs- son, í gegnum vináttu mína og dótt- ur hans, Jónu Óskar, forseta bæjar- stjómar í Firðinum. Hann var gæfu- maður í einkalífi. Átti að dugmikla og góða eiginkonu, Aðalheiði Frí- mannsdóttur. Þeirra börn og barnabörn hafa víða látið að sér kveða í hafnfirsku bæjarlífi. Eru og enda mannkosta- fólk. Það er eftirsjá í manni eins og Guðjóni Ingólfssyni. Hann hafði í lífi sínu skilað drjúgu dagsverki. Var enda mikill vinnuþjarkur og unni sér ekki hvíldar í dagsins önnum. Nú fær hann hvíldina í náðarfaðmi Guðs. Missir nánustu ættingja er sár. Ég veit þó að ljúfar minningar um hlýjan mann og góðan munu milda. Guð blessi minningu Guðjóns Ing- ólfssonar. Guðmundur Árni Stefánsson. þangað gerðist Halldór starfsmaður hjá Shell. Aðalstarf hans var að aka olíu til hinna mörgu viðskiptavina þess fyrirtækis sem hann starfaði hjá. Mest mun hann þó hafa flutt olíu á flugvöllinn í Keflavík. Þótt Halldór hafi verið kominn yfir þann aldur sem verkamenn eru taldir full- gildir, vann hann hjá Shell um nokk- urn tíma, eða til þess tíma er sjúk- dómurinn gerði vart við sig. Vinnu- veitendur hans mátu þann trúnað sem hann sýndi ævinlega í sínum störfum. Nú hefur þessi dagfars- prúði sómamaður kvatt sitt jarðvist- arlíf. Eftir standa góðar minningar í hugum þeirra sem honum kynntust og með honum störfuðu. Konungur heimabyggðar Halldórs, Snæfells- jökull, sem hann ávallt leit sem stolt síns héraðs, mun nú eflaust skarta þeim haustlitum sem hvað mest prýða hann. Sonur þessa náttúrufagra héraðs kveður ættjörð sína í slíku skarti. Við hjónin kveðjum þennan góða vin okkar með virðingu og þökk. Guð gefi eftirlifandi fjöiskyldu hans styrk á sorgarstund. Páll Pálsson, Borg. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nóttt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem.) Með þessu ljóði langar okkur að minnast elskulegs afa okkar, sem var okkur svo mikils virði. Blessuð sé minning hans. Lóa Dögg, Inga Hlín, Katrín Lára og Helga Júlía. Magnús Sigurgeirs- son — Minning Fæddur 18. janúar 1934 Dáinn 25. október 1993 Fagra haust er fold ég kveð, faðmi vef mig þínum, bleikra laufa láttu beð . að legstað verða mínum. Á einhverju blíðasta og fegursta hausti, sem komið hefur um árarað- ir andaðist svili minn, Magnús Sig- urgeirsson. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 25. þ.m. Þegar andlát ber svona snöggt að er sem við lömumst og við getum ekki alveg áttað okkur á að maður sem var í fullu fjöri í gær sé allt í einu ekki lengur á meðal okkar. Og nú reyni ég að raða saman í hug- skoti mínu minningabrotum um samveru við góðan dreng sem okkur öllum finnst að við hefðum átt eftir að eiga með margar glaðar, góðar stundir. Magnús var fæddur í Reykjavík 18. janúar 1934. Foreldrar hans voru Arndís Björnsdóttir og Sigur- geir Jónsson. Þau hjónin fluttust í Kópavog, reistu hér hús sem þá var Nýbýlavegur 10 og voru meðal frum- byggjana í því bæjarfélagi. í Kópa- voginum ólst Magnús síðan upp en hann var elstur þriggja bræðra. Kynni okkar Magnúsar hófust þegar við giftumst bæði inn í sömu, stóru fjölskylduna, sem iengst af bjó á Langholtsvegi 47. Elín Ágústsdótt- ir, mágkona mín, sem við köllum alltaf Systu, er fimmta elst í tíu systkina hópi, en tvö þeirra eru nú látin. Það var mikill samgangur í fjöl- skyldunni hér framan af árum þegar börnin voru ung og var heimili tengdaforeldra okkar á Langholts- veginum mikill samkomustaður þessarar stóru fjölskyldu. Þau Magnús og Systa hófu bú- skap sinn í kjallaranum hjá foreldr- um hans á Nýbýiaveginum. Þangað kom ég oft og kynntist foreldrum hans og þeim myndarskap sem það heimili bjó yfrr. Síðar fiuttust hjónin á Rauðarárstíg 3 og bjuggu þar um áratuga skeið þar til þau fluttust inn í Efstasund og var mágkona mín þá aftur komin á sínar bernsku- og æskuslóðir. Ég veit að hana langaði alltaf aftur inn í Kleppsholtið sem kallað var og þá ósk hennar hefur svili minn áreiðanlega viljað upp- fylla. Þau Magnús og Systa eignuð- ust fimm börn, sem öll eru uppkom- ið myndarfólk og íjölskyldan hefur alla tíð verið samrýnd og samhent. Barnabörnin eru sex. Eina dóttur átti Magnús áður og á hún tvö börn. Margar ljúfar minningar streyma fram í hugann frá gömlum dögum - frá óteljandi afmælum, jólum og gamlárskvöldum, þar sem þessi stóra fjölskylda hittist og gladdist saman. Magnús var sérlega barn- góður og börn hændust að honum. Ég minnist