Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1993 31 Margrét Soffía Jón- asdottir — Fædd 14. september 1915 Dáin 1. nóvember 1993 Hjartahlýja og hjálpsemi eru eig- inleikar sem gera ekki kröfur til mikillar fyrirferðar hjá einstakling- um. Hægt er að láta þá koma fram í daglegu lífi, án þess að aðrir viti af, nema þeir sem njóta þeirra. Móðursystir mín, Margrét Jóna's- dóttir, hafði þessa eiginleika í ríkum mæli og það var ekki í samræmi við hennar eðli að láta mikið fara fyrir sér. Hún fæddist á Sléttu í Sléttu- hreppi, Norður-ísafjarðarsýslu, dóttir hjónanna Þórunnar Brynjólfs- dóttur og Jónasar Dósóþeussonar bónda og hreppstjóra á Sléttu. Systkinin voru sex. Elst var Sigur- jóna, sem lést 1954, en þijú yngstu systkinin, þ.e. Margrét, Kristján og Brynhildur, hafa öll látist á undan- förnum ellefu mánuðum. Eftir lifa Þorvaldína og Fanney, báðar búsett- ar á ísafirði. Margrét ólst upp við ástríki for- eldra og systkina. Hún hjálpaði til við bústörfin frá barnsaldri eins og tíðkaðist á þeim tíma og hlaut þá uppfræðslu sem var í boði í Sléttu- hreppi. Síðar fór hún í Húsmæðra- skólann Ósk á ísafirði og lauk þar námi 1937. Segja má að nokkuð sé líkt með vegum guðs og ástarinnar. Þeir eru órannsakanlegir. Margrét giftist Karli Guðmundssyni vélstjóra 1941 og eignaðist með honum sinn einka- son, Guðmund Jónas. Jafnframt dvaldist Guðmundur Stefán, sonur Karls frá fyrra hjónabandi, að mestu leyti hjá þeim Margréti á uppvaxt- arárum sínum. Árið 1948 fluttust Margrét og Karl búferlum frá ísafírði til Reykjavíkur. Segja má að við búferlaflutninginn hafi ætt- ingjamir fyrir vestan á vissan hátt eignast útibú í Reykjavík. Ef fara þurfti til Reykjavíkur, hvort sem það var til að leita læknisþjónustu eða af öðmm ástæðum, þá var heimili Margrétar opið öllum vinum og ættingjum til gistingar og annars beina. Sama venja hélst einnig, eft- ir að Margrét og Karl slitu samvist- ir, en það var 1954. Hún átti sam- býlismann um nokkurra ára skeið, Ragnar Sigurðsson, en síðar giftist hún Guðjóni Ó. Guðmundssyni. Hann lést 1987. Eftir það bjó hún í sama húsi og Jónas sonur hennar og fy'ölskylda hans og naut um- hyggju þeirra. Þótt Margrét væri grönn og fín- gerð kona, þá hafði hún ótrúlegt andlegt þrek. Eftir að sambúðinni við fyrri eiginmanninn lauk vann hún úti, lengst af sem starfsstúlka í eldhúsum, þar á meðal í mötu- neyti Landspítalans. Hún þjáðist oft af gigt en lét hana ekki aftra sér frá vinnu. Áður en hún fór til vinnu þörf sjálfum honum og öðrum til gagns og gleði. Nú þegar þessi öðlingur er allur sér samfélagið á bak góðum þegni og vinir og kunningjar þægilegum samferðamanni. Við Svanfríður þökkum Páli Kristjánssyni ágæta viðkynningu. Öllum hans aðstandendum vottum við samúð okkar og biðjum þeim blessunar. Óskar Þórðarson. Hann elsku afi er dáinn. Það er erfitt fyrir okkur að skilja það að við getum aldrei komið til afa í Kópavogi aftur eða hann til okkar. Við þökkum þér, elsku afi, fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og við vitum að nú ertu kominn til guðs og ömmu og nú líður þér vel. M héðan ég úr heimi fer, minn hjartkær Jesú, tak við mér, frá þrautum leystan leið mig inn í ljóss og friðar bústað þinn þar lát um eilífð lifa mig og líta, heyra’ og tigna þig. (Sig. Jónsson — Helgi Hálfdanarson) Sigurður Arnar, Páll