Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 37 Eftir að við fluttum til höfuðborg- arinnar fækkaði því miður heim- sóknum til ömmu upp á Akranes. Það var þó alltaf gaman að koma til hennar og þrátt fyrir að heilsa hennar væri ekki upp á það allra besta síðustu árin var hún alltaf hress og kát. Síðustu árin bjó hún á dvalarheimilinu Höfða þar sem hún naut góðrar aðhlynningar og kunni vel við sig. Amma verður alltaf lifandi í okkar minningu og við viljum ljúka þessum orðum á tilvitnun sem segir allt sem segja þarf. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Jón Örn, Ólafur Már og Pétur Orri Brynjarssynir. hjónin höfðu gaman af að rabba um landsins gagn og nauðsynjar. Hann var fljótur að taka afstöðu til mála og var víðlesinn. Konán mín og hann voru æskufélagar og var því oft gaman að heyra þau rifja upp ýmis bernskubrek. Við vottum eiginkonu, börnum og barnabörnum dýpstu samúð okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Sólveig og Páll. Kveðja frá blakfélögum Hinn 20. október barst út sú fregn að Margeir matsmaður hefði látist þá um nóttina. Eins og ailtaf þegar góður félagi hverfur á braut úr þess- um heimi sækja að minningar frá liðnum samverustundum. A sama hátt og við minnumst helst sólardag- anna í æsku okkar er það hið skemmtilega úr fortíðinni sem upp í hugann kemur. Og þegar við gerum okkur grein fyrir því að samleiðin verður ekki lengri kemur söknuður- inn. í fjöldamörg ár hefur hópur stráka á öllum aldri iðkað þá göfugu íþrótt sem blak nefnist í íþróttahúsi Myllu- bakkaskóla. Nokkuð á annan áratug hefur Margeir tilheyrt þessum hópi. Ef hann mætti ekki á hinar vikulegu æfingar mátti bóka að hann væri annaðhvort að meta fisk úti á landi eða erlendis. Þó að hópurinn hefði ekki annað markmið með æfingum sínum en að halda aftur af auka- kílóunum og fá blóðið til að streyma hraðara um æðarnar var keppnis- skapið til staðar. Af því hafði Mar- geir síst minna en við hinir. Vissulega voru skoðanir oft skipt- ar um ýmsa dóma og stundum flugu orðaleppar milli manna sem ekki teljast prenthæfir. En að leik loknum var þetta allt grafið og gleymt og í sturtunum glettust menn hvorir við aðra og uppátækin voru líkari því sem búast mátti við hjá smástrákum en rígfullorðnum karlmönnum. í þessu sem öðru var Margeir fremst- ur meðal jafningja. Hópar eiga sér oft orðatiltæki sem allir skilja innan hópsins en fáir utan hans. Ef skiptar skoðanir eru um hvort bolti hefur lent innan eða utan vallar er gjarnan sagt „Margeir sá það“ og þar með er dómur fallinn. Keppnisskap Margeirs kom ber- lega í ljós í viðureign hans við þann illkynja sjúkdóm sem að lokum dró hann til bana. Hann gafst ekki upp og í þessari hörðu baráttu vann hann nokkrar lotur, en mátti ekki við ofur- eflinu. Um leið og við kveðjum góðan félaga og þökkum fyrir samfylgdina veltum við vöngum yfir því hvort Margeir verði búinn að hengja upp netið handan móðunnar miklu þegar við ljúkum jarðvist okkar. Eftirlifandi eiginkonu og börnum vottum við okkar dýpstu samúð. Blakfélagar. HARÐVIÐARVAL f HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR EMILSDÓTTIR, lést 1. nóvember. Hringbraut 50, Sigurður Kristjánsson, Hjördís Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÍSLEIFUR GÍSLASOIM, Lambeyrarbraut 3, Eskifirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu, Neskaupstað, 31. október. Magnea Magnúsdóttir og börn. t Minningarathöfn um EINAR GUÐGEIRSSON frá Hellissandi, fer fram í Áskirkju miðvikudaginn 3. nóvember kl. 1 5.00. Jarðsett verður frá Ingjaldshólskirkju á fimmtudag. