Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Réttaröryggi Réttaröryggi borgaranna styrktist mjög 1. júlí 1992, þegar lögin um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði tóku gildi. Þá var fyrir það girt, að sami aðili rannsaki og dæmi mál. Starfsemi nýju héraðsdóm- stólanna hefur gefizt vel og bið- tími eftir dómsniðurstöðu hefur stytzt verulega. Ennþá er hins vegar flöskuháls í afgreiðslu mála fyrir Hæstarétti. Biðtími eftir nið- urstöðu þar er orðinn tvö og hálft ár. Brýnt er orðið að bæta þár úr með tilliti til réttaröryggis. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra hefur lagt fram þijú frumvörp á Alþingi, sem miða að því að gera málsmeðferð fyrir Hæstarétti auðveldari og skjót- virkari. Ráðherrann telur, að nái frumvörpin fram að ganga geti biðtími í afgreiðslu mála fyrir réttinum jafnvel stytzt í sex mán- uði að jafnaði. Náist slíkur árang- ur verður það að teljast stórt skref fram á við og biðtíminn viðunandi. Frumvörpin þijú fjalla um Hæstarétt, meðferð opinberra mála og meðferð einkamála. Fjöl- margar breytingar eru í þeim, sem telja verður tæknilegs eðlis en miða að því að gera málsmeð- ferð fljótvirkari. I frumvarpinu um Hæstarétt er þó sú athyglis- verða breyting, að heimilt verður að einn dómari skipi dóm við skriflega flutt kærumál vegna málsmeðferðar í héraði, en skil- yrði er þó að það varði ekki mikil- væga hagsmuni. Ástæðan fyrir þessu ákvæði er sú, að slíkar kærur eru oft lagðar fyrir Hæsta- rétt af litlu tilefni og því talið óþarft að þrír eða fleiri dómarar fyalli um kæruna. Þetta ákvæði kann að flýta málsmeðferð og verður fróðlegt að fylgjast með framkvæmdinni, ef Alþingi fellst á frumvarpið óbreytt. Hins vegar er rétt að benda á, að réttarör- yggi borgaranna felst m.a. í því, að fjölskipaður dómur fjalli um áfrýjaða héraðsdóma, þar sem einn dómari dæmir í máli. Það er ekki traustvekjandi, að aðeins einn dómari í Hæstarétti fjalli um kærumál vegna málsmeðferðar í héraðsdómi, en þar sem skilyrt er, að kæran megi ekki varða mikilvæga hagsmuni verður að telja ákvæðið viðunandi og láta reynsluna skera úr um framhald- ið. í frumvarpinu um meðferð einkamála eru ýmis ákvæði sem miða að því að flýta málsmeðferð í Hæstarétti og takmarka fjölda mála, sem fyrir réttinn koma. Áfrýjuðum einkamálum, opinber- um málum og kærum hefur fjölg- að verulega síðustu ár og leitt til þess langa biðtíma sem orðinn er nú. Ein leiðin, sem lögð er til, er að takmarka áfrýjun héraðsdóma við 500 þúsund króna fjárkröfu eða meira. I núgildandi lögum er áfrýjun einkamála til Hæstaréttar bundin við 150 þúsund króna fjárkröfu, en miðaðist við 7 þús- und krónur til 1. júlí 1992. Hæstiréttur getur veitt heimild til áfrýjunar, ef hann kemst að þeirri niðurstöðu, að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi eða varði mikilvæga hagsmuni þess, sem leitar árýjunarleyfís, eða hér- aðsdómi kunni að vera breytt svo einhverju nemi. Með þessu er opnað fyrir leið til málskots til Hæstaréttar, þótt peningalegir hagsmunir séu minni en hálf millj- ón króna. Það er hins vegar sett í hendur réttarins sjálfs að meta, hvort áfrýjun verður leyfð. Um síðustu áramót biðu 275 áfrýjuð einkamál tilbúin til málflutnings og dóms fyrir Hæstarétti. Álita- mál