Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 Til Kópavogsbúa Rangfærslum blaðsins Kópavogs svarað eftir Ingimund Magnússon í blaðinu Kópavogi sem út kom þann 10. nóvember reyná allaballar að blanda sér í prófkjör sjálfstæðis- manna sem fram fer í dag, 13. nóv- ember, með þeim hætti sem þeim einum er lagið. Þeir grípa til mann- orðsmeiðinga, lyga og rógs um þá frambjóðendur sem þeim stendur mest ógn af. Þannig ráðast þeir að Gunnari Birgissyni og Arnóri L. Pálssyni með ósönnum fullyrðingum eða getsökum sem þeir treysta á að ekki gæfist ráðrúm til að svara fyrir prófkjörið. Sérstaklega er vegið að Amóri á þann hátt að hann misnoti aðstöðu sína sem bæjarfulltrúi til að hygla eigin fyrritæki, ALP-bílaleigunni, sem er ein sú stærsa á landi hér. Undirritáður fann sig knúinn til að afla sér upplýsinga um raunveru- lega stöðu þessa máls hjá bæjarskrif- stofum Kópavogs og Arnóri sjálfum. Niðurstaða þeirrar athugunar er sem hér segir: „Hjá Kópavogsbæ er við gerð fjár- hagsáætlunar gerð áætlun um þörf á fjölda bílaleigubíla og í hvað lang- an tíma þeir skulu leigðir. Deildar- stjóri hverrar deildar bæjarins tekur ákvörðun um hvenær bílaleigubílar skuli teknir. A hveiju vori er gerð verðkönnun á meðal bílaleiga í Kópa- vogi og þeim gefinn kostur á að gera tilboð í áætlaða þörf Kópavogs- bæjar á bílaleigubílum. Á grundvelli þessarar verðkönnunar hafa starfs- menn Tæknideildar valið hagkvæm- asta kostinn og ákveðið við hvaða bílaleigu skuli skipt. Við gerð síðustu verðkönnunar skilaði aðeins ein bíla- leiga tilboði, ljóst er því að leita verð- ur út fyrir Kópavog til þess að fá samanburð um verð bílaleigubíla fyr- ir næsta ár.“ Þessar upplýsingar eru frá for- stöðumanni framkvæmda- og tækni- sviðs Kópavogs, Þórami Hjaltasyni, ásamt eftirfarandi yfirliti, gerðu af Guðrúnu Heiðarsdóttur, úr bókhaldi bæjarins. (Sjá töflu). Hver er ástæðan fyrir því að aðrar bílaleigur hafa ekki sýnt áhuga á að bjóða á móti ALP? Getur hún verið önnur en sú að þær telji sig gera betri viðskipti ann- „Þeir ráðast því á þá Gunnar Birgisson og Arnór L. Pálsson rétt fyrir prófkjörið því þeir vita að þeir eiga vin- sældum að fagna í Kópavogi vegna vel unninna starfa í þágu bæjarfélagsins.“ ars staðar en að veita bæjarsjóði Kópavogs allt að 50-60% afslátt frá gjaldskrá á háannatíma? En það hef- ur bílaleigan ALP gert sem hefur leigt Kópavogsbæ litla bíla og skut- bíla á kr. 2.500 / sólarhring og stærri bíla 8-11 manna á kr. 5.300 / sólar- hring. Innifalið í þessu verði er ótak- markaður kílómetrafjöldi og virðis- aukaskattur til viðbótar. Bærinn ber Ingimundur Magnússon enga tjónaábyrgð vegna leigunnar. Fáist betra verð annars staðar, þá dreg ég ekki í efa að Tæknideild myndi leigja þar. Það hefur verið stefna núverandi meirihluta að auka hagkvæmni í bæjarrekstrinum með öllum ráðum. í þessum efnum hefur verulegur árangur náðst. í stað stjórnlausrar kostnaðarþenslu í 12 ára valdatíð fyrri meirihluta A-flokkanna hefur tekið við aðhald og spamaður. Ráðdeild í stað óreiðu Rekstrarútgjöld Kópavogskaup- staðar sem hlutfall af tekjum hafa lækkað úr 81% 1990 í 68% 1993. Félagslegum íbúðum hefur íjölgað úr 230 í 417 á sama tíma. Leikskóla- plássum hefur fjölgað úr 630 í 900. 