Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 26 N-Kórea smíðar eldflaugar í NORÐUR-Kóreu lýkur brátt þróun eldflaugar sem borið getur kjamaodd og hægt verð- ur að skjóta á borgir í Japan og Suður-Kóreu á innan við tíu mínútum. Var þetta haft eftir heimildamanni í japanska varn- armálaráðuneytinu, sem sagð- ist ekki geta sagt fyrir víst, hvenær eldflaugarnar yrðu settar upp. Stjórn Norður- Kóreu hefur ítrekað neitað Al- þjóða kjarnorkumálastofnun- inni um leyfi til að kynna sér vopnaframleiðslu landsins'. Drottningar- móðirin lifir ÁSTRALSKIR fjölmiðlamenn báðust í gær innilegrar afsök- unar á ótímabærum fréttum af láti Elísabetar, bresku drottn- ingarmóðurinnar, sem er 93 ára og við sæmilega heilsu. Fréttin um lát hennar fór af stað fyrir röð tilviljana og flutti fjöldi út- varps- og sjónvarpsstöðva hana án þess að leita staðfestingar. Tungumála- deila innan EB DEILA um hvaða tungumál skuli nota á fyrirhugaðri einka- leyfaskrifstofu Evrópubanda- lagsins (EB) kemur í veg fyrir að skrifstofan verði opnuð. Ætlun EB var að allt starf hennar, færi fram á ensku, þýsku, frönsku, ítölsku og spænsku til að þýðingakostnað- ur færi ekki úr böndunum. Vegna mótmæla Hollendinga, Dana, Grikkja og Portúgala, sem segja að um mismunun sé að ræða, er ekki hægt að opna skrifstofuna. Norðmenn setja skilyrði NORÐMENN sögðu viðsemj- endum sínum hjá Evrópu- bandalaginu, EB, í gær að þeir myndu ekki sætta sig við að fiskveiðimálum þeirra yrði stjómað frá Bmssel ef landið gengi í bandalagið. Þeir kröfð- ust þess að fá hindrunarlausan aðgang að öllum EB-mörkuð- um fyrir sjávarafurðir sínar. „Við bjóðum EB traust framboð af fiski á mörkuðum bandalags- ins um langa framtíð", var svar Jans Henrys T. Olsens sjávar- útvegsmálaráðherra er hann var spurður hvað Norðmenn byðu bandalaginu í staðinn. Þriðja flug- ránið á viku TVEIR kínverskir lýðræðis- sinnar rændu í gær kínverskri flugvél í innanlandsflugi og skipuðu flugmanninum að lenda á Tæwan. Er þetta í þriðja sinn á átta dögum sem samskonar flugrán er framið og í sjöunda skiptið á árinu. Þrengja leit að morðingja Falcone EIN af rásum ítalska ríkisút- varpsins, GR-2, fullyrti í gær að Corleone-klíka mafíunnar hefði staðið fyrir morðinu á Giovanni Falcone dómara, eig- inkonu hans og þrem lífvörðum í maí 1992. Saksóknari sem stjómar rannsókn á morðunum sagði að búið væri að gefa út 18 handtökutilskipanir á liðs- menn klíkunnar eg ekki væri enn búið að komast að því hver hefði fyrirskipað tilræðið. Japanir hefja hrefnuveiðar Tókíó. Reuter. JAPANSKT móðurskip og þrjú hvalveiðiskip héldu í gær áleið- is til Suðurskautslándsins til hrefnuveiða í vísindaskyni sjö- unda árið í röð. Ráðgert er að leiðangurinn standi í fimm mánuði, ætlunin er að veiða 300 hrefnur og kanna ástand steypireyðarstofnsins. Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) í Kyoto í Japan í maí sl. var hvalveiðibann framlengt. Ráð- ið telur hrefnu þó ekki lengur í útrýmingarhættu en samkvæmt gögnum þess er#áætlað að stofninn í Suðurhöfum telji 761.000 dýr, 87.000 í Norðaustur-Atlantshafi og 25.000 í Norður-Kyrrahafi. Hafa Japanir haldið því fram að stofninum ætti ekki að stafa af því nein hætta þó 2.000 hrefnur væru veiddar á ári hveiju. Jápanir halda því einnig fram að svo mikið sé af hrefnu við Suð- urskautslandið að önnur sjávardýr eigi þar erfítt uppdráttar. Þetta torveldi vöxt stofna annarra hvala- tegunda þar sem viðkoman sé lít- il, svo sem steypireyðar, stærstu skepnu jarðar. Reuter Minnast fjöldamorða á Tímor TVÖ ár voru í gær liðin frá fjöldamorðum á Austur- Tímor er hersveitir indónesíska setuliðsins hófu skot- hríð á líkfylgd í höfuðstaðnum Díli með þeim afleiðing- um að 180 manns lágu í valnum. Verið var að bera foringja sjálfstæðissinna til grafar en Indónesía gerði innrás á Austur-Tímor árið 1975 og innlimaði eyjar- hlutann sem áður var portúgölsk nýlenda. Hefur sú gjörð aldrei hlotið viðurkenningu á alþjóðavettvangi. Tímorbúar í Sydney í Ástralíu minntust atburðanna og sviðsettu aftöku þar í borg í gær. Rannsókn á spillingu stjórnmála- og fjármálamanna á Ítalíu Norðursambandið bendl- að við fjármálahneyksli Rámahnrir. Rí»nt/»r. Rómaborg. Reuter. EINN af atkvæðamestu þingmönnum Norðursambandsins á Ítalíu hef- ur verið sakaður um aðild að spillingarmáli. Þetta er í fyrsta sinn sem rannsókn saksóknara á spillingarmálunum beinist að forystumanni í flokknum. Leiðtogar