er, hvaða áhrif það hefur á vilja dómaranna til að leyfa áfrýj- un einkamála við slíkar aðstæður, enda myndu þau aðeins bætast í hauginn. Ljóst er, að ráðstafanir þarf að gera til að flýta afgreiðslu mála fyrir Hæstarétti og tak- marka áfrýjun hvers kyns smá- mála, sem enga almenna þýðingu hafa eða litla fyrir áfrýjandann. Hins vegar er varasamt, að miða dómsmeðferð einkamála í Hæsta- rétti fyrst og fremst við peninga- lega hagsmuni. Réttaröryggi ein- staklingsins er fyrir öllu og það má með engu móti skerða nema yfirgnæfandi almannahgsmunir krefjist. Dómstólum, og ekki sízt Hæstarétti, ber að veija einstak- linginn gegn yfirgangi ópersónu- legs ríkisvalds eða annarra valda- stofnana. Geti hann ekki leitað réttar síns án þess að 'það sé metið til fjár er réttaröryggið lít- ils virði. Mikilvægustu réttindi mannsins verða ekki verðlögð. Það ber að hafa í huga, þegar leitað er eftir leyfi til áfrýjunár til Hæstaréttar. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra gerði grein fyrir þeim miklu breytingum, sem gerðar hafa verið á réttarkerfínu síðustu misseri og fyrirhugaðar eru á næstunni, á dómsmálaþingi Dóm- arafélags Islands í fyrradag. Ráð- herrann sagði m.a.: „Þótt mikið og vel sé unnið í Hæstarétti, og afköst dómara hafí ekki verið meiri í annan tíma, þá er sú staða uppi, að biðtími eftir niðurstöðu áfrýjaðra einka- mála er svo óhæfílega langur, að það er hættulegt réttaröryggi í landinu. Við því þarf að bregðast án tafar og það er athyglisvert, að einmitt nú, í framhaldi af aðskiln- aði dómsvalds og umboðsvalds í héraði, virðist vera mikið lag fyr- ir samsvarandi úrbætur á áfrýjun- ardómstigi og þegar hafa orðið á héraðsdómstigi.“ Úrbætur á áfrýjunardómstigi eru greinilega brýnasta verkefnið í réttarkerfmu og að þeim þarf að vinda bráðan bug. Ummæli dómsmálaráðherra, að óhæfílega langur biðtími áfrýjaðra einka- mála sé hættulegur réttaröryggi í landinu, verður að taka alvar- lega. Jón Sigurðsson ráðinn bankastjóri Norræna fjárfestingabankans Var meðal þeirra sem nndir- bjuggu starf bankans í upphafi Viðtal Agnes Bragadóttir JÓN Signrðsson sagði starfi sínu iausu sem bankastjóri Seðlabank- ans á bankaráðsfundi í gær, þar sem hann í gær þekktist boð stjórn- ar Norræna fjárfestingabankans (NIB) um að taka við starfi aðal- bankastjóra NIB. Jón mun hefja störf við NIB í höfuðstöðvum bank- ans í Helsinki í Finnlandi eftir Sighvatur kvaðst í því sambandi telja, „að það komi vel til skoðunar, og eigi að athuga það sérstaklega að bankastjóri Seðlabankans eigi bara að vera einn, og þá með aðstoðarbanka- stjóra sér við hlið,“ eins og ráðherrann orðaði það. „Ég vek athygli á því að þama er fimm mánuði, eða 11. apríl næst- komandi. „Þetta nýja starf leggst afar vel í mig. Ég hef gömul og gróin tengsl við þessa stofnun. Ég var meðal þeirra sem undirbjuggu starf bank- ans í upphafi. Sat í tæp ellefu ár í stjórn bankans, þar af tvö ár sem formaður stjórnarinnar," sagði Jón í ráðinn maður, samkvæmt eindregnum tilmælum bankastjómar Norræna fjár- festingabankans, sem ekki er meðal umsækjenda. Það sýnir hversu hæfan þeir meta Jón Sigurðsson. Það er kannski umhugsunarvert fyrir okkur íslendinga, hversu mat erlendra aðila stangast gjarnan gjörsamlega á við samtali við