Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 31 Minning Esther Svanlaug Þorsteinsdóttir ætíð minnast hennar með þakklæti og hlýju. Valgerður Ingimarsdóttir. Það eru svo ótal mörg atvik sem koma upp í hugann við fráfall elsku ömmu minnar, Valgerðar Bogadótt- ur. Þegar ég var lítil vann móðir mín úti allan daginn og amma pass- aði mig þá, eins og hún reyndi að gera fram í það síðasta. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt hana ömmu, góðu og hlýju minn- ingamar um hana, hún var svo traust og gaf svo mikið af sér. Hún var líka svo skemmtileg og fróð að allir höfðu gaman af að tala við hana, bæði ungir sem gamlir. En ég var sko ekki alltaf þæg við hana ömmu mína og þá gustaði nú aldeilis af henni. Við Haddý frænka áttum það til þegar við vorum að óþægðast, og amma ætlaði að skamma okkur, að renna okkur á grindverkinu á stiganum frá þriðju hæð og alla leið niður, til þess að hún næði ekki að skamma okkur, og biðum svo úti þangað til við viss- um að hún hefði jafnað sig. Þá kom- um við inn og báðum hana fyrirgefn- ingar, sem hún auðvitað gerði. Ég var ekki sú eina sem hún pass- aði, því að barnabörnin voru 16 og kom hún víða við sögu og jafnvel eftir að barnabamabömin fóm að skjóta upp kollinum. Inga Lára eldri dóttir mín var svo lánsöm að fá að vera hjá henni í pössun í þrjú ár frá fjögurra mánaða aldri. Það gaf ömmu svo mikið, þá 81 árs gamalli, að finna að henni var vel treyst til þess að passa litla krílið, og mynduðust með þeim sterk tengsl. Þær áttu margar skemmtileg- ar stundir saman, hvort sem það var svona bara í rólegheitunum, fótbolta- leikjunum eða hárgreiðsluleiknum, þá var sú yngri yfirleitt hár- greiðsludaman og greiddi sítt, silfur- grátt hár langömmu sinnar. Mig langar að enda þessa grein á bænaversum sem hún amma kenndi mér þegar hún svæfði mig á kvöldin. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ókunnur.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji pðs englar saman i hring sænginni yfir mini. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Alda. Með þessum orðum vil ég kveðja frænku mína, Valgerði Bogadóttur, sem lést í síðustu viku 93 ára að aldri. Ég mun minnast hennar sem konu sem var skemmtilegt að vera nálægt og hafði góða kímnigáfu. Öllum leið vel í návist hennar og hún ræktaði frændgarð sinn vel. Hún var minnug og kunni að segja frá. Hún var tígu- leg og vakti athygli í peysufötunum sínum sem hún var í við sérstök tækifæri. Hún bar höfuðið hátt og leit fram á við, þótt lífið væri ekki alltaf dans á rósum hjá henni. Valgerður fæddist á aldamótaár- inu og náði að lifa mestalla þessa öld. Það hefur verið ótrúleg lífs- reynsla að upplifa alla þá atburði og breytingar sem hafa orðið í íslensku þjóðlífi á þessum tíma, allt frá því hún ólst upp á býli móður sinnar. Samt náði hún að fylgjast vel með því sem var að gerast og tækninýj- ungum nútímans. En fyrst og fremst lifði hún fyrir fjölskyldu sína og gladdist við að segja okkur frá barna- og barnabörn- unum sínum, sem ég hef ekki tölu á. Það var líka ótrúlegt hvað hún náði að fylgjast með og halda sam- bandi við okkur sem fjarskyldari erum. Þegar yngri dóttir mín var skírð hafði Valgerður ekki heilsu til þess að koma í veisluna. Þar saknaði maður hláturs hennar og návistar, en hún þótti ómissandi gestur í fjöl- skylduveislum og var alltaf mikil glaðværð í kringum hana. Þegar ég heimsótti Valgerði fyrir nokkrum vikum var ljóst að heilsu hennar hafði hrakað mikið. Hún var samt jafnminnug á allt og alla og þurfti mikið að segja frá börnunum í fjölskyldunni. Ég kveð Valgerði með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni og votta niðjum hennar samúð mína. 