hans hafa stært sig nýög af þvi að vera með hreinan skjöld. Norðursambandið berst fyrir sjálfstjóm norðurhéraða Italíu og hefur aukið fylgi sitt gífurlega á undanförnum missemm, einkum vegna harðrar afstöðu flokksins til „þjófanna í Róm“, eins og forystu- menn hans hafa kallað stjórnmála- mennina og fjármálamennina sem hafa orðið uppvísir að spillingu. Saksóknarar í borginni Varese í norðurhluta Ítalíu vöraðu á fimmtu- dag einn af þingmönnum Norður- sambandsins, Giuseppe Leoni, við því að hann væri granaður um brot á lögum um fjármögnun kosninga- baráttu, skattamisferli, bókhalds- svik og útgáfu falsaðra reikninga. Leoni kvaðst saklaus af þessum ásökunum. Saksóknararnir fyrir- skipuðu einnig húsleit í skrifstofum flokksins í Varese og Mílanó. Saksóknarar í Róm tilkynntu í gær að þeir hefðu farið þess á leit við sérstakan dómstól að hann rann- sakaði ásakanir um að tveir fyrrver- andi innanríkisráðherrar hefðu þeg- ið fé úr sjóðum ítölsku leyniþjón- ustunnar SISDE. Oscar Luigi Scalf- aro, forseti Ítalíu, sem var innanrík- isráðherra á síðasta áratug, hefur einnig verið sakaður um að hafa þegið ólöglegar greiðslur frá SISDE, en í tilkynningu saksóknara var ekki minnst á hann. Carlo De Benedetti, forstjóra Oli- vetti-tölvufyrirtækisins, var á fimmtudag sleppt úr stofufangelsi, en hann er sakaður um að hafa mútað yfirmönnum ítalska póst- fyrirtækisins til að kaupa tölvur af fyrirtækinu. Fyrirtæki Berlusconi í rannsókn Þá hefur tveimur af yfírmönnum fjölmiðlafyrirtækisins Fininvest í Róm verið tilkynnt að verið sé að rannsaka hvort þeir hafi greitt mút- ur til að fá úthlutað sjónvarpsrásum. Fininvest er eignarhaldsfyrirtæki auðjöfursins Silvio Berlusconi, for- seta knattspyrnuliðsins A.C. Milano. Ósætti milli sjúkrahúsanna í Kaupmannahöfn og Árósum Harðar deilur um%ræðslur PÓLITÍSK málamiðlun hefur hrundið af stað hatrömmu stríði milli tveggja sjúkrahúsa í Danmörku, þar sem unnið er að líffæraflutning- um. Yfirlæknar Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn og Árósaspítala hafa brigslað hvor öðrum um slæleg vinnubrögð og eru ásakanirn- ar svo aivarlegar að læknastéttin telur sig hafa beðið mikinn skaða af, auk þess sem talið er að bæði iögreglan og siðanefnd lækna muni taka málið fyrir. Deilurnar hófust fyrir alvöra fyrir nokkrum vikum en þá skrif- aði yfirlæknir við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn skýrslu um líf- færaflutninga Árósaspítala. Sagði hann framkvæmdina vera hörmu- lega, tæplega 50% lifrarþega hefðu látist en að jafnaði lifa um 80% slíka aðgerð af á viðurkenndum spítölum. Græddar væru lifrar í fólk jafnvel þó lífslíkur þess væra sáralitlar. Yfírlæknirinn við Árósaspítala svaraði skýrslunni í blaðagrein í Politiken og sagði hann lækna við Ríkisspítalann hafa staðið svo illa að því að fjarlægja lifrar sem áttu að berast Árósaspítala að þær hefðu verið ónothæfar. Sakaði hann læknana um að hafa vísvit- andi skemmt líffærin. Þegar frumvarp um líffæra- ígræðslur var flutt á danska þing- inu fyrir þremur árum gerði meiri- hlutinn það að skilyrði að ígræðsl- ur færa fram á tveimur stöðum. Keyptur var tækjabúnaður og starfsfólk þjálfað í Árósum áður en spítalinn þar fékk leyfí til að framkvæma aðgerðirnar, þrátt fyrir mótmæli heilbrigðisyfirvalda. Gert var ráð fyrir náinni samvinnu á milli spítalanna tveggja en yfir- læknar spítalanna hafa frá upp- hafi verið óvinveittir hvor öðrum og átt í hatrammri baráttu. Hjartaígræðslur hafa heppnast ágætlega í Árósum en því er ekki eins farið með lifraraðgerðir. Af 17 lifrarþegum eru aðeins 10 á Slæleg vinnubrögð? STEEN Lindkær Jensen, yfirlæknir við Árósaspitala og annar deiluaðila, við lifrarígræðslu. Hann hefur verið sakaður um að græða lifrar í sjúklinga sem eigi sér litla lífsvon. lífi og segja læknar skýringuna vera þá að þeir vilji gefa mjög veikum sjúklingum lífsvon. Kolleg- ar þeirra í Kaupmannahöfn segja þá eyða líffærum til einskis. Áfall fyrir læknastéttina Danskir læknar eru um 16.000 en tæplega fjörutíu fást við lifrar- flutninga. Þykir læknastéttinni hart að svo lítill hluti lækna veki svo mikla athygli, og það fyrir slæ- leg vinnubrögð. Segir formaður danska læknafélagsins að margir telji að baráttan um líffæraí- græðslurnar sé sönnun þess að læknar beri ekki hag sjúklinga sinna fyrir brjósti, heldur einungis eigin frama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.