Alþýðublaðið - 19.11.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.11.1920, Blaðsíða 3
ALÞVÐUBLAÐIÐ 3 JAatihías Jochnmssoa látinn. Samkvæmt símfregn frá Akur eyri síðdegis í gær. var þjóðskáld- ið fræga þá nýlátið, eftir langa vanheilsu en eaga legu. Er þar í valina hniginn eir.n merkasti son ur þ:ssa lands og mesta skáld vort. ír. Skal-f oftaoyer. Á aðalfundi Studentafélags Reykjavíkur hélt dr. Skat Hof meyer mjög fróðlegaa og skemti legau fyrirlestur um rtýja þýzka heimspekisstefnu, er kemur fram í bók eftir Þjóðverjann Spengler, er heitir »Dar untergang des Abend- landes* (Hnigrsun Vestur Evröpu menningarinnar) Raunar er aðeins kominn út fyrrihluti bókarinnar, en hann reyndist samt nægilegt efni í fyrirlestur, til skýringar á skoðunum þeim sem fram koma í bókinni, er varði f 5 stundarljórð- unga. Fundarmenn hlýddu á fyrirlest- ur þennan með vakandi athygli, og bar það tvent tii, að skoðanir þær, er koma fram í bókinni, eru mjög frumlegar og merkilegar og að dr. Skat Hofmeyer er ágætur ræðumaður. Höf. hinnar umræddu bókar heldur því fram m. a., að menaing Vestur Evrópu sé engan veginn afsprengur menningar Forn- Rómverja og Forn-Grikkja. Hún sé sjálfstæð menning á sirm hátt, eins og menning Forn Grikkja og Rómverja, menning Sýrlendinga og Araba og au.sturlenzka eða kínverska menningin. Hver menn ing eigi sína æsku, manndóm og elli og dauða. Vor menning sé komiu á eiliárin. Hætt að skapa, Orðin eftirlíking. Hið síðasta menningarverðmæti, sem vor menníng hafi skapað og geti skapað, sé heimspekisskoðun hans (Spenglers). Alt hitt sé »Civili- sation“ — eftirlíking — ekki skap- andi kraftur. Ný menning sé að rfsa f Rússlandi. Höf. (Spangler) ræðst mjög á Og áfellist margt sem eru viðtekin sannindi. Hann gerir napurt háð að Darvinismanum, Ibsen 0. fl., og segir meða! annars, að stærð- fræðin sé ekki aigild, hún sé nán- ast trúirbrögðl Færir hann slá- andi dæmi því til sönnunar, að stærðíræðin sé sitthvað fyrir hverja menningu. Hér er því miður eigi tækifæri til að skýra nánar frá fyrirlestrin- um, hvað þá heldur frá bókinni, sem hér mun með öllu ókunn, en óskandi að dr. Skat-Hofmeyer láti fleiri en Stúdentafélagið verða aðnjótandi þessa skemtilega fyrir- lesturs og haldi hann opinberlega þegar færi gefst á. X 6rikklanðsmálin. Khöfn, 18. nóv. Reuters fréttastofa segir, að bú- ist sé við, að Olga drotning, móð- ir Konstantins, taki við ríkisstjóra- stöðunni. Venizelos hafi lagt niður embætti sitt og sé farinn til Frakk- lands. [Sennilegri fregn en sú er var f skeytunum í gær] Rhallys verði forsætisráðherra og utanrík- isráðherra. Foringjar meirihlutans lýsi þvf yfir, að Konstantin b(ði þess aðeins, að hann samkvæmt þjóðaratkvæðagreiðslunni verði kvaddur heim. Dm daginn 09 veginn. Veðrið í morgun. Stöð Loftvog m. m. Vindur Loft Hitastig Átt Magn Vm. 7364 ssv 6 3 4,i Rv. 7324 s 5 3 2,3 ísf. 7341 NV 5 5 0,8 Ak. 7356 iogn 0 5 2,0 Gst. 7361 S 2 3 -í-i,5 Sf. 7353 SA 6 5 4,6 Þ F 7467 V 8 5 5,0 Stm 7341 A 1 5 3,8 Rh. 7359 SSV 2 3 i,8 Loftvægislægð um Faxeflóa og fyrir norðan land, loítvog stfgandi, snörp suðlæg átt, nema á Vest- fjörðum. Útlit fyrir suðvestlæga átt. Kveikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 33/4 í kvöld. Sá, sem tók hjóibörurnar á fisksölustaðnum fyrir nokkrim dögum, skili þeim þangað, eða heim til mín. Börurnar eru auð- þektar af mörgum. Jón Guðna- son fisksali, Bergstaðastræti 44. Bíó n. Gamla bíó sýnir: .Tígul- ás“. Nýja bíó sýnir: .Fátæka prinsessan“. Zeaita. Geir hepnaðist að draga hana af grunni, og flytja hana hér inn á hölnina. Saltfarmurinn eyði- lagðist, og skipið er allmikið brotið. Leikfélagið er byrjað að æfa .Heimkomuna" eftir Hermann Su- dermann. Hún var ieikin hér fyrir 20 árum, og eru aðeins tveir sömu leikendur nú og þá voru: Frið- finnur Guðjónsson og Helgi Helga- son. Svo er til ætlast að Uikritið verði leikið hér um jólaleytið í fyrsta sinn. Aðalfandur Stúdeutafélags Keykjavíbur var haldinn í gær- kvöldi f Báruhúsinu uppl. Var skýrt frá starfsemi félagsins á ár- inu og kosin ný stjórn. Dr. Al- exander Jóhannesson var kosinn formaður, en ritarinn, V. Þ. Gísla- son, og gjaldkerinn, Páll Pálma- son, voru báðir endurkosnir. Síðan hélt dr. Skat-Hofmeyer fyrirlestur um nýja þýzka heimspekisstefnu. Er fyriilestursins getið á öðrum stað f blaðinu. 150 ára afmæli Alberts Thor- valdsens er í dag, og verður þess minst hátíðiega í Danmörku. Stjórn fyrir væntanlegt Alþýðu- bókasafn var kosin í gær á bæj- arstjórnarfundi, þau: Inga L. Lár- usdóttir, Guðmundur Asbjörnsson og Ólafur Friðriksson. Þessi stjórn á sfðan að kjósa sér til aðstoðar tvo menn utan bæjarstjórnar Baðmullarbruni. Um mánnðamótin sept.—oktbr. kom upp eldur í baðmullarbirgð- um er geymdar voru við höfnina i Galvestone í Bandarfkjunum. Mörg skip er lágu við bryggjur skemdust, og einnig hús er í nánd voru. Skaðinn er metinn margar miljónir dollara. Eldurinn kom upp brennisteinsgeymum við höfnina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.