Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 1993 Garðar Emil Feng- er - Minning > Fæddur 2. október 1921 Dáinn 2. nóvember 1993 Minn kæri vinur og mágur Garðar Emil Fenger lést á Landspítalanum : 2. nóvember sl. Hann hafði ekki gengið heill til skógar um nokkurn tíma, en þó var okkur vinum hans brugðið er við fréttum skyndilegt lát hans. Garðar var borinn Reykvíking- ur, fæddur árið 1921 á miklu mynd- ar- og menningarheimili í Þórshamri við Vonarstræti. Foreldrar hans voru Kristjana Fenger, fædd Zoéga, dótt- $ir Geirs Zoéga útgerðar- og athafna- manns, og John Fenger stórkaup- maður og aðalræðismaður, kominn af dönskum og skoskum ættum, annar framkvæmdastjóri og meðeig- andi fyrirtækisins Nathan & Olsen lengst starfsævinnar. Garðar var þriðji í röðinni af sex börnurh þeirra hjóna. Hin voru Ida húsmóðir í Danmörku nú látin, Hilm- ar stórkaupmaður, Geir verslunar- maður, Ebba kaupmaður og Unnur húsmóðir. Garðar ólst upp hér í borg- / inni. Eftir barna- og gagnfræða- i skóla fór hann í Verslunarskóla ís- lands og útskrifaðist þaðan árið ' 1940. Skömmu eftir stríð fór hann til London í framhaldsnám í verslun- arfræðum og eftir heimkomuna hóf hann störf hjá fyrirtæki föður síns, Nathan & Olsen, og átti það eftir að verða hans ævistarf. Er tímar liðu varð hann meðeigandi fyrirtæk- isins og rak það síðan ásamt Hilm- ari forstjóra, bróður sínum, fram til sjðtugs er hann minnkaði við sig störf. Hefur það fyrirtæki allt frá öndverðu verið rómað fyrir góða stjórnun og gott starfsfólk sem sumt vann þar alla sína starfsævi. Ekki er hægt að minnast á störf Garðars Fengers án þess að geta þátttöku hans í skátahreyfíngunni. Hann gekk til liðs við hana ungur að árum ásamt bræðrum sínum og starfaði þar óslitið allt til æviloka. Seinustu árin var það á vettvangi svokallaðra St. Georgs-gilda ásamt nokkrum öðrum gömlum skátum sem reynd- ust honum bestu vinir alla tíð. Má þar nefna m.a. Guðstein Sigurgeirs- son svila hans sem lést fyrr á þessu ári. Þau hjón Kristín og Garðar fóru margar ferðir vítt um lönd sem full- trúar á St. Georgsmót. Þau nutu þeirra ferða jafnan vel og kynntust mörgum góðum félögum. Eg minnist þess fyrir ári hve Garðar lagði mikla áherslu á að komast á seinasta þing sem fram fór í Indónesíu nú í sumar ¦* og var sérstaklega ánægjulegt til þess að vita hve vel tókst til með þá ferð, þrátt fyrir að heilsu hans hrakaði. Garðar tók virkan þátt í safnað- arstarfi Grensássóknar og þegar safnaðarheimilið var byggt var hann gjaldkeri byggingarsjóðs. Þar þurfti hagsýni og útsjónarsemi. Aldrei var eytt um efni fram en þó kom fyrir að leita þurfti til peningastofnana um fyrirgreiðslu. Þá kom sér vel reynsla og persðnulegt traust. Safn- aðarheimilið reis og hefur það þjónað sem guðshús til þessa dags. Voru störf Garðars metin þar að verðleik- um. Garðar var félagi í Frímúrararegl- unni á íslandi um margra ára skeið og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, enda naut hann verðskuldaðs trausts þar sem annars staðar. Félagar hans þar minnast hans nú með virðingu og þakklæti. Það fór ekki milli mála að Garðar Fenger var vinmargur og vinsæll hvar sem hann fór enda drengur góður með afbrigðum. Enda þótt hann væri dagfarsprúður, háttvís og fremur hlédrægur, var hann bráð- skemmtilegur í góðra vina hópi, hafði gaman af græskulausri kímni & og hafði oft á takteinum gamansög- ur sem hann vildi gjarnan að svarað væri í sömu mynt. Minnist ég varla að