Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 4
VEÐUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 Afrakstur Hólmanessins í Smugunni rýr eftir fimm sólarhringa barning l i VEÐURHORFUR I DAG, 13. NOVEMBER YFIRLIT: Norður af Vestfjörðum er 980 mb lægð sem þokast norðaust- ur, en á Grænlandshafi verður áfram lægðardrag. Um 200 km austur af Gerpi er vaxandi 984 mb lægð sem hreyfist hratt norður. SPÁ: Suðvestan kaldi eða stinningskaldi með allhvössum éljum sunnan- lands og vestan, og eins vestan til á Norðurlandi, en hægari vindur og lengst af bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi. Vægt frost víðast hvar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Vestlæg eða suðvestlæg átt. Eljagangur um vestanvert landið og austur með suðurströndinni en bjart veður á Norð- austur- og Austurlandi. Vægt frost um mestallt land. HORFUR Á MÁNUDAG: Vaxandi lægð mun fara norður yfir landið, lík- lega hvöss sunnanátt, rigning og talsvert hlýnandi um austanvert land- ið en breytileg átt og slydda vestanlands, HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Suðvestanátt og aftur kólnandi. Él sunnan- lands og vestan en léttir til norðaustanlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu (slands - Veðurfregnir: 990600. o A ■A o Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, Heiöskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. r r r * r * * * * • A * 10° Hitastig r r r r r * r r * r * * * * * V V V V Súld J Riqnina Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él = Þoka ' FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Talsverður snjór er nú á Suðvesturlandi og hætta á skafrenningi. Fært er um vegi f nágrenni Reykjavíkur og þaðan til Suðurnesja. Einnig er fært um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði. Vegir á Suðurlandi eru færir en víðast er þar hálka. Talsverð hálka er einnig á vegum á Vestur- landi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Á Vestfjörðum eru flestir veg- ir færir en víða skafrenningur á heiðum, en nú undir kvöld var færð tekin að þyngjast á Kletthálsi. Þorskafjarðarheiði er ófær og þungfært um Strandasýslu norðan Bjarnarfjarðar. Á Norðurlandi eystra og á Aust- urlandi er góð færð á vegum en nokkur hálka á heiðum austanlands. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og á grænni línu, 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR Vl'ÐA UM HEIM kl. 12.00 i gær að isl. tima Akureyri Reykjavík hiti veður +1 léttskýfad +1 snjdéi Bergen 4 Helílnki +3 Kaupmannahöfn 8 Narssarssuaq r-16 Nuuk +8 Ósló 1 Stokkhólmur 2 Þórshöfn 6 rigning léttskýiað skúrir léttskýjað snjókoma rigning rigning skýjað Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal New York Orlando Parfs Madelra Róm Vín Washington Winnipeg 20 9 7 3 8 8 8 11 15 5 14 17 15 3 12 13 10 18 4-1 8 44 léttskýjað hálfskýjað vantar skýjað léttskýjað vantar skýjað skýjað léttskýjað léttskýjað skýjað skýjað léttskýjað súld skúr þokumoða atskýjað léttskýjað skýjað vantar súld skýjað heiðskfrt „VEÐURHÆÐIN hefur verið um 10 vindstig og frostið komst upp í 18 stig. Við slíkar aðstæður getur ísingin orðið 15 cm á klst. og eina ráðið er að hreyfa skipið sem minnst. Menn eru náttúrlega illa staddir í Smugunni ef eitthvað ber útaf, vega- lengdin er of löng fyrir norsku þyrlumar og eina hjálpin er næstu togarar," sagði Már Hólm skipstjóri á Hólmanesi SU, sem lenti í illviðri í Smugunni á dögunum. Már sagði að skipið hefði aldrei verið í hættu vegna þess að ísrönd- in var skammt undan og því tiltölu- lega lítill sjór. Hann sagði að við þessar aðstæður væri eina ráðið að sigla með varúð svo að skipið tæki ekki á sig sjó. Hólmanesið hefði aldrei verið í hættu en ísingin þó orðið svo mikil að það fannst vel á viðbrögðum skipsins. Reynt hefði verið að berja ís af skipinu og hefði það verið illt verk og ár- angurslítið. Isbirnir Már sagðist hafa brugðið á það ráð að sigla inn í íshroðann og bíða þar á þriðja sólarhring þar til veðr- ið gekk niður. Svo mikil hreyfing var á sjónum að ísinn náði ekki að ’frjósa saman, en Már sagði að þess yrði að gæta að fara ekki of langt inn í rekísinn því þá gætu skip hæglega frosið föst. Þarna komu ísbirnir að skipinu og töldu skip- veijar tíu bimi þegar mest var. „Ekki veit ég hvernig í ósköpunum máttarvöldunum hefur dottið í hug að útbúa svona skepnu. Sjávarhit- inn var 4-1,7 gráður, frostið 18 gráður og veðurhæðin tíu vindstig, en birnimir virtust alsælir þó þeir fengju bað öðru hveiju. Við vorum með hákarl um borð og þeir söfnuð- ust að skipinu þegar við fórum að gefa þeim eins og rollur á garð - það var eins og þeir rynnu á lykt- ina úr öllum áttum,“ sagði Már. Skipin vanbúin Már sagðist hafa litla trú á vetr- arveiðum í Smugunni enda væru skipin vanbúin til veiða þar. Hann sagði að í þessum ógnar kulda gæti olían þykknað svo mikið að hún næðist ekki af tönkunum og allt neysluvatn frysi um borð. Af- raksturinn af Smugutúrnum var ekki mikill hjá Hólmanesinu, um 15 tonn af fiski eftir sex sólar- hringa siglinu frá Reykjavík og fimm sólarhringa baming í ís og myrkri. Már sagði að sig langaði ekkert í Smuguna aftur enda mun Hólmanesið ekki fara þangað á veiðar að sinni. í klakabrynju í 18 stiga frosti og 10 vindstigum er ísingin Hjót að safnast upp og ekki heiglum hent að berja ís af skipi við þessar aðstæður. ísskip ÍSINGIN leggst jafnt á allt og gefur hlutunum torkennilegt útlit í heimskautanótt- inni. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Vopnabúr Hörður Óskarsson aðstoðarvarðstjóri með hálfsjálfvirkan riffill af bandarískri gerð sem fannst á heimili mannsins. Leituðu vars í íshroðanum V ÍDAGkl. 12.00 Heimíld: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kf.'16.30 í gær)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.