Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 h Innflutningsárátta utanríkisráðherra eftir Eggert Haukdal Þann 25. október sl. var felldur dómur í svonefndu skinkumáli, þar sem á reyndi hvort ákvæði búvöru- laga um rétt til takmörkunar á inn- flutningi landbúnaðarvara væru gagnslaus. Sú skoðun var studd af utanríkisráðherra, sem hvatti ein- dregið til innflutningsins. Þegar fyr- ir lágu skýrar ákvarðanir landbúnað- arráðherra og fjármálaráðherra um meðferð þessa máls, gekk hann svo langt að lýsa því yfir í fjölmiðlum að hann myndi heimila innflutning landbúnaðarafurða gegnum Kefla- víkurflugvöll, yrði eftir því leitað. I framhaldi af því leyfði hann inn- flutning á kalkúnalærum, sem var í andstöðu við gildandi lög og reglu- gerðir og í trássi við ákvörðun for- sætisráðherra um forræði þessara mála. Er áðurnefndur dómur féll í málinu, sem staðfesti innflutnings- bannið, var þó allt í einu svo komið hjá ráðherranum að það var sök rík- islögmanns að utanríkisráðherra skyldi hafa þessa skoðun á málinu og innflutningur kalkúnalæranna því ekki lögbrot af hans hálfu þó hann leyfði innflutninginn. Að vísu var þetta ekki ókunnugur tónn þar á bæ því í frægu smyglmáii á svína- bóg í sumar vísaði ráðherrann fjöl- miðlum á sinn betri helming og því var það að sjálfsögðu maki utanríkis- ráðherra en ekki hann sjálfur, sem var brotlegur við lög þegar uppvíst varð um smyglið. Rétt er að minna á að það var staðfest í umræðum á Alþingi að innflutningur kalkúnalæranna sem utanríkisráðherra leyfði gegnum Keflavíkurflugvöll hafi verið lögbrot. Allt skal galopið A sl. vori fór fram umræða á Alþingi um breytingar á innflutn- ingsákvæðum búvörulaga. Umræð- an snerist fyrst og fremst um það hvaða breytingar skyldi gera á Iög- gjöfinni til þess að láta ákvæði í EES-samningnum koma til fram- kvæmda. Þó svo að málið yrði ekki útrætt, af ástæðum sem ekki verður farið út í hér, bar enginn þingmaður fram þau sjónarmið að lagabreyting- in væri óþörf og ekki forsenda þess að EES-samningurinn gæti komið til framkvæmda. í sumar fór þó að bera á því að utanríkisráðherra teldi sig hafa gert samning við EB sem bæri að virða umfram íslensk bú- vörulög og að hann þar með og með hjálp viðskiptaráðherra væri búinn að koma svo málum fyrir ■ að inn- flutningur landbúnaðai'vara unninna sem óunninna væri galopinn. Þar með væri hann búinn að ná þeim árangri að koma í framkvæmd stefnu Alþýðuflokksins með hjálp erlendra aðila, þó svo ljóst sé að það flokksbrot sem hann veitir for- mennsku hefði enga möguleika á að koma henni fram eftir lýðræðis- legum leiðum heima fyrir. Fórnarkostnaður gar ðyrkj unnar Þann 14. apríl sl. átti að koma til framkvæmda algjörlega tollfijáls innflutningur tiltekinna blómateg- unda. Aðdraganda þess máls má m.a. rekja í skýrslu utanríkisráðu- neytisins frá 20. maí 1991. Þar er sagt að Evrópubandalagið hafi lagt fram lista um 72 suðrænar garð- og gróðurhúsaafurðir, sem það krefjist afnáms tolla á og það verði bundið í samningum í tengslum við EES-samninginn. Samkvæmt skýrslunni má sjá að þessi krafa fékk misjafnar undirtektir EFTA- þjóðanná. Sumar þjóðir s.s. Sviss (sem þá var þátttakandi í samninga- umleitunum) og Austurríki höfnuðu þessari kröfu. Af hálfu íslenska ut- anríkisráðuneytisins var hinsvegar tekið þannig á málinu, að skýrt var tekið fram að yrði tilboð EB í sjávar- útvegsmálum viðunandi yrði unnt að fallast á að felia niður öll