Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 259. tbl. 81.árg. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1993 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Ráðstefna aðildarríkja Lundúnasáttmálans Bann við losun geislavirks úr- gangsí sjóinn Lundúnum. Reuter. ÞRJÁTÍU og sjö aðildarríki Lundúnasáttmálans samþykktu í gær algjört bann við losun geislavirks úrgangs í hafið. Fimm ríki - Belgía, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland - sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Rússar hafa verið langmestu syndaselirnir og árum eða áratugum saman hafa þeir losað sig við geislavirkan úrgang með því að kasta honum í sjó, ýmist í Norðurhöfum eða í Kyrrahafi. Þá hafa þeir einnig kastað honum í ár í Rússlandi og þaðan hefur hann borist til sjávar. Þeir hafa þó góð orð um að hætta þessu fái þeir aðstoð við að koma upp geymslum í landi. Bannið tekur gildi eftir 100 . daga en ríki se'm ekki samþykktu bannið verða ekki bundin sam- þykktinni beri þau fram formleg mótmæli áður en bannið öðlast gildi. „Þetta er sögulegt skref hjá að- ildarríkjum Lundúnasáttmálans í þá átt að hreinsa heimshöfin í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Clifton Curt- is, talsmaður umhverfisverndar- samtakanna Grænfriðunga, og bætti því við, að á ríki, sem brytu gegn samþykktinni, yrði litið sem varga í véum. Áfram bundin upprunalega sáttmálanum 71 ríki undirritaði Lundúnasátt- málann árið 1972 en hann kvað á um bann við losun efna með mikla og meðal geislavirkni. Ríkin sem ekki samþykktu algjört bann verða áfram bundin upprunalega sáttmál- anum. Bretar og Frakkar voru andvígir algjöru banni og hélt breski fulltrúinn því fram, að rann- sóknir sýndu, að takmörkuð losun geislavirkra úrgangsefna hefði eng- in skaðleg áhrif á lífríkið í sjónum. Umhverfisráðherra Rússlands sagði á ráðstefnunni, að ríkisstjóm sín hygðist hætta að kasta geislavirk- um efnum í sjó eftir tvö ár og jafn- vel á næsta ári en það færi þó eft- ir þeim styrk, sem Rússar fengju til að koma upp geymslum í landi. Heimsslit ekki um helgina Kiev. Reuter. TALSMAÐUR innanríkis- ráðuneytísins í Ukraínu sagði í gær að sértrúarsöfn- uðurinn Hið stóra hvíta bræðralag myndi að líkind- um leysast upp og fjara út þar sem Ijóst væri, að ekkert yrði úr heimsendi um helg- ina. Spádómar þar að lútandi voru sá grunnur sem söfnuð- urinn stóð á. Um 800 safnaðarmenn hafa verið hnepptir í varðhald síð- ustu daga en sjálfur leiðtoginn, Marina Tsvygun, og maður hennar, Yuri Krivonogov, voru fangelsuð á miðvikudag. í gær var Tsvygova ákærð fyrir að stofna til óláta á almannafæri. Allt var með kyrram kjörum í Kiev í gær en Tsvygun Iætur þó ekki deigan síga og hélt því enn fram úr fangaklefa sínum í gær að ekkert gæti hindrað ragnarök á sunnudag. « % ■ - U'. ■ œmim - É§É I* | ! - ■ x. Z sj’ jyteivíit- - | i pa ■ Morgunblaðið/Már Hólm og Siguijón Kristjánsson 1 fangbrögðum viðísinn HÓLMANESIÐ SU kom úr Smugunni fyrir þremur dögum með heldur lítinn afla enda lentu þeir í hinu versta veðri, um 10 vindstigum og 18 stiga frosti. Að sögn Más Hólms, skipstjóra á Hólmanesinu, hefði það verið eina ráðið til að forðast ágjöf og ísingu að sigla upp að ísbrúninni en þar er jafnan lítill sjór. Myndin er af Hólmanesinu umluktu ís en á innfelldu myndinni má sjá hvítabirni, birnu með hún. Skipveijar sáu eina tíu hvítabirni er'mest var og þegar þeim var boðinn hákarl, sem til var um borð, runnu þeir að skipinu eins