Karel, Ásthildur Anna. Minning á morgnana þurfti hún oft síðari árin að nota dijúga stund til að liðka sig, m.a. með heitum bökstrum til að verða vinnufær. Þrátt fyrir lík- amlegar þjáningar og ýmsa erfið- leika á lífsleiðinni kvartaði hún aldr- ei. Hvenær sem gest bar að garði var hann alltaf jafn velkominn, naut gestrisni hennar og glaðværðar. Hann átti ánægjustund. Fyrir um fimm árum uppgötvað- ist að Margrét gengi með ólækn- andi sjúkdóm. Engu að síður hélt hún bjartsýni sinni. Viðkvæðið var jafnan: „Þetta fer að lagast, mér fer að batna. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn." Hún stóð meðan stætt var. Dvölin á spítalan- um var stutt. Þeir sem heimsóttu hana þangað nutu glaðværðar henn- ar þar eins og heima hjá henni. Tveimur dögum fyrir andlátið áttum við jafnvel von á að eiga eftir að sjá hana aftur heima. Svo hugljúf var Margrét, að ætt- inggjarnir tengdu jafnan orðið „mín“ við nafnið hennar. Magga mín er farin yfir móðuna miklu. Kristin trú fræðir okkur um hvað þar býr. Megi hún njóta kærleika guðs, sem hún trúði og treysti. Blessuð sé minning hennar. Brynjólfur Sigurðsson. Það haustar. Litfögur lauf ttjáa og runna feykjast burt og blóm sumarsins drúpa höfði í sátt við myrkur og næðing vetrarins. Að vori munu blómin breiða úr sér mót hækkandi sól og tré og runnar mynda nýtt brum og sprota. Þannig hefur þetta alltaf verið, sífelld hring- rás lífsins sem í fljótu bragði virðist alltaf eins, en er ef betur er að gáð síbreytileg jafnt í náttúrunni sem í mannlífinu. Margrét Soffía sem við kveðjum í dag var fædd 14. september árið 1915. Hún var dóttir hjónanna Þór- unnar Brynjólfsdóttur og Jónasar Dósótheussonar bónda og hrepp- stjóra á Sléttu, Sléttuhreppi í Norð- ur-ísafjarðarsýslu. Magga var fjórða barn foreldra sinna. Elst var Siguijóna, d. 1954, þá Þorvaldína og Fanney, Kristján, d. 1992, og Brynhildur sem lést síðastliðið vor. Magga ólst upp á Sléttu við leik og störf. Hún var fiðrildið í hópnum, geislaði af kæti, dugleg og heiðarleg eins og hún átti kyn til. Á þeim allsnægtatímum sem við lifum í dag, eigum við erfitt með að átta okkur á tilveru fólksins sem bjó á útkjálka þessa lands fyrri hluta aldarinnar. Okkur þykir líka sér- kennilegt hvernig heilt byggðarlag sem þama var fór í eyði á aðeins tuttugu ára tímabili. En þannig varð það og þorpin Sæból, Hesteyri og Látrar tilheyra nú sögunni. Fólkinu fækkar líka sem kunni frá svo mörgu að segja af sveitinni sinni, eins og frænka mín komst að orði. En sveitin hennar Möggu var henni afar hugleikin þótt heimili hennar væri í Reykjavík meiri hluta ævi hennar. Það var mikil samheldni á milli systkinanna og um skeið bjuggu þau öll á ísafirði. Nutum við systkina- börnin þess í ríkum mæli á uppvaxt- arámm okkar, því ef mömmu vant- aði var bara hlaupið í næsta hús. Þrátt fyrir efnahagslegar þrenging- ar á þessu tímabili voru þetta upp- eldisleg forréttindi sem svo margt barnið fer á mis við í dag. Margrét giftist 1941 Karli Guð- mundssyni frá Stakkadal. Eignuð- ust þau einn son, Jónas. Magga og Karl slitu samvistir, en árið 1974 giftist hún Guðjóni Guðmundssyni, sem lést árið 1987. Jónas er kvæntur Hrönn Þórðar- dóttur og eiga þau tvo syni, en fyr- ir átti Jónas tvö börn. Barnabarna- bömin eru fimm. Magga og Kalli fluttust til Reykjavíkur og vann Magga lengst af við