hrifningar barna minna yfir öllum flugeldunum, sem hann kom með á gamlárskvöld og sendi til himins svo og kínveijunum, sem hann náði einhversstaðar í og sprengdi við mikinn fögnuð barn- anna. Þegar börnin okkar stækka og mynda eigin ijölskyldur verður sam- gangur oft minni. Allir vinna úti og fólk kemst ekki eins yfir að rækta samskipti við alla ijölskylduna sér- staklega í jafnstórum fjölskyldum og okkar er. Þess vegna hittist fólk því miður ekki eins oft og áður, en alltaf var Magnús sami góði, glaði drengurinn þegar við hittumst. Ég efa ekki að hann hafi kynnt ERFIDRYKKJUR HÍTBL ESJA sími 689509 sig vel á vinnustað því að hann var búinn að vinna yfir þijátíu ár hjá Vegagerð ríkisins. Það eitt segir ekki svo lítið um þá manngerð sem svili minn var. Hann var einnig af- burðalaginn við allar vélar og ég man þegar hann á unga aldri var að gera upp gamla bíla fyrir sjálfan sig og aðra. Og nú er komið að leiðarlokum svo álltof fljótt að okkur finnst. Öll fjölskyldan kveður kæran mág og svila og öll börnin í Ijölskyldunni, sem nú eru orðin stór, þakka Magga alla gæsku og elskuíegheit. Elsku- legri systur og mágkonu, börnunum öllum og þeirra skylduliði vottum við okkar dýpstu samúð. Megi bjartar minningar um elsku- legan eiginmann, föður, tengdaföður og afa létta þeim söknuðinn á ókomnum dögum. Blessuð sé minning Magnúsar Sigurgeirssonar. Ásgerður Ingimarsdóttir. Ég kveð föður minn í hinsta sinn, með ljóði spámannsins um dauðann. Þú leitar að leyndardómi dauðans. En hvernig ættir þú að finna hann, ef þú leitar hans ekki í æða- slögum lífsins? Uglan, sem sér í myrkri, en blind- ast af dagsbirtunni, ræður ekki gátu ljóssins. Leitaðu að sál dauðans í líkama lífsins, því að líf og dauði er eins og fljótið og særinn. 1 djúpi vona þinna og langana feist hin þögla þekking á hinu yfir- skilvitlega, og eins og fræin, sem dreymir undir snjónum, dreymir hjarta þitt vorið. Trúðu á draum þinn, því hann er hlið eilífðarinnar. Óttinn við dauðann er aðeins ótti smaladrengsins við konung, sem vill slá hann til riddara. Er ekki smalinn gláður í hjarta sínu þrátt fyrir ótta sinn við að bera merki konungsins? Og finnur hann þó ekki mest til óttans. Því að hvað er það að deyja ann- að en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold- uga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindin- um, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. Inga Magnúsdóttir. Það kom eins og þruma úr heið- skíru lofti 25. október að tengdafað- ir minn, hann Maggi, væri farinn. Ég kynntist honum og ijölskyldu hans veturinn 1974, _en það voru mér ánægjuleg kynni. Á heimili hans var ég heimagangur upp frá því og til þessa dags. Hann vann hjá Vegagerð ríkisins og hafði unnið þar frá 1960 til dauðadags, en áður verið hjá Norð- urleið um nokkurra ára skeið. Magn- ús var sonur Arndísar Björnsdóttur og Sigurgeirs Jónssonar sem bjuggu lengi í Dalbrekku 8 í Kópavogi. Arn- dís var látin þegar ég kom inn í þessa fjölskyldu, en Sigurgeir lést 25. september 1987. Þær fara mér seint úr minni, þær stundir sem við Maggi og Geiri áttum saman í Dal- brekkunni við að dytta að bílum okkar og spjalla saman yfir kaffi- bolla. Magnús átti tvo bræður, Baldur og Gunnlaug. Hann átti sex börn, fjórar dætur og tvo syni, sem öll eru á lífi. Eiginkonu hans, Elínu Ágústs- dóttur, elskulegri tengdamóður minni, börnum, barnabörnum, svo og öllum öðrum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Þar fór drengur góður. Olafur Böðvarsson. Magnús minn. Það var alltaf gott að vera gestur á heimili ykkar Systu. Þar var manni tekið af höfðings- skap, hlýju og vináttu. Þú varst ævinlega hress og kátur og kunnir margar skemmtilegar sögur. Við Aldís eigum erfitt með að sætta okkur við að þú skulir vera horfinn frá okkur, en verðum víst að beygja okkur undir staðreyndir. Við þökkum þér fyrir allt það góða sem þú auðsýndir okkur og allar góðu stundirnar sem við áttum saman í Efstasundinu. Við Aldís sendum þér, Systa mín, börnum þínum, tengdabörnum og barnabörnum innilegustu samúðar- kveðjur með þökk fyrir allt. Guð veri með ykkur. Stefán Konráðsson. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðlxjrð fallegir salir og mjög góð þjónustíL Upplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIÐIR Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. BiS. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.