Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 13 Kjópum Guðna Stefánsson í 2. sætið Traustur maður með reynslu Heitt á könnunni. Ökum kjósendum á kjörstað ef óskað er, sími 644011. Kosningaskrifstofa, Kársnesbraut 110, kjallara, sími 44777. Stuðningsmenn. ÞRIGGJARETTA MALTIÐ FRÁKR.690 Kommissar Sús- amia og krossferðin Opið bréf til Odds Björnssonar frá Þór Rögnvaldssyni Prófkjör Sjálfstæðismanna í Kópavogi 13. nóvember 19931 Oddur! Mikið fannst mér leiðinlegt að lesa svar þitt við svokölluðum „rit- dómi“ Súsönnu Svavarsdóttir í Mogganum um daginn! Hvernig gastu fengið af þér, drengur, að gefa slíkan höggstað á þér? Veistu þá ekki — jú, auðvitað veistu það mæta vel! — að inntaksleysið er ekki svara vert? Þú svarar ekki einskis verðum ritdómi. Það sem ekki er svara vert, er heldur ekki svara vert; ekki! Svo einfalt er það mál! Súsanna Svavarsdóttir hefur eng- an sérstakan áhuga á leikhúsi; hefur aldrei gefið sig út fyrir það og er þar af leiðandi enginn alvöru gagn- rýnandi. Áhugamál S.S. liggja allt annars staðar eins og alþjóð veit. Það er því ekki annað en að skemmta skrattanum — eða bláeygð einfeldnin — að fjalla af einhverri einurð um markleysi (og þar með um leið eitthvert hugsanlegt gildi) „ritdóma“ hennar. Súsanna Svavarsdóttir er femín- isti; fyrst og síðast femínisti — allt annað fellur í skuggann fyrir þessu megináhugamáli „gagnrýnandans“. Þar liggur hundur grafinn. Leikhús- ið sem slíkt er ekki nema aukaatriði eða aukageta: þriðja- eða fjórða- flokks áhugamál. Skrif S.S. — sér- staklega skrif hennar um leikhúsið — eru því í raun og sannleika full- komlega óskiljanlegt og samhengis- laust rugl — nema að því tilskildu að þau séu sett í tilhiýðilegt sam- hengi við áhuga hennar á fem- ínisma. Þá greiðist líka svo sannar- lega úr flækjunni á augabragði og allt verður ljóst; sól skín í heiði! Hugtök eins og góður og vondur f „dómum“ hennar hafa m.ö.o. ein- göngu merkingu með skírskotun til femínisma hennar. Oddur, klingir þetta engri bjöllu hjá þér? Manstu ekki? Manstu ekki eftir Skáldatíma Halldórs Laxness; lýsingunni á því þegar þeir Bertholt Brecht hittust að máli í Berlín ’55 (Skáldatími, bls. 178). Brecht íjallar hér um þá sérstöku tegund af „gagnrýni" sem viðhöfð var í sælu- ríki kommúnismans (A-Þýskalandi) og sem starfaði samkvæmt þeirri formúlu að eitthvert tiltekið lista- verk sé að sönnu harla gott — en samt ekki „rétt“ (þjónar ekki mál- staðnum) og skuli því falla fyrir öxi ritskoðunarinnar. „Gagnrýni" sam- kvæmt þessari formúlu tekur m.ö.o. eingöngu mið af því hvort listaverk- ið þjónar hagsmunum „rétttrúnað- arins“ eða ekki. Þetta er þvi ekki gagnrýnt í neinum raunsönnum skilningi heldur formúla: gott verk er að sönnu gott — en samt vont (tjáir ekki hinn „rétta“ skilning hinnar „réttu" stefnu). Og auðvitað gildir formúlan jafnt ef hún er notuð á hinn veginn: vont verk er að sönnu vont verk — en samt gott; þ.e. ef það þjónar málstaðnum, o.s.frv. Oddur! Er það ekki aldeilis und- urfurðulegt sjónarspil að sjá þennan ófögnuð — þennan rétttrúnaðar- draug fallinnar hugmyndafræði — fara nú hamförum á síðum Morgun- blaðsins (Morgunblaðsins — af öll- um málgögnum! „Oðruvísi mér áður brá,“ sagði kellingin og glotti svo að skein í berar svartar hendur!) — og kallar sig leikhúsgagnrýni! Því Þór Rögnvaldsson „Súsanna Svavarsdóttir er femínisti; fyrst og síðast femínisti — allt annað fellur í skuggann fyrir þessu megin- áhugamáli „gagnrýn- andans“. Þar liggur hundur grafinn." verður hins vegar ekki á móti mælt að kommissar femínismans — kom- missar Súsanna — beitir lensunni fimlega þegar hún fellir sleggju- dóma sína, og er þá engu kviku eirt sem ekki játar hina einu sönnu trú! Og þó er það svo skrýtið að dómarn- ir eru í raun og sannleika ekki nema þrír; þ.e. „gott“, „ótrúlega