Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1993 27 Guðrún Snorra- dóttír - Minning Fædd 10. nóvember 1918 Dáin 13. maí 1992 Í dag, 10. nóvember 1993, hefði orðið 75 ára Guðrún Snorradóttir frá Vestara-Landi í Öxarfirði, en hún lést á síðasta ári. Guðrún var elsta barn foreldra sinna, Karólínu Karlsdóttur og Snorra Jónssonar, er bjuggu allan sinn búskap á Vestara-Landi. Guð- rún var fædd 10. nóvember 1918. Hún átti tvo bræður, Hermann, f. 1922, og Baldur, f. 1930. Hermann er nú einn á lífi og býr á Vestara- Landi. Þau systkinin ólust upp í foreldra- húsum, einnig tóku Snorri og Karó- lína til fósturs litla stúlku, Soffíu Gunnarsdóttur, og var alla tíð mjög kært með þeim fóstursystrum. Sem ung stúlka fór Guðrún til Húsavíkur og var þar í vist í ýmsum húsum um árabil. En vistir ásamt kaupavinnu á sumrum voru að heita mátti eini atvinnumöguleikinn fyrir ungar stúlkur á þessum tíma. A Húsavík kynntist Guðrún ung- um manni Steinþóri Geirfinnssyni, og er fram liðu stundir settu þau saman heimili á Húsavík, fyrst í Vetrarbraut og síðar í Norðurhlíð. Ég kom til þeirra í Vetrarbraut og þau virtust svo sæl og hamingju- söm, eini skugginn var að þau höfðu ekki eignast barn, en Guðrún var með eindæmum barnelsk og Stein- þór eflaust líka. Ekki var nú búslóðin þeirra rík- mannleg á nútímamælikvarða, en allt ljómaði af hreinlæti og snyrti- mennsku, enda var Guðrún sérlega vel verki farin og með eindæmum þrifin og myndarleg í sér. Eftir nokkra bið í von og eftir- væntingu fæddist þeim dóttir 27. maí 1953, og þau voru alsæl yfir litlu stúlkunni sinni. Fyrr en varði bar þó skugga fyr- ir sól. Steinþór veiktist af berklum og varð að fara á Kristneshæli, þá fór Guðrún heim til foreldra sinna með litlu stúlkuna sína. En það var skammgóður vermir. Áður en langt leið veiktist hún sjálf og varð að fara á Kristneshælið. Þá tók móðir hennar litlu stúlkuna að sér. Og enn syrti að, hinn 26. desem- ber 1953 andaðist Steinþór, það hafa verið döpur jól. Þegar ein báran rís, er önnur vís. Ef til vill var þyngsta og sárasta áfallið eftir. Karólína, móðir Guðrúnar, veikt- ist af berklum og varð að fara á Hælið. Þá tók vinafólkið á Feiju- bakka litlu stúlkuna, Steinþóru Ka- rólínu, í fóstur, og hafði Guðrún iít- ið af dóttur sinni að segja eftir það. Bæði var hún sjúklingur og mátti ekki hafa samgang við barnið, og svo voru allir hræddir við berklana sem vonlegt var. Nærri má geta hvílíkt áfall þetta var fyrir Guðrúnu ofan á allt ann- að. Eflaust hafa þær mæðgurnar hughreyst hvor aðra eftir mætti, því að þær voru mjög samrýndar og þeim hefur verið raunabót að vera saman. Á Kristneshæli eignaðist Guðrún góðan vin, Gunnar Benediktsson, sem með hlýju sinni og ljúflyndi veitti henni styrk til að bera sína sáru harma. Síðar meir þegar þau voru bæði útskrifuð af Hælinu, settu þau saman heimili á Akureyri og áttu saman nokkur góð og friðsæl ár, eftir því sem heilsa og aðstæður leyfðu. Gunnar var einstaklega ljúfur og dagfarsprúður maður og vildi öllum gott gera. Heimili