hafa hitt hann án þess að okkar í milli færu gamanmál sem brosað var að. Garðar Fenger var kvæntur Krist- ínu Finnsdóttur Fenger, frá Hvilft í Önundarfirði, afbragðskonu í hví- * vetna eins og hún á kyn til. Studdi hún mann sinn ætíð í blíðu og stríðu og þá sérstaklega í veikindum hans, enda starf hennar um langt árabil að hjúkra sjúkum á Vífilsstaðaspít- ala. Er nú skammt stórra högga á milli í hennar fjölskyldu en hún hef- ur misst tvo bræður og mág á þessu ári og nú ástkæran eiginmann. Kristín og Garðar áttu fjögur mannvænleg börn; Kristjönu iðju- þjálfara, Jakob smið, Emil landfræð- ing og Hjördísi fóstru. Þau misstu Emil son sinn fyrir nokkrum árum og var það djúp sorg fyrir fjölskyld- una sem þau báru í hljóði. Öll eiga börnin afkomendur og eru barna- börnin nú átta að tölu, hvert öðru myndarlegra. Allt frá fyrstu kynnum okkar Garðars mágs míns fór vel á með okkur. Hjálpsemi hans og greiða- semi var með ólíkindum og var hann ævinlega reiðubúinn að leysa hvers manns vanda ef hægt var. Fáa hefi ég vitað bera betur skátaheitið og ekki síst einkunnarorð skáta - „ávallt viðbúinn". Ég kveð nú kæran vin með sökn- uði og hrærðum huga. Blessuð veri minning góðs drengs. Ég votta öllum ástvinum hans samúð mína og bið þeim guðs blessunar. Ingólfur Viktorsson. Er mér var tilkynnt um andlát afa míns bærðust innra með mér margvíslegar tilfinningar. Ég fann fyrst og fremst fyrir djúpum og sár- um söknuði eins og allir þeir hlutu að gera sem kynnst höfðu afa mínum og þurftu nú að sjá á bak honum. Fyrir fimm árum fluttist ég ásamt móður minni, Kristjönu Fenger, stjúpa og systur upp í Mosfellsbæ. Þar sem ég hef flest allt að sækja til Reykjavíkur, s.s. skóla, íþróttir og vini, þá varð heimili afa og ömmu í Hvassaleiti bækistöð mín í bænum og ég eyddi miklum tíma þar. Und- anfarin tvö ár hef ég jafnvel verið meira í Hvassaleitinu heldur en á mínu eigin heimili og því voru sam- skipti mín við afa minn og ömmu óhjákvæmileg. Mjög er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast afamínum svo vel sem ég gerði og hefur síð- asta árið verið mér sérlega dýr- mætt. Á þessum tíma tengdist ég afa mínum sterkari böndum en áð- ur, böndum sem aldrei slitna. Margt fannst mér athyglisvert í fari hans og minnist ég margra smáatriða sem eiga eftir að vekja upp hjá mér bros eða gera mig klökkan eða jafnvel fylla mig stolti. Hann virtist aldrei finna þörf hjá sér til að gorta yfir því sem hann gerði eða hafa orð á því sem hann lagði af mörkum öðr- um til gagns og gamans. í veikindum sínum undanfarið keinkaði hann sér aldrei og er ég spurði hann hvernig honum liði svar- aði hann á þá leið að hann fyndi fyrir smá óþægindum eða notaði álíka lýsingar sem gerðu lítið úr þjáningum hans. Afí minn var hugaður, elskulegur og góður félagi. Minning hans mun ávallt lifa með mér. Flóki. Hvert örstutt spor var auðnusopr með þér. Hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Kiljan Laxness.) Elsku afi, það er erfitt að trúa því að þú sért ekki lengur hér. Það er svo margt sem þú hefur gert fyr- ir okkur systur og ófá kvöldin sem þú sast hjá okkur. Þú munt alltaf eiga sérstakan sess í hjörtum okkar og vera okkur fyrirmynd í mörgu; hæversku sem var þér í blóð borin, trúmennska og ábyrgð, er alltaf var hægt að treysta að það stæðist sem þú sagðir. Óeigingjarnari manneskju höfum við ekki kynnst né samrýmd- ari og samhentari hjón en ykkur ömmu. Minningarnar um ferðina til Portúgals með