Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1993 Leita sann- ana fyrir íkveikju THOMAS Lee Larsen, sem áður hefur verið dæmdur fyrir að mis- þyrma börnum kynferðislega, var ákærður í fyrradag í Los Angeles fyrir að hóta að koma af stað skóg- areldum. Enn hefur þó ekki tekist að sanna, að hann hafi átt sök á skógareldunum, sem eyddu meira en 1.000 íbúðarhúsum og ollu dauða þriggja manna á síðustu tveimur vikum. Larsen hefur áður verið handtekinn fyrir íkveikju og lög- reglan telur engan vafa leika á, að hann sé sá, sem skrifaði tugi bréfa í ágúst sl. og hótaði og koma af stað miklum eldum til að ,jafna sakirnar" við yfirvöldin. Alnæmissýkt blóð finnst VIÐ rannsókn á birgðageymslum þýska fyrirtækisins UB Plasma hafa fundist tveir pokar eða hylki með alnæmissýktu blóði. Var þá búið að rannsaka 2.000 af 25.000 pokum en talið er, að fyrirtækið hafi í heilan áratug selt óskimað blóð til meira en 80 sjúkrahúsa og annarra stofnana. Hefur það valdið skelfíngu meðal milljóna Þjóðveija, sem óttast, að þeir kunni að hafa smitast við blóðgjöf. Díana ætlar í mál DÍANA prinsessa af Wales fékk í gær sett lögbann á birtingu fleiri mynda, sem teknar voru af henni á laun í heilsuræktarstöð í London, og hún ákvað einnig að höfða mál á hendur Mirror-útgáfunni og eig: anda heilsuræktarstöðvarinnar. í mörg ár hafa ýmsir fjölmiðlar virt friðhelgi einkalífs prinsessunnar og annarra í konungsfjölskyldunni lít- ils en sagt er, að nú hafi Díönu verið nóg boðið. Aðrir fjölmiðlar harma myndbirtinguna og segja, að hún hafi aukið hættu á, að frelsi fjölmiðla verði takmarkað. Þingdeild sam- þykkir styttri vinnuviku ÖLDUNGADEILD franska þings- ins hefur samþykkt frumvarp sem heimilar fyrirtækjum að minnka vinnuvikuna niður í 32 klukku- stundir til að stemma stigu við at- vinnuleysi. Gert er ráð fyrir að laun- in lækki eitthvað á móti. Neðri málstofan á eftir að samþykkja frumvarpið. Winnie Mandela snýr aftur WINNIE Mandela, fyrrverandi eig- inkona blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela, hefur verið kjörin í framkvæmdastjórn deildar innan Afríska þjóðarráðsins (ANC). Winnie Mandela nýtur enn mikilla vinsælda meðal herskárra ung- menna í ANC, þótt forysta hreyf- ingarinnar sé lítt Hrifin af málflutn- ingi hennar. Listaverkaþjófnaðurinn úr Nútímalistasafninu í Stokkhólmi Leynilögreglan varaði við yfirvofandi listaverkaráni „RÁNIÐ ómögulega" kölluðu sænskir fjölmiðar listaverkaþjófnaðinn úr Nútímasafninu á Skeppsholmen í Stokkhólmi um helgina en þá höfðu bíræfnir þjófar sex verk eftir Pablo Picasso og tvö eftir Georg- es Braque, á brott með sér. Er þetta einn af mestu listaverkaþjófnuð- um sögunnar. Um þrjár vikur eru síðan sænska leynilögreglan varaði forstöðumenn listasafna við því að við að stór listaverkaþjófnaður væri yfirvofandi. Var gæsla m.a. aukin í kringum Nýlistasafnið. Reutcr Mótmæla skógarhöggi GRÆNFRIÐUNGAR mótmæltu skógarhöggi í fornskógi í Clayogu- otsundi í Kanada við sendiráð Kanadamanna í Vínarborg í gær. Drógu þeir tijábol að byggingunni og söguðu hann niður. Höggmynd Picassos, „Handlegg- ur“ vísaði á mánudagsmorgun að því er virðist ásakandi á gatið í þaki listasafnsins en þjófunum tókst ekki að fjarlægja verkið. Forstöðumaður safnsins, Björn Springfeldt, og yfir- maður öryggismála voru miður sín er þeir ræddu við blaðamenn. Kváð- ust þeir vera með tárin í augunum vegna málsins. Verður krafist lausnargjalds? Verkin sem stolið var eru vel þekkt og segir safnstjórinn illmögu- legt að selja þau. Því hefur komið fram sú tilgáta að verkunum hafi verið stolið að beiðni auðugs lista- verkasafnara. Ekki leggja þó allir trúnað á þá tilgátu, til dæmis ekki forstöðumaður safnsins. Þá kemur til greina að um svokallað listrán sé að ræða, að krafist verði lausnar- gjalds fyrir verkin. Ræða sum sænsku blaðanna, m.a. Expressen um „alþjóðlega listamafíu" og telja að krafist verði allt að 500 milljóna kr. ísl. fyrir verkin. Þau voru ótryggð, í Svíþjóð tíðkast ekki að tryggja verk ríkissafna nema þegar þau fara út fyrir veggi safnanna. Nýlistasafnið er til húsa í byggingu frá síðustu öld og stóðst salurinn ekki öryggiskröfur. Höfðu örygg- isverðir veitt athygli dularfullum bíl- ferðum nærri safninu og að nokkrir menn höfðu sýnt útgönguleiðum safnsins óeðlilega mikinn áhuga. Vegna mikils kostnaðar við öryggis- gæslu ákvað safnstjómin að láta nægja að bæta við