1991 1992 1993 Samtals Eigin bflar 2.883.180 3.598.857 3.029.225 9.511.262 Bflastyrkur 3.869.972 3.948.484 4.033.014 11.851.470 Bílaleigubílar 1.870.818 3.064.587 4.193.965 9.129.370 Leigubílar 1.629.320 1.048.032 653.374 3.330.726 Samtals 10.253.290 11.659.960 11.909.578 33.822.828 1991 1992 1993 Samtals ALP bílaleigan 1.759.654 2.587.708 4.223.174 8.570.536 SH bílaleigan 99.900 450.580 71.091 621.571 Bílaleiga Húsavíkur 11.264 9.421 20.685 Bílaleiga Gullfoss 16.878 16.878 Samtals 1.870.818 3.064.587 4.294.265 9.229.670 Kópavogur eftir Hjörleif Hringsson Ágæti lesandi. 13. nóvember næstkomandi verður prófkjör sjálf- stæðismanna í Kópavogi haldið og hefur sá er þetta ritar ákveðið að taka þátt í því. í prófkjörinu velja menn væntanlega frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar á vori kom- andi og er góð öflug þátttaka því afar mikilvæg. Hér að neðan mun ég stikla á stóru um nokkra þá mála- flokka sem snerta sveitarfélag eins og Kópavog. Skipulagsmál í skipulagsnefnd eiga sæti fyrir sjálfstæðismenn Kristinn Kristinsson og Hjörleifur Hringsson. Segja má að á kjörtímabilinu hafi nefndin ver- ið afar vinnusöm. Skipúlagður hefur verið allur Kópavogsdalurinn og svo Nónhæðin. Loka frágangur við Digraneshlíðar og nú er unnið af krafti við skipulag í Fífuhvamms- landi. Aðalskipulag Kóvpavogs er skipu- lagsstig sem endurskoðað er með reglubundnum hætti og er slík vinna nú í gangi. Þar má m.a. sjá að gert er ráð fyrir því að árið 2012 verði búsettir í Kópavogi um 31.000 manns þegar fullbyggt verður. I Kópavogi búa í dag um 17.000 mannns og er aukning íbúafjölda örugg, tekið er tillit til þess við skipu- lag svæða að ávallt sé það framboð húsagerða sem markaðurinn biður um. Eitt er það atriði sem vert er að minnast á, en það er hverfaskipu- lag. Hverfaskipulag er ítarlegri út- skýring og greining á öllum mann- virkjum sem komið hefur verið fyrir í viðkomandi hverfi. Hefur það verið unnið fyrir vesturbæ Kópavogs og því dreift til allra íbúa þar. Jafnframt er í vinnslu samskonar fyrirkomulag fyrir austurbæ og er sú vinna langt komin. Þessi skipulag- svinnsla er unnin í nánu samstarfi við íbúa hverfanna og umsagnir þeirra um fjölmörg atriði tekin til greina. Mikilvægt er því að taka til- lit til mótmæla íbúanna við skipulag svo trúverðugleiki þess haldist, og að laga skipulag sem sýnir ótvírætt að bót sé í fyrir þegnana. Heilsugæsla í Kópavogi Góð heilsugæsla fyrir alla íbúa er í hverju sveitarfélagi sjálfsögð og eðlileg. Það verður hins vegar ekki sagt um Kópavog því allnokkur fjöldi íbúa þar þarf að sækja þessa þjón- ustu til nágrannasveitarfélaganna vegna þrengsla í núyverandi húsnæði heilsugæslunnar. Starfsfólk vinnur góð störf við mikil þrengsli og á heiður skilið. ítrekaðar beiðnir stjómar og starfsmanna heilsugæslunnar um úrbætur hafa enn ekki borið árang- ur. Bent hefur verið á þann kost að þessi þjónusta yrði flutt í Fannborg 6 og er