ykkur í fyrra munu ylja okkur um ókomna framtíð. Með söknuði kveðjum við þig, elsku afi, og biðjum guð að styðja ömmu í sorg sinni. Vaka og Harpa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Eitt sinn skal hver deyja, og nú hefur sá sjúkdómur sem sumir vilja kalla skæðasta menningarsjúkdóm okkar tíma kallað burt góðan, en ekki síst tryggan vin, Garðar Feng- er. Hann var kvæntur Kristínu móð- ursystur minni, var af dönsku bergi brotinn og sá menningararfur sem hann þáði á sínu æskuheimili hygg ég að hafí fylgt honum og hans heimili alla tíð. í bernskuminning- unni er heimili þeirra Garðars og Stínu á Öldugötu gætt ákveðnum útlendum ljóma, og það andrúmsloft og umhyggja sem þeim hefur fylgt alla tíð hefur ævinlega skipað háan sess í huga mínum. Það hefur ekk- ert breyst þótt árunum hafi fjölgað, ég dvalið þeim fjarri og þau síðan átt heimili í Hvassaleitinu. Eftir fimm ára dvöl í sveit á sumr- in stóð hugurinn til að eyða sumrinu heima, fá sumarvinnu. Garðar út- vegaði mér starf sem sendill og rukkari hjá Nathan & Olsen hf., heildsölufyrirtæki sem hann starfaði hjá alla tíð og átti með bróður sín- um, en fyrirtækið stofnaði faðir þeirra. Sú reynsla var ómetanleg og þau kynni sem ég öðlaðist þar af reykvískum kaupmönnum var fyrst og fremst skemmtileg. En sú „skemmtun" hefði kannski fallið í annan farveg ef ekki hefði komið til ljúf en ákveðin handleiðsla Garð- ars; Á þessum árum áttu þau Garðar og Stína sumarhús í Kópavoginum sunnanverðum þar sem nú er Hjalla- hverfí, og þangað var gaman að koma. Sendilsumarið mitt dvaldist ég hjá þeim þar í nokkra daga, og það var bæði lærdómsríkt og þro- skandi. Lítið atvik þar sannaði mér að þrátt fyrir ljúfmennskuna gat Garðar verið ákveðinn. Ég, strák- pottormurinn, ætlaði að neita að drekka mjólk sem ég taldi ekki nógu kalda en Garðar tók af skarið og leiddi mig í allan sannleikann um það að ég hefði best af því að drekka mjólkina, jafnvel þótt hitastig henn- ar væri ekki samkvæmt ströngustu „kröfum". Heimsóknir í veiðihúsið við Grímsá í Borgarfirði koma einn- ig upp í hugann sem eftirsóknarverð- ar heimsóknir og skemmtilegar, jafnvel eftir að maður flokkaðist í mannvirðingarstiganum sem ungl- ingur og voru þó unglingar þess tíma ekkert frábrugðnir þeim í dag að því leyti að heimsóknir til fullorðins fólks voru oft ekki ofarlega á vin- sældalistanum. Garðar og Stína voru virkir þátt- takendur í starfi „gamalla" skáta, St. Georgsgildisins, enjþar störfuðu einnig foreldrar mínir. I þessu starfi sá ég svo að faðir minn og Garðar áttu mjög vel geð saman enda lund- arfar þeirra kannski ekki ólíkt. Þeirra skátasamstarf var raunar miklu eldra, en þeir störfuðu m.a. saman í skátahópi sem hét „Jukkar- ar", en starf þess skátahóps er mjög svo samofið sögu íslensku skáta- hreyfingarinnar. Garðar og Kristín eignuðust fjög- ur börn, Kristjönu, Jakob, Emil og Hördísi, en þau uðru fyrir þeirri þungbæru raun að missa Emil í blóma lífsins. Stínu, börnum hennar og barnabörnum sendum við' hér norður á Akureyri okkar hugheilustu samúðarkveðjur. Megi minning um góðan dreng sefa söknuð þeirra. Geir A. Guðsteinsson. „Dyggð og tryggð þitt dæmi kenni." Dyggð, tryggð, hæverska og hóg- værð eru orð sem mér koma í huga jafnt nafninu Garðar Fenger. Þetta fernt fylgdi honum og prýddi alla tíð, ekkert þessa varð æðra, allt fylgdist þetta að í lífi hans og starfi. Það eru nú orðin 40 ár frá því að við höfðum fyrst samskipti. Ég heillaðist af