þeirra var hlýtt og notalegt og manni leið þar vel. Ég kom til þeirra nokkrum sinnum, og þau komu líka í heimsókn til mín og tóku miklu ástfóstri við yngri son minn sem þá var lítill. En eftir nokkur ár andaðist Gunn- ar, og Guðrún stóð eftir eins og nakin á berangri, þegar kærleikur hans og umhyggja skýldi henni ekki lengur fyrir næðingum lífsins. Nokkru síðar kynntist Guðrún Sigurgeiri Guðmundssyni. Hann var ekkjumaður sem hafði misst konuna frá stórum barnahópi, sem þó voru flest uppkomin. Yngsta barnið, drengur, var þó enn í barnaskóla. Kynni Guðrúnar og Sigurgeirs leiddu til þess að þau giftu sig 1968. Þá fékk Guðrún loksins bam til að annast, og það var ekki til, sem hún vildi ekki gera fyrir fósturson- inn væri henni það mögulegt. Og hún fékk að sjá drenginn sinn vaxa upp og verða fullorðinn mann, sjá hann stofna eigið heimili, og börnin hans voru einu ömmubörnin sem hún fékk að umgangast og gleðjast við, því þó hún reyndi að hafa sam- band við dóttur sína urðu aldrei náin tengsl þeirra á milii. Þegar Sigurgeir andaðist 3. októ- ber 1979, þá varð sonurinn sem ólst upp hjá þeim, Sigmundur Brynjar, henni stoð og stytta, sem reyndi að létta henni lífið á allan hátt, og gerði fyrir hana allt sem í hans valdi stóð. Einnig var tryggðavinkonan Jóna Berta henni ómetanleg hjálparhella, og studdi hana með ráðum og dáð á allan hugsanlegan máta. Síðustu árin var Guðrún mjög heilsuveil, og ekki bætti það úr að hún var í dým leiguhúsnæði, svo að harla lítið var eftir, þegar búið var að greiða húsaleigu, rafmagn, hita og önnur slík skyldugjöld, það var þá harla lítið eftir til fæðis og klæða. Guðrún mun hafa verið södd líf- daga er hún andaðist 13. maí 1992. Hún var kvödd frá Akureyrarkirkju 21. maí. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Svanhvít Ingvarsdóttir. Morgunblaðið/Amór Islandsmeistarar kvenna 1993, Ólína Kjartansdóttir og Hulda Hjálm- arsdóttir ásamt helztu keppinautunum um titilinn, Ljósbrá Baldurs- dóttur og Hjördísi Eyþórsdóttur. ____________Brids_______________________ Umsjón ArnórG. Ragnarsson Ólína Kjartansdóttir og Hulda Hjálmarsdóttir íslandsmeistarar kvenna Ólína Kjartansdóttir og Hulda Hjálmarsdóttir sigruðu í íslandsmóti kvenna sem fram fór um helgina. Þær tóku örygga forystu í mótinu og höfðu yfir 100 stiga forskot um miðbik þess. Hjördís Eyþórsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir vom eina parið sem veitti þeim keppni um titilinn saumuðu mjög að þeim í lok mótsins. Þær skor- uðu mjög mikið í lokaumferðunum og þegar upp var staðið áttu Ólína og Hulda aðeins eftir 17 stig en um tíma höfðu þær náð um 120 stiga forskoti. Lokastaðan: Ólína Kjartansdóttir - Hulda Hjálmarsdóttir 349 Hjördís Eyþórsdóttir - Ljósbrá Baldursdóttir 332 Lovísa Jóhannsdóttir - Erla Sigvaldadóttir 173 Þóra Ólafsdóttir - Margrét Margeirsdóttir 143 Erla Siguijónsdóttir - Knstjana Steingrimsd. 