Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 Áfengisvama- ráð verðlaun- ar grunnskóla ÞRÍR grunnskólar voru nýlega verðlaunaðir fyrir sýningar á leik- riti, sem samið var fyrir Afengisvarnaráð og þrenn verðlaun voru veitt fyrir tillögur að því hvernig nýta mætti leikritið til umhugsun- ar, kennslu og umræðu. Morgunblaðið/Sverrir Með verðlaun sín VERÐLAUNAHAFAR með verðlaunagripi sína í Templarahöllinni ásamt aðstandendum samkeppninnar. Hrafnkell A. Jónsson um ályktun landsfundar um félagafrelsi Viðleitni til að brjótaniður verkalýðshreyfingnna Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eski- firði segir að samþykkt ályktunar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem lögð er áhersla á rétt manna til að standa utan félaga sé hluti af viðleitni samtaka vinnuveitenda til að bijóta niður verkalýðshreyf- inguna með góðu eða illu. Hann hefði hins vegar enga trú á því að sjálfstæðismenn gerðu sér grein fyrir hvað væri verið að nota þá til, því þetta væri klætt í afskaplega fallegan búning; allt gert í nafni frelsis og mannréttinda. Kristján Guðmundsson, formaður verkalýðs- ráðs Sjálfstæðisflokksins, segir að ályktuninni sé ekki beint gegn verka- lýðshreyfingunni. Áfengisvamaráð ákvað fyrir tveimur árum að láta semja leikrit, sem Qallaði um fjölskyldu og ýmis þau mál sem koma upp í samskipt- um unglinga og foreldra, m.a. reyk- ingar, áfengisneyslu og önnur vímuefnavandamál. Iðunn Steins- dóttir var fengin til að semja leikrit- ið og hlaut það nafnið „Föstudagur hjá smáfuglunum". Það tekur um 40 mínútur í flutningi og í því eru söngvar sem Jóhann Morávek, tón- listarmaður á Höfn í Homafirði, samdi lög við. Leiksýningin verðlaunuð Efnt var til samkeppni meðal grunnskóla landsins, annars vegar um leiksýninguna, flutning, fram- sögn, leik og leikmynd, og hins vegar hvemig nota mætti leikritið til umhugsunar, kennslu og um- ræðu þannig að sem flestir hefðu bæði gagn og gaman af. Gmnnskólinn í Borgamesi hlaut fyrstu verðlaun fyrir sýningu á leik- ritinu, myndbandsupptökuvél, 100.000 krónur, sem skal varið til eflingar félagsstarfsemi í skólanum samkvæmt ákvörðun nemendaráðs og skólastjómar, verðlaunabikar og verðlaunapening fyrir hvem leikanda. Sýning Leiklistarklúbbs Digranesskóla hlaut önnur verð- laun, 75.000 krónur, bikar og verð- launapeninga. Seyðisfjarðarskóli hlaut þriðju verðlaun, 50.000 krón- ur, verðlaunabikar og verðlauna- peninga. Umræður og umfjöllun Síðari hluti samkeppninnar var fólginn í umræðum og umfjöllun um leikritið að lokinni leiksýningu. Þrjár bestu úrlausnirnar voru verð- launaðar með 50.000 krónum til hvers skóla. Að ákvörðun Áfengis- vamaráðs voru verðlaunaðir Grunnskólamir á Akranesi, Gmnn- skólinn í Borgarnesi og Grannskóli Fáskrúðsíjarðar. Hrafnkell sagði að verkalýðshreyf- ingin þyrfti að sjálfsögðu að mæta þessum tilraunum með opin augun, þó hann teldi í sjálfu sér ekki bráða hættu á ferðum. Það væri hins veg- ar dálítið neyðarlegt ef það yrði hlut- verk Sjálfstæðisflokksins að stuðla að miðstýrðari verkalýðshreyfíngu en hún væri í dag. Það væri einn þátturinn í að mæta þessum tilraun- um, þar sem smærri einingarnar ættu erfiðara með að bregðast við með viðeigandi hætti. Það væri óbragð af frelsishjali þeirra sem gagnrýndu verkalýðshreyfínguna, því miðstýringin væri miklu meiri í herbúðum vinnuveitenda, þó þar væri ekki um þvingaða gjaldskyldu að ræða. Takist að ginna einhveija einstaklinga til að standa utan verkalýðsfélaga verði þeir afskap- lega einir í glímunni við