Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1993 Sigríður Andrés- dóttir - Minninsr y, ö Fædd 26. september 1936 Dáin 2. nóvember 1993 Þú, guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. (M. Joch. í dag kveðjum við eina af stofn- endum Kvenfélags Árbæjarsóknar, Sigríði Andrésdóttur. Það er erfitt að trúa og sætta sig ,við að hún verði ekki á meðal okkar ^framar. Sísí, en svo var hún kölluð af vinum og samferðarfólki, var í fyrstu stjóm Kvenfélags Árbæjar- sóknar og vann þar af heilum hug og var ávallt geislandi af gleði og bjartsýni, sem og reyndar einkenndi þær nær 200 konur er voru mættar á stofnfundi félagsins. Þær eru margar ógleymanlegar samveru- stundirnar í félagsstarfinu á byijun- arárunum, þar sem konur lögðust á eitt um að gera starfið fijótt og upplífgandi, sem tókst mjög vel. I þá daga voru flestar konurnar heimavinnandi og fannst tilbreyting í að koma saman, spjalla og vinna að góðum málum. Það gerði Sísí svo sannanlega og "£”egar hún hætti í stjórn tók hún að sér önnur verkefni sem voru óþijót- andi í svo ungu og öflugu félagi, þar sem unnið var að uppbyggingu kirkju fyrir söfnuðinn með þessum hefðbundnu fjáröflunarleiðum kven- félagskvenna í gegnum árin, basar- ar, kaffisölur o.fl., með mikilli vinnu eftir strangan vinnudag og heimilis- störf, það er að segja á kvöldin og um helgar. Þar var Sísí virk og úr- ræðagóð. Hún ásamt nokkrum öðrum fé- ^/■agskonum hafði umsjón með ferm- íngarkyrtlum sóknarbarna til margra ára og leysti það eins og annað vel af hendi. Sísí vann í ára- raðir utan heimilis við bamagæslu- völlinn hér í Árbænum, og mörg eru þau börnin sem hafa notið hennar hlýja viðmóts. Nú síðustu ár vann hún í móttöku á Heilsugæslustöð Árbæjar. Að leiðarlokum eru henni heilshug- ar þökkuð störfin fyrir féiagið. Inni- legar samúðarkveðjur sendum við tii Svavars, bama og ijölskyldna þeirra. Ég leit til Jesú, ljós mér skein, það ljós er nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal að drottins náðarstól. (Þýð. Stefán Thorarensen). Guð blessi minningu Sigríðar Andrésdóttur. F.h. Kvenfélags Árbæjarsóknar, Halldóra V. Steinsdóttir. í dag kveðjum við hinstu kveðju Sísí vinkonu okkar, sem lést 2. nóv- ember sl. aðeins 57 ára að aldri. Fæddur 5. júlí 1911 Dáinn 3. nóvember 1993 Páll Kristjánsson vinur minn og vinnufélagi um nokkurra ára skeið er látinn. Við fráfall hans leitar hug- ur minn til samverustundanna í þakklæti þess að hafa kynnst ein- stökum sómamanni sem sá yfír dæg- urstritið víðan sjónhring þar sem listir, gleði og þjóðleg íslensk menn- ing ráða ríkjum. Þegar ég kom til starfa í birgða- «étöð Sambands íslenskra samvinnu- félaga í Holtagörðum í september 1977 var Páll starfsmaður þar, átti reyndar aðeins þijú ár í 40 ára starfsafmæli hjá fyrirtækjum Sam- bandsins sem hann hlaut fyrir við- urkenningu á árshátíð starfsmanna árið 1980. Hann var í fyrstu mér ókunnugur sem og nær allir á þess- — m mínum nýja vinnustað. Seinna átti ég svo eftir að kynnast honum Sísí veiktit fyrir tæpu ári af heila- blóðfalli, en tókst með þrautseigju pg dugnaði að ná heilsu á nýjan leik. í sumar fór að síga á ógæfuhliðina aftur og lagðist hún þá inn á sjúkra- hús. Þrátt fyrir að ekki væri gefín von um fullkominn bata átti enginn