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Hrafnkelssjóð. Aðalheiður Guðgeirsdóttir, María Guðgeirsdóttir, Katrín Guðgeirsdóttir, Árni Guðgeirsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR ÞORSTEINSSON fyrrv. sýslumaður, Lágholti 23, Mosfellsbæ, lést erlendis þann 23. október. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Björg Ríkarðsdóttir og fjölskylda. t Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, STEINGRÍMUR BENEDIKTSSON, Austurbrún 2, andaðist á heimili sínu 25. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, miðvikudaginn 3. nóvember, kl. 15.00. Sólveig Steingrimsdóttir, Birgir Jensson, Svava Ásdfs Steingrímsdóttir, Ágúst Már Sigurðsson, Guðrún Steingrímsdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Edda Hrönn Steingrímsdóttir, Ásgeir H. Ingvarsson, Alda Steingrfmsdóttir, Oddur Eiriksson, Kolbrún Lind Steingrímsdóttir, Jóhannes Eirfksson, Rósa Steingrímsdóttir, Guðmundur Jósefsson, Gunnar Benediktsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐJÓN INGÓLFSSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, áður Hraunbrún 5, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn 2. nóv- ember, kl. 15.00. Aðalheiður Frímannsdóttir, Armann Guðjónsson, Jórunn Ólafsdóttir, Lilja Guðjónsdóttir, Árni Guðjónsson, Jóna Ósk Guðjónsdóttir, Lárus S. Guðjónsson, Guðrún Magnúsdóttir, Ólafur Valgeir Guðjónsson, Guðborg Halldórsdóttir, Ingi H. Guðjónsson, Inga Dóra Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA HELGADÓTTIR, Keldulandi 5, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Kristi'n Eiríksdóttir, Sigurður Pálmar Gi'slason, Margrét Helga Eiríksdóttir, Örn Isebarn, Einar Eirfksson, Guðrún Axelsdóttir, Helgi Eiríksson, Freyja Sverrisdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EDITHAR AGNESAR SCHMIDT. Jónas B. Erlendsson, Sigrún M. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Jarðarför móður okkar, ÓLAFÍU JÓNSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Álfheimum 46, sem lést 25. október, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Hulda Yngvadóttir, Arnar Laxdal Snorrason, Sigurjón Svavar Yngvason, Margrét Valdimarsdóttir, Margrét Yngvadóttir, Páll Pálsson, Inga Þuríður Þorláksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRUNNAR GÍSLADÓTTUR, Norðurgötu 21, Sandgerði, fer fram frá Útskálakirkju miðvikudaginn 3. nóvember kl. 14.00. Henry Francis Oldfield, Edward Oldfield, Marilyn Oldfield, Janet Oldfieid, Rfkharður Hinriksson, Ólafía Sigurpálsdóttir og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR BJÖRN ÞORSTEINSSON, Njálsgötu 17, sem andaðist á hjartadeild Landspítal- ans að kvöldi 25. október, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju í dag, þriðju- daginn 2. nóvember, kl. 13.30. María Ólafsdóttir, Sigurður H. Ólafsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Kristín Olafsdóttir, Ester Ólafsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Unnur Ólafsdóttir, Hanna Ólafsdóttir, barnabörn og Siguður Ásgeirsson, Kristín Þorvaldsdóttir, Vilhjálmur Hendriksson, Sigurður Guðjónsson, Karl Steingrímsson, Arnar H. Gestsson, Sigurmundur Einarsson, Matthfas Ægisson, barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, stjúpsonur og tengdasonur, BIRGIR RÚNAR GUÐMUNDSSON, Bergsstöðum, Vatnsleysuströnd, áður búsettur f Hafnarfirði, sem lést af slysförum 23. október, verður jarðsunginn frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn 2. nóvember, kl. 13.30. Ólína Brynjólfsdóttir, Óskar Birgisson, Sigrún Birgisdóttir, Valberg Birgisson, Sigrún Ólafsdóttir, Haukur Sigurðsson, Guðmundur Ágústsson, Hólmfríður Ágústsdóttir, Brynjólfur Magnússon. Lokað Lokað í dag vegna jarðarfarar ÓLAFS BJÖRNS ÞORSTEINSSONAR. Pelsinn, Kirkjutorgi 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.