Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 11 Af hverjn reiðast heildsalamir F&A? eftir Friðrik G. Friðriksson Fyrir skömmu varð heilmikil uppákoma, þegar F&A fór að selja ákveðna vörutegund, jafnvel á lægra verði en Fríhöfnin í Keflavík. Það kostar peninga að reka heildsölu hér á landi, meiri peninga en tíðkast í nágrannalöndum okk- ar, og kemur þar til hátt vaxtastig, há tollgjöld á mörgum vörutegund- um og lánastarfsemi heildsalanna, sem hefur farið úr böndunum (en sá vandi er að mestu heimatilbú- inn). Samt eru takmörk fyrir því, hvað eðlilegt sé að leggja mikið á. Málið er einfalt. Þeir heildsalar, sem leggja óhóflega mikið á, hafa svig- rúm til að mismuna kaupmönnum gróflega, þ.e. láta kaupmanninn á horninu borga miklu hærra verð en stórmarkaðina. Þeir heildsalar sem leggja hóflega á geta ekki mismunað kaupmönnum með sama hætti (m.ö.o. geta ekki okrað á kaupmanninum á horninu). Stund- um lúta heiðarlegir heildsalar í lægra haldi fyrir stórmörkuðum, þannig að stórmarkaðirnir stuðla að hærra verði í öðrum verslunum. Stórmarkaðirnir, sem eru orðnir of stórir á íslandi, eiga það til að snið- ganga þessa heiðarlegu heildsala og neita að taka vörur þeirra til sölu, af því að þeir geti ekki boðið stórmarkaði miklu betri kjör en öðrum kaupmönnum. Hin óeðlilega stærð stórmarkað- anna hefur það því í för með sér, að það er erfítt að vera sanngjam heildsali í dag. Þetta kemur fyrst og fremst niður á þeim neytendum, sem af einhveijum ástæðum geta ekki eða vilja ekki versla í stór- mörkuðum. Og svo kemur þetta auðvitað niður á fólkinu í dreifbýl- inu, sem ekki hefur greiðan aðgang „Stefna F&A í þeim málum er einföld. Ef okkur er boðin innflutt vara o g íslensk á sam- bærilegu verði, þá velj- um við þá íslensku...“ að stórmörkuðum. Það þarf því ekki endilega að vera til hagsbóta fyrir neytendur almennt, þegar stórveldi eins og Bónus (ódýra deildin í Hagkaup) lýsir því yfir að það sé alltaf lægst í verði. Þetta kemur niður á vöruvali, samanber Mackintoshdósirnar, sem voru teknar úr hillum Bónusverslan- anna, eftir að upp komst að þær voru miklu ódýrari í F&A. Bónusverslanirnar eru þannig ekki til hagsbóta fyrir alla þá neyt- endur, sem þurfa að borga (í versl- un sinni á horninu eða úti á landi) allan afsláttinn sem Bónus fær hjá heildsölum . og framleiðendum. Þessir minni kaupmenn hafa oft enga möguleika á að lækka verðið án þess að verða gjaldþrota, og það hefur því miður orðið hlutskipti margra verslana. Okrið á neytendum fer ekki fram á smásölustiginu, heldur á heild- ssölu- og framleiðslustiginu. Það er stefna okkar hjá F&A að flytja sjálfír inn þær vörur sem innflytjendur leggja óeðlilega mikið á. Þess vegna er verð hjá okkur oft lægra en „í heildsölu“ hjá einkaumboðsmönnum, og kaup- maðurinn á horninu nýtir sér það í auknum mæli. Einstaklingar sem leggja leið sína í F&A upp á Foss- háls njóta'sömu kjara. En við erum líka með vörur í sölu frá heildsölum sem eru sanngjarnir. Hér sjáum við 'engin vandamál. Erfíðleikarnir eru hins vegar hjá íslensku framleiðendunum. Sama lögmál gildir um þá og heildsalana. Sumir mismuna kaupmönnum og aðrir ekki. Um þetta mál Ijallaði ég í grein minni í Morgunblaðinu 23. mars sl., „Af hveiju selur F&A enskt Coke?