'mu,lljrl, ,, . ,, Svana Boga. , Ég var harmi sleginn þegar bróðir minn hringdi til mín á þriðjudaginn 26. október og sagði mér að systir okkar væri að deyja. Við fórum strax á spítalann, en þá var hún dáin. Það var friður yfir henni og hún var svo falleg. Ekki bjóst ég við því að þurffi að kveðja hana svona fljótt. Mig langar að minnast elsku syst- ur minnar með nokkrum orðum. Mig langar að þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Það er svo margt, alveg frá því ég var lítill drengur, en það eru 17 ár á milli okkar. Hún var alltaf mín stóra syst- ir, sem leiðbeindi mér og Gísla syni sínum, en við erum jafnaldrar og ólumst upp saman fyrstu árin, sem hún bjó heima í föðurhúsum. Hún bar alla tíð mikla umhyggju fyrir Gísla syni sínum. Hann á nú um sárt að binda. Móðir hans var honum mikil stoð og stytta í lífínu. Missir hans er mikill. Ég bið Guð að styrkja hann og hugga og ég veit að móðir hans verður ætíð hjá honum. Esther eignaðist þijú böm. Gísli er elstur, þá Þórunn er lést í júlí á sl. ári, eftir löng og erfið veikindi. Lát hennar var mikið áfall fyrir Esth- er. Yngst er svo María, sem er í fram- haldsnámi í hjúkrunarfræðum í Kanada. Þótt líf minnar elskulegu systur væri ekki dans á rósum, þá vildi hún minnst um það tala, heldur ávallt hlúa að þeim sem minna máttu sín og sem minna áttu milli handanna, því að hún hafði rúm í hjarta sínu fyrir alla. Minningarnar hrannast upp. Það er svo margt sem hægt er að tala um. Það er svo margt að minnast. Enda þótt oft hafi brotið á og hún hafi marga hildi háð í lífinu, þá hvarflaði aldrei að henni að gef- ast upp. Hún átti svo margt eftir að gera. Núna undanfarið ár var hún full af orku og eljusemi og beið dóttur sinnar Maríu sem ætlaði að koma heim um jólin, en þær mæðgur voru svo samrýndar og miklir vinir að ein- stakt var. María var sérstaklega til- litssöm og hjartahlý í garð móður sinnar. Esther fór að heimsækja dóttur sína til Kanada í fyrrasumar. Oft talaði hún um þessa ferð að hún hefði verið það dásamlegasta sem hún hefði farið og átt yndislegar stundir með dóttur sinni og David unnusta hennar og fjölskyldu hans. Þetta var dásamleg ferð. Ég er mjög hamingjusamur að hafa átt svo góða systur. Það var sama hvað bjátaði á, alltaf gat ég leitað til hennar. Hvað sem amaði að mér, alltaf fór ég ánægður heim frá henni. Alltaf var hægt að biðja hana um að lagfæra buxur fyrir sig, pijóna peysu eða hvað sem var, en systir mín var sú sem allt lék í hönd- unum á. Ég held að ég megi segja það að hálærðar saumakonur eða pijónakonur hefðu ekki skákað henni. Það er svo erfitt að sætta sig við það, elsku systir, að þú sért dáin. Við hjónin vorum nýbúin að vera hjá þér, eiga með þér dásamlegan eftir- miðdag. Það var eins og endranær, það kom svo mikil hlýja og ró yfir mig að vera hjá þér. Það var líka svo gaman að rifja upp gamla tíma, þú varst svo minnug og mundir eftir