háttvísi hans og prúð- mannlegri framkomu og svo hefur verið síðan. Lífsstarf Garðars var bundið fyr- irtækinu Nathan og Olsen sem hann var að hluta eigandi að. í starfi sínu átti hann samskipti við fólk um- hverfis allt land. Þau samskipti voru öll á einn veg og í takt við áður- nefnd einkenni. Ungur að aldri gerðist Garðar skáti. Kynntist hann þar mörgum manni er hann batt tryggð við. Frá þessum tíma er þekktur ferðahóp- urinn „Jukkarnir". Sá hópur ferðað- ist mjög víða um óbyggðir landsins og á fullorðinsárum með eiginkonum sínum. Þær ferðir og samverustund- ir hafa verið rifjaðar upp við aringl- æður endurminninganna. Þekkt er sagan af því þegar Guðsteinn svili Garðars fór á strengnum yfir Jök- ulsá í Lóni að sækja kláfinn. Menn höfðu kjark og forsjálni til að bjarg- ast. Garðar hefur frá upphafi tekið mikinn þátt í starfi St. Georgsgilda en það er félagsskapur gamalla skáta. Tryggur félagi var hann í Reykjavíkurgildinu og stjórnarmað- ur í Landsgildinu um langan tíma. Þau hjón, Kristín og Garðar, hafa tekið mikinn þátt í erlendu sam- starfi St. Georgsgilda með því að sækja Norðurlanda-----og alheims- þing samtakanna. Nú á síðastliðnu sumri sóttu þau alheimsþing sem haldið var í Indónesíu. í þessum ferð- um hafa skapast góð og varanleg kynni og ávallt hafa þau reynst hin- ir elskulegustu ferðafélagar. St. Georgsskátar sakna Garðars og flyt ég þakkir frá Reykjavíkurgildinu fyrir hans margvíslegu störf í þágu þess. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í hópinn, skammt er síðan svili Garðars, Guðsteinn Sigurgeirs- son, var kallaður „heim" en þeir gættu mjög skála gildisins við Fossá. Eru það ófáar stundir sem þeir fórn- uðu til gæslu skálans og annarra starfa þar. Garðar tók virkan þátt í starfi frímúrarareglunnar og bar virðingu fyrir starfi hennar. Þá sat hann í sóknarnefnd Grensáskirkju og sá um fjármál sóknarinnar. Kona Garðars er Kristín Finns- dóttir Fenger frá Hvilft í Önundar- firði, ein ellefu systkina, fímm systra og 6 bræðra, auk fósturbróður. Á liðnum mánuðum hefur verið höggv- ið stórt skarð í þessa fjölskyldu þar sem tveir bræður hafa látist, tveir mágar ög ein mágkona. Þau Garðar og Kristín áttu fjögur börn, Kristjönu, Jakob, Emil (látinn) og Hjördísi. Barnabörnin eru átta. Við Málfríður flytjum Kristínu og börnum alúðarfyllstu kveðjur sem og systkinum Garðars og tengda- fólki. Minning Garðars Emils Fenger er björt og heið í mínum huga. Heið- ursmaður er kvaddur sem var ljúfl- ingur öllum þeim sem honum kynnt- ust. Marías Þ. Guðmundsson. Það var á fögrum sumardegi aust- ur í Skaftafelli í Öræfum að við vin- ur minn og mágur, Garðar Fenger, hittumst í fyrstasinni. Tveimur dög- um áður höfðu hann og vinir hans úr hópi skáta gengið á Hvannadals- hnjúk. Kvöldið sem þeir komu í Skaftafell snæddum við kvöldverð þar á bænum, ferðafélagar mínir og skátarnir. Sessunautur minn var Garðar. Nú eru liðin 50 ár síðan þetta gerðist og aldrei hefur borið skugga á vináttu okkar í þessa hálfa öld, enda var Garðar hið mesta ljúf- menni og óvenju heilsteyptur per- sónuleiki. Foreldrar hans voru hjónin Krist- jana og John Fenger stórkaupmað- ur. Garðar ólst upp á miklu menning- arheimili ásamt fimm systkinum sín- um. Garðar tók próf frá Verslunar- skóla íslands og nokkru seinna fór hann til framhaldsnáms í Englandi. Eftir heimkomuna hóf hann störf hjá fyrirtækinu Nathan & Olsen hf. og þar starfaði hann ávallt síðan, enda einn af eigendum