108 Elma Guðmundsdóttir - ína Gísladóttir 93 Grethe íversen - Sigriður Eyjólfsdóttir 92 Mótið var mjög fjölmennt, alls 32 pör og voru margar kvennanna langt að komnar. Keppnisstjóri og reikni- meistari var Kristján Hauksson. Guð- mundur Sv. Hermannsson afhenti verðlaun. Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag hófst barometer- keppni félagsins. Staðan: Jón Steinar Ingólfsson - Sigurður ívarsson 58 SigurðurSiguqónsson-SævinBjamason 50 Ármann J. Lárusson - Vilhjálmur Sigurðsson 42 Guðm. Pálsson - Guðm. Gunnlaugsson 41 Ragnar Jónsson - Þröstur Ingimarsson 40 Philip Morris-lands- tvímenningurinn Föstudagskvöldið 19. nóv. verður spilaður lands- og Evróputvímenning- urinn. Þau félög sem ætla að vera með eru hvött til að láta vita til skrif- stofu Bridssambands íslands í síma 91-619360 í síðasta lagi 10. nóv. í Reykjavík verður spilað í Sigtúni 9 og er skráning hafin og munu þau pör ganga fyrir sem láta skrá sig ef húsfyllir verður. Bridsfélag Reykjavíkur Sl. miðvikudagskvöld var spiluð síð- asta umferðin í hraðsveitakeppninni. Úrslit kvöldsins urðu: A-riðill Ólafur Lárusson 590 Björn Eysteinsson 565 Símon Símonarson 560 Metró B-riðill 532 Seltirnir 550 Sigfús Örn Árnason 542 Icemac Ltd. 540 Ármenn 540 Lokastaðan í mótinu varð eftirfar- andi: Landsbréf 2214 Ólafur Lárusson 2185 JónHjaltason 2168 Bjöm Eysteinsson 2165 Símon Símonarson 2162 ÁsmundurPálsson 2161 N.P.C. 2097 Metró 2093 Nk. miðvikudagskvöld hefst 6 kvölda Butler og er skráning í þá keppni þegar hafin. Þegar þetta er ritað hafa 48 pör skráð þátttöku, þannig að einungis er hægt að bæta 12 pörum við. Skráning fer fram hjá BSI sími 619360. Bridsfélag Breiðholts Nú stendur yfir hraðsveitakeppni hjá félaginu, með þátttöku sjö sveita. Staðan eftir 1. kvöldið: GuðjónJónsson 484 EinarGuðmannsson 479 Ingvarlngvarsson 450 Efstu sveitir eftir 2. kvöld: EinarGuðmannsson 953 Ingvarlngvarsson 884 Bergurlngimundarson 877 Þriðjudaginn 16. nóv. hefst fjögra kvölda barometer. Skráning hafin. Reykjavíkurmót í tvímenningi 1993 Reykjavíkurmótið í tvímenningi verður haldið helgina 20.-21. nóvem- ber næstkomandi. Spilað er í húsi Bridssambandsins í Sigtúni 9 og hefst spilamennska stundvíslega kl. 13. Spilaður verður barometer og ræðst spilafjöldi af fjölda þátttakenda. Spilað er um silfurstig. Keppnisstjóri verður Kristján Hauksson. SPilað er um titilinn „Reykjavíkur- meistari í tvímenningi 1993“ og gefur titillinn sjálfkrafa rétt til spila í úrslit- um Islandsmótsins í tvímenningi 1994. Reykjavíkurmeistarar 1992 eru Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson. Keppnisgjald verður 2.000 kr. á mann (4.000 kr. á par). Tekið er við skráningu hjá BSÍ (El- ín, s. 619360). í dag 10. nóvember hefði heiðurs- konan Guðrún Snorradóttir orðið 75 ára, ei^henni hefði enst aldur til. Ég var barn að aldri þegar þau hjónin Guðrún og Gunnar Bene- diktsson tóku ástfóstri við mig og sendu mér m.a. ýmislegt sem litlum sveitadreng þótti fengur í. Gunnar sem var völundur í hönd- unum smíðaði t.d. stóran vörubíl og gaf mér. Bíllinn var úr tré, málaður gulur og grænn, með rauð- um tréhjólum, hann var aðeins stærri en plastbílar