öllu. Ég veit að skarð þitt verður aldrei fyllt. Ég verð að viðurkenna að framtíðin verður allt öðruvísi án þín, elsku systir. Ég bið góðan Guð að geyma þig og varðveita. Þín er sárt saknað, en minningin um þig lifir, hana getur enginn tekið frá okkur. Elsku María, Gísli og David. Ég bið góðan Guð að gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Nú hnígur sól að sævarbarmi, sígur hún á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blóma hvarmi blundar þöpl fugla hjörð. í hljóðrar nætur ástar örmum allir fá hvíld frá dagsins hörmum. (Axel Guðmundsson) Baldvin bróðir. Elsku Esther mín. Mig langar að minnast þín með fáeinum orðum. Það var okkur mikið áfail að missa þig. En við fengum engu ráðið. Ég vildi að ég hefði fengið að kynnast þér miklu fyrr. En ég er þakklát fyrir allar okkar góðu samverustundir. Þakka þér fyrir þær, ég gleymi þeim aldrei. Ég á þær minningar í hjarta mínu. En ég viidi að við hefðum feng- ið að hafa þig hjá okkur miklu leng- ur. Það var gott að vera í návist þinni. Þú varst alltaf svo glöð og góð, svo einlæg og hreinskilin. Og þó að þú værir oft veik sjálf, þá spurðir þú alltaf hvernig okkur liði. Svo hugul- söm og góð varstu. Mér finnst allt svo tómlegt án þín, elsku mágkona. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Mig, Baldvin bróður þinn og Ingu okkar. Við erum svo rík að hafa átt þig að. Þú varst gull af manni. Það er svo stutt síðan við komum í heim- sókn til þín. Það var svo gott að koma heim til þín, fá kaffi, tala sam- an og hlæja. Við áttum eftir að gera svo margt saman. Þú hlakkaðir svo til að fá dóttur þína Maríu heim frá Kanada um jólin og varst bytjuð að telja dagana þar til hún kæmi. Það lék allt í höndunum á þér, svo vandað og vel unnið allt sem þú gerð- ir. Lopapeysumar þínar voru svo fallegar. Þú varst nýbúin að pijóna eina peysu handa Ingu og gafst henni í afmælisgjöf. Hún er svo ánægð og þakklát fyrir hana. Ég kveð þig með sárum söknuði, elsku Esther mín. Guð geymi þig. Elsku María, Gísli og David, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Ég krýp og faðma fótskör þína, frelsari minn, á bænarstund. Ég legg sem barnið bresti mína, bróðir, í þína líknarmund. Ég hafna auðs og hefðarvöldum, hyl mig í þínum kærleiksöldum. (Guðm. Geirdal) Elna. Elsku Esther mín. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Aldrei datt mér í hug að þú færir svona fljótt. Þú hafðir góð áhrif á mig og ég gat talað við þig sem jafn- aldra minn. Þú varst alveg einstök kona, alltaf glöð og kát og mig langar að þakka Guði fyrir þann tíma sem við fengum að vera saman þó að hann hafi verið stuttur. Þakka þér, elsku frænka mín, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og þakka þér fyrir peysuna sem þú pijónaðir handa mér. En ég á minningarnar um þig og þær getur enginn tekið frá mér. Ég kveð þig með sárum söknuði. Hvíl þú í friði. Blessuð sé minning þín. Elsku María og Gísli, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið þess að Guð gefi ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Inga Elínborg. Það var sem ský drægi fyrir sólu er hjúkrunarfræðingur á hjartadeild Landspítalans hringdi í mig skömmu eftir hádegi 26. október sl. og sagði mér að systir mífi væri að deyja. Hún hafði veikst um nóttina og var flutt á spítalann