Morgunblaðið í gær. Aðsjiurður hvaða þýðingu það hefði fyrir Island, að íslendingur yrði nú aðalbankastjóri þessa stærsta ein- staka lánveitanda landsins, svaraði Jón: „Ég tel að það hafi þá þýðingu, að viðurkennt sé, eins og vera ber, að íslendingar séu fullgildir þátttak- endur í norrænni samvinnu. Þeir geti mat þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar og Páls Péturssonar á starfshæfileik- um manna. Því þessi maður var af þeim metinn óhæfur til þess að gegna starfí seðlabankastjóra. Kjartan Jó- hannsson var af þeim metinn óhæfur til þess að gegna starfí sendiherra. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri EFTA. Nú er Jón Sigurðsson ráðinn aðalbankastjóri Norræna fjárfestinga- bankans. Það eru kannski ein öflug- ustu meðmæli með mönnum á erlend- um vettvangi, að þeir Páll Pétursson og Ólafur Ragnar Grímsson ráðist á þá hér heima á íslandi og telji þá óa- landi og ófeijandi," sagði Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra. veitt forstöðu mikilvægustu stofnun- um þessa samstarfs, það hafa þeir ekki áður gert. Ég held að það sé alveg satt að Norræni fjárfestinga- bankinn hafi verið sú stofnun þessa samstarfs, sem hefur lánast best síð- ustu 10 til 15 árin. Hann hefur geng- ið vel. Hann hefur betra lánstraust heldur en hvert eigendalandanna, sem er einmitt vitnisburður um það hóp- efli sem hið norræna samstarf getur verið.“ - En hvaða þýðingu hefur ráðning þín fyrir ísland, að því er varðar lána- fyrirgreiðslu og lánskjör? „Það á náttúrlega ekki að hafa áhrif á lánapólitík bankans,“ sagði Jón, „en ég mun hins vegar ekki gefa neinar yfírlýsingar um hana í neinum einstökum greinum, fyrr en ég hef tekið við starfínu. Mitt stefnu- mið nú er að sjálfsögðu að fylgja því góða starfi sem þarna hefur verið unnið, en ég bendi á að Norræni fjár- festingabankinn er stærsti lánardrott- inn íslands í útlöndum, og næstum 10% af útlántim NIB eru til fyrir- tækja á íslandi. Það eru um það bil 30 milljarðar króna, eða tæplega það.“ Jón sagði starfi sínu sem banka- stjóri Seðlabankans lausu á fundi bankaráðs Seðlabankans í gær, en hann mun gegna þyí starfi næstu fimm mánuðina. „Ég mun gegna starfi mínu næstu fímm mánuðina af fullum krafti, eins og ég tel mig hafa gert það sem af er. Eg er for- Jón Sigurðsson maður bankastjórnar og verð það þar til ég læt af starfí. Ég tel að þessir næstliðnu fjórir mánuðir hafi verið afskaplega viðburðaríkir og á margan hátt skemmtilegir tímar. Það hefur orðið vendipunktur í vaxtamálum. Seðlabankinn hefur skilað sínu verki þar, fumlaust og ákveðið. Það hefur tekist sem lengi hefur verið beðið eftir, að rjúfa stífluna í vaxtakerfinu. Ég tel að það sé dæmi um það hvað Seðlabankinn getur komið góðum hlutum til leiðar, en nú stendur skák efnahagsmálanna upp á skákmennina sem tefla mönnunum í fjármálum, bæði á Alþingi og í stjóm. Og það er afskaplega mikilvægt að það tak- ist vel, ef takast á að halda áfram lægra vaxtastigi og ég tala nú ekki um frekari lækkun. Þetta er ég ánægður með, að hafa átt hlut að og mun sannarlega ekki láta minn hlut eftir liggja að reyna að halda þeirri stefnu áfram, svo lengi sem rök standa til,“ sagði Jón Sig- urðsson, fráfarandi bankastjóri Seðla- bankans og verðandi aðalbankastjóri Norræna fjárfestingabankans. Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra Athugað sérstaklega hvort seðlabankastjóri verði einn „AÐ SJÁLFSÖGÐU gildir hið sama í mínum huga um embætti Jóns Sigurðssonar sem bankastjóri Seðlabankans og um Tómas Árnason. Ég mun óska eftir því við Alþingi að það veiti mér heimild til þess að ráða ekki heldur í stöðu Jóns Sigurðssonar, fyrr en Alþingi hefur afgreitt nýtt frumvarp um Seðlabanka, þar sem meðal annars verður tekin af- staða til þess hvernig sljórn Seðlabankans á að vera háttað," sagði Sig- hvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. Heildarkostnaður við lántöku verðtryggðra og óverðtryggðra lána hjá innlánsstofnunum Landsbanki og Búnaðarbanki með ódýrust lán LANDSBANKINN býður hagstæðustu vísitölubundnu lánin um þessar mundir. Hins vegar virðist Búnaðarbankinn bjóða ódýrustu skuldabréf- alánin í algengustu lánaflokkuni bankanna, þegar miðað er við mánað- arlegar endurgreiðslur með gíróseðli. Heildarlántökukostnaður við einnar milljónar kr. vísitölubundið lán til þriggja ára er liðlega 165 þúsund kr. í Landsbankanum en 172.600 í Búnaðarbankanum þar sem kostnaðurinn er mestur, samkvæmt útreikningum bankanna. Hins veg- ar er lántökukostnaður við 200 þúsund kr. óverðtryggt skuldabréfalán til eins árs, sem bankarnir hafa reiknað út hver fyrir sig, lægstur í Búnaðarbankanum þó Landsbankinn sé með Iægri vexti. Hærri mánað- arlegur innheimtukostnaður Landsbankans vegur upp vaxtamuninn og vel það. Lántökukostnaður við þetta lán er 24.759 í Búnaðarbankan- um en 26.084 kr. í íslandsbanka þar sem lánið er dýrást. Áður en lán er veitt ber bönkunum nú að gefa lántakendum staðlaðar upplýsingar um kostnað við lánið og sundurliðun endurgreiðslna. Morg- unblaðið fékk bankana til að reikna út kostnað af tveimur tegundum lána. Annars vegar 200 þúsund króna láni til eins árs í algengasta skuldabréfaflokki viðkomandi banka. Miðað er við að greitt sé Nýtt útlit á Tímanum DAGBLAÐIÐ Tíminn kom út í gær með nýju útliti eftir að gerðar hafa verið ýmsar breyt- ingar á blaðinu í kjölfar þess að hlutafélagið Mótvægi hf. tók við útgáfu blaðsins í haust. í leiðara Tímans í gær segir m.a. um breytingamar sem gerð- ar hafa verið á blaðinu: „Þessara breytinga hefur verið beðið lengi og með eftirvæntingu. Þær eru afrakstur nákvæmrar og vand- virkrar vinnu margra, sem lagt hafa hönd á plóginn til þess að koma mætti út öflugt blað til mótvægis við ægivald hægriaf- lanna í íslenskum fjölmiðlaheimi, til þess að tryggja lýðræðislega umræðu í landinu og sjá til þess að rödd minnihlutans koðni ekki niður í hávaða. Til þess að hugmyndin um „nýtt afl á blaðamarkaðnum" verði að veruleika þarf að treysta grunn þess rekstrar betur, því blaðið hefur búið við krappan fjár- hag um langa hríð. Nauðsyn og mikilvægi blaðsins er augljós. Það sannar sá breiði hópur, sem lagt hefur fyrirtækinu lið með hlutafj- árframlögum í sumar og góðum óskum,“ segir í leiðara Tímans í gær. Ritstjóri Tímans er Þór Jónsson og aðstoðarritstjóri Oddur Ólafs- son. Hvað kostar að taka lán? Alm. skuldabréfalán, kr. 200.000 í eitt ár Algengustu vextir 14,68% 12,77% 15,64% 13,73% 15,02% 13,13% 15,25% 13,37% Endurgreiðsla alls 219.212 217.141 220.243 218.174 218.974 216.929 219.647 