“. Stefna F&A í þeim málum er einföld. Ef okkur er boðin innflutt vara og íslensk á sambærilegu verði, þá veljum við þá íslensku, en við verslum ekki við íslenska framleiðendur sem mismuna kaup- mönnum gróflega, þ.e. okra á kaupmanninum á horninu — láta hann borga afsláttinn sem stór- markaðirnir fá. Ef allir hornakaupmenn stæðu saman og gerðu slíkt hið sama, þá væri röðin komin að íslenskum framleiðendum að endurskoða sín mál, til þess að verða ekki gjald- þrota. En því miður er engin sam- staða um slíkt hjá minni kaup- mönnum, bæði af því að þeir hafa nóg með sig og svo hitt að neytand- inn er kröfuharður og fer fram á ákveðið vöruúrval. Hvað er til ráða? A krepputímum er erfitt að hvetja neytendur til að auka versl- un sína við kaupmanninn á horn- inu, þar sem vöruverðið er hærra, en við geruip það samt. Þessir kaupmenn veita þægilega persónu- lega þjónustu, sem stórmarkaðirnir munu aldrei veita. Þeir sýna 'líka oft persónulega umhyggju, veita jafnvel sjúkum og öldnum heim- sendingarþjónustu. Það yrði hörmulegt ástand í verslunarmálum, ef eitt stórt fyrir- tæki réði einn daginn allri matvæla- verslun í landinu. Slæmt ástand fyrir íslenska framleiðendur, inn- flytjendur.og ekki síst neytendur. Við minnumst „dyflissunar Reykjavík og Mosfellsbær Staðreyndir um útsvar eftir Svein Andra Sveinsson Á borgarafundi í Hlégarði í Mos- fellsbæ nýverið, þar sem rætt var um sameiningu sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu, flutti bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Róbert Agnarsson, erindi. í máli sínu fann bæjarstjórinn sameiningu allt til foráttu, m.a. á þeirri forsendu að við sameiningu Mosfellsbæjar við Reykjavík myndi útsvar hækka stórlega. Skýringin væri sú, að Reykjavíkurborg neydd- ist til að hækka útsvarið stórlega vegna afnáms aðstöðugjaldsins; mun meira en Mosfellsbær, þar eð að- stöðugjaldið hefði vegið mun minna í tekjum Mosfellsbæjar. Undirritaður leiðrétti þetta á fundinum, en þar eð þetta virðist nokkuð útbreiddur misskilningur, sé ég mig tilknúinn til þess að leiðrétta hann í þessari grein. Afnám aðstöðugjaldsins í tillögum tekjustofnanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga er gert ráð fyrir því að aðstöðugjalda- missinum verði mætt með eftirfar- andi hætti: Hækkun á hámarki út- svars um 1,7%, hækkun fasteigna- skatts um 0,15% og með sérstökum skatti á skrifstofu- og verslunarhús- næði. En hvað þýðir þetta fyrir sveit- arfélögin tvö? Við afnám aðstöðugjaldsins missti Reykjavík í tekjum rúmlega tvo milljarða. Með þeim breytingum sem að framan greindi vantar Reykja- víkurborg enn um 188 milljónir. Hvert 0,1% gefur borgarsjóði rúm- lega 90 milljónir, þannig að til þess Sveinn Andri Sveinsson „Sameining þessara tveggja sveitarfélaga þýðir því sparnað fyrir Mosfellinga sem nemur um 15.000 kr. á ári fyr- ir fjölskyldu með 200.000 kr. mánaðar- tekjur.