Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 1993 15 Misvægi, óréttlæti og sérhags- munagæsla kjördæmakerfisins eftir Eirík Bergmann Einarsson Kjördæmakerfíð í landinu er meingallað og úr sér gengið, þar sem stórfellt misræmi er á atkvæða- vægi landsmanna. Þó að sagt sé að allir séu jafnir, þá eru sumir þó jafnari en aðrir í þessu tilliti, t.d. er vægi kjósenda í Vestfjarðakjör- dæmi fjórfalt meira en 'kjósenda í Reykjavík. Þetta misrétti er í hróp- andi andstöðu við þá mannréttinda- þróun sem átt hefur sér stað undan- farna áratugi á Vesturlöndum. Réttlæting þessarar mismununar er m.a. sú að hinir fjarlægari lands- hlutar og fámennari sveitir þurfi á meiri hagsmunagæslu að halda en íbúar þéttbýlisins, því þeir hafi tor- veldari aðgang að þingmönnum. Hér vaða menn reyk og vitundar- villu. Þeir sem til þekkja vita að landsbyggðarfólk á í raun mun greiðari aðgang að þingmönnum en t.d. húsmóðir í Breiðholtinu sem hverfur í Ijöldann. Svo virðist sem ráðamenn þjóðarinnar og almenn- ingur séu að vakna af þyrnirósar- svefninum. Menn eru í auknum mæli farnir að hafna þeirri fárán- legu röksemdafærslu, að réttlætan- legt sé að bæta upp félagslega stöðu landbyggðarinnar með misvægi at- kvæða. Það skal gert á annan hátt. Að réttlæta eina tegund misræmis með annarri er firra. Franz Jezorski ingavaldi. Vert er einnig að benda á, að í samkomulagi viðkomandi sveitarfélaga um framkvæmd sam- einingar sem kynnt hefur verið, er fram tekið að vegatengingin verði forgangsatriði hjá hinu nýja sveitar- félagi, auk þess sem ríkisstjórnin hefur lýst yfír að samgöngumann- virki er greiði fyrir sameiningu sveit- arfélaga fái aukinn forgang. Allar líkur eru þannig á því, að fyrr verði af þessum framkvæmdum, sameinist sveitarfélögin. Hækkun um 10% Það er viðbúið að þjónusta hins nýja sveitarfélags í þessu byggðar- Iagi verði meiri og betri en nú er. I áðumefndu samkomulagi er gert ráð fyrir að þjónusta sveitarfélagsins skerðist ekki á Kjalamesi og það sem meira er að þar sem við á verði hún sambærileg við það sem er í Reykja- vík. Uppbygging þéttbýlis og þjón- ustu verður án efa hraðari á Kjalar- nesi með sameiningu en að óbreyttu. Með svipaðri akstursvegalengd tii Reykjavíkur og frá Mosfellsbæ og sambærilegri þjónustu, auk lægri útsvarsgreiðslna, tel ég öll rök til þess að ætla að markaðsverð á fast- eignum á Kjalarnesi hækki til sam- ræmis við það sem er í Mosfellsbæ, eða um 10%. Fasteignaeigendur á Kjalarnesi ættu að hugleiða þetta. Núverandi kerfi leiðir í raun til takmörkunar á fulltrúalýðræðinu. Þingmenn sama kjördæmis, í mis- munandi flokkum, eiga oft meiri samleið hvor með öðmm en flokkum sínum. Þetta leiðir til togstreitu hjá þingmönnum milli kjördæmis og flokks og takmarkar þannig val kjósenda við að velja sér flokk eftir málefnum og hugmyndafræði. Ef núverandi ríkisstjóm ætlar sér að takast á við fjárlagahallann og fjárausturshefðina í stjórnkerfinu, þá er nauðsynlegt að losna við kjör- dæmapotara og hreppapólitíkusa. Þeir ala margir á hrepparíg og mæla árangur sinn í þeim fjárhæð- um sem þeir hafa náð að ausa í kjördæmi sitt og sveitarfélag. Hvort sem fjárausturinn verður til gagns eða ekki. Sem dæmi um þetta má nefna hafnargerð á Blönudósi þar sem almannafé er dælt glórulaust í einskisnýtt gæluverkefni. Full- komin hafnaraðstaða er á Skaga- strönd, í aðeins 25 km fjarlægð og malbikuð hraðbraut liggur á milli. Eina leiðin til að losna við þessa tilhneigingu, er að gera landið allt að einu kjördæmi. Hættuna á of- fjölgun flokka, sem margir hafa bent á að fýlgi slíku kerfi, er hægt að koma í veg fýrir með því að setja t.d. 5% þröskuld sem fram- boðslisti verður að komast yfir í þingkosningum. Til að auka lýðræð- ið mætti hugsa sér að kjósendur endurröðuðu sjálfir mönnum á lista Eiríkur Bergmann Einarsson „Sem dæmi um þetta má nefna hafnargerð á Blönduósi þar sem almannafé er dælt glórulaust í einskis- nýtt gæluverkefni.