innflutn- ingsgjöld á garð- og gróðurhúsaaf- urðum samkvæmt kröfum EB með árstíðabundnum takmörkunum á nokkrum tegundum í innflutningi. Þetta tilboð var gert án nokkurs samráðs við landbúnaðinn. Hafði ekkert upp úr fórnar- kostnaðinum nema tjónið Þessi var staða mála í lok júlí 1991 þegar stóð til að undirrita EES-samninginn. Þá var hinsvegar ekkert samkomulag í sjónmáli um sjávarútvegsmálin þannig að þessi fórn á kostnað garðyrkjubænda var tilgangslaus sjávarútveginum en til tjóns garðyrkjunni í landinu. Til að greiða fyrir undirritun EES-samningsins þegar hún fór loks fram í maí 1992 ákvað utanríkisráð- herra svo enn á ný að færðar skyldu fórnir á kostnað garðyrkjunnar með því að ákveða að samningurinn um tollfijálsan innflutning blóma- og garðyrkjuafurða frá EB, sem búið var að fallast á af íslands hálfu, skyldi koma til framkvæmda 14. apríl sl. þó svo að EES-samningurinn tæki ekki gildi fyrr en síðar. Toll- fijáls innflutningur blóma frá EB skyldi hefjast þann dag og standa fram til 30. apríl og síðan opnast fyrir tollfijálsan innflutning tiltek- inna garðyrkjuafurða 1. nóv. í ár fram til 15. mars á næsta ári og fyrir blómin 1. des. nk. fram til 30. apríl. Af opnun fyrir innflutning blóma 14. apríl varð þó ekki þar sem ekki náðist samkomuiag um breyt- ingu á búvörulögum. Enn er fórnað Um fleira en garð- og gróðurhúsa- afurðir hefur verið samið um í EES- samningunum. Þar sem að ekki var ráð fyrir því gert í upphafi að land- búnaðarafurðir féllu undir samning- ana almennt var ákveðið að EFTA- ríkin gerðu hvert um sig tvíhliða samning við EB. Þetta breyttist þeg- ar leið á samningstímann og á seinni hluta árs 1990 kom fram krafa um sameiginlegan samning EB við EFTA. Hagsmunir íslensks landbún- aðar voru settir gjörsamlega til hlið- ar við þessar samningaumræður. A fyrri hluta árs 1991 tóku samninga- menn utanríkisráðherra ekki þátt í samningaviðræðum um afléttingu tolla á unnum landbúnaðarafurðum í mótmælaskyni við að EB hafði ekki lagt fram tillögur sínar um lækkanir eða niðurfellingu tolla á sjávarafurðum. Island stóð því ut- anvið samningaumleitanir sem það síðar varð að samþykkja. Enn á ný var því hagsmunum landbúnaðarins fórnað í þessum samningaumleitunum og sennilega án nokkurs jákvæðs árangurs fyrir aðra en EB. „Hagsmunir íslensks landbúnaðar voru settir gjörsamlega til hliðar við þessar samning- aumræður.“ Enn er vegið í sama knérunn Því var það að þegar undirskrift EES-samningsins kom í lok júlímán- aðar 1991 lá fyrir samningur um stórfelldan innflutning á unnun land- búnaðarafurðum. Samningurinn hljóðaði uppá að við skyldum hefja fríverslun með mjólkurafurðir s.s. létt og laggott, smjörva og mjólkur- ís. Einnig voru tvímælalaus ákvæði í samningunum sem hindruðu okkur í að taka upp verðjöfnunargjöld á meginhluta þeirra unnu landbúnað- arvara sem samið var um fríverslun á, þar sem við höfðum ekki nýtt okkur rétt til verðjöfnunar á viðmið- unartímunum eins og aðrir samn- ingsaðilar. Aðeins bjargað frá afgiöpum Jóns Landbúnaðarráðuneytið fékk þessu síðan breytt með undanþágu fyrir ísland eins og kunnugt er. Sér- stök undanþága fékkst fyrir ísland frá því að flytja inn ijómaís, létt og laggott og smjörva og einnig var dregið úr takmörkunum íslands á notkun verðjöfnunargjalda. Þó var það svo að EB kom fram með þá kröfu í mars sl. að ákvæði giltu sem útilokuðu ísland frá því að beita verðjöfnunargjöldum við innflutning á unnun