Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 27 Yfirlýsing leiðtoga rússneskra kommúnista Segir ofríki Jeltsíns ógna einkaframtaki Moskvu. Reuter. GENNADI Búrbúlís, einn af helstu ráðgjöfum Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta, hvatti í gær umbótasinna til að fylkja liði í komandi þingkosningnm. Búrbúlís, sem er í flokknum Rússneskum valkosti, sagði að landinu stafaði enn hætta af afturhaldsöflunum. „Þeir hafa ekki gefist upp en hafa aðeins breytt um aðferðir“, sagði hann. Gennadí Zjúganov, leiðtogi hins endurreista kommúnista- flokks landsins, hvatti landsmenn til að fella stjórnarskrárdrög forsetans í desember þar sem þau veittu honum allt of mikil völd og græfu undan myndun einkaeignar. Zjúganov minnti á að sam- kvæmt drögunum fengi forsetinn einn vald til að tilnefna menn í embætti mikilvægustu dómara og saksóknara. Þetta ofurvald forset- ans gæti seinkað myndun raun- verulegrar einkaeignar í landinu. „Ég dreg í efa að upp rísi ný stétt auðugra frumkvöðla eða eigna- manna vegna þess að það er aldr- ei hægt að vera fijáls, aldrei hægt að treysta því að eignarréttur manns sé tryggður þegar einn maður tilnefnir alla þá sem skipa dómstóla, gerðardóma og sak- sóknaraembætti landsins", sagði kommúnistaleiðtoginn. Jeltsín gagnrýnir Gratsjov Jeltsín forseti sagði í viðtali við þýsku ARD-sjónvarpsstöðina í gær að hann hefði verið búinn að semja tilskipun um upplausn þingsins löngu áður en hann hófst loks handa 21. september sl. For- setinn sagði þingleiðtogana hafa ætlað að taka sig og fjölskyldu sína af lífi ef uppreisnin heppnað- ist. Hann sakaði Pavel Gratsjov varnarmálaráðherra um að hafa verið hikandi gagnvart uppreisn þingmanna, með þessu staðfesti forsetinn loks ummæli nokkurra aðstoðarmanna sinna. „Mér fannst að varnarmálaráðherrann ætti sjálfur að hefjast handa [gegn uppreisnarmönnum] en það gerði hann ekki. Þess vegna varð ég að gefa skipunina". Jeltsín sagðist viðurkenna að hann ætti erfitt með að taka gagn- rýni en vísaði harðlega á bug sögu- sögnum um mikinn drykkjuskap, „Ég drekk aldrei svo mikið að ég verði ölvaður“. Hann sagðist ekki bera neina virðingu fyrir Míkhaíl Gorbatsjov, hvorki sem manni né stjórnmálaleiðtoga en hins vegar virti hann mjög Margaret Thatc- her, hún væri „töfrandi Járnfrú með jámvilja“. Rússneski forset- inn sagði að andófsmaðurinn og friðarverðlaunahafinn Andrej Sak- harov, sem lést 1989, væri fyrir- mynd sín, hann hefði verið „heil- steyptur og heiðarlegur maður“. Aðild Norðmanna að Evrópubandalaginu EB gagnrýnir hæga- gang í viðræðunum Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, hefur látið þau orð falla að sennilega geti Noregur ekki gengið í Evrópubanda- lagið í ársbyijun 1995, eins og staðið hefur til, því ekki verði hægt að kjósa um inngönguna fyrr en síðla næsta árs eða snemma 1995. Viðræður um aðildarsamninga ganga hægt og af hálfu Evr- ópubandalagsins hefur seinagangur landanna fjögurra sem sækja um aðild verið gagnrýndur. Reuter Páfi heim af sjúkrahúsi JÓHANNES Páll II páfi yfirgefur Genelli-sjúkrahúsið í Róm í gær ásamt líflækni sínum, Renato Buzzonetti (t.h.). Páfínn varð að eyða nótt í sjúkrahúsinu eftir að hafa dottið og farið úr axlarlið. Talsmað- ur Páfagarðs vísaði á bug orðrómi í ítölskum blöðum þess efnis að ástæðan fyrir fallinu hefði verið að páfi væri sjúkur. Kirkjuhöfðing- inn er 73 ára gamall og talsmaðurinn sagði að hann hefði þegar byijað að sinna skyldustörfum sínum eftir heimkomuna. Hann mun þó ekki taka á móti gestum næstu tvo dagana. Hundruð bíða bana í átökum á Srí Lanka Colombo. Reuter. ÓTTAST var í gær að allt að 400 stjórnarhermenn hefðu beðið bana í harðri árás skæruliða úr röðum Tamíla á herstöð á Sri Lanka. 