einum öryggis- verði er viðvaranir bárust um að lista- verkaþjófnaður væri yfirvofandi. Engu að síður tókst þjófunum að komast upp á þak safnsins, gera á það gat litlu breiðara en stærsta verkið og hífa verkin upp, koma þeim niður af þakinu og út í bíl, á tuttugu mínútum. Hvorki öryggis- vörður né hundur hans urðu nokkurs varir og þjófavarnarkerfi safnsins fór ekki í gang, þar sem þjófunum tókst að taka það úr sambandi. Einu ummerkin sem þjófarnir skildu eftir sig eru gatið í þakinu og fótspor á veggjum salarins þar sem þeir hafa spyrnt sér í er þeir sigu niður og upp. Skipveijum bjargað við Hjaltland SEXTÍU manna áhöfn lettnesks verksmiðjutogara, Lunokhud, bjargaðist í fyrrinótt er togarinn strandaði við klettótta strönd eynnar Bressay á Hjaltlandi. Versta veður var á strandstað og tók rúmar þijár stundir að hífa áhöfnina um borð í björgunarþyrlur sem urðu að athafna sig við mjög slæm skilyrði. Einn skipveijanna synti til lands og komst lífs af. Talið var í gær að togarinn myndi liðast í sundur. Jórdanía • • Ofgamenn tapa fjórð- ungi fylgis Amman. Reuter. FYLGI Islömsku fylkingarinnar, flokks heittrúaðra múslima, dróst saman um rúmlega fjórðung í þingkosningum sem fram fóru í Jórdaníu á mánudag. Fengu þeir 16 þingsæti af 80 en höfðu 22 sæti. Hussein Jórdaníukonungur fagnaði í gær úrslitunum en Isl- amska fylkingin er aðalandstæð- ingur friðarsamninga við Israela. Þingkosningarnar voru fyrstu fjölflokka kosningar sem fram hafa farið í Jórdaníu í 37 ár. Teljast flest- ir þingmenn nú vera miðjumenn og íhaldsmenn. Þá náði kona í fyrsta sinn kjöri, Toujan al-Faisal. Kvaðst hún vera yfir sig ánægð með úrslit- in en viðurkenndi jafnframt að seta hennar á þingi yrði ekki átakalaus. Heittrúaðir múslimar hafa beint spjótum sínum að henni og sagt hana trúníðing en Faisal hefur með- al annars barist gegn fjölkvæni og ofbeldi innan hjónabands. Clifton Wharton segir af sér sem aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna Fórnaiiamb vandræðafirangs H'r. I. i .1 „ .1 Washington. Reuter. CLIFTON Wharton, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér embætti í fyrradag. Er litið á afsögnina sem fyrstu afleiðing- ar þeirrar gagnrýni og deilna, sem verið hafa um utanríkisstefnu ríkisstjórnar Bills Clintons forseta. í afsagnarbréfi sínu segir Whar- ton, að hann hafi margsinnis orðið fórnarlamb nafnlauss leka til fjöl- miðla og því telji hann rétt að segja af sér fremur en að sætta sig við, að áfram verði grafið undan sér og verkum sinum með þeim hætti. Orðrómur hefur verið um yfirvof- andi afsögn Whartons í nokkrar vik- ur en yfirmaður hans, Warren Chri- stopher utanríkisráðherra, og ríkis- stjórnin hafa verið gagnrýnd harð- lega fyrir klúður í afskiptum sínum af Bosníu, Haítí og Sómalíu. Eftir heimildum er samt haft, að afsögn Whartons tengist minnst þessum málum. Sagt er, að Christopher hafí um nokkurt skeið talið sig þurfa á öðrum manni að halda í embætti aðstoðarutanríkisráðherra, ein- hveijum, sem hefði meiri reynslu en Wharton hafði lítið nærri utan- ríkismálum komið. Afsögn Whartons breytir litlu Þótt Wharton hafí ekki verið álit- inn sterkur embættismaður segjast fréttaskýrendur ekki sjá, að brott- hvarf hans verði til að breyta miklu um utanríkisstefnu stjómarinnar. Hún sé óákveðin og tvístígandi og kannski aðallega vegna þess, að Clinton virðist ekki hafa nægan áhuga á henni. Þá hefur það líka komið fram, að Wharton kom ekki nærri mótun stefnunnar í málefnum Bosníu, Haítí og Sómalíu. Clinton forseti og Christopher utanríkisráðherra lofuðu báðir Wharton fyrir frammúrskarandi starf en vangaveltur um eftirmann hans em þegar komnar af stað. Hafa verið nefndir til Thomas Pic- kering, sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi; Winston Lord, háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneyt- inu; Don McHenry, fyrrverandi sendiherra hjá Sameinuðu þjóðun- um, og Michael Armacost, fyrrver- andi sendiherra í Japan. Wharton er blökkumaður og faðir hans var fyrsti blökkumaðurinn, sem náði langt innan bandarísku utanríkisþjónustunnar og varð sendiherra. SILFIIRBÍJDM, KREVGliVMW, AUGLÝSIR Vegna breytinga verður verslunin lokuð til 12. nóvember. Opnum aftur 13. nóvember og- bjóðum alla viðskiptavini velkomna í nýja og glæsilega Silfurbúð. $Z> SILFURBÚÐIN Kringlunni, sími 689066.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.