eldhússtörf, fyrst á Þórsgötu 1, og síðar á Land- spítalanum. Að heimsækja frænku mina var eins og að koma heim. Faðmlagið, hlýjan og kátínan sat eftir með manni að skilnaði. Reisn hennar var slík að ekki var kvartað hversu veik sem hún var. Hún var bara löt og fullvissaði viðmælandann um að þetta lagaðist. Þannig voru einnig síðustu end- urfundir okkar frænknanna fyrir rúmri viku. Þótt sýnilegt væri að hveiju stefndi var gert að gamni sínu, skellihlegið og ég fullvissuð um að þetta væri að lagast. Hún var eins og lauf í vindi sem neitaði að gefast upp, neitaði að feykjast. En aðeins nokkrum klukkustundum síðar skall vindhviðan á og laufblað- ið bærðist en varð að lokum að sætta sig við örlög sín. Magga frænka mín er öll — við drúpum höfði sem blómin, viss um að brumin komi aftur og sprotar Margrétar standi sterkir. Að leiðarlokum bið ég góðan guð að styrkja fjölskyldu hennar sem hún unni heitt og hennar tvær öldr- uðu systur sem sjá á eftir þriðja systkini sínu á tæpu ári. Blessuð veri minning hennar. Elín S. Sigurðardóttir. „Þetta lagast allt með vorinu og hlýjunni, þegar ég get farið að fara út,“ sagði Magga frænka mín síð- astliðinn vetur. Vorið kom seint og var kalt, sumarið kom með birtu og yl, en það varð minna um úti- veru frænku minnar en vonir stóðu til. Heilsan var alveg búin. Margrét Soffía Jónasdóttir var fædd á Sléttu í Sléttuhreppi 14. sept. 1915. Hún var dóttir Þórunnar Brynjólfsdóttur og Jónasar Dós- ótheussonar bónda þar. Margrét var fjórða barn þeirra hjóna. A undan komu Siguijóna móðir mín, dáin 9. sept. 1954, Þorvaldína og Fanney. Yngri voru Kristján, dáinn 29. nóv. 1992, og Brynhildur, sem dó 27. maí sl. Margrét er því þriðja systkin- ið sem fer á tæpu ári. Margrét ólst upp á Sléttu til full- orðinsaldurs, utan sex ára sem fjöl- skyldan bjó í Stakkadal við Aðalvík. Hún var í barnaskóla á Hesteyri, fór á garðyrkjunámskeið að Laug- arvatni 17 áragömul og Húsmæðra- skólann Ósk á ísafírði skólaárið 1936-1937. Þegar hún var á Húsmæðraskól- anum breyttist vinarþel milli hennar og föðurbróður míns Karls Guð- mundssonar í ástarþel. Þau ákváðu að stofna heimili á ísafirði haustið 1937 og giftu sig síðan árið 1941. Þau eignuðust saman einn dreng, Jónas, en fyrir átti Kalli frá fyrra hjónabandi þijú böm, Guðrúnu, Astu og Guðmund. Dætumar bjuggu hjá móður sinni norður í landi, en Guðmundur var hjá fóstur- foreldrum fyrir vestan. 011 heim- sóttu þau föður sinn reglulega. Guð- rún bjó hjá Kalla og Möggu veturna sem hún var í gagnfræðaskóla og Guðmundur í bama- og gagnfræða- skóla. Milli hjónanna var hefðbundin verkaskipting, Magga vann heima, Kalli var á sjónum. í desember 1948 fluttust Magga og Kalli til Reykjavíkur. Þau höfðu byggt sér íbúð í húsi með Aðalsteini bróður Kalla og fóru beint í hana. En þrátt fyrir það kunnuga sam- býli fann frænka mín fyrir einsemd- inni. Hún saknaði foreldra sinna og systkina og vinanna fyrir vestan. Kalli var á sjónum og hún var mik- ið ein heima með litla drenginn sinn. En smám saman lærði hún á borg- ina og hvergi vildi hún annars stað- ar búa og helst í hjarta hennar, miðbænum. Kalli og Magga skildu árið 1954 og hún fór að vinna úti. Meðal ann- ars vann hún á Miðgarði, vinsælli matstofu á Þórsgötu 1 um árabil. Þar naut hún sín vel með verklagni sinni og þrifnaði. Á þeim árum bjó hún um skeið með