Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1993 DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 38 000 HÓTEL LEIFUR EIRÍKSSON Skólavörðustíg 45 Reykjavík sími 620800 Fax 620804 Hagkvæm gisting íhjarta borgarinnar Einst.herb. kr. 2.800 Tveggja m. herb. kr. 3.950 Þriggja m. herb. kr. 4.950 Morgunverður innifalinn I I » »« I I I I I I I I I I TT Myndin sýnir ÍOO cm skáp, tvískipt- an m/hatta- billu, fata- hengi og 3 billum. Verö kr. 16.313,- Einingastœröir: 40, 50, 60, 80 og lOOcm. BÆJARHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI. SlMI 651499 STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI GÓÐ GREIÐSLUKJÖR fólk f fréttum RAÐSTEFNA Hittu Söru F erguson Joanne Whalley-Kilmer Reuter Tóhannes Gunnarsson, systir ** hans Rósa Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Hannes Krist- insson, hittu Söru Ferguson, fyrr- verandi eiginkonu Andrésar Bretaprins, nýlega í Bretlandi. Þau voru á tveggja daga ráðstefnu fyrir MND-félaga (Hreyfí- og taugungahrömun eða Modor- Nerve-Disease) í Birmingham og var af því tilefni boðið í móttöku síðari daginn. Vivian Leigh TONLEIKAR Dúndrandi stemmn- ing hjá Todmobil „Okkur var boðið í móttöku ásamt MND-félögum frá írlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu, tveimur aðilum frá hveiju landi. Sara Ferguson kom þangað í fylgd formanns MND-félagsins og nokk- urra annarra aðila. Hún settist niður hjá Jóhannesi og ræddi við okkur dijúga stund. Jóhannes á orðið erfítt um mál en skilur vel ensku og gat svarað henni einsat- kvæðisorðum. Við annað aðstoðaði ég hann,“ sagði Rósa. „Sara kom ákaflega vinalega fyrir og var alþýðleg. Hún var létt Rósa Gunnarsdóttir og Jóhannes Gunnarsson ræða við Söru Fergu- son í móttökunni sem haldin var fyrir erlendu þátttakendurna. og hress og vildi fá vitneskju um sjúkdóminn, hversu lengi Jóhann- es hefði verið veikur og hvemig hann hefði það. Henni þótti einnig merkilegt að við hefðum sama eftimafn og útskýrðum við það fyrir henni. Hún stoppaði í svona 10-15 mínútur meðal gestanna og heilsaði upp á alla,“ sagði Rósa. Jóhannes, sem er 41 árs og hefur verið með sjúkdóminn í tæp átta ár, var mjög ánægður með ferðina. Sagði Rósa að hún hefði létt honum tilveruna og ekki hafí spillt fyrir að hitta Söru, sem Jó- hannesi fannst mikið til koma. Á ráðstefnunni kom fram að ýmsar rannsóknir varðandi sjúk- dóminn eru í gangi sem m.a. em styrktar af alþjóðasamtökunum. Einnig kom fram að lyf væm væntanleg eftir 2-3 ár, en ná- kvæmlega hvaða lyf væri ekki vit- að, hugsanlega þó til að hægja á sjúkdómnum. Þess má að lokum geta, að um 30-40 félagar era í samtökunum hér á landi. Carol Potter LEIKARAR Berst gegn reykingum Leikkonan Carol Potter sem leikur móður tvíburanna Brendu og Brandons í sjónvarps- þáttunum „Beverly Hills 90210“ berst ákaft gegn reykingum. Ástæðan er sú að eiginmaður hennar, leikarinn Spencer East- man, lést úr lungnakrabba aðeins 47 ára, en hann hafði til fjölda ára reykt einn pakka af sígarett- um á dag. Brúðkaup Carol og Spencers vakti á sínum tíma gífurlega at- hygli í Hollywood fyrir hversu rómantískt það var. Þegar Spenc- er veiktist vom hjónin nýflutt í draumahúsið í hæðum Hollywood og sonur þein-a Christopher var nýfæddur. „Ég man eftir þegar ég sat með Christopher