og þegar fénu er gefið á garða. Sjá „Leituðu vars ..." á bls. 4. Króatar viija ekki að múslimar nái sprengiefnaverksmiðju Hóta að tortíma dal með „helsprengju“ Vitez. Reuter. KRÓATAR í Bosníu hafa breytt sprengiefnaverksmiðju í bænum Vitez í miðhluta Iandsins í nokkurs konar „helsprengju", sem þeir segjast munu sprengja áður en hún falli í hendur múslimum. Segja þeir, að þá muni allur bærinn og næsta nágrenni þurrkast út. Fulltrú- ar sljórnvalda í Króatíu og Bosníu ræddu í gær um leiðir til að binda enda á stríðið milli Króata og múslima í Bosníu en það hefur harðn- að mjög síðustu daga. Austur-Evrópuríkin Fái aukaað- ild að VES Varsjá. Reuter. FRAKKAR og Þjóðverjar hétu í viðræðum við Pólveija í gær að vinna að því að Austur-Evrópu- ríkin fengju aukaaðild að Vestur- Evrópusambandinu, (VES/WEU), varnarbandalagi Evrópubanda- lagsrílga. I sameiginlegri yfirlýsingu Klaus Kinkels, utanríkisráðherra Þýska- lands, Alains Juppe, utanríkisráð- herra Frakklands, og Andrzej Olec- howskis, utanríkisráðherra Pól- lands, segja þeir, að þau ríki, sem hafa gert aukaaðildarsamninga við EB, eigi einnig að geta orðið auka- aðilar að VES. Er litið svo á, að með þessu sé verið að koma til móts við Austur-Evrópuríkin eftir að vonir þeirra um aðild að Atlants- hafsbandalaginu, NATO, dofnuðu. Reuter Heimsins stærsti snjókarl ÞAÐ þurfti fjallgöngumenn til að ljúka við smíði stærsta snjókarls í heimi en hann stendur í bænum Saas Fee í Sviss og er 27,5 metra hár. Hefur hann verið í smíðum í þijár vikur og hefur verið reiknað út, að hann vegi um 800 tonn. í verksmiðjunni eru þúsundir tonna af sprengiefni og sýru og er þegar búið að gera ráðstafanir til að sprengja hana upp. „Við erum með sprengiefni af öllum gerðum, sem getur tortímt öllu og öllum í Lasva-dalnum. Það eru síðustu for- vöð að koma í veg fyrir stórslys," sagði Nikola Krizanovic, yfirmaður verksmiðjunnar. „Konan mín, fjöl- skyldan, bærinn minn og ég sjálfur munum farast í hamförunum." Gífurleg sýrusprenging Að sögn sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna mun myndast gífurlegt sýruský við fyrstu sprenginu í verk- smiðjunni og síðan mun það springa með enn meiri afleiðingum. Her- menn múslima sitja um Lasva-dal þar sem 65.000 Króatar búa og það er eitt af helstu hernaðarmarkmið- um múslima að ná verksmiðjunni á sitt vald. Þrátt fyrir vopnasölubann fá Serbar og Króatar í Bosníu vopn frá Serbíu og Króatíu en múslimar hafa ekki átt í nein hús að venda. Mate Granic, utanríkisráðherra Króatíu, kom í gær til Sarajevo til viðræðna við fulltrúa Bosníustjórn- ar um einhvers konar vopnahlé eða frið milli Króata og múslima. Bar- dagar milli þeirra í miðhluta lands- ins hafa verið harðir síðustu daga og í gær réðust múslimar á króat- íska bæinn Kiseljak, sem er 30 km fyrir vestan Sarajevo. ----...... Þýskaiand Járnbrautir einkavæddar Bonn. Reuter. ÞÝSKA sljórnin tilkynnti í gær, að áætlanir um að einkavæða ríki- sjárnbrautirnar væru í höfn og kæmu til framkvæmda á næsta ári. Gífurlegt tap hefur verið á rekstri þeirra. Um er að ræða málaniiðlun milli ríkisins og forsætisráðherra þýsku fylkjanna og Matthias Wissman, samgönguráðherra Þýskalands, sagði í gær, að nú sæi fyrir endann á þeirri gífurlegu hít, sem járnbraut- irnar hefðu verið. Það verður þó dálít- il bið á því vegna þess, að ríkið verð- ur að greiða skuldirnar á árunum 1995-2000 en þær eru um 3.900 milljarðar ísl. kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.