von á svo skjótum endalokum. Sorg okkar er mikil, en jafnframt þökkum við guði fyrir að hún þurfti ekki að liggjajengi og þjást. Hún hét fullu nafni Sigríður Andr- ésdóttir, dóttir hjónanna Rannveigar Erlendsdóttur og Andrésar Andrés- sonar, sem bæði eru látin. Sísí átti þijú systkini. Unni, Þorbjörgu, báðar búsettar í Reykjavík, og Birgi, sem dó iangt um aldur fram. Heimili for- eldra Sísíar var á Fiókagötu 16 í Reykjavík. Hinn 12. nóvember 1955 giftist Sísí Svavari Guðna Guðna- syni, sölumanni hjá Smjörlíki hf., og eignuðust þau fjögur börn, Andrés, Kristínu, Guðna og Rannveigu. Barnabörnin eru orðin sex. Heimili Sísar og Svavars hefur alla tíð verið hlýlegt og fallegt, Sísí frábær hús- móðir og þangað hefur verið gott að koma. Fyrstu búskaparár þeirra Svavars var hún heimavinnandi, en síðan vann hún sem gæslukona á leikvöllum borgarinnar, og síðustu árin var hún læknaritari á Heilsu- gæslustöðinni í Árbæ. Einnig starf- aði hún mörg ár í Kvenfélagi Árbæj- arsóknar. Við sem þetta skrifum eigum ára- tuga kynni við Sísí að baki, uppaldar í Norðurmýrinni eins og hún og gagnfræðingar frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. En það má segja að vináttubönd til framtíðar hafi verið hnýtt árið 1955, en við héldum til Danmerkur á Húsmæðraskólann í Vordingborg á Sjálandi. Þetta var á þeim árum sem það þótti gott vega- nesti ungra kvenna út í lífíð að læra að elda mat, baka, sauma og þrífa. Alls vorum við sex sem fórum héðan frá íslandi til Vordingborgar þetta vor. Enn er talað um rigningarsumarið 1955 á íslandi. í Vordingborg var hins vegar, í orðsins fyllstu merk- ingu, sól og sumar dýrðardagar. Þar var Sísí hrókur alls fagnaðar með sinn dillandi hlátur og góða skap. En skaplaus var hún ekki, gat verið föst fyrir ef því var að skipta. Eftir heimkomuna frá Danmörku stofnuð- um við skólasysturnar frá Vording- borg, Sísí, Kalla, Ella, Sigrún, Sigga og Ingibjörg, saumaklúbbinn V.T. Þetta hafa verið yndisleg ár og minn- ingarnar óþijótandi. Saumaklúbbar þar sem handavinnan var lögð til hliðar og tekið í spil, spáð í bolla og jafnvel farið í andaglas, en eftir það tiltæki fór það sem eftir lifði nætur í að fylgja hver annarri heim. Árlega bauð klúbburinn eigin- mönnunum út í mat og voru það eftirminnilegar samkomur. Áður en sem áberandi snyrtimenni í allri umgengni við sjálfan sig og þau verkefni sem honum voru falin að vinna. Mér fannst eftirsóknarvert að blanda við hann geði. Við áttum sameiginleg áhugamál þar sem var jafnan stutt í hans græskulausa gaman sem meiddi engan. í Holtagörðum unnu á þessum árum nokkrir menn sem dunduðu sér við, þegar færi gafst, að setja saman ferskeyttar visur, Þær urðu til af ýmsum toga eins og gengur. Það var tæpt á hegðun manna, til- svörum þeirra og jafnvel pólitík. Páll orti ekki sjálfur svo að ég vissi en hann hafði gaman af þessu og tók upp hjá sjálfum sér að safna saman kviðlingum sem til urðu á vinnustaðnum og skrifa inn í bæk- ur. Þannig fékk þessi tómstundaiðja okkar sem var á þeytingi milli manna á blaðsneplum samastað, unnin með fagurri og skýrri rithönd Páls. Þegar við fórum til Danmerkur hafði Sísí kynnst Svavari og þau giftust, eins og áður er getið, haustið 1955. Frá þeim tíma hefur Svavar þolað súrt og sætt með