snemma morguns. Virtist hún vera á batavegi er ég hafði sam- band við deildina um morguninn, en kallið var komið og brotför úr þessu lífi ákveðin og ekki aftur snúið. Það er svo sárt að kveðja elsku- lega systur, móður og ömmu sem alltaf hafði verið gleðigjafí og hjálp- arhella allra sem hún umgekkst þótt hún sjálf gengi ekki alltaf heil til skógar. Mér vefst tunga um tönn að tjá í rituðu máli þann söknuð og trega sem berst í bijósti mínu við ótímabær brottför hennar. Esther var fædd við Laugaveginn í Reykjavík 15. apríl 1926 og þar dvaldist hún mestalla ævi sína. For- eldrar hennar voru Þorsteinn Guð- jónsson, f. 15. ágúst 1900 að Efra- Seli í Stokkseyrarhreppi, verslunar- maður og um 30 ára skeið starfsmað- ur Reykjavíkurborgar, d. 17. desem- ber 1963, og María Hrómundsdóttir, f. 14. nóvember 1902 að Breiðabóls- stað á Alftanesi, d. 11. desember 1974. Alsystkini hennar eru Stein- unn, sem andaðist 1979, og undirrit- aður, en hálfsystkin eru Laufey, Baldvin og Elísabet sem býr í Banda- ríkjunum. Hún eignaðist þijú börn, elstur er Gísli, þá Þórunn er lést á sl. ári og María sem er við framhaldsnám í hjúkrunarfræðum í Kanada. Hún átti alla tíð við vanheilsu að stríða. Hún fékk berkla á unga aldri og dvalist um tíma á Vífilsstöðum, heyrnin angraði hana og var hún oft minnt á það er hún hlustaði á góða tónlist eða fór í leikhús, en hvoru tveggja hafði hún mikið yndi af. Hún var stundum leið er hún hafði fylgt einhveijum skyldum eða tengdum til grafar yfir því að hafa heyrt illa í prestinum. Hún var mjög glaðlynd og yfirleitt létt í skapi, þótt lífíð hafi ekki alltaf brosað við henni, en alltaf tók hún öllu með jafnaðargeði. Barnabörn hennar eru orðin ellefu og sjö barna- barnabörn. Lét hún sér mjög annt um þau og fylgdist ávallt með þeim hvar sem þau voru stödd á landinu. Það voru margir sem komu við á Laugaveginum hjá Esther og þáðu kaffisopa þegar þeir voru á ferð í borginni. Alltaf var viðmótið það sama og elskulegheitin og oftast átti hún eitthvað nýbakað með kaffinu. Það var gott að koma til hennar þegar eitthvað amaði að í lífínu og á ég henni mikið að þakka fyrir þann styrk sem hún gaf mér þegar ég átti erfítt. Á barnsaldri og fram á unglingsár dvaldist hún sumarlangt á Bíldudal hjá afa Hrómundi ásamt systur sinni Steinunni, en þær þær voru alla tíð mjög samrýndar allt þar til Steinunn dó 5 ágúst 1979. Á Bíldudal kynntist hún Pétri Jónssyni og var í sambýli með honum nokkurn tíma eða þar til hann andað- ist. Þau eignuðust eina dóttur, Þór- unni, sem lést á sl. ári eftir langvar- andi sjúkdóm og var móður sinni mikill harmdauði. Vegna fátæktar og annarra erfiðleika varð Esther að láta Þórunni fara frá sér í fóstur á unga aldri, þar sem hún sá ekki fram á að hún gæti alið hana upp sómasamlega við þær erfiðu aðstæð- ur sem þá voru hér á landi og engir styrkir til einstæðra mæðra tíðkuð- ust þá. Þær mæðgur náðu saman seinna á ævinni og tókst með þeim gagnkvæm ást og umhyggja er hélst alla tíð síðan og koma berlega fram er hún heimsótti dóttur sína næstum daglega á spítalann eftir að hún veiktist alvarlega. Mjög kært var með þeim mæðgum Maríu og henni og voru þær ávallt mjög samrýndar sem kom meðal annars fram í því að þegar María fór í próf á sinni skólagöngu þá tók móðir hennar svo mikinn