Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 44
<4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 Með morgimkaffmu þér að standa þarna. Þú gætir slasast t-z i allt seni þarf til að skilja hvoit annað. TM Reg U.S Pat Oft. — all rights reserved ® 1993 Los Angeles Times Syndicate tdlln* on Það er ekkert skrítið að konan þín skilji þig ekki. Prófaðu að taka pípuna út úr þér næst þegar þú talar við hana HOGNI HREKKVISI r ÉG N5ITA ðP fi€e>A þsrfA VI& þlG ee>A LÖSFRÆ^INO þlNUl" ptieriðttttlíifeöiíi BEÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Leifar Rauðu skikkjunnar o g einnota landslag Frá Sigrúnu Helgadóttur: 26. október 1993. Sæbjörn Valdimarsson skrifar um kvikmyndina Rauðu skikkjuna í Morgunblaðið 24. október 1993. Þar segir: Þá er til efs að Náttúru- verndarráð væri tilbúið í dag að opna hlið Ásbyrgis, Hljóðakletta og Dimmuborga fyrir kvikmynda- gerðarmönnum í dag(i). En hér eru þessar náttúruperlur okkar stórbrotinn rammi um litla sögu. Rauða skikkjan var tekin sumarið 1966, hvorki í Ásbyrgi né Dimmuborgum heldur fyrst og fremst við Hljóðakletta og í mynni byrgis sem gengur að norðanverðu inn í Eyjuna í Vesturdal. Eftir að Þjóðgarðurinn í Jökuls- árgljúfrum hafði verið stofnaður árið 1973 og landvarsla hófst á svæðinu sumarið 1974 fékk byrgi þetta nafnið Hallarbyrgi eftir „höllinni" sem er meginumgjörð sögunnar. (Ég hélt þetta hefði verið höll, nú er ég loksins búin að sjá myndina og veit að þetta var bara hús.) Staðir í náttúrunni sem fólk talar um verða að hafa nafn, aðrir þurfa þau ekki. Byrgið fékk nafn af því að landverðir og aðrir starfsmenn Náttúruverndar- ráðs nefndu það oft og ræddu um störfin sem þar þurfti að vinna og vandamálin sem þurfti að leysa. í Hallarbyrgi eru miklar sand- öldur og á einni þeirra var „höllin“ reist í tilefni kvikmyndatökunnar. Hún stóð ekki lengur þegar ég kom þarna fyrst sem landvörður en stór hluti af byggingarefninu var dreifður um allt. Þrátt fyrir að ég og aðrir ynnu við það í marga daga að hreinsa rusl af svæðinu var alltaf eitthvað eftir. Á hveiju ári fauk sandur ofan af meira rusli. Mest var þetta spýtn- arusl og brak en einstaka skemmtilegur hlutur leyndist inn- an um eins og kamarsetan sem kom upp úr sandkafinu líklega sumarið 1975. Ég verð að hryggja menn með því að kamarinn varð eldi ruslahauganna að bráð eins og annar úrgangur. Þá var ég ekki meðvituð um að einhveijum þætti síðar meir gaman að kamar- setu sem nettur bossi Gitte Hænn- ing hefði tyllt sér á? Öll árin fimm sem ég var land- vörður í Gljúfrum var eitt af verk- um sumarsins að hreinsa rusl úr Hallarbyrgi. Seinni tíma landverð- ir segja mér að þeir hafi haldið starfinu áfram og síðast fyrir tveimur árum hafi komið járnarusl upp úr „hallarrústunum“. Nú er trúlega ruslið loksins horfið. Hins vegar eru merkin enn augljós þar sem „höllin“ stóð. Það eru ekki einu merkin sem Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum ber eftir kvik- myndatöku Rauðu skikkjunnar. Glöggir áhorfendur taka eftir því í kvikmyndinni að stundum og stundum ekki sjást hjólför á sand- öldu í nágrenni „hallarinnar". Það er heldur hallærislegt í kvikmynd sem á að hafa gerst fyrir æva- löngu. Hallærislegra er þó að enn eru sýnileg hjólför sem kvik- myndagerðarfólkið lagði grunn að í Vesturdal, yfir mela og móa, mosabreiður og sandöldur og snjó- dældagróður Hallarbyrgis. Þau hafa skapað landvörðum ómælda vinnu og leiðindi allt fram á síð- ustu ár. Hjólför í íslenskri náttúru hverfa seint og erfitt er að flýta