okkur „stelpunum“. Þegar við vinkonurnar hittumst eftir fráfall Sísíar létum við hugann reika og riijuðum upp sitthvað frá áratuga vináttu. Eitt atvik er okkur ógleymanlegt frá saumaklúbbsár- unum upp úr 1960. Við fengum þær fréttir að skólastýra húsmæðraskól- ans í Vordingborg, fröken Olsén, væri að koma til landsins og vildi fá að heilsa upp á okkur. Nú voru góð ráð dýr. Slegið var á fundi og ákveðið að bjóða henni í mat á heim- ili einnar úr hópnum. Samþykkt var að hafa kalt borð. Þegar stundin rann upp var fröken Olsen sótt í matinn. En þegar þar að kom í borð- haldinu, að skólastýran spurði Sísí, sem hjá henni sat þá stundina, um tilbúning ákveðinnar sósu sem henni fannst mjög gómsæt, þá áttum við hinar skyndilega mjög brýnt erindi í eldhúsið og eftir sat Sísí sem varð að taka að sér að veija heiður okkar og upplýsa um innihald sósunnar. Málið var það að tíminn var svo naumur, að við höfðum tekið á að ráð að kaupa matinn frá Þorbimi í Borg. En fröken Olsen yfirgaf land- ið ánægð með frammistöðu nemenda sinna. Við vonum að okkur sé fyrir- gefið. En mikið erum við búnar að hlæja að þessu og Sísí hreinlega grét af hlátri þegar þetta atvik bar á góma okkar í milli. Sl. ár hefur verið Sísí og Svavari erfitt sökum veikinda beggja. Um tíma í sumar lágu þau bæði á sama sjúkrahúsinu. Svavar fékk hjarta- áfall sem hann komst yfir, en bíður nú hjartaaðgerðar sem hann þarf að gangast undir á næstunni. En þrautseigja, bjartsýni og glaðværð vora aðalsmerki Sísíar. „Allt í lagi með mig“ var viðkvæðið hjá henni á hveiju sem gekk. En undir lokin var ekki „allt í lagi“ og það var erf- itt fyrir fjölskyldu og vini að fylgj- ast með hvað heilsu hennar hrak- aði. í gegnum allt stóð Svavar eins og klettur við hlið hennar. Elsku Sísí. Það er erfitt að kveðja eftir öll þessi ár. Þú hefur gefið okkur svo mikið með vináttu þinni hann lét af störfum aldurs vegna gaf hann mér þessar bækur. Við höfðum um það orð í gamni að varla yrðu þesi hugverk tæk til Nóbelsverðlauna en þau krydduðu tilveru augnabliksins og urðu mörg- um til ánægju og eru mér ljúft inn- legg í góðar minningar. Og úr safni Páls vora unnir nokkrir vísnaþættir í Hlyn, rit Starfsmannafélags Sam- vinnumanna. Þegar samstarfi okkar Páls lauk héldum við alltaf nokkru sambandi okkar á milli. Það voru góðar stundir og sú ein eftirsjá að þær hefðu mátt vera fleiri. Páll Kristjánsson fæddist 5. júlí 1911. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson, bóndi í Nesi í Fnjóskadal, og kona hans, Guðrún Stefánsdóttir. Karl tviburabróðir Páls lést rúmlega tvítugur. Þeim eldri var Hulda er varð húsfreyja á Víðivöllum í Fnjóskadal, enn á lífi, en yngri Val- týr bóndi í Nesi, látinn 1978, Bryn- dís húsfreyja í Kópavogi og Stefán bóndi að Tungunesi. Kona Páls var Herborg Karítas Hermannsdóttir, fædd í Borgarfirði eystra 4. febrúar 1915, dáin 20. september 1976. Hún var áður gift og búsett á Akureyri, átti tvö börn með fyrri manni sínum sem ólust að nokkru upp hjá þeim og tryggð. Við eigum dýrmætar minningar sem við varðveitum í hug- arskoti og þær fylgja þér til sólar- sala. Elsku Svavar. Nú hefur „mamma" fengið frið, nú líður henni vel. Við skulum minnast allra góðu stundanna með henni, öll saman og hvert um sig. Við vinkonurnar