“ í kjörklefanum. Þannig er hægt að koma í veg fyrir alræðisvald mið- stjórnar flokkanna. íslendingar eru lítil, einsleit þjóð í einu landi. Ónauðsynlegt er því að skipta land- inu upp í andstæðar hagsmuna- blokkir. Minna má á að Island er fámennara en flest meðal kjördæmi erlendis. Á seinustu vikum og mánuðum hafa nokkrar hugmyndir komið fram um breytingar á kosninga- kerfinu. Ein hugmyndin er að fjölga kjördæmum eða jafnvel koma á ein- menningskjördæmum sem er enn verra kerfi en við búum við í dag. Sérhagsmunagæsla kjördæmanna mun ekki minnka og hin svívirðilegu hrossakaup munu jafnvel aukast. Einnig er mögulegt, í einmennings- kjördæmakerfi, að flokkur með að- eins um þriðjung atkvæða á lands- vísu geti náð stórfelldum meirihluta á þingi, eins og gerst hefur í Bret- landi. Þessi aðferð gengur því ekki út á jafnrétti, heldur viðheldur mis- væginu og misrétti. Landið eitt kjördæmi, með lágum þröskuldi, hefur verið stefna Al- þýðuflokksins lengi. Þetta er eina raunhæfa og réttláta kerfið fyrir ísland. Ég hvet því stjórnvöld og almenning til að fylkja sér um þetta þjóðþrifamál svo það fáist leyst á vitrænan og réttlátan hátt í eitt skipti fyrir öll. Höfundur er stjórnmálafræðinemi við Háskóln íslands og forseti málstofu Sambands ungra jafnaðarmanna um stjómskipan. BLAÐSINS Jólamatur, gjafír og föndur t m:. : * '. , 'á' ' • I byrjun aöventu, mibvikudaginn 1. desember nkv fylgir blaðauki Morgunblaðinu sem heitir Jólamatur, gjafir og föndur. í þessu blaði verður fjallað um matargerð, bakstur fyrir jólin og birtir hátíðamatseðlar frá kunnum matreiðslumeistumm. Þá verða viðtöl við nokkra vel valda heimiliskokka sem leyfa lesendum að líta í uppskriftabækur sínar. Uppskriftir í blaðaukanum em fengnar frá fagfólki og margar samdar sérstaklega fyrir hann. Jólaföndur af öllu tagi verður að finna á síðum blaðaukans, bæði fyrir litlar hendur og stórar, gjafir og heimilisskraut. Þá verður ýmislegt annað í blaðaukanum, sem kemur lesendum til góða í undirbúningi jólanna. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka er bent á að tekið er vib auglýsingapöntunum til kl. 17.00 mánudaginn 22. nóvember. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 691111 eða símbréfi 691110. - kjarni málsins! HVERS VEGNA NOTAR ÞÚ RAUTT EÐAL GINSENG? Gunnar Eyjólfsson, leikari og skátahöfðingi: Það eflir einbeitinguna. Sigurður Sveinsson handboltamaður: Það er nauðsynlegt fyrir svona gamla menn eins og mig til að geta haldið endalaust áfram í handboltanum. Ásta Erlingsdóttir, grasalæknir: Eg fmn að það gerir mér gott. Dýrleif Ármann, kjólameistari: Það gefur mér kraft og Lífsgleði við saumaskapinn. Alda Norðfjörð, eróbikkkennari: Það stóreykur úthald, þrek og þol. Hildur Kristinsdóttir, klínikdama: Til að komast í andlegt jafnvægi og auka starfsþrek. Rautt Eðal Ginseng skerpir athygli og eykur þol. Höfundur er lögfræðingur og löggiltur fasteignasali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.