Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 A^RSAURhf" Fasteignasala Borgartúni 33 -105 Reykjavík £ 62 43 33 Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteigna- og skipasali Félag Fasteignasala Opið í dag laugardag kl. 14-16 Safamýri. Falleg 4ra herb. íb. á 2. hæð m. bílsk. Laus strax. Verð 8,4 millj. Við væntanlegan golfvöll í Kópavogi??? Glæsil. 4ra herb. íb. Parket á gólfum. Flísal. bað, ný eldhinnr. Verð 7,5 millj. Flúðasel. 4ra herb. vönd- uð íb. ásamt stæði í bílskýli. Verð 7,9 millj. Fossvogur. 4ra herb. 107 fm nýleg íbúð á 1. hæð m. bílskúr. Flfurimi. Ný 103 fm efri sérhæð ásamt bílsk. Verð 8,6 millj. Vesturbær - Kóp. 190 fm par- hús ásamt innb. bílsk. Skipti á minni eign k'oma til greina. Fiskakvísl. Vandað 214 fm enda- raðh. með 38 fm bílsk. Brattatunga. 214 fm keðjuhús með bflskúr. - Vandaðar innr. Mögul. á séríb. á jarðhæð. Tjarnarmýri. Nýtt mjög vandað 267 fm raðhús m. bílskúr. Grænamýri. Giæsii. nýtt 256 fm einbhús m. bílskúr. Til afh. strax. MiðhÚS. Mjög vandað nýtt ein- býli/tvíbýli, alls 254 fm ásamt innb. bílskúr. Vantar allar stærðir fasteigna á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Höfum til sölu eða leigu atvinnuhúsnæði af ýmsum stærðum og gerðum. Verslunarhúsnæði við Grensásveg Til sölu eða leigu ca 450 fm glæsilegt verslunarhúsn. ásamt 127 fm lager á jarð- hæð. Góð greiðslukjör og hagst. verð. 624333 Tekjutenging í heilbrigðiskerfi — ekkert nýtt fyrir sjálfstæðismenn Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! eftir Láru Margréti Ragnarsdóttur í leiðara Morgunblaðsins 9. nóv- ember sl. var flallað um tekjuteng- ingu í heilbrigðiskerfinu og þá flóknu stöðu sem heilbrigðisþjónustan og íjármögnun hennar hefði. Leiðara- höfundur hefur svo sannarlega á réttu að standa þegar hann segir embætti heilbrigðis- og trygginga- ráðherra að verða eitt erfíðasta ráð- herraembætti í ríkisstjórninni. Það liggur í eðli heilbrigðisþjón- ustunnar að umfang hennar hefur á undanfömum árum vaxið hratt og mun enn fara vaxandi. Vöxturinn skýrist m.a. af því að þjóðinni fjölg- ar, öldruðum fjölgar og tækninni fleygir fram. Sífellt koma fram nýj- ungar sem geta lengt lífíð, hjá ung- um sem öldruðum, og erfitt er að hafna þessum nýjungum af fjárhags- legum ástæðum eða vegna tíam- bundinna efnahagslegra erfiðleika í þjóðfélaginu. Það samræmist ein- faldlega ekki grundvallarsiðfræði þjóðfélags okkar tíma. Þó hafa menn orðið að staldra við á síðustu árum og spyija hversu langt eigi að ganga í nútíma lækningum og hvort þjóðfé- lagið hafí efni á slíku. Fyrir um tveimur áratugum var flármögnun heilbrigðisþjónustu gegnum gömlu sjúkrasamlögin lögð niður og hefur heilbrigðisþjónustan síðan verið ijármögnuð beint úr ríkis- sjóði. Það hefur á undanförnum árum verið á valdi ráðherra málaflokksins og ríkisstjómar að ákveða hversu mikið eigi að veita tii þessa verkefn- is og hvernig flármunum skuli skipt. Þessar ákvarðanir hafa þó ekki nauð- synlega endurspeglað vilja almenn- ings í þessu efni, en kannanir hafa sýnt að meiri hluti þjóðarinnar vill fremur auka hlut sinn til heilbrigðis- mála en annarrar ríkisútgjalda. Tryggingahugtakið og tekjutenging Það er