þátt í prófunum að hún varð oft lasinn og taugastrekkt á meðan á þeim stóð, og var jafnframt mjög glöð þegar vel gekk hjá henni, sem var nú oftast, sem. betur fer fýrir systur mína. Eftir að María fór í framhaldsnám til Kanada höfðu þær símasamband á ákveðnum dögum og tíma, hlakkaði hún ávallt mikið til að heyra frá henni og segja henni fréttir að heiman. Á sl. ári bauð María henni að heimsækja sig til Kanada. Hún ferðaðist alla leiðina einsömul með bréf upp á vasann hvaðan hún kæmi og hvert hún væri að fara ef hún villtist af leið. Til- hlökkunin var mikil og taugatitring- urinn, en allt gekk þetta slysalaust þrátt fyrir að hún talaði ekki annað tungumál en íslenskuna. í Kanada dvaldi hún um nokkurra vikna skeið við ást og umhyggju dóttur sinnar og unnusta hennar. Hafði hún frá mörgu að segja þegar heim var kom- ið. Áður hafði María boðið henni í ferðalag til Englands og var það fyrsta utanför hennar sem hún minntist ávallt með gleði. Ekki má gleyma Gísla syni hennar sem hún bar ávallt mikla umhyggju fyrir og vildi fyrir hann gera. Mikill og sár er missir hans, en góður Guð mun vera með honum og hjálpa hon- um á lífsins vegi og andi móður hans mun vaka yfir honum og veita honum huggun og styrk. Esther var mjög myndarleg í hönd- unum, eins og sagt er, og saumaði mörg fögur klæði bæði á sig og aðra. Um tuttugu ára skeið starfaði hún í Regnhlífabúðinni hér í Reykjavík við saum og viðgerðir á regnhlífum, en á þeim dögum voru hlutimir vel nýttir og gert við þá ef aflaga fóru. Fjölmargar lopapeysur pijónaði hún til þess að drýgja tekjurnar sem ekki voru miklar, auk þess sem hún pijónaði sokka á barnabörnin og aðra. Ég minntist á hér að framan að hún dvaldist oft á sumrin á Bíldudal á yngri árum og hefur hún ávallt haldið tryggð við þennan fagra stað og farið þangað á hveiju sumri ef mögulegt hefur verið og fjárhagur leyfði. Hún fór í síðasta sinn þangað í september sl. og dvaldist í nokkra daga hjá Valda frænda og konu hans Lilju sem alltaf tóku mjög vel á móti henni. Fyrir það eru þeim og öðrum vinum hennar og skyldfólki á Bíldudal færðar kærar þakkir. Hún sagði oft að hún hefði átt þá ósk heitasta að geta keypt lítið hús á þessum fagra stað „á milli hárra fjalla“ og dvalist þar á sumrin. Ég kveð elsku systur, móður, ömmu og langömmu með sárum söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún var okkur öllum, sem fengum að njóta glaðlyndis hennar og ást- úðar, með eftirfarandi ljóðlínum eftir Valdimar V. Snævar: Nú lýkur degi, sól er sest, nú svefnfrið þráir jörðin mest. Nú blóm og fuglar blunda rótt en blærinn hvíslar: góða nótt. Guðs friður signi foldarann, guðs friður blessi sérhvem mann. Kom, engill svefnsins undur hljótt og öllum bjóð þú góða nótt. Hvil hjarta rótt. Hvíl höndin þreytt, þér himins styrk fær svefninn veitt. -Hann gefur lúnum þrek og þrótt. Ó, þreytti maður - sof nú rótt. Hjartans þakklæti fyrir samfylgd- ina hér á jörðu, minningarnar geym- um við í hjörtum okkar. Jörundur Þorsteinsson. t Ástkær móðir okkar, tengamóðir, amma og langamma, ODDNÝ NIKÓDEMUSDÓTTIR, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 3. nóvember. Björgvin S. Jónsson, Steinunn Guðmundsdóttir, S. Valgerður Jónsdóttir, Jón Guðmundsson, Þóra S. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.