Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 43 KORFUKNATTLEIKUR Meistaramir lágu heima „UNGU strákarnir stóðu sig frábærlega vel þegar mest á reyndi og eins var liðsheildin sterk hjá okkur. Þetta ásamt betri breidd réði úrslitum og þetta var virkilega sætur sigur," sagði Guð- mundur Bragason þjálfari og leikmaður Grindvíkinga sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu íslands- og bikarmeistara Kefl- víkinga í Keflavík í gærkvöldi þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiksins. Lokatölur urðu 106:103, en í hálfleik var staðan 59:58 fyrir ÍBK. Leikur nágrannanna var jafn og tvísýnn allt frá upphafí þar sem menn hugsuðu ekki mikið um varnarleikinn. Kefl- Björn víkingar náðu tví- Blöndal vegis góðu forskoti, skrifar frá ; fyrr; hálfleik og eflavík aftur í þeim síðari þegar þeir komust í 75:64. En sú dýrð stóð ekki lengi því Grindvík- ingar settu 14 stig í röð og breyttu stöðunni í 75:78. Þessi slaki kafli virtist setja heimamenn út af laginu en efla Grindvíkinga að sama skapi og þrátt fyrir örvæntingafullar tilraun- ir meistaranna náðu þeir ekki að snúa leiknum sér í hag aftur þó litlu hafi munað undir lokin. „Þetta var ekki okkar dagur. Það er ekki nóg að skjóta og skora - það þarf líka að leika vörn og sá þáttur brást hjá okkur að þessu sinni,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálf- ari og leikmaður ÍBK sem í gær- kvöldi var að leika sinn 400. meist- araflokkleik. Þetta var þriðji ósigur ÍBK í úr- valsdeildinni í vetur og fyrsti tap- leikurinn á heimavelli síðan í febr- úar þegar þeir töpuðu nokkuð óvænt fýrir Borgnesingum. Bestir í liði heimamanna voru þeir Guðjón og Kristinn í fyrri hálfeik og Bow í þeim síðari. Hjá Grindvíkingum bar mest á Wayne Casey, Nökkvi Már var sterkur í fyrri hálfleik og í þeim síðari skoruðu þeir Unndór og Bergur á þýðingamiklum augna- blikum. Haukar fóru létt með Skallagnm B orgnesingar voru langt frá sínu besta þegar þeir tóku á móti Haukum Kristján B. Snorrason skrifar frá Borgamesi i Urvalsdeildinni í gær- kvöldi. Haukar sigr- uðu 69:86 og var sigurinn mjög sann- gjam. Haukar vom betri á öllum sviðum og sigur þeirra aldrei í hættu. „Ég átti satt best að segja von á jafnari leik, en við lékum sterka vöm og áttum í heild góðan leik. Allir fengu að spila og betra liðið vann. Það er alltaf jafn gaman að koma hingað í stemmninguna en jafnframt erfitt," sagði Ingar Jóns- son þjálfari Hauka ánægður eftir að hafa sótt tvö stig til Borgamess. „Ég hugsa ekkert um það þó ég hafi verið að leika gegn mínum gömlu félögum," sagði Henning Hennignsson leikmaður Skalla- gríms aðspurður um hvert erfítt væri að leika gegn Haukum. „Ég FELAGSLIF Herrakvöld Vals Herrakvöld Vals verður í kvöld og hefst kl. 20 að Hlíðarenda. Ræðumaður er Mark- ús Örn Antonsson, borgarstjóri. Herrakvöld Fram Herrakvöld Fram verður í Framheimilinu föstudaginn 12. nóvember og hefst kl. 19.30. Ræðumaður verður Össur Skarphéð- insson, umhverfisráðherra. HK-dagur HK-dagurinn verður í Kópavogi á sunnu- daginn í tilefni þess að ár er liðið síðan HK tók við rekstri íþróttahúss Digraness. Messa verður í Hjallakirkju kl. 14 og síðan haldið í Fossvogsdalinn þar sem fyrsta skólfustungan verður tekin að nýju félags- svæði HK við Snælandsskóla. vil biðja áhorfendur afsökunar. Þetta mun ekki gerast aftur. Hauk- arnir vom miklu betri á öllum svið- um, sérstaklega Rhodes sem var eiginlega að leika aðra íþrótt en við hinir“ sagði Henning. Heimamenn náðu sér aldrei á strik og þar stóð enginn sérstaklega uppúr. Helst var að Grétar Guð- laugsson sýndi góða baráttu. Aðrir vom langt frá sínu besta. Hjá Hauk- um var Rhodes lang bestur. Annars áttu flestir ágætan dag og liðið var mjög jafnt og traust. Bragi og Jón Öm léku vel. Haukar fengu 47 