því ekki að ástæðulausu að sjálfstæðismenn hafa í áraraðir rætt þá hugmynd að „aftengja" framlög til heilbrigðismála frá öðrum ríkisútgjöldum og endurvekja trygg- ingahugtakið. Þannig megi fjár- magna heilbrigðisþjónustuna með mörkuðum tekjustofni sem óháður væri ríkisíjármálum hveiju sinni. I ályktunum landsfundar flokksins í mars 1991 segir svo: Sjálfstæðis- flokkurinn vill endurvekja sjúkra- tryggingar fyrir almenning sem verði starfræktar í stærri rekstrareining- um en var á tímum sjúkrasamlag- 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori KRISTINN SIGURJONSSON. HRL. lóggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu - eignir sem vekja athygli: Nýtt einbýlishús - mikið útsýni Glæsilegt timburhús á tveimur hæðum samtals 164,3 fm. Snyrting á báðum hæðum. 4 svefnherb. Bflskúr 35,2 fm auk geymslurisi. Lóð frág. að mestu. Gamla góða húsnæðislánið um kr. 3 millj. Tilboð óskast. Selvogsgrunn - glæsilegt einbýlishús Steinhús ein hæð 171,2 fm. Vel byggt og vel með farið. Töluvert endurn. Góður bílskúr. Glæsilegur trjágarður. Endurnýjuð sérhæð á Lækjunum Stór og góð efri hæð, 5 herb., í fjórbhúsi. Nýtt parket, gler o.fl. Gott forstofuherb. með sérsnyrtingu. Góður bflskúr. Langtímalán kr. 6,2 millj. Skammt frá Háskólanum Einstaklingsíbúð 2ja herb. 56,1 fm á 1. hæð, jarðhæð. Sérinng. Innr. og tæki altt nýtt. Hveragerði - frábær greiðsiukjör Einbýlishús ein hæð tæpir 120 fm. 4 svefnherb., tvöf. stofa. Bflskúr með geymslu um 30 fm. Eignaskipti mögul. Tilboð óskast. í gamla góða Vesturbænum 5-6 herb. efri hæð. Allt sér. Góður bílskúr. Trjágarður. Þríbýlishús byggt 1967. Tilboð óskast. Eignir óskast á skrá: Þurfum að útvega traustum kaupendum: Sérhæð í Hlíðunum, húseign með tveimur íbúöum, góðar hæðir í Þingholtunum, húseign í gamla bænum, má þarfnast endurbóta. Eignaskipti möguleg. • • • Opið á morgun f rá kl. 10-14. Teikn. á skrifst. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAIAN lÁugÁvÉgmTsÍMAR 21150-21370 anna. Iðgjald, sem verði tekjutengt, innheimtist sem hluti af sköttum og skatthlutfall lækkar sem nemur hlut- falli iðgjalds. Réttindi til þjónustu verði óháð tekjum.“ Þessi stefna var síðan ítrekuð á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins í sl. mánuði, örlítið breytt. í tillögum til verkefnahóps Sjálf- stæðisflokksins við kosningaundir- búning 1991 lagði málanefnd flokks- ins um heilbrigðis- og tryggingamál ennfremur til að hin svokölluðu þjón- ustugjöld yrðu hlutfallsgreiðslur, en með ákveðnu þaki. Sérstök ákvæði ættu að gilda um þá sem minna mættu sín efnahagslega, s.s. aldraða, börn, öryrkja og þá einstaklinga sem' þurfi stöðugt eða um tíma á reglu- bundinni, tíðri þjónustu að halda. Við upphaf stjórnarsamstarfs 1991 var heilbrigðisráðherra og að- stoðarmanni hans kynnt ítarleg framangreind stefna sjálfstæðis- manna í fjármögnun heilbrigðisþjón- ustunnar og geymir ráðuneytið vafa- lítið enn gögn frá þeim tíma. Það kemur því spánskt fyrir sjónir þegar heilbrigðisráðherra svarar ályktun- um landsfundar Sjálfstæðisflokksins á þann veg að skilja megi að sjálf- stæðismenn byggi fremur á kenning- um ráðherrans en öfugt. Eftir alla þá kynningu sem sjálfstæðismenn hafa gefið heilbrigðisráðuneytinu á áralangri stefnu flokksins hlýtur ráð- herrann að hafa haft möguleika á Lára Margrét Ragnarsdóttir „Það er því ekki að ástæðulausu að sjálf- stæðismenn hafa í ára- raðir rætt þá hugmynd að „aftengja“ framlög til heilbrigðismála frá öðrum ríkisútgjöldum og endurvekja trygg- ingahugtakið.