217.610 Heildarlántökukostnaður 27.042 24.971 28.153 26.084 26.804 24.759 27.547 25.510 Árleg hlutfallstala kostnaðar 28,86% 26,41% 30,21% 27,73% 28,60% 26,18% 29,42% 27,00% Verðtryggt lán, kr. 1.000.000 í þrjú ár Algengustu vextir 9,75% 7,75% 10,15% 8,15% 9,95% 8,25% 9,75% 8,00% Endurgreiðsla alls 1.161.739 1.129.238 1.168.238 1.135.738 1.164.388 1.136.764 1.161.565 1.133.125 Heildarlántökukostnaður 197.569 165.068 204.148 171.648 200.218 172.594 197.465 169.025 Árieg hlutfallstala kostnaðar 13,07% 10.84% 13,53% 11,29% 13,26% 11,35% 13,07% 11,11% L LANDSBANKI Miðað v. Miðað v. I.nóv. 11.nóv. ÍSLANDSBANKBÚNAÐARBANKI Miðað v. Miðað v. Miðað v. Miðað v. I.nóv. 11.nóv. I.nóv. 11.nóv. SPARISJÓÐIR Miðað v. Miðað v. I.nóv. 11.nóv. mánaðarlega og vextirnir skertir eft- ir því á sama hátt og gerist með raunveruleg lán fólks. Hins vegar er einnar milljónar kr. vísitölubundið lán til þriggja ára með afborgunum á þriggja mánaða fresti. Miðað er við fast verðlag. í báðum dæmunum er miðað við að greitt sé af láninu hjá gjaldkera en tekið skal fram að yfírleitt er ódýrara að millifæra greiðsluna. Bankarnir voru beðnir um upplýsingar um kostnaðinn fyrir og eftir vaxtabreytinguna í gær. Tölurnar fyrir sparisjóðina miðast við Sparisjóð Reykjavíkur og ná- grennis. Mismunandi gírógjald Helstu niðurstöður úr útreikning- um bankanna eru birtar hér með. Athygli vekur að þrátt fyrir að Landsbankinn sé með lægstu vextina bæði á verðtryggðum og óverð- tryggðum lánum virðist Búnaðar- bankinn vera með heldur ódýrari óverðtryggð skuldabréfalán þegar allt er talið. Heildarkostnaður við umrætt lán er eftir vaxtalækkun 24.759 kr., samkvæmt upplýsingum Búnaðarbankans, Landsbankinn tek- ur 24.971 kr., sparisjóðirnir 25.510 kr. og íslandsbanki 26.084 kr. Lánið kostar því 1.325 kr. minna í Búnað- arbankanum en íslandsbanka. Skýringin á því að lánið er ódýr- ara í Búnaðarbanka en Landsbanka, þrátt fyrir hærri vexti í fyrmefnda bankanum, virðist felast í því að Búnaðarbankinn innheimtir 225 kr. gjald á hveijum gjalddaga, 50 kr. lægra en Landsbankinn sem inn- heimtir 275 kr. þegar greitt er með gíróseðli. Munur á þessu gjaldi gerir meira en vega upp muninn á vöxtum umræddra lánaflokka í Landsbank- anum og Búnaðarbankanum. Lands- bankinn innheimtir hins vegar lægra gjald en aðrir bankar þegar afborgun lánsins er skuldfærð á viðskipta- reikninga og ef sú forsenda væri gefín við útreikninga myndi dæmið væntanlega snúast við, Landsbank- anum í hag. Þess ber að geta að Landsbankinn er að taka upp nýtt kjörvaxtakerfi og er ekki komin reynsla á flokkun lántakenda í því. í útreikningunum miðar bankinn við vaxtaflokk 6 með 2,5% álagi á kjör- vexti en það er aðeins yfír meðal- vöxtum bankans. Munar 7.500 kr. Landsbankinn er með ódýmstu vísitölubundnu lánin samkvæmt út- reikningum bankanna. Kostnaður við einnar milljónar kr. lán þar í þijú ár er 165.068 kr., 169.025 í sparisjóðunum, 171.648 kr. í íslands- banka og 172.594 kr. í Búnaðar- bankanum þar sem kostnaðurinn er mestur. Munar 7.526 kr. á heildar- kostnaðinum í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Bankarnir reikna nú út svokallaða árlega hlutfallstölu kostnaðar, sem á að vera mælikvarði á raunkostnað lántakandans og auðvelda þeim að bera saman