landbúnaðarafurðum sem innihalda kjöt og fítu að undan- skildri smjörfítu. Það veldur þó áhyggjum að um undanþáguákvæð- in er tekið fram að „þetta bráða- birgðafyrirkomulag beri samnings- aðilum að taka til endurskoðunar fyrir árslok 1998“. Það er hinsvegar í samræmi við þau sjónarmið EB sem utanríkisráðuneytið hefur lýst, að EB hafi sett sér það lokatakmark að aflétt verði öllum hindrunum á innflutningi unninna landbúnaðar- vara til EFTA-ríkjanna. Islenskur landbúnaður settur til hliðar Af því sem að framan er rakið kemur berlega fram að hagsmunir íslensks landbúnaðar voru settir til hliðar af utanríkisráðherra við samn- ingana um EES. Einnig er ljóst að hefðu innflutningsáformin náð fram að ganga hefði það verið freklegt brot á búvörusamningi þeim sem stjórnvöld hafa gert við bændur. Nokkru hefur tekist að bjarga e.t.v. vegna tilviljana sbr. það sem áður er sagt. Þó verður skaði garð- og gróðurhúsabænda aldrei bættur þar sem þeim verður fyrirmunað að veij- ast niðurgreiddum afurðum frá garðyrkjubændum EB tiltekinn tíma á ári. Hin mikla fjárfesting garð- yrkjubænda í lýsingu og aukin fram- leiðsla henni tengdri skilar sér ekki svo sem eðlilegt hefði verið en verð- ur byrði á þeim bændum sem í hana hafa ráðist. Rafmagnsverð er hins- vegar alltof hátt, það mætti lækka og þannig koma til móts við garð- yrkjubændur. Það er ekki að undra þegar ferill landbúnaðarhluta EES-samning- anna er skoðaður hver viðbrögð ut- anríkisráðherra urðu í ríkisljölmiðl- unum þegar hann var spurður álits um dóminn í skinkumálinu. Hann taldi öruggt að GATT-samningarnir myndu bijóta niður möguleika til að veijast innflutningi og ýta til hliðar núgildandi búvörulögum. Af orðum hans má því ráða að það lögbrot sem innflutningur kalkúnaleggjanna var, væri ekki annað en forleikur að aðal- verkinu. Vegna þessara orða er nauðsynlegra en oft áður að gæta þess að hagsmunum landbúnaðarins og dreifbýlisins þar með talið, verði ekki kastað á glæ meira en orðið er, vegna innflutningsáráttu utan- ríkisráðherra. Að þessu öllu röktu er ekki ljóst orðið að mál sé að hvíla þennan hæstvirta ráðherra? Höfundur er þingmaöur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðuriandskjördæmi. ► i í » t l I ÞOGN OG MEIRIÞOGN eftir Svein Björnsson Það má ekki gera bákn lögregl- unnar í Reykjavík að bákni lögreglu- stjómunar. Það er ekki voða langt síðan dómsmálaráðuneytið eða lög- reglan í Reykjavík sölsaði undir sig Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós, já og Seltjamarnes, sem var algörlega ónauðsynlegt. Bæjarfógetinn í Hafn- arfirði gat alveg séð um löggæsluna í þessum bæjum eins og hann hafði gert í tugi ára. Þetta var linka hjá bæjarfógetaembættinu í Hafnarfírði að láta þetta viðgangast og nú á að þvinga lögregluna í Hafnarfirði og Kópavogi undir lögregluna í Reykja- vík Iíka, þó svo að lögreglukostnaður sé þar helmingi minni en í Reykjavík. Lögreglan í Hafnarfirði gat vel sinnt þessum störfum í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós eins og hún hafði gert og enn frekar eftir að nýja Reykjanesbrautin kom í gagnið. Þetta lögreglustarf var unnið vel og með sóma og aldrei kvartað um að ekki væri vel unnið. Fólkið í þessum stöðum treysti lögreglunni í Hafnar- fírði, en þá heyrist að lögreglan í Reykjavík sinni þessum störfum ekki eins vel og Hafnarfjarðarlögreglan enda hafði hún nóg á sinni könnu fyrir. Meira en nóg að gera í borg- inni og hefur reyndar ekki