sem þá fengust og var hinn mesti kjörgripur. Eftir að Guðrún var orðin ekkja, fyrir rúmum tíu árum, dvaldist ég hjá henni um þriggja vikna skeið á meðan ég var að leita mér lækn- inga. Það var verulega notalegt að dveljast hjá Guðrúnu í gömlu íbúð- inni I miðbæ Akureyrar. Reyndar hefði hún helst viljað fara með mig eins og óskurnað egg ef hún hefði ráðið. Ég fékk líka staðfestingu á því þessar vikur hversu vinsæl kona hún Guðrún mín var. Það leið varla sá dagur að ekki kæmu gestir og allir fengu kaffi og með því í eldhús- inu hjá henni. Nokkrum mánuðum seinna flutt- ist Guðrún í nýja íbúð. Akureyrar- bær átti gamla húsið sem hún var í og vildi rífa það, þeir sögðu Guð- rúnu að íbúðin væri of stór fyrir hana og að hún fengi minni íbúð. Þegar kom að flutningnum átti hún að flytjast út í þorp í nýja blokk- aríbúð. Reyndar held ég að Guðrún hafi ekki verið meira en svo hrifín * af staðsetningunni á nýja hús- næðinu. Heilsa hennar hafði aldrei verið góð frá því að hún fékk berkla, en í nýja húsnæðinu þurfti hún að ganga upp stiga sem í reynd var of erfitt fyrir hana, „litla“ íbúðin í blokkinni reyndist líka stærri en íbúðin sem hún fór úr, og einnig nokkru dýrari í leigu, svo að spart varð að halda á ef ellilaunin áttu að hrökkva til. Við þetta bættust svo áhyggjur vegna þess að bæjar- yfirvöld voru sífellt að hóta henni- því að láta aðra manneskju með henni í íbúðina vegna þess að hún væri í of stórri íbúð. Sem betur fór varð aldrei neitt úr framkvæmd bæjaryfirvalda. Ég kom oft til Guðrúnar í nýju íbúðina, þó að lengra væri að fara þangað heldur en á jarðhæðina í miðbænum. Eftir að ég fluttist til Reykjavíkur urðu samfundirnir færri, en símtölin þeim mun fleiri. Heimsóknir voru þó sjálfsagðar á ferðum mínum norður jrfir heiðar. Aldrei heyrði ég Guðrúnu kvarta yfír hlutskipti sínu eða yfir heilsu- fari sínu þó að oft væri það slæmt. Hún vildi sem minnst úr sínum las- leika gera og þegar ég talaði síðast við hana í síma rúmum mánuði áður en hún andaðist, vildi hún ekki meina að heilsan væri verri en venjulega. Hún vildi hins vegar vita hvenær ég færi í frí og kæmi norður, hvort ég yrði ekki það lengi að ég gæti stoppað verulega hjá henni, helst að gista. Það hvarflaði ekki að mér að þetta væri síðasta samtalið okkar hérna megin. Nokkru seinna lagðist hún inn á Akureyrarspítala þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt. Blessuð sé minning Guðrúnar Snorradóttur. Sveinn V. Jónasson. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar átakinu „Börnin heim“ og varð ágóðinn 7.323 krónur. Þær heita Aldís og Margrét Anna. MYNDBANDAGERÐ Námskeið í framhaldsskólanum í Reykholti fyrir almenning næstu helgi 12.-14. nóvember Karl Jeppesen og Oddur Albertsson kenna. Námskeiðsgjald er aðeins kr. 10.000 með fæði og gistingu. Upplýsingar og innritun í símum 93-51200, 51201 og 51210. Ath. Dagsetn. misritaöist í Mbl. í gær. UNION FOAM PIPU- EINANGRUN í sjálflímandi rúllum, plötum og hólkum. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.