fyrirtækisins. Hinn 8. ágúst 1950 giftist hann Kristínu systur minni. Eg man hve stórkostlegt mér þótti það að strax eftir brúðkaupið stigu þau á skips- fjöl og sigldu í brúðkaupsferð til Evrópu. Þau eignuðust fjögur börn; Kristjönu, Jakob, Emil og Hjördísi, en urðu fyrir þeirri þungu sorg að sonurinn Emil dó í blóma lífsins. Garðar var mikill fjölskyldufaðir og yndislegur afi. Áhugamál Garðars voru margvís- leg. Hann var mikill náttúruunnandi og í skátastarfi var hann allt frá unglingsárum. Mörg Norðurlanda og heimsþing á vegum St. Georgs- gilda sótti hann og síðastliðið vor voru þau hjón fulltrúar íslands á heimsþingi í Indónesíu. Skáli Reykjavíkurgildisins austur við Fossa var honum mjög kær enda átti hann ríkan þátt í byggingu hans. Margar ógleymanlegar stundir átt- um við hjónin og börnin okkar með þeim Garðari og Kristínu, hvort held- ur það var á heimilum okkar, í sum- arbústað þeirra í Kópavogi eða-á ferðalögum innanlands og utan. Ég bið góðan Guð að varðveita elskulega systur mína, börnin þeirra, og alla aðra er hann unni. Ég og fjölskylda mín færa hjartans þakkir fyrir það að hafa átt Garðar að vini. Ragnheiður Finnsdóttir. í dag verður Garðar jarðsettur frá Fossvogskapellu. Hann var einn af eigendum Nathan & Olsen hf. Hann hóf ungur störf hjá fyrirtækinu sem var þá í eigu föður hans auk ann- arra. Árið 1958 tóku hann og Hilm- ar bróðir hans við rekstri fyrirtækis- ins og hafa stjórnað því allar götur síðan. Lengst af var Garðar fjár- málastjóri fyrirtækisins. Garðar var rólegur að eðlisfari og lét ekki fara mikið fyrir sér. Aldrei urðum við vör við að hann skipti skapi. Hann var ákaflega þægilegur í viðmóti og bðngóður. Það var gott að vera nálægt honum og vinna með honum. Garðar hafði fjölmörg áhugamál og varði miklum tíma til þeirra. Hann var meðlimur í St. Georgsgild- inu á íslandi sem eru samtök eldri skáta og var hann gjaldkeri þeirra hin síðari ári. Hann var einnig í Frímúrarareglunni. Hann hafði yndi af að rækta ýmsar jurtir í gróður- húsi sínu. Stundum kom hann með blómstrandi blóm úr gróðurhúsinu og hafði á skrifstofu sinni. Hann sótti leikhús og tónleika af miklum dugnaði. Oft gætti hann barnabarna sinna og hafði gaman af. Ferðalög voru líka áhugamál hans jafnt innan- lands sem utan. Á undanförnum árum ferðaðist hann langan veg til að komast á mót St. Georgsgilda og um leið skoð- aði hann heiminn. Hann sagði okkur samstarfsfólki sínu gjarnan frá ferðalögum sínum þegar heim kom. Garðar var veikur í fyrravetur þó að hann léti lítið á þyí bera. í vor virtist hann hafa komist yfir þau veikindi. Þá lagði hann land undir fót og fór ásamt Kristínu konu sinni í langt ferðalag í tengslum við al- heimsþing St. Georgsgilda. Þau fóru meðal annars til Singapore og Ja- karta. í sumar komu þau síðan með okkur upp á Snæfellsjökul og virtist Garðar þá vera hinn hressasti. Okkur til mikillar undrunar veikt- ist Garðar hastarlega nú í október og eftir skamma sjúkralegu var hann horfinn frá okkur. Við viljum þakka Garðari fyrir allar góðu samverustundirnar bæði í vinnunni og utan hennar. Við eigum bágt með að trúa að þær verði ekki fleiri. Við vottum Kristínu konu hans, börnum þeirra, barnabörnum og öðrum aðstandendum innilega samúð okkar og vonum að Guð styrki þau í sorg þeirra. Starfsfólk Nathan & Olsen hf. Kveðja frá Grensássöfnuði Kær vinur Grensássafnaðar, Garðar E. Fenger, er látinn, 72 ára _L J!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.