það talið henta mun betur en núverandi húsnæði. Hver sem lausnin kann að verða.með tilfærslu heilsugæslunnar í hentugra húsnæði í miðbænum, er einnig afar brýnt eftirJón Ólaf Halldórsson Laugardaginn 13. nóvember nk. verður haldið prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi vegna bæjar- stjómakosninganna í vor. Það kjörtímabil sem nú er að líða hefur einkennst fyrst og fremst af því að það hefur verið ráðist að gömlu vandamálunum sem hafa loðað við Kópavog síðasta áratug, og þau ein- faldlega leyst. Það getum við Kópa- vogsbúar þakkað fyrst og fremst styrkri fomstu oddvita Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn, Gunnars Birg- issonar, sem hefur verið formaður bæjarráðs þetta kjörtímabil. Ef við iítum í kringum okkur í bænum, þá koma margar ánægjuleg- ar staðreyndir í ljós. Búið er að efla íþróttaaðstöðu í bænum svo um munar með byggingu íþróttahúss Breiðabliks, gervigrasvallar, kast- vallar, knattspyrnuvalla, tennisvalla og aðstöðu fyrir hestaíþróttir. Það er mikilsvert fyrir æskufólk í Kópa- vogi að Gunnar Birgisson er maður Hjörleifur Hringsson að staðsetja aðra heilsugæslu í aust- urbæ Kópavogs, sem er ört vaxandi með nýjum hverfum í Kópavogsdal. sem skilur að ein af forsendum fyrir sterku bæjarfélagi er öflugt íþrótta- starf. Því ættu íþróttaunnendur að geta glaðst yfír framgangi íþrótta- mála á yfirstandandi kjörtímabili, þar sem Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur leystu af hólmi gamla og þreytta vinstristjórnarmeirihlut- ann. • Nú hefur verið gengið svo vask- lega fram í endurbyggingu gatna að menn tala nú um að séreinkenni Kópavogs sé horfið! Gatnamál í Kópavogi hafa verið aðhlátursefni annarra íbúa á höfuðborgarsvæðinu mörg síðustu ár. Raflínur hengu í hástaurum og á hveiju vori var verið að klessa ofan í holumar í olíumöl- inni, sem helst mátti líkja við sprengj- ugíga á styijaldarsvæðum. Gekk svo langt að leigubílastjórar töluðu um að fara í „Bótavog" þegar leið lá í Kópavoginn. Dagvistarplássum hefur fjölgað um helming á rúmum þremur árum sem lýsir nokkuð vel hveijar áherslur gamla meirihlutans hafa verið, sem þó kenndi sig við félagsmálin. í þeim málaflokkum stóð hann sig engu „Það er hins vegar starfsumhverfi íþrótta- félaganna sem þarf að laga og bæjarfélagið þarf að koma inn í þann rekstur með myndar- legri hætti en gert er í dag. Krafa er og til þess gerð að íþróttafélögin reki sig með ábyrgum hætti og ekki tjaldað þar til einnar nætur.“ Æskulýðsmál Vart er hægt að hugsa sér betri útrás fyrir æskuþrótt bama okkar en að koma þeim í íþróttir. Þar er þeim komið í heilbrigðan félagsskap undir traustri stjóm viðkomandi þjálfara og umsjónarmanna. Það er hins vegar starfsumhverfi íþróttafélaganna sem þarf að laga og bæjarfélagið þarf að koma inn í þann rekstur með myndarlegri hætti „Gunnar Birgisson hef- ur sýnt okkur Kópa- vogsbúum að þetta er allt hægt án þess að skuldsetja bæjarfélagið eins og gömlu A-flokk- arnir gerðu í nafni „fé- lagshyggju“.