ráðið við neitt, samanber óeirðimar þar um helgar lengi. Hún hefði getað fengið hjálp frá lögreglunni í Hafnarfirði og Kópavogi, en það var kannski fyrir neðan hennar virðingu. Lögreglan í Hafnarfirði fékk góða hjálp frá lögreglunni í Reykjavík og einnig frá lögreglunni í Kópavogi til að bæla ólæti unglinga hér í bæ á þrettándanum, sem nú er búið að uppræta. Það tók reyndar sinn tíma og náðist ekki fyrr en foreldrar komu til hjálpar svo Hjálparsveit skáta, Fiskaklettur, bæjarstarfsmenn og útideild Félagsmálaráðs Hafnar- fjarðar. Þessar ákvarðanir dómsmálaráðu- neytisins að ætla að koma lögregl- unni í Hafnarfírði og Kópavogi und- ir lögregluna í Reykjavík og víst rík- islögreglustjóra er óskiljanleg. Þessi lögregluumdæmi hafa ekki farið fram úr þeim fjárhæðum sem þeim voru ætlaðar. Þess vegna skilur maður ekki hvað sparast við að lög- reglan í Hafnarfirði og lögreglan í Kópavogi fari í hina stóru hít í Rvík, nema það að þá sést ekki saman- burður á rekstrarkostnaði þessara embætta. Ætla þeir í dómsmálaráðuneytinu að spara yfírlögregluþjóna, sem er algjör misskilningur? Þeir ætla sér að láta yfirlögregluþjóna í Reykjavík stjórna Hafnarfirði og Kópavogi, sem þeir geta aldrei, þó góðir séu, þó svo að einhver toppfígúra verði ráðin ríkislögreglustjóri. Það er bara verið að vanmeta yfirlögregluþjóna Hafnarfjarðar og Kópavogs. Það væri nauðsyn að alþingis- menn okkar kynntu sér áætlun dómsmálaráðuneytisins í þessu al- varlega máli og þá niður í botn og felli þessa fáránlegu tillögu á Al- þingi. Að láta sér detta í hug að leggja niður sýslumannsembættið í Hafnar- firði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Láta allt þetta fólk sem býr þar, 30 Sveinn Björnsson. „Maður hefði ekki trú- að að svona væri hægt að fara með fólk.“ þúsund manns, hendast í Reykjavík út af öllum þeim málum sem sýslu- maðurinn hér hefur haft með að gera og verið unnið af ítrustu spar- semi eins og skýrslur sýna. KOPAVOGSBUAR ArtwrL Pálsm í ANNAÐ SÆTIÐ í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi laugardaginn 13. nóv. frá kl 10-22 STUÐNINGSMENN Maður hefði ekki trúað að svona væri hægt að fara með fólk. Þetta er algjörlega vanhugsað og fyrir neðan allar hellur. Þetta er ekkert annað en miðstýring sem búið er að leggja niður í Rússlandi og víðar. Ekki get ég trúað því, að dóms- • málaráðherra, Þorsteinn Pálsson, standi fyrir þessu. Það eru einhveij- ir pótintátar í ráðuneytinu sem hafa | undirbúið þessa vitleysu, sem þeir halda að sé sparnaður. Kannski hafa þeir fengið þetta úr hinni frægu ^ norsku skýrslu. Endilega þarf að nota eitthvað útlent, frá milljóna- þjóðum, til að stjóma lögreglunni með á íslandi. Það virðist eiga að nota Iögregluna í Hafnarfirði og Kópavogi til að ná niður eyðslunni hjá lögreglunni í Reykjavík. Þvílík endileysa. Það á að láta lögregluna í Hafnar- fírði og Kópavogi í friði. Þar er lög- reglunni stjórnað vel. Ekki að henda lögreglumönnum þar hingað og þangað eftir geðþótta einhverra yfir- manna í Reykjavík. Eg vona að ráðamenn í Hafnar- firði, Garðabæ og Bessastaðahreppi taki nú við sér, þó skammur tími k sé til stefnu, en það er búin að vera leynd og mikil þögn yfir þessum ráðstöfunum og fólk ekkert vitað | hvað um er að vera. Vonandi er hægt að treysta al- þingismönnum til að koma í veg ^ fyrir þessa vitleysu. Krísuvík, 30. október 1993. Höfundur er yfirlögreglumaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.