“ að borgin kæmi út á sléttu, þyrfti útsvar í Reykjavík að verða 8,6% í stað 6,7%, eins og nú er. Fulltrúar sveitarfélaganna hafa gefið sér, að á móti 1,7% hækkun útsvars kæmi samsvarandi lækkun tekjuskatts. Reykjavíkurborg myndi að sjálf- sögðu ekki hækka útsvarið umfram þessi 1,7%, enda hafa menn gefið sér að Reykjavíkurborg þyrfti að taka á sig einhvern tekjumissi við þessa tekjustofnabreytingu. Útsvar í Reykjavík færi því ekki yfir 8,4%. Útsvar Mosfellsbæjar í toppi Við afnám aðstöðugjaldsins missti Mosfellsbær rúmlega 26 milljónir í tekjur. Útsvar í dag er 7,5% og fram- lag úr jöfnunarsjóði rúmlega 50 milljónir. Við þær breytingar sem áður er getið kæmi Mosfellsbæ enn til með að vanta um 12 milljónir í tekjujöfnunarframlag úr jöfnunar- sjóði. Það kom fram í téðu erindi bæjarstjórans, að útsvarið hefði ver- ið hækkað, þar er þörf hefði verið á tekjujöfnunarframlagi vegna slakrar stöðu bæjarsjóðs. Til að koma jafnt út tekjulega þyrfti Mosfellsbær þannig að hækka útsvarið í hámark- ið, eða 9,2%. Það blasir við, að verði af samein- ingu, þá verða gjöld hins nýja sveitarfélags færð til samræmis við það sem nú er í Reykjavík. Útsvarið er 6,7% í dag í Reykjavík en 7,5% í Mosfellsbæ. Verði tillögur tekju- stofnanefndar að veruleika, verður útsvar í Reykjavík 8,4% en 9,2% í Mosfellsbæ. Sameining þessara tveggja sveitarfélaga þýðir því sparnað fyrir Mosfellinga sem nemur um 15.000 kr. á ári fyrir fjölskyldu með 200.000 kr. mánaðartekjur. Höfundur er borgarfulltrúi og formnður umdæmanefndar sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. Friðrik G. Friðriksson dönsku“ eins og Einar Bragi orðaði það. íslenskir framleiðendur og inn- flytjendur verða að sýna meiri ábyrgð og hætta að mismuna kaup- mönnum meira en sem nemur eðli- legum magnafslætti. Kaupmenn þurfa að sýna aukna samstöðu, það er lífsnauðsyn. Neytendasamtökin og dagblöðin ættu að skoða sín mál og vanda miklu betur til verðkannana sinna, sem hingað til hafa verið lítið ann- að en ókeypis auglýsing fyrir stór- markaðina, sem geta selt ákveðnar vörutegundir jafnvel undir kostnað- arverði til að koma vel út í könnun- um. Það er ekki að ástæðulausu að fyrrverandi verðlagsstofnun lagði slíka starfsemi af fyrir löngu. Kaupmaðurinn á horninu hefur ekkert svigrúm til að selja vörur undir kostnaðarverði án þess að verða gjaldþrota. Samkeppnisstofnun er ung stofnun sem er að átta sig á hlut- verki sínu. Við sjáum fyrir okkur eitt lykilhlutverk þessarar stofnun- ar, að hún geri markaðinn gang- særri, m.a. með því að fylgjast með, jafnvel birta verðskrár inn- flytjenda og framleiðenda, þar sem allt er tekið fram, magnafsláttur, greiðslukjör o.þ.h. — og aðallega þó að fylgjast með því að við þær sé staðið. Þannig getur neytandinn fyrst vitað að hveiju hann gengur og haft áhrif á gang mála og þannig fær hin fijálsa samkeppni að njóta sín á sanngjarnan og réttmætan hátt, almennt til hagsbóta fyrir alla neytendur. Höfundur er kaupmaður. K A T E L 10 ÁRA KATEL LISTHÚSINU, ENGJATEIGI 17, SÍMI 680969 OPIÐ LAUGARDAG 10-18 OG SUNNUDAG 14-18 Sýning í Hafnarfirði Astrid Ellingsen prjónahönnuður og Bjarni Jónsson listmálari opna sýningu í matsal Hvaleyrar laugardaginn 13. nóvemberkl. 14.00. Sýningin verður opin um helgar kl. 14.00- 19.00 og rúmhelga daga kl. 16.00-22.00. Sýningunni lýkur sunnudaginn 28. nóv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.