atvinnurek- endur. Slæmt innlegg í kjaramálin Hrafnkell sagði að þessi ályktun skaðaði fyrst og fremst Sjálfstæðis- flokkinn og sér þætti vera að ofstæk- ið skyldi leiða menn út á þær braut- ir. Þá væri þetta slæmt innlegg inn í þá stöðu sem væri í kjaramálum í dag. Það væri ekki nóg með að vinnuveitendur væm að btjóta ákveðin trúnað með framkomu sinni heldur væri Sjálfstæðisfiokkurinn, sem forystuflokkur í ríkisstjórn, að gera það líka með því að standa að þessu. Það væri ekki heppilegt inn- legg ef meiningin væri að halda þokkalegan vinnufrið. Félagsgjöld notuð í pólitískum tilgangi Kristján Guðmundsson, formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins og málfundafélagsins Óðins, segir að samþykkt landsfundarins um rétt manna til að standa utan félaga sé ekki beint gegn verkaiýðshreyfíng- unni, eins og komið hafi fram hjá formanni flokksins við umræður um tillöguna. Hins vegar hefði hann fremur viljað að þessu hefði verið sleppt úr ályktuninni, eins og hann og fleiri í verkalýðsráði hafí lagt til, því það sé mikið í húfi. Kristján sagði að það væri full ástæða til að endurskoða og fara yfir hvernig skilja beri 73. grein stjórnarskrárinnar um félagafrelsi, það geti ekki verið nema til góðs. Hins vegar sé það ekki til góðs hjá Kaupfélagi Þingeyinga og var alls slátrað um 36.000 fjár á þessu hausti og meðalþungi dilka var um 15,3 kg sem er um 1,5 kg meiri þungi en haustið áður. Undanfarin haust hefur verið unn- ið að endurbótum og hagræðingu í sambandi við slátmn hjá Sláturhúsi KÞ og nú hefur náðst sá árangur að á líðandi hausti unnu við slátmnina um 100 manns eða 25 færri en haust- ið áður. Nokkuð hefur dregið úr dag- legum afköstum vegna þessa en aft- ur á móti hefur með hagræðingunni fengist hreinna og betur útlítandi kjöt. hvorki fyrir launafólk né atvinnurek- endur að losni um núverandi skipu- lag á vinnumarkaði. Það geti ekki leitt af sér annað en mikla sundr- ungu og að við hverfum 40-50 ár aftur í tímann í einni svipan þegar semja á um kaup og kjör. Á hinn bóginn sé það náttúrulega óþolandi að félagsgjöld manna séu notuð í pólitískum tilgangi, til dæmis til að auglýsa pólitíska fundi, eins og hafí gerst í tengslum við heimsókn for- sætisráðherra ísraels á dögunum. Það sem hér mestu um ræður er tilkoma svokallaðs „fláningakarls" sem vinnur verk sem mannshöndin fór áður. Hefur tækið reynst það vel að hár, sem gjarnan fylgdu kjötinu við fláningu, em nú sjaldséð. Fláningskarlinn er gerður að ástr- alskri fyrirmynd en smíðaður af feðg- unum að Árteigi í Köldukinn og er smíði þeirra talin til fyrirmyndar. Um sölu á gæmm segir kaupfé- lagsstjórinn, Hreiðar Karlsson, að hann geri ráð fyrir að gæmmar fari sem áður til vinnslu á Akureyri og nú til hinnar nýstofnuðu skinnaverk- smiðju þar. Kynningar í nóvember á hársnyrtivörum frá Mastey de Paris Apótek Mosfellsbæjar föstud. 5. nóv. kl. 14-18. Laugarnesapótek laugard. 6. nóv-. kl. 15-18. Háaleitis-Apótek fimmtud. 11. nóv. kl. 14-18. Vesturbæjar-Apótekföstud. 12. nóv. kl. 14-18. Snyrtivöruv. Glæsibæ laugard. 13. nóv. k. 11-15. Apótek Horðurbæjar fimmtud. 18. nóv. kl. 14-18. Ingólfs-Apótek, Kringlunni, föstud.19. nóv. kl. 14-18. Borgar-Apótek laugard. 20. nóv. kl. 12-16. Kópavogsapótek fimmtud. 25. nóv. kl. 14-18. Apótek Garðabæjarföstud. 26. nóv. kl. 14-18. Holts-Apótek laugard. 27. nóv. kl. 12-16. 15% kynningarafsláttur Fláningskarlinn að verki. Morgunblaðið/Silli Sauðfjárslátrun lokið á Húsavík Húsavík. SAUÐFJÁRSLÁTRUN er lokið - Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.