Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1993 VELVAKANDI BRYNJA BALDURSDÓTTIR Kæri Velvakandi. MIG langar að biðja þig að að- stoða mig við að komast í sam- band við Brynju Baldursdóttur, sem var með mér í skóla á Eng- landi, nánar tiltekið The Fairlie Place College í Brighton. Hún var besta vinkona mín þar og ég yrði þakklát ef ég gæti komist í samband við hana með hjálp Morgunblaðsins. Með bestu kveðju, Elsa Boza-Saenger, 288, Av. de Tervur- en 1150 Brussels Belgium, sími 32-2-762-52-00 h.s. 32-2-675-47-86. HVERSVEGNA? HVERS vegna er taugaveikluðu- m og geðveikum bannað að reykja inni? Hvers vegna þurfa þeir að standa út í hvers konar veðri? Og svo geta gestir og gangandi hugsað mér sér að þessi sé nú orðinn geðveikur, og er það ekki beint til þess að vernda þann sem er veikur. Þetta er kannski eina ánægja þess veika. Hafa þingmenn ekki sína eigin kaffistofu? Gætum við séð þá í anda reykja fyrir utan Alþingi? Ég skora á þá sem þessu ráða að breyta því allsnögglega og að þeir setji sig í spor þess veika. Þá á ég við á Landspítalanum og Kleppi. Gígja Thoroddsen LJÓSLAUS REIÐHJÓL GUÐMUNDUR Bergsson vildi vekja athygli á því hve margt hjólreiðafólk er ljós- og endur- skinslaust á morgnana. Hann segist alltaf fara Miklubrautina og þar sé allt fullt af hjólreiða- fólki á akveginum þótt gang- brautirnar séu mannlausar og vel væri hægt að hjóla þar. Þetta segir hann alveg stórhættulegt. TAPAÐ/FUNDIÐ Týnt hjól SCOTT Super Revolution-íjalla- hjól, 21 gírs, með appelsínugulum framgaffli, gráu stelli og hvítum afturgaffli hvarf úr stigagangi á Hverfísgötu í Reykjavík aðfara- nótt sl. sunnudags. Stór dæld var í stellinu þannig að hjólið er auð- þekkjaplegt. Hafi einhver orðið var við hjólið er hann vinsamlega beð- inn að hringja í síma 620037. Gleraugu fundust GLERAUGU í gylltri spöng með svarbrúnum yijum fundust í garði við Nesveg fyrir nokkrum dögum. Upplýsingar í síma 610008. Týnt hálsmen HJARTALAGAÐ hálsmen úr blóð- steini með silfurkeðju tapaðist frá Búðagerði 5 í strætó um Sogaveg og niður á Hlemm. Upplýsingar í síma 14441. Hlífðarplast GLÆRT hlífðarplast af skipti- tösku með bleikum bryddingum fauk í Klyfjaseli að kvöldi 3. nóv- ember. Finnandi vinsamlega hringi í síma 687991. GÆLUDÝR Köttur fæst gefins EINS árs, kolsvört læða, kassavön og barngóð, óskar eftir að komast á gott heimili. Upplýsingar í síma 624654. Hvolpar fást gefins TVO hvolpa, 5-7 mánaða, langar að fá gott heimili. Þeir eru vel upp aldir og skemmtilegir. Upplýs- ingar í síma 685693 fyrir hádegi. Páfagaukar FALLEGIR páfagaukar í stóru búri óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 687348. Köttur í heimilisleit SKOTTA, eins árs gömul læða, svört og hvít, óskar af sérstökum ástæðum eftir nýju kattavina- heimili. Hún er geld og eyma- merkt, fjörug og bamgóð. Upp- lýsingar í síma 666191. Kettlingar ÞRIR kettlingar, einn högni og tvær læður, óska eftir góðu heimili. Þeir em rólegir, blíðir og góðir. Upplýsingar í síma 672582. Týndur köttur ÞRÍLIT bröndótt læða, brún, svört og hvít, nokkurra mánaða gömul, hvarf frá Unufelli 27, fyrir nokkmm dögum. Hennar er sárt saknað. Upplýsingar í síma 72318. Köttur á flækingi ÞESSI köttur hefur verið á flæk- ingi við Elliðavatn í a.m.k. fímm ár (síðasta eina og hálfa árið í föstu fæði). Þetta er ógeltur fressköttur, orðinn blíður og góð- ur og mjög margt í fari hans sem bendir til þess að þetta sé fyrrum heimilisköttur. Hann er svartur og hvítur með svart skott og vinstri afturfótur að mestu svart- ur. Ef einhver kannast við þenn- an kött er hann beðinn að hafa samband við Hallveigu í síma 673621 á kvöldin. Fölsk melódía Grein vegna ummæla landlæknis um framburð geðlæknis Frá Þórði R. Stefánssyni: 1. Það er ef læknir fengi vitn- eskju um meiriháttar skemmdarverk eða glæp sem beinlínis varðar al- mannaheill þá megi bijóta trúnað. 