Ragnari Sigurðs- syni, starfsmanni hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Síðustu 17 starfsárin vann hún í eldhúsi Landspítalans eða þar til fyrir rúmum þrem árum, þá tæplega 75 ára. Þar kom hún sér vel eins og annars staðar, og elskulegt var að hitta fyrrverandi samstarfskonur hjá henni og finna hvað þær mátu hana mikils. Á sjöunda áratugnum kynntist hún Guðjóni Guðmundssyni trésmið. Þau tóku fljótlega upp sambúð og giftu sig árið 1974. Þau undu sér vel saman, stunduðu félagsstarf með templurum og áttu góða vini í þeirra hópi. Guðjón dó haustið 1987 og ári seinna fluttist Magga í íbúð hjá Jónasi einkasyni sínum og í skjóli hans og Hrannar konu hans bjó hún síðustu árin. Þau bjuggu um hana af ástúð og kærleika og sérstaklega naut Magga samvist- anna við yngsta barnabarnið sitt Karl Baldvin, sem nú er 11 ára. Fyrstu minningar mínar um Möggu frænku eru tengdar ungri, grannvaxinni stúlku sem var svo hrein og fín og gekk um hlæjandi og syngjandi með blik í auga. Ef einhver heldur að ungar stúlkur í hennar tíð, á norðurhjara heims, hafi gengið luralega til fara er það alrangt. I heyskap á sólskinsdögum klæddist frænka mín fallegum lér- eftskjól, með stífstraujaða hvíta svuntu og kappa og vel snyrt. Alla tíð vandaði hún búnað sinn. Hún naut þess að hitta sveitunga sína á glaðri stund og langt fram eftir aldri hafði hún yndi af að dansa. Magga var dul um sínar innstu tilfinningar og ef henni mislíkaði eitthvað leysti hún það í kyrrþey með sjálfri sér. Hún tók á móti hveijum gesti eins og hún hefði ein- mitt verið að bíða hans. Hin ljúfa lund hennar laðaði að og ef hún bar á góma í fjölskylduhópnum kom í ljós hvað öllum þótti vænt um hana. Einstakt var samband Möggu við dætur Binnu systur hennar og falleg vinátta hennar og Hjördísar fyrrver- andi tengdadóttur, sem allt vildi fyrir frænku mína gera. Magga ólst upp á heimili þar sem trúrækni var daglegur þáttur í hversdagslífinu. Hún stundaði starf aldraðra í Hallgrímskirkju og eign- aðist þar umhyggjusama vini. Hún saknaði mjög þeirrar samveru þegar heilsan leyfði hana ekki lengur. Frænka mín var full trúnaðar- trausts og var vel undir þessa síð- ustu för búin. Hún treysti guði sín- um og trúði því í einlægni að hún færi á fund horfinna ástvina sinna. Það er mannbætandi að verða vitni að slíku trúnaðartrausti. Ég kveð ljúflinginn Margréti frænku mína með virðingu og þökk. Jónasi og fjölskyldu hans allri, Fanneyju og Inu og öðrum ástvinum hennar sendi ég hugheilar kveðjur. Guðrún Sæmundsen. Magga frænka er látin og mér er undarlega innanbijósts. Það er alltaf tregafullt að kveðja, jafnvel þó að vitað sé að hveiju geti stefnt og það er viðkvæmni sem fyllir hug- ann vegna fráfalls hennar. En þessi undarlega tilfinning er annað og meira, hún kemur við að líta um öxl yfir liðið ár og kveðjustundirnar sem það ber i skauti sér. Þetta er árið sem stóra skarðið er höggvið í hlýja hópinn sem móð- ursystkini mín mynduðu, árið sem þijú þeirra eru borin til moldar og minnir okkur á óumflýjanleg kyn- slóðaskipti. Treginn sem fyllir hjart- að tengist veröldinni sem var, tengslarofunum við umgjörð æsku og unglingsára, ekki síst árunum meðan mamma lifði og systkini hennar voru svo sjálfsagður hluti samvista og fjölskyldulífs. Magga frænka var fjórða í röð- inni af börnum móðurforeldra minna