“ betur en á framkvæmdasviðinu. Gunnar Birgisson hefur sýnt okk- ur Kópavogsbúum að þetta er allt hægt án þess að skuldsetja bæjarfé- lagið eins og gömlu A-flokkamir gerðu í nafni „félagshyggju". Getum við nú loksins horft fram á veginn á hveiju ári með á fímmta hundrað milljónir til framkvæmda og afborg- ana sem ekki em teknar að láni. En hlutfall útgjalda af tekjum bæjar- sjóðs hefur fallið úr 82% hjá vinstri mönnum í 67% hjá núverandi meiri- hluta, enda skynsamleg ráðstöfun Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi Gunnar Birgisson í 1. sæti Endurbyggðir hafa verið 9 km af gömlum götum á 3 ámm sem em margföld afköst fyrri meirihluta á þremur kjörtímabilum. Risna og veisluhöld á vegum bæjarstjórnar hafa verið minnkuð um helming. Þannig hafa þeir Arnór og Gunnar starfað ásamt félögum sínum í nú- verandi meirihluta í bæjarstjóm Kópavogs. í stað óreiðu, eyðslu og kyrrstöðu í framkvæmdum er komin reglusemi, ráðdeild og framkvæmda- semi. Þennan árangur þola þeir Alþýðu- bandalagsmenn auðvitað illa og grípa því til níðsins og rógsins þegar mál- efnin skortir. Þeir ráðast því á þá Gunnar Birgisson og Arnór L. Páls- son rétt fyrir prófkjörið því þeir vita að þeir eiga vinsældum að fagna í Kópavogi vegna vel unninna starfa í þágu bæjarfélagsins. Ég treysti á dómgreind Kópa- vogsbúa til þess að þeir sjái í gegn um þennan soralega málatilbúnað hins málefnalega ráðþrota Alþýðu- bandalags í Kópavogi. Enda þurfa menn í okkar bæ ekki annað en að líta í kringum sig til þess að sjá þá breytingu sem átt hefur sér stað á rúmlega þremur árum. Ég hvet því alla þá sem styðja vilja stefnu Sjálfstæðisflokksins í bæjarmálum, að fjölmenna til próf- kjörs flokksins í dag, laugardaginn 13. nóvember, sem fram fer að Hamraborg 1 kl. 10-22. Þar geta Kópavogsbúar sýnt í verki hvort þeir meta meira, verkin sem við blasa eða órökstuddan róg- burð og dyigjur Alþýðublandalagsins um nýta borgara Kópavogs. Höfundur er rekstrarfrseðingur og ritsjóri Landsmálablaðsins Voga iKópavogi. en gert er í dag. Krafa er og til þess gerð að íþróttafélögin reki sig með ábyrgum hætti og ekki tjaldað þar til einnar nætur. Á viðsjárverðum tímum þar sem spenna og hraði einkenna nokkuð lífsstíl okkar er fátt betra en að vita af börnum og unglingum okkar und- ir vemdarvæng iþróttafélaganna, það þarf að treysta. Lokaorð Ágæti lesandi! Ofanrituð atriði eru meðal þeirra þátta sem ég mun beita mér fyrir í bæjarmálum Kópavogs fái ég til þess fulltingi. í prófkjörum velja menn einstakl- inga til setu á lista stjórnmálaflokka, fylgi við hann í kosningum ræður því svo hve marga fulltrúa hann fær í stjórn sveitarfélagsins. Kópavogsbúar, ég óska eftir stuðningi ykkar til setu á lista Sjálf- stæðisflokksins og bið um 2. sætið á lista flokksins. Höfundur tekur þátt í prófkjöri sjáifstæðismanna í Kópavogi. Jón Ólafur Halldórsson fjármuna ofarlega á blaði hjá Gunn- ari Birgissyni. Kópavogsbúar, tryggjum- áfram- haldandi uppbyggingu bæjarfélags- ins og fáum til forustu mann sem lætur verkin tala af ráðdeild og skyn- semi. Veljum Dr. Gunnar Birgisson í 1. sæti. Höfundur er tæknifræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.