ásamt Óla og Magnúsi sendum þér, kæri Svavar, Andrési, Kristínu, Guðna, Rannveigu og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Einnig systrum Sísíar og mági. Guð gefi ykkur styrk og æðruleysi. Hvíl í friði elsku Sísí. Fyrir hönd saumaklúbbsins, Ingibjörg Björnsdóttir, Karolína Smith. Ég get ekki sagt annað en mér hafi bragðið þegar Stína vinkona hringdi í mig til að tilkynna mér andlát móður sinnar. Þó var ég allt- af viðbúin því að þetta gæti gerst, þar sem hún var búin að vera veik. Þegar ég horfi til baka er margs að minnast. Allar stundirnar þegar við Stína sátum hjá henni á eldhús- bekknum í Hraunbænum, drekkandi kaffi og reykjandi. Þar var rætt um allt milli himins og jarðar, stráka, skemmtanir, músík og svo margt annað sem okkur lá á hjarta. Og alltaf hafði Sísí tíma. Hún hlustaði á okkur, gaf góð ráð. Nú eða var bara þama fyrir okkur. Mér fannst alltaf eins og hún væri „hin mamma mín“. Ég kom fyrst inn á heimili þeirra árið 1969, þá aðeins tólf ára gömul. Það var þegar við Stína urðum vin- konur. Éftir að Stína fluttist að heiman og fór að búa, fékk ég alltaf fréttir af þeim Sísí og Svavari frá henni. Samverustundirnar hafa verið stopular á þessum árum sem liðin era, en það var alltaf jafn gott að hitta Sísí aftur. í hvert skipti sem við hittumst var allt eins og í gamla daga. Það var setið og spjallað um allt og ekkert. Síðast hitti ég þau Sísí og Svavar í sumar heima hjá Stínu. Þá var hún orðin veik. En hún þekkti mig og spurði eftir bömunum mínum, hvemig þau hefðu það og hvort ekki gengi vel. Elsku Sísí mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Minning þín mun ávallt vera í huga mér. Elsku Svavar minn, ég vii þakka ykkur fyrir allt sem þið gerðuð fyrir mig, bara með því að vera til. Ég votta þér, börnum þínum, tengdabörnum og barna- börnum mína innilegustu samúð. Guð styrki ykkur öll á erfiðri stundu. Jófríður Hanna og fjölskylda, Borgamesi. Aðfaranótt þriðjudagsins 2. nóv- ember sl. lést í Landspítalanum tengdamóðir okkar, Sigríður Andr- ésdóttir, eftir langa og erfíða sjúk- dómslegu. Sigríður eða Sísí eins og hún var alltaf kölluð fæddist á Seltjarnarnesi 26. september 1936. Foreldrar henn- ar voru Rannveig Erlendsdóttir hús- móðir og Andrés Andrésson vél- stjóri. Hún var yngst fjögurra systk- ina. Elst er Unnur, þá Birgir (lést Páli í Kópavogi. Sonur Páls og Her- borgar er Kristján Gunnar, sendibíl- stjóri í Reykjavík, fæddur 25. febr- úar 1959. Kona Kristjáns er Guðrún Birna Sigurðardóttir. Börn þeirra era tvö: Páll Karel og Ásthildur Anna. Stjúpsonur Kristjáns er Sig- urður Arnar. 1963) síðan Þorbjörg og loks Sísí eins og áður sagði. Á bernskuárum Sísíar byggðu foreldrar hennar sér hús á Flókagötu 16 og þar var heim- ili þeirra æ síðan. Á Flókagötunni var rekið myndarheimili og kapp- kostuðu þau hjónin að koma börnun- um sínum vel til manns. Sísí fór til Danmerkur á húsmæðraskóla vorið 1955, þá á nítjánda ári. Það sama ár um haustið giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Svavari Guðna Guðnasyni. Stuttu seinna fæddist þeirra fyrsta barn, en alls varð þeim fjögurra barna auðið. Þau eru: Andr- és, kvæntur Þóru Stephensen og eiga þau tvö böm, Kristín Svava, gift Viðari Gíslasyni, þau eiga eitt bam, Guðni