Þórunnar Brynjólfsdóttur og Jónas- ar G. Dósóþeussonar hreppstjóra á Sléttu í Jökulfjörðum. Móðir mín sem var elst systkinanna lést árið 1954 og systkinin Kristján, Bryn- hildur og Margrét falla nú frá, hvert á fætur öðru, á tæpu einu ári. Eftir- lifandi af systkinunum eru Þorvald- ína og Fanney báðar búsettar á ísafirði. Móðursystkini mín voru al- veg yndislegt fólk. Þau ólust upp á Sléttu og áttu rætur í Sléttuhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu sem fór í eyði 1952. Ég las viðtal og frásögn um lífíð í þessu byggðarlagi síðast- liðið sumar sem einmitt bar fyrir- sögnina „Veröld sem var“. Þar var greint frá lífinu fyrr á tímum í þess- ari perlu íslenskrar náttúru, frið- sældinni og óspilltri náttúrufegurð- inni á hjara veraldar. Það eru einmitt þessi orð „Veröla sem var“ sem lýsa svo vel minninga- flóðinu og viðkvæmninni við kveðju- stund og þá staðreynd að systkinin hafa horfið á braut með svo skömmu millibili. Allar frásagnir af lífinu í þessu útkjálkabyggðarlagi eru um harða lífsbaráttu, æðruleysi og samheldni og ég er þess fullviss að það eru þessir þættir sem svo mjög hafa mótað framkomu og lífsskoðun þessa frændfólks míns en þau báru með sér alla tíð æðruleysi, jákvæðni og umhyggju og hlýju auk þess sem glaðværð var þeirra helsta lyndis- einkunn. En fyrst og síðast voru þau traust og gott fólk. Sterkustu minn- ingar mínar um Möggu frænku eru frá þeim tíma sem hún var gift Karli Guðmundssyni föðurbróður mínum. Með honum eignaðist hún einkasoninn Jónas, en í skjóli hans og Hrannar eiginkonu hans bjó hún síðustu árin. Jónas, fjölskyldan og barnabörnin voru Möggu frænku mikils virði. Við Jónas erum svo til jafnaldrar og það var gaman að eiga stund með fjölskyldunni á æskuár- unum á ísafírði og það var hjá Möggu frænku sem við biðum í óveðri komu yngsta bróður míns í heiminn. Sérstaklega er mér þó minnis- stætt er við Jónas fórum með mæðr- um okkar í síldina á Siglufirði. Þar lékum við okkur í kringum bragg- ana og síldarplönin, í þessu undar- lega, ævintýralega umhverfi, meðan þær kepptust við að salta og kank- ast var á, líka um það sem við krakk- arnir vorum að bralla. Við þessar aðstæður kynntumst við nýrri hlið á mömmunni okkar, sem allan veturinn var til bara fyrir okkur, fjölskylduna, heimilið. Þarna voru konurnar kappsfullar við verk- efni sem kallaði á elju og dugnað, úthald á nóttu sem degi þegar aflinn barst og þarna voru þær þátttakend- ur í atvinnulífinu, þátttakendur í félagslífi samfélags sem var öðru- vísi; Á þessum árum og ávallt síðar birtist Magga frænka mér sem ein- staklega glaðvær kona, fjörleg með gott skopskyn og hún henti gjarnan á lofti þessi smáu spaugilegu atvik í tilverunni sem sumir æðrast yfir en hún fékk okkur til að hlæja að. Síðustu árin var ekki mikill sam- gangur á miili okkar en þegar við hittumst þá var það þarna allt, umhyggjan, hlýjan, spaugsemin. Við vegalok kveð ég Möggu móður- systur og þakka fyrir hin góðu kynni. Elsku Jónas, fjölskyldan mín flyt- ur þér og þínum hugheilar samúðar- kveðjur á kveðjustund. Blessuð sé minning góðrar og mætrar frænku. Rannveig Guðmundsdóttir. Fjiiclnkkjur íílæsileg kalii- hhuMxm) íiillet»ir salir og mjög |)jóiuista. llpplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIDIR HÍITtL LOmEHIl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.