vítaskot í leikn- um en heimamenn aðeins 24. Hauk- ar tóku 51 frákast, þar af Rhodes sjálfsagt um helming, en Skalla- grímsmenn náðu 39 fráköstum. Ermolinskij er ekki svipur hjá sjón frá því í fyrra enda átt við langvarandi meisðli að stríða. Það munar um minna fyrir Skallagrím. Wayne Casey lék mjög vel fyrir Grindvíkinga meistarana að velli á þeirra eigin heimavelli. KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Bjami gær þegar lið þeirra lagði Þorvaldur skorar Þetta var ágætis mark hjá mér. Ég vann boltann á miðjunni og náði að leika á þrjá leikmenn Sunder- land áður en ég komst upp að vita- teigshominu hægra megin. Þar skaut ég og boltinn fór í markhomið fjær,“ sagði Þorvaldur Örlygsson í samtali við Morgunblaðið, en hann tryggði Stoke 1:0 sigur í 1. deildarleiknum á miðvikudaginn. Rúmar sex mínútur voru eftir þegar Þorvaldur skoraði. Þorvaldur hefur verið iðinn við kolann að undanfömu því fýrir skömmu gerði hann mark í leik gegn Grimsby og hann gerði einnig sigur- markið í 2:1 sigri Stoke á ítalska lið- inu Cosenza í ensk/ítölsku bikar- keppninni. Það mark gerði Þorvaldur beint úr aukaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok. Það hefur verið mikið um að vera hjá Stoke að undanfömu. „Við leik um á hverjum laugardegi og líka á miðvikudögum og það er því mikið álag á mönnum. A miðvikudaginn eigum við til dæmis að leika við Fior- entina hér heima,“ sagði Þorvaldur. I kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild Njarðvík: UMFN-ÍA...........20 1. deild karla Austurberg: Leiknir-Þór.....21 Handknattleikur 2. deild karla Keflavfk: ÍBK-UBK...........20 Strandgata: ÍH-Ármann.......20 Sund Bikarkeppni 2. deildar Bikarkeppni 2. deildar f sundi verður f Sundhöll Reykjavíkur um helgina og hefst keppni kl. 20 í kvöld. FRJALSIÞROTTIR Skuldir FRÍ minnka mikið Frjálsíþróttasambandi íslands tókst að skila góðum rekstrar- hagnaði á síðasta starfsári, sem hefur skilað sér í veruiegum niðurgreiðslum á skuldum sambandsins. Þetta kemur fram í ársreikningunum, sem verða lagðir fram á ársþinginu, sem verður í íþróttahúsinu við Strandgötu í Haf narfirði um helgina og hefst í fyrramálið. Samkvæmt rekstrarreikningi var veltan tæplega 15 millj- ónir og hagnaður um 2,7 millj. kr. eða 1?% af veltu, en að frá- dregnum vaxtagjöidum og af- skriftum skilaði sambandið tæp- lega 1,6 millj. kr. í hagnað. í fyrra voru skuldir um 5,3 miHj. kr., sem var 40% af veltu, en samsvarandi tölur í ár eru tæplega fjórar millj- ónir eða 26% af veltu. Haukur Ingibergsson, gjald- keri, sagði við Morgunblaðið að FRÍ hefði verið mjög skuldsett samband fyrir tveimur árum, en ákvörðun hefði verið tekin um að laga stöðuna og það hefði tekist án þess að það hefði bitnað á starfseminni. Haukur, Guðmundur Víðir Gunnlaugsson og Magnús Jakobs- son, formaður, hafa ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn, en Magnús hefur verið formaður í fjögur ár og stjórnarmaður í samtals 22 ár. Guðmundur til Fram Guðmundur Steinsson ákvað í gær að ganga á nýjan leik til liðs við sitt gamla félag, Fram. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þar sagðist Guðmundur vera kominn heim; „en ekki til að deyja eins og sumir halda, heldur til að vera í fullu fjöri,“ sagði Guðmundur. Hann hefur undanfarin ár leikið með Víkingum en lék áður með Fram. HANDBOLTI Frestað til mánudags Ekkert varð af leik leik Víkings og ÍBV í 1. deild karla í gær- kvöldi, þar sem ekki var flogið frá Eyjum, og hefur leikurinn verið settur á kl. 20 nk. mánudagskvöld. Ekki var hægt að leika í Víkinni um helgina vegna móts í yngri flokkum. URSLIT UMFS - Haukar 69:8% íþróttahúsið Borgamesi, Úrvalsdeildin í köríuknattleik, firhmtud. 