í fanginu og var að gefa honum. Tárin mnnu niður kinnamar, því það eina sem ég gat hugsað um var að drengurinn ætti aldrei eftir að kynnast pabba sínum,“ sagði Carol og reyndist sannspá, því hálfu ári seinna lést Spencer. Sex ár eru liðin frá því það gerðist og hefur hún verið gift leikaranum Jeff Josephson í tvö ár. Hlutverk hennar í sjónvarps- þáttunum er fyrsta stóra hlut- verkið síðan Spencer dó. SJONVARP Bresk leikkona hreppti hlutverk Scarlett Fimmtíu og fímm áram eftir að breska leikkonan Vivien Leigh sló í gegn í hlutverki Scar- lett O’Hara í kvikmyndinni Á hverfanda hveli (Gone With the Wind) hefur önnur bresk leikkona, Joanne Whalley-Kilmer, fengið sama hlutverk. Þetta er ekki lítill heiður, því einni milljón dollara hefur verið varið í leit að „hinni fullkomnu Scarlett". Að þessu sinni er um að ræða sjónvarps- myndaflokk, sem tekur átta klukkustundir í sýningu og áætlað er ,að kosti 40 milljónir dollara. Verður hann þar með einn sá kostnaðarsamastí sem framleiddur hefur verið, að sögn framleiðand- ans, Roberts Halmis. Joanne Whalley-Kilmer, sem er sögð lífleg og dökkhærð, er vel- þekkt í Bretlandi en lítt þekkt utan þess. Hún kveðst alltaf hafa verið aðdáandi Scarlett en það hefði aldrei hvarflað að sér að hún ætti eftir að leika hana. Hún sagði á blaðamannafundi sem haldinn var á einu virtasta hóteli í Los Angel- es, Bel Air-hótelinu, að hér væri ekki um endurgerð á kvikmynd- inni að ræða „heldur um síðari tíma í lífi Scarlett að ræða, þann- ig að sjónvarpsmyndin verður frá- brugðin." Tökur munu fara fram á 53 mismunandi stöðum í þremur lönd- um: Bandaríkjunum, írlandi og Bretlandi. „Scarlett", eins og sjón- varpsmyndin á að heita, fjallar um áratugina eftir þrælastríðið í Bandaríkjunum. Fylgst er með Scarlett þegar hún reynir að end- urreisa höfðingjasetur sitt, Tara, og hvemig hún berst fyrir að end- urheimta ást fyrrverandi elskhuga síns, Rhett Butler. Aðeins eitt annað nafn var nefnt á blaðamannafundinum af leikara- skaranum og það var nafn Johns Gielgud, en hann leikur afa Scar- lett. Hljómsveitin Todmobil vígði hljómleikaaðstöðuna í nýju íþróttahöllinni á ísafírði á sunnudag við húsfylli og mikinn fögnuð áheyr- enda. Það voru félagar í Fylki, félagi ungra sjálfstæðismanna á ísafirði, sem stóðu að tónleikunum, en ungir sjálfstæðismenn standa að sex af átján tónleikum Todmobil á ferð þejrra um landið. ' I íþróttahöllinni er gert ráð fyrir að hægt sé að stúka af þriðjung sal- arins með hljóðþéttum tjöldum til hljómleikahalds. Þriðjungurinn var of lítill fyrir Todmobil svo tónleikam- ir fóru fram í stærri hlutanum þar sem um 400 áhorfendur komu sér fyrir á upphækkuðum bekkjum sem ætlaðir eru íþróttaáhangendum. Sú varð líka raunin að einu vandkvæðin við tónleikana voru þessir hörðu bekkir sem tónleikagestir sátu á. Hljómurinn í húsinu var mjög góður og ljósaflóðið tilkomumikið. ísafjörður er fimmti viðkomustað- ur hljómsveitarinnar á hringferð um landið sem lýkur með svanasöngnum í Reykjavík 18. nóvember, þar sem þessir ágætu hljómlistarmenn hafa ákveðið að skilja að skiptum eftir fjögurra ára samstarf. þjósmynd/Björg Sveinsdóttir Dúndrandi stemmning hjá Todmobil og ísfirðingar fagna nú loksins stórum hljómleikasal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.