gott“ og „ótrúlega vont“. Fyrst er það klassikin — hún er „góð“. Klassíkin hefur sér það líka til ágætis að vera í hæfilegri fjar- lægð og er því ekki að ybbast allt of mikið upp á femínískt hjarta kommissarsins. Og þó er ekki alltaf svo; ekki Strindberg t.d., Strindberg hefur svoleiðis áhrif á kommissarinn að hann bókstaflega sér — rautt. Verk þessa höfuðsnillings (Fröken Júlía t.d.) eru hreint ótrúlega vond; persónusköpunin flatneskjuleg o.s.frv. (Auðvitað er þetta hlægi- legt; auðvitað er þetta fyrir neðan allar hellur; auðvitað er þetta skammarlegt — að voga sér að kalla þetta gagnrýni . . . í stærsta blaði landsmanna.) Því næst eru það þau verk sem styðja „réttan málstað". Þessi eru „ótrúlega góð“. Hér ljúkast augu kommissarsins upp í barnslegri ein- lægni — og hann á ekki orð til að lýsa hrifningu sinni. Nú eru öll efnis- tök hnitmiðuð; persónusköpunin eft- ir því djúp. I sem stystu máli er formúlan þessi: Riddarinn góði á hvíta hestinum (þú veist: hálf-guð- inn sem steypt hefur verið af stallin- um: „mjúki maðurinn“ sem reyndist svo ekki vera túskildings virði og í besta falli stórt, ábyrgðarlaust, bam enda ekki einu sinni kvensterkur!) og vondi riddarinn á svarta hestin- um (þessi er í raun og sannleika fullkomið illmenni (enda karlmaður) — en hefur samt ótrúlegan kyn- þokka til að bera: sadisti) bergja til skiptis af blóði og lífsþrótti konunn- ar. Konan er því píslarvotturinn og í rauninni ekki annað en vængstýfð gúmmíönd (ó, þú hrjáða, hrelldra heimska! Hvílíkt þrugl!) — sem þó vill ekki alls kostar leggja árar í bát — og syndir samt! Oddur, ég held að það sé bráðum mál að linni. Ég hef þetta ekki mik- ið lengra. Auðvitað gefur það auga- leið að leikritið þitt dettur beint ofan í skúffu nr. 3. hjá kommissarnum; þá sem hefur fengið á sig merkimið- ann „ótrúlega vont“. í fyrsta lagi er verk þitt eitthvert athyglisverð- asta leikrit sem skrifað hefur verið á íslandi í áratugi. í öðru lagi fjall- ar það í engri grein um kúgun kvenna. Og að endingu: Þú ert ekki einu sinni „rétt kyn“, kallinn minn! Þarf frekari vitnanna við? Staðreyndin er sú að þú mátt auðvitað prísa þig sælan fyrir að hafa fengið „vondan“ dóm í Mogg- anum. Það táknar einfaldlega að engin smán hefur fallið á þína æru. „Vond“ gagnrýni í Morgunblaðinu er í raun og sannleika gulls ígiidi: gulltryggt sönnunargagn um það að verk þitt er heilsteypt og gott. Hugsaðu þér bara ef þessu hefði verið á hinn veginn farið; ef það slys hefði hent þig að fá „góða“ gagnrýni... Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda. Það rís enginn höfundur til lengdar undir slíkum ærumeiðingum. Þinn vinur, Þór. Höfundur cr heimspekingur. ■ KRISTNIBOÐSDAGURINN verður hátíðlegur haldinn með fjöi- skylduguðsþjónustu í Seltjarnar- neskirkju kl. 11 nk. sunnudag. Sr. Orn Bárður Jónsson, verkefna- stjóri á Biskupsstofu í safnaðarupp- byggingu, predikar. Eftir guðsþjón- ustuna verður kirkjugestum boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðar- heimilinu og verða þar umræður um trúmál og safnaðaruppbygg- ingu. Sr. Örn Bárður mun ræða sérstaklega um boðun trúar í þjóð- félagi okkar nú á dögum en hann stýrir sérstöku átaksverkefni þjóð- kirkjunnar á þessum áratug um uppbyggingu safnaðanna innan frá. Þeir dagar eru liðnir að trúboð sé eingöngu rekið fyrir fólk í fjarlæg- um löndum. Áberandi trúarleit fólks hér á landi sem i mörgum nálægum löndum hefur hrundið af stað átaki innan kirkjunnar til að byggja upp starf safnaðanna og sér þess þegar víða stað í stóraukinni og fjölbreytt- ari þjónustu. Kjósið Hjörleif Hringsson í 2. sæti á lista Sjálfstæöismanna í Kópavogi umhverfisvernd skipulagsmál íþróttamál heilbrigðismál Prófkjör Sjálfstæðismanna er opið öllum Kópavogsbúum Prófkjör í dag 13. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.