4. nóvember 1993. Gangur leiksins: 3:9, 9:18, 12:22, 18:26, 21:33, 25:39, 46:68, 54:71, 69:79, 69:86. Stig UMFS: Alexander Ermolinskij 15, Birgir Mikaelsson 14, Elvar Þórólfsson 9, Ari Gunnarsson 9, Gunnar Þorsteinsson 8, Henning Henningsson 8, Grétar Guðlaugs- son 4, Þórður Helgason 2. Stig Hauka: John Rhodes 20, Jón Örn Guðmundsson 19, Bragi Magnússon 18, Pétur Ingvarsson 10, Jón Amar Ingvarsson 9, Sigfús Gizurarson 6, Tryggvi Jónsson 2, Rúnar Guðjónsson 1, Steinar Hafberg 1. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Óskarsson og var sá síðamefndi ekki alveg með á nótunum. Áhorfendur: 460. ÍBK-UMFG 103:10^ Keflavík Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 10:10, 22:13, 30:20, 42:36, 42:41, 51:45, 53:54, 59:58, 75:64, 75:78. 84:85, 88:90, 96:96, 98:96, 98:104, 103:106 Stig ÍBK: Guðjón Skúiason 28, Jonathan Bow 23, Kristinn Friðriksson 21, Albert Óskarsson 12, Jón Kr. Gíslason 8, Sigurður Ingimundarson 6, Brynjar Harðarson 5. Stig UMFG: Wayne Casey 31, Nökkvi Már Jónsson 21, Guðmundur Bragason 14, Und- ór Sigurðsson 12, Bergur Hinriksson 9, Marel Guðmundsson 8, Hjörtur Harðarson 7, Pétur Guðmundsson 4. Dómarar: Leifur Garðasson og Kristinn Albertsson sem dæmdu vel. Áhorfendur: Um 750. 1. deild kvenna: ÍS-Valur 40:43 íþróttahúsi Kennaraháskólans Stig ÍS: Hafdís Helgadóttir 14, Ásta Ósk- arsdóttir 9, Sólveig Pálsdóttir 8, Kristín Sigurðardóttir 4, Unnur Hallgrimsdóttir 3, Helga Guðlaugsdóttir 2. Stig Vals: Hildigunnur Hilmarsdóttir 15, Lánda Stefándsdóttir 9, Ingibjörg Magnús- dóttir 9, María Leifsdóttir 8, Guðrún Gunn- ardóttir 2. ■Valur hafði undirtökin í fyrri hálfleik en í þeim siðari tóku ÍS-stúlkur við sér og léku mjög góða vöm og náðu að komast yfir. Liðin skiptust á um að ieiða og þegar hálf mínúta var eftir hafði ÍS tveggja stiga for- skot. Þá skoraði Ingibjöm þriggja stiga körfu og Valsmenn einu stigi yfir. ÍS náði ekki að skora og í lokin skoraðu gestimir úr tveimur vítaköstum. Sólveig Pálsdóttir var best í liði ÍS en hjá Val var Hildigunnur Hilmarsdóttir best og gerði til dæmis fjórar þriggja stiga körf- ur í fyrri hálfleik. Elínborg Guðnadóttir Handknattleikur 2. deild karla: Fylkir-Völsungur.............26:21 Fram - Fjölnir...............24:26 Grótta-HK....................19:19 Knattspyrna Evrópukeppnin Boavista - Lazio...........2:0 (2:1) England 1. deild: leikir á miðvikudagskvöld Nottingham Forest - Miilwall..1:3 Southend - Watford............2:0 Stoke - Sunderland............1:0 HANDKNATTLEIKUR Fátt stöðva Kiel Héðni Gilssyni og félögum tókst ekki að stöðva sigurgöngu Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Kiel, sem er í efsta sæti, vann 25:19 eftir að jafnræði hafði verið með lið- unum fram yfir hlé. „Það jafnast ekkert á við að leika hér og það er eins og leikmenn ann- arra liða trúi því ekki að hægt sé að vinna Kiel á heimavelli,“ sagði Héðinn eftir leikinn í gær. Það ríkir ávallt mikil stemmning meðal 7.000 áhorfenda sem mæta á heimaleiki Kiel. Þegar heimaliðið er kynnt eru ljósin slökkt og áhorfendur kveikja á kertum. Jóhann Ingi Gunn- arsson var á leiknum og var klappað vel fyrir honum og hafa heimamenn ekki gleymt því þegar hann þjálfaði Essen fyrir sjö árum. Héðinn var besti maður Dússeld- orf, gerði 7/1 mörk en lét veija frá sér tvö vítaköst. „Þetta er lakasti leikur okkar í vetur,“ sagði Héðinn og var allt annað en ánægður. Staðan í leikhleí var 14:12 en næstu 15 mínúturunar tókst gest- unum aðeins að gera tvö mörk og heimamenn stungnir af. Þar fór fremstur Wieslander hinn sænski. Leikurinn í Kiel þótti merkilegur fyrir þær sakir að honum var sjón- varpað beint á einkastöð þar í landi og er þetta í fýrsta sinn sem deildar- leikur er sýndur í beinni útsendingu í Þýskalandi. A miðvikudaginn gerðu Essen og ■Magdeburg 16:l6i jafntefli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.