mismunandi kjör. Á óverðtryggða 200 þúsund kr. láninu er þetta hlutfall 26,18% í Búnaðar- bankanum, 26,41% í Landsbankan- um, 27% í sparisjóðunum og 27,73% í Islansbanka þar sem dýrustu lánin eru. Samsvarandi tölur fyrir vísitölu- bundnu lánin em 10,84% í Lands- bankanum, 11,11% í sparisjóðunum, 11,29% í Islandsbanka og 11,35% í Búnaðarbankanum. Greiðshibyrði minnkar Þegar litið er á áhrif vaxtalækkun- arinnar í fyrradag á greiðslubyrði og lántökukostnað sést að heildar- kostnaður við umrætt 200 þúsund króna lán lækkar hjá öllum bönkun- um um rúmar 2.000 krónur. Fyrsta afborgun er nú rúmum 300 krónur lægri en fyrir vaxtalækkun en sá munur fer stiglækkandj eftir því sem líður á lánstímann. Á sama hátt lækkar lántökukostnaður við milljón kr. verðtryggða lánið um nálægt 30 þúsund kr. á lánstímanum. Fyrsta afborgun er nú um það bil 4.500 kr. lægri en fyrir vaxtalækkun. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Landsbankinn er með lægstu raunvextína Verðtryggð lán í öðrum innlánsstofnunum kosta 6,9% til 8,3% meira en í Landsbanka LANDSBANKI íslands var fyrir vaxtalækkun með lægstu útlánsvext- ina á verðtryggðum útlánum. Eftir vaxtalækkunina er Landsbankinn áfram með langlægstu vextina, eða 7,2% meðalvexti á vísitölubundn- um láuum á móti 7,8% meðalvöxtum hjá íslandsbanka og 7,7% bjá Búnaðarbanka og sparisjóðunum. Hann er einnig með lægstu kjör- vexti verðtryggðra lána, eða 5,25%, en hinir bankarnir eru þar með 5,5% til 5,65% kjörvexti. Ef lánamarkaðurinn hér á landi færi í einu og öllu eftir því sem markaðslögmálin segja til um, ætti þessi staða að hafa þær afleiðingar í för með sér, að aðrir og minni bankar en Landsbankinn, sem hefur um 43% markaðshlutdeild, misstu viðskipta- vini sína til Landsbankans, sem býðnr upp á umtalsvert betri láns- kjör en aðrir. Ekki skal útilokað að þetta muni gerast hér, ef bankarn- ir halda áfram að bjóða viðskiptavinum sínum upp á lakari kjör, sem eru á biiinu 6,9% til 8,3% lakari en þau sem Landsbankinn býður upp á, en líklegra hlýtur þó að teljast að aðrir bankar átti sig á því, að þessi hætta er fyrir hendi, og lækki því vexti sína enn frekar, til þess að standast samkeppnina. Það er ljóst mál, þótt viðskipta- bankar og sparisjóðir hafi hreyft raunvexti sína niður á við misjafn- lega mikið í fyrradag, að þegar á heildina er litið var hér umtalsvert skref stigið og hefur raunvaxtastig ekki verið lægra í landinu síðan á árinu 1987. Nafnvextir allt of háir Spyija má hvers vegna innláns- stofnanir á borð við Búnaðarbanka og sparisjóði lækkuðu raunvexti af verðtiyggðum útlánum ekki um tvo af hundraði, eins og Landsbanki og Islandsbanki gerðu, sem er sú raun- vaxtalækkun sem ríkisstjómin stefndi að með aðgerðum sínum á verðbréfamarkaði að undanfömu. Ekki síst í ljósi þess að þessi raun- vaxtalækkun er augljóslega erfíðari fyrir einkabankann en ríkisbanka eins og Búnaðarbankann. Jafnframt er ástæða til þess að vekja athygli á því að raunvextir banka og sparisjóða af óverðtryggð- um útlánum eru nú að meðaltali 10,f%, sem er auðvitað langt um- fram það sem eðlilegt getur talist, í jafnlágri verðbólgu og nú er á ís- landi. Lægstir eni þeir í Landsbank- anum, 9,7%, en íslandsbanki er með hæstu raunvexti á nafnvaxtalánum, 10,6%. Því má