“ að kynna sér hana a.m.k. jafnskjótt og hann tók við embætti. Skammtíma-/langtíma sjónarmið Hins vegar hefur það verið ósk sjálfstæðismanna að tryggingakerfið verði skoðað í heild sinni með það í huga að endurvekja tryggingakerfið og 'koma á tekjutengdum iðgjöldum. Það er framtíðarsýnin, og taldi lands- fundur Sjálfstæðisfiokksins nefskatt ekki samrýmast framtíðarstefnu flokksins. Menn skulu ekki rugla saman skammtíma- og langtímasjón- armiðum. Þegar íslenskt efnahagskerfí stendur á tímamótum er nauðsynlegt að taka til gagngerrar endurskoðun- ar alla þætti ríkisfjármála og leita frumlegra jafnt sem hefðbundinna lausna sem leiða til framþróunar en jafnframt kostnaðarlegs aðhalds. Einkum á þetta við í svo viðkvæmum og veigamikium málaflokki og heil- brigðisþjónustan er. Eg vænti þess að eiga gott sam- starf við heilbrigðisráðherra um end- urskoðun á fjármögnun heilbrigðis- þjónustunnar. Sjálfstæðisflokkurinn er ávallt reiðubúinn í samvinnu tii að hrinda í framkvæmd áralangri stefnu sinni. Höfundur er einn afalþingis- mönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmi. HfengGsft dddID Umsjónarmaöur Gísli Jónsson Sögnin að þvarga merkir m.a. að þrefa og kýta, líklega rótskyld lýsingarorðinu þvari (= sleif) og þvara. Þá er lýsing- arorðið þvargur til í merking- unni stamur, beiskur, og gefur Ásgeir Blöndal dæmið „kyngja þvörgu munnvatninu“. Hann hafði og séð dæmi þess að þvargur væri = þrár, þyrrk- ingslegur. Nafnorðið þvörgull (sem ekki er í Blöndal né Árna- postillu = OM) hefur Ásgeir Blöndal í merkingunni „þurr- pumpulegur maður“. Víkur nú sögunni til Péturs Jósefssonar á Akureyri. Hann spurði mig fyrir nokkru hvort ég þekkti orðið þvörgulslegur, þvörgulslegt, þvörgulslega. Eg var ekki viss, hélt kannski að saman slægi við það hjá mér orðinu svörgulslegur sem kon- urnar heima höfðu um grófan og lítt klæðilegan pijónafatnað. í Ijós kom að ekki var aðeins að finna orðið svörgulslegur, heldur nafnorðið svörgull = „eitthvað svert, klunnalegt; óliðlegur en duglegur maður“. Þetta var talið víxlmynd við svirgull og vitnað í orðin sverg- ulslegur og svurgull. Allt væri þetta líklega skylt sver, og sam- eiginleg merking var „gróft, klunnalegt, óþjált“. Víkur nú sögunni aftur til Péturs Jósefssonar. Þau á Orða- bók Háskólans vildu gjama vita hvaðan hann hefði orðið þvörg- ulslegur. Um það var ekki dæmi hjá þeim úr ritmáli, en í talmálssafn- inu var eitt dæmi um atviksorð- ið þvörgulslega frá Lúther Gunnlaugssyni í Veisuseli í Fnjóskadal: „Ég sagði að skyrt- an færi svo þvörgulslega að þyrfti að laga hana.