2. Að dómari getur óskað eftir upplýsingum læknis ef hann telur það hafi þýðingu fyrir dóm. 3. Að læknir geti krafist þess að veita upplýsingar í einrúmi og síðan er það dómarans að ákveða hvort hann notfæri sér það. 4. Og önnur lög sem geta verið fyrir hendi, eða sem ekki hafa kom- ið fram. Aðalreglan er sú að geðlæknar, sálfræðingar og læknar mega ekki samkvæmt lögum veita fyllsta trún- að. Geðlæknar og sálfræðingar segja sjúklingum sínum ekki hvaða rétt- indi þeir hafi, ljúga reyndar ef þeir vita ekki betur, að allt sem sjúkling- ar segja og gera má nota gegn þeim síðar stangist það á við lög. Sú almenna regla að einstaklingur í meðferð geti tjáð sig opinskátt og af einlægni stenst ekki eða takmark- ast verulega, því hvaða mannlega þáttinn varðar eru lögin oft skammt undan. Allt sem hann tjáir sig um, hefur gert, gerir eða gæti hugsan- lega gert má nota gegn honum síð- ar. Hvað telst meiriháttar skemmd- arverk eða glæpur er bundið tíðar- anda og mati læknis eða dómara hveiju sinni þvi flest brot varða al- mannaheill. Trúnaður gagnvart geð- lækni eða sálfræðingi er minna met- inn en gagnvart lögreglu, því hún lætur þó viðkomandi vita við hand- töku að allt sem hann segir eða gerir megi nota gegn honum síðar. Sú regla að einstaklingur i meðferð hjá geðlækni eða sálfræðingi megi og geti tjáð sig af einlægni og opin- skátt sem er stór þáttur í meðferð- inni og ein af forsendum þess að árangur náist er brostinn. Hann verður að vega og meta hvert orð sem hann segir geðlækni og sálfræð- ingi vitandi það að dómarar og kannski fleiri aðilar fái vitneskju um það og geti notað gegn honum síð- ar. Þar með er ekki lengur um fyllsta trúnað milli þeirra að ræða. Hlut- verk geðlækna og sálfræðinga er að lækna og koma í veg fyrir að fólk fari sér að voða eða skaði aðra. Þeirra hlutverk er ekki að dæma einstaklinga eða stuðla að þyngri refsingu. Til að skapa fullt trúnaðartraust þarf lagabreytingu, skýrari lög. Þangað til eru orð geðlækna, sál- fræðinga og lækna marklaus eða óljós varðandi trúnaðartraust nema þeir taki þátt í að bijóta lögin. ÞÓRÐUR R. STEFÁNSSON, Hraunteigi 11, Reykjavík. Pennavimr Fjórtán ára japönsk stúlka með mikinn áhuga á Islandi: Emi Hiura, 5-6 Nakahon 2-chome, Shobara-shi, Hiroshima, 727 Japan. Bandarísk þriggja barna móðir með margvísleg áhugamál vill skrif- ast á við konur: Penny McEachin, 545 South 7th Street, Creswell, Oregon 97426, U.S.A. Frá Þýskalandi skrifar maður á þrítugsaldri með áhuga á útivist, sundi, kajakróðri og flugdrekaflugi: Volker Banschbach, Miilweg 23, 74850 Schefflenz, Germany. LEIÐRÉTTING Islenzkir búningar Síðastliðinn sunnudag var frá því skýrt í Fólki í fréttum að á Hard Rock Café hafí verið haldið upp á svokallaða Halloweendaga. Sagt var frá því að búningar starfsfólks hefðu verið fluttir inn frá Banda- ríkjunum. Það er ekki rétt, því þeir voru hannaðir af íslenzku fyrir- tæki, sem nefnist Spor í rétta átt. Þetta leiðréttist hér með. 41 SJÁLFSRÆKT 5 vikna námskeið sem fjallar um uppeldi, sjálfsvirðingu, ást og samskipti, líkamsrækt, mataræði, jákvæða hugs- un, markmiðasetningu, öndunaræfingar, slökun, hug- leiðslu og lögmál velgengni. ítarleg námsgögn og einkatími. Tími: 13. nóvember - 11. desember, laugardaga kl. 9-11 og miðvikudaga kl. 20-22. Leiðbeinandi Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur. Stjörnuspekistöðin, Kjörgarði, Laugavegi 59, sími 10377. Fiat Uno Arctic - fyrír norðlægar slóðir Bestu bílakaupin! Uno Arctic býðst nú á miklu lægra verði en sambæri- legir bílar frá V-Evrópu og Asíulöndum. Ve rð frá748.000 kr. á götuna, ryðvarinn og skráður. Það% borgar sig að gera verðsamanburð við aðra bíla. Við tökum gamla bílinn upp í og lánum allt að 75% kaupverðs til 36 mánaða. Komið og reynsluakið ÍTALSKIR BÍLAR HF. Skeifunni 17-108 Reykjavík-sími (91) 677620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.