fyrir að það gerist. Landverðir reyndu að löka hjólförunum og raka yfir þau svo þau væru ekki eins sýnileg en alltaf urðu ein- hveijir gestir til að aka eftir þeim. „Það voru þama hjólför hvort -sem er,“ sögðu þeir sem landverðir náðu í. Fagurt landslag getur orð- ið til þess að kvikmynd verður ein- hvers virði þótt léleg sé. En er hún þess virði að landið bíði varanlegt tjón af? Venjulega er litið á landslag sem ótakmarkaða auðlind að því leyti að þess má njóta óendanlega lengi og mikið án þess að auðlind- in rýrni sé'rétt á málum haldið. Sérstætt landslag i kvikmynd er þó nánast einnota. Varla er hægt að nota sama landslagið í margar stórmyndir. Þess vegna þurfa ís- lendingar að vera sparir á náttúru- perlurnar. Kvikmyndagerðarfólkið í Vest- urdal sumarið 1966 umgekkst landið þannig að það nýttist því minna en einu sinni. Sú umgengni kom því í koll þegar það gat ekki lengur kvikmyndað fornsöguna án ummerkja nútímans sem það hafði sjálft sett á landið. Slík umgengni heyrir vonandi sögunni til. Kvikmyndir geta verið öflug tæki til að sýna fagra náttúru og auka virðingu fyrir henni. Hæpið er þó að kvikmyndir hafi þau áhrif ef kvikmyndagerðarfólkið sjálft virðir ekki umhverfið sem það kýs sem ramma um myndir sínar. Á meðan svo er má Náttúruverndar- ráð vera tregt að opna hlið að náttúruperlum. SIGRÚN HELGADÓTTIR, Þverási 21, Reykjavík. Víkverji skrifar Hin nýja kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, sem frum- sýnd var sl. föstudag, er lítill gim- steinn, að mati Víkveija. Myndin er ákaflega vel gerð. Höfundi hand- rits og kvikmyndar tekst mjög vel að lýsa hugarheimi ungs drengs á viðkvæmum aldri. Það er afrek út af fyrir sig að það skuli takast á þann hátt, sem sjá má í myndinni. Krakkarnir tveir í myndinni eru í einu orði sagt stórkostleg. Það er nánast óskiljanlegt í augum leik- manns, hvernig hægt er að ná slík- um leik út úr börnum. Unga stúlk- an setur sterkan svip á myndina. Hrafn Gunnlaugsson sýnir á sér algerlega nýjar hliðar með þessari mynd. Víkveiji hikar ekki við að fullyrða, að þetta sé hans bezta mynd til þessa ef ekki bezta ís- lenzka kvikmynd, sem gerð hefur verið seinni árin. Það er full ástæða til að hvetja fólk til að sjá þessa nýju kvikmynd. Hún er allt annarr- ar gerðar en íslenzkar kvikmyndir hafa verið. Auk þess segir hún at- hyglisverða sögu um höfundinn sjálfan, æsku hans og uppvöxt. xxx Nýr björgunarbátur Vestmann- eyinga er ótrúlegt farartæki. Báturinn getur ekki sokkið. Hann lætur ótrúlega vel að stjórn. Hægt er að stöðva bátinn nánast á sek- úndubroti. Hann er mjög hrað- skreiður og fer á 12 til 13 mínútum á milli Eyja og suðurstrandarinnar. Ekki fer á milli mála, að með tilkomu þessa björgunarskips er öryggi sjómanna, sem sækja sjóinn frá Eyjum margfalt meira en áður var. Þeir, sem unnið hafa að því að fá þetta skip til landsins eiga heiður skilinn. xxx Fréttir um að verðbréf hafi verið keypt á Verðbréfaþingi fyrir á annan milljarð króna sl. föstudag vekja upp spurningar. Hveijir keyptu? Höfðu þeir upplýsingar í höndum um áform ríkisstjórnarinn- ar varðandi aðgerðir til að knýja fram vaxtalækkun? Ef þeir höfðu fengið slíkar upplýsingar sem trún- aðarmál frá stjórnvöldum er þá hægt að líta svo á, að hér hafi ver- ið um innheijaviðskipti að ræða? Það er óhjákvæmilegt að þessum spurningum verði svarað, þar sem bersýnilegt er, að þeir, sem keyptu verðbréfin á föstudag hafa mögu- leika á að hagnast mikið á þessum viðskiptum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.