“ Pétur Jós- efsson hafði einmitt heyrt um atviksorðmyndina eða þá hvor- ugkynsmyndina þvörgulslegt. Heimildarmaður hans var tengdamóðir hans Marzelína Kjartansdóttir frá Botni í Hrafnagilshreppi í Eyjafjarðar- sýslu. Hún hafði notað þess kon- ar orð um fatnað, t.d. peysu sem var „gróf og fyrirferðarmikil og fór líklega ilia“. Hún hafði gjarna sagt: Þetta er þykkt og þvörgulslegt. Pétur hafði heyrt aðra konu, jafnöldru Marzelínu, nota þetta orð í verslun á Akur- eyri. Pétri Jósefssyni er kærlega þakkað fyrir að koma þessari fræðslu á framfæri, enda hefur Orðabók Háskólans þá fengið þessi dæmi. En hvaða samband er á milli orðanna svörgulslegur og þvörgulslegur? í fyrsta lagi ríma þau saman, í öðru lagi gæti myndin með þ-inu hafa orðið til fyrst í munni einhvers sem smámæltur var, en langlík- legast þykir umsjónarmanni að þau séu mynduð sitt í hvoru lagi: þvörgull af þvarg og svörgull af *svarg, skylt sver, en Iíking orðanna svo mikil og merkingar- tengsl, að ekki sé að undra þótt þeim hafi slegið saman í vitund fólks. ★ Um magn og gæði. í Skálda- tíma Halldórs Laxness er einn alfyndnasti kaflinn Fjölskyldu- líf í Barcelona. Verður hér tek- inn úr honum smástúfur, þótt hann njóti sín ekki sem skyldi slitinn úr samhengi: „Ég minnist ekki að hafa nokkru sinni heyrt um þann svargikk sem með jafn ómót- mælanlegum yfírburðum og af- dráttarleysi afgreiddi spursfífl sín einsog þessi prófessor. Ég skal rifja upp eitt eða tvö tilsvör hans. Spyrillinn (mjög andaktug þýsk kennslukona): Herra pró- fessor, hvað teljið þér aðalmun- inn á siðuðum mönnum og villi- mönnum? Svar prófessorsins: Það er einginn munur. Meðal villi- manna einsog siðaðra manna er aðeins tvent til: magn 0g gæði. En því miður, kona góð, magn og gæði standast ekki á. Það eru aðeins til mjög fáir almenni- legir menn. Afgángurinn er ræflar. 718.þáttur Önnur spurning (ráðvönd 0g siðferðilega þroskuð persóna): Herra prófessor, ær það satt að papúar éti móður sína í staðinn fyrir að grafa hana; og ef svo er, hvaða álit hafið þér á þess- ari voðalegu þjóð? Svar prófessorsins: I þeim hópi manna sem éta móður sína í staðinn fyrir að grafa hana er bæði til magn og gæði. Aðeins lítill hluti þeirra sem hafa þessa venju eru almennilegir menn, afgángurinn er fífl. Nákvæm- lega sama hlutfall ræður hjá þeim sem hafa þann sið að grafa móður sína í staðinn fyrir að éta hana: aðeins lítill hluti af þeim sem hafa þá venju eru almenni- legir menn, afgángurinn er fífi.“ En hér fer á eftir annað og verra lesmál um magn og gæði, gripið nýlega af fjölmiðlavett- vangi: „Ég spilaði mikið á harmón- ikku, allavega að magni til... Sú magnþjónusta, sem menn fá, er umtalsverð... í svari fræðslustjóra umdæmisins við fyrirspurn ráðuneytisins kemur fram, að við nánari athugun hafí komið í Ijós, að niðurskurð- ur kennslumagns á milli skóla- ára sé mun minni en tilefni hafi verið til, þrátt fyrir minnkun heildarkennslumagns til fræðsluumdæmisins . . . meiri áhersla hafí verið lögð á að halda utan um heildartímamagn enda sé það mat fræðslustjóra, að meira máli skipti gæði kennslu einstakra námsgreina en magn.“ ★ Vilfríður vestan kvað: Ég held Ennu ekkert ferlega liði, þó plmarga óþverrasiði sér Eiríkur temdi, bæði lepti og lem(b)di, - eða lét hann ekki æmar í friði? Úr auglýsingu hér í Mbl. 12. okt. sl.: „Húsin skilast fullfrág. að utan en fokheld að innan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.