150 skæruliðar féllu í árásinni. Þetta er harðasta árás sem skæruliðarnir hafa gert og jafn- framt mesti ósigur stjórnarhersins frá því Tamílar hófu vopnaða bar- áttu sína fyrir eigin heimalandi fyr- ir tíu árum. Árásin vakti spurningar um hvort stjórnin ætti að halda áfram vægð- arlausri baráttu sinni gegn skæru- liðunum eða ganga til samningavið- ræðna við þá. „Það liggur í augum uppi að stjórnin getur ekki unnið þetta stríð,“ sagði Harry Guna- tillake, fyrrverandi yfirmaður flug- hersins á Sri Lanka, sem er eyríki í suðurhluta Asíu. Þótt norska stjórnin hafi hingað til stefnt að því að ganga í Evrópu- bandalagið í ársbyijun 1995, eins og Finnland, Svíþjóð og Austur- ríki, lýsti Gro Harlem Brundtland efasemdum sínum um að það gæti gengið, þar sem ekki yrði hægt að kjósa um aðildina fyrr en eftir um ár eða síðar. Samningum er ekki lokið en Evrópubandalagið bent á að löndin fjögur verði að gefa eftir einhveij- ar sérkröfur sínar. Austurríki hef- ur farið fram á undanþágur varð- andi sumarbústaði og Norðurlönd- in þijú vilja halda í áfengiseinka- sölu sína. Hins vegar hafa löndin fjögur fallist á meginatriði Ma- astricht-samkomulagsins. Ef það dregst að eitt eða fleiri landanna fjögurra gangi í Evrópu- bandalagið, lengir það not þeirra af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið sem íslendingar deila með þessum löndum. Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum Meirihlutinn andvíg- ur NAFTA-samningi Washington. Reuter. SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun er meirihluti Bandaríkjamanna enn andvígur Fríverslunarsáttmála Norður-Ameríku (NAFTA) þótt helsti andstæðingur sáttmálans, Ross Perot, hafi þótt fara halloka fyrir A1 Gore varaforseta í sjónvarpskappræðunum á þriðjudag. í könnuninni sögðust 38% að- spurðra vera fylgjandi NAFTA og 46% voni andvíg sáttmálanum. Þegar þátttakendurnir voru spurð- ir álits á Perot voru 34% jákvæð í hans garð og 55% neikvæð. í samskonar könnun fyrir mánuði var niðurstaðan þveröfug - 54% kunnu vel að meta Perot en 34% ekki. 52% sögðust ánægð með frammistöðu Bills Clintons forseta, sem er þremur prósentustigum minna en í samskonar könnun fyr- ir þremur mánuðum. Gengið verður til atkvæða um NAFTA-sáttmálann í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á miðvikudag. Clinton sagði á sunnudag að hann þyrfti að fá 30 þingmenn í viðbót til að snúast á sveif með sér til að fá sáttmálann staðfestan. Forset- inn kvaðst í gær vera að nálgast það mark en vildi ekki skýra frá því hversu marga hann hefði unnið á sitt band. / 25 ÁRA AFMÆLI Blóma - og þurrskreytingasýning um helgina. Blómvendirátilboði. Ný dúkasending. BLÓMASTOFA FRIÐFINNS Suðurlandsbraut 10, sími 684499. I ________________________________________________/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.