Birgir, kvæntur Kristínu Guðrúnu Ólafsdóttur, þau eiga þijú börn, Rannveig Elín, ógift. Sín fyrstu búskaparár bjuggu þau Sísí og Svav- ar í kjallaranum á Flókagötunni, en fluttust síðan upp í Árbæjarhverfi þar sem þau bjuggu um langt árabil. Sísí starfaði í yfir tuttugu ár sem gæslukona á róluvöllum borgarinn- ar, lengst af í Árbænum. Hún var virk í félagsstarfi róluvallarkvenna og gegndi trúnaðarstörfum fyrir samtök þeirra. Hún hafði yndi af starfi sínu með börnunum á róló og hafði oft frá mörgu skemmtilegu að segja af þeim vettvangt. Síðustu árin vann hún sem móttökuritari á heilsugæslustöðinni í Árbæ. Við tengdabörnin þijú komum öll inn í fjölskylduna á svipuðum tíma. Heimilið í Hraunbænum var opnað fyrir okkur með þeirri hlýju og góð- vild sem við höfum notið þar æ síð- an. Við fundum fljótt að Sísí var hógvær kona sem alltaf lét velferð fjölskyldunnar sitja í fyrirrúmi frem- ur en eigin hagsmuni. Hún bar ekki tilfinningar sínar á torg og það væri ekki í hennar anda að tíunda hér margar persónulegar minningar. Hún sýndi með verkum sínum hvern mann hún hafði að geyma og um- hyggju hennar nutu börnin hennar og fjölskyldur þeirra alla tíð. Barnabörnin skipuðu sérstakan sess í lífi hennar. Hún gaf sér alltaf tíma fyrir þau. Sat með þeim og teiknaði, föndraði eða spilaði og margar skemmtilegar minningar eiga þau úr sumarbústaðaferðum með ömmu og afa. Söknuður þeirra er mikill en þau vita þó að nú líður ömmu vel. Heimsóknir þeirra á sjúkrahúsið vora Sísí mikils virði og allt fram á síðasta dag birti yfir henni þegar þau komu. Mestan hluta þessa árs dvaldist Sísí á sjúkrahúsi þar sem sjúkdómur sá er hún átti við að stríða ágerðist mjög hratt. Allan þennan tíma var Svavar henni mikil stoð og stytta þrátt fyrir eigin veikindi. Það dulist hversu mikinn kærleika þau báru hvort til annars. Að leiðarlokum kveðjum við Sísí með þökk fyrir samfylgdina og allt það sem hún var okkur. Við biðjum góðan Guð að styrkja Svavar og fjöl- skylduna alla. Starfsfólki deildar 32 A á Land- spítalanum sendir fjölskyldan sínar bestu þakkir fyrir góða umönnun. Tengdabörn. Páll var við nám í Laugaskóla og einn vetur í handíðaskóla í Svíþjóð. Hann vann fyrst hjá Sambandsfyrir- tækjum á Akureyri og síðar í Reykja- vík, mest við birgðavörslu og af- greiðslu. Að dómi þeirra sem til þekktu rækti hann öll störf sín af stakri trúmennsku. Páll lést á Borgarspítalanum 3. nóvember 1993. Síðustu árin bjó Páll einn í íbúð sinni á Kársnesbraut 84 í Kópavogi, en ég hygg að hann hafi aldrei ver- ið einmana. Hann átti trygga og góða vini. Sonarfjölskyldan var hon- um mikils virði og mjög kær. Þeirri gæfu sinni hafði hann oft orð á í mín eyru. Gott er og þess að minn- ast að þegar störfum Páls lauk á vinnumarkaði átti hann sér áhuga- mál sem fyrr á lífsgötunni var eng- inn tími til að sinna. Vöggugjöfin sem vakað hafði með honum alla ævidaga, hagar hendur og listrænt auga lýsti sér glöggt í smíðum hans á ýmsum smáhlutum, saumakössum, skrifpúltum og fleira. Einnig málaði hann myndir, stórar og smáar, og allt bar þetta með sér snilldarhand- bragð og einstaka vandvirkni. Ánægjulegt var að honum skyldi gefast nokkur ár til að fullægja ríkri Minning Páll Krisijánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.