einnig spyija af hveiju innlánsstofnanir lækkuðu ekki nafn- vexti sína meira en raun ber vitni. Færa má rök fyrir því að aðrir bankar en Landsbankinn og íslands- banki hafi farið sér óþarflega hægt við raunvaxtabreytinguna niður á við, og líklegt má telja að ef Lands- bankinn hefði „dregið lappimar" en ekki hinn ríkisbankinn og sparisjóð- imir, hefði Landsbankinn legið und- ir miklu ámæli fyrir að fylgja ekki þeirri þróun, sem ríkisstjóm Davíðs Oddssonar átti frumkvæði að fyrir réttum hálfum mánuði. Sighvatur Björgvinsson viðskipta- ráðherra sagði, að Landsbanki og Islándsbanki hefðu sýnt það með vaxtabreytingum sínum, að þeir væm að lýsa yfir trausti á aðgerðir ríkisstjórnarinnar til raunvaxta- lækkunar. „Þeir fara ívið lengra en markaðurinn gefur tilefni til. Þeir em þannig að taka vissa áhættu eins og við og eru að segja að í trausti þess að vextir haldi áfram að lækka, taki þeir þá ákvörðun að ganga örlítið lengra, en eftirmarkað- urinn út af fyrir sig gefur tilefni til. Búnaðarbankinn og sparisjóðir gera það líka, þótt í minna mæli sé, og við því er ósköp fátt að segja. Þetta er ákvörðun bankastjóra þess- ara banka og sparisjóða," sagði við- skiptaráðherra. Fjölgar viðskiptavinum Landsbankans Sighvatur kvaðst telja umhugsun- arvert hversu lítil áhrif mismunandi vaxtakjör bankanna virtust hafa haft á viðskiptavini þeirra. Hann sagði, að þegar til boða stæði að fá lán í Landsbanka með 7,2% vöxtum og í hinum bönkunum ýmist 7,7% eða 7,8%, væri kominn verulegur munur á lánskjömm. „Því fyndist manni sem það væri mjög eðlilegt að Landsbankinn fengi mjög aukin viðskipti frá lántakendum, hvort sem um einstaklinga eða fyrirtæki væri að ræða,“ sagði viðskiptaráð- herra og bætti við: „Svoleiðis myndi gerast á eðlilegum markaði, en þá vaknar upp sú spuming, hvort ís- lensk fyrirtæki séu það illa stödd fjárhagslega, að þau séu meira og minna bundin „sínum bönkum" og geti ekki hreyft sig frá þeim, þótt hagstæðari lánskjör bjóðist annars staðar. Það er alveg ljóst að með þessum kjaramun á milli Lands- banka og annarra, býður Lands- bankinn sínum viðskiptamönnum mun betri kjör en hinir bankamir. Við eðlilegar aðstæður hlýtur það að leiða til þess, að það verði fleiri, ekki síst góðir viðskiptavinir, sem muni snúa sér með sín viðskipti til Landsbankans." Raunvextir spariskírteina ekki lægri síðan 1983 Jón Sigurðsson, bankastjóri Seðlabanka íslands, sagði þegar hann var spurður hvort hann teldi að Búnaðarbanki og sparisjóðirnir hefðu farið sér hægt, óþarflega hægt, við vaxtalækkanir eða hvort vaxtabreytingar viðskiptabanka og sparisjóða hefðu verið í samræmi við þær væntingar sem Seðlabank- * inn hafði: „Ég vil ekki ræða um nákvæmar tölur í ákvörðunum bankanna á sínum eigin vöxtum. Það eru þeirra eigin ákvarðanir og það er alltaf erfítt að setja fram nákvæmlega tímasettar tölur um vaxtaþróun hjá öðrum en sjálfum sér. Ég tel að þessi lækkun raun- vaxta verðtryggðra bankalána um 2% eða svo, þýði það að þeir séu lægri en þeir hafa nokkum tíma verið síðan einhvem tíma árið 1987. Ég bendi á að raunvextir spariskír- teina ríkissjóðs í frumsölu hafa líka lækkað um rúmlega 2% og hafa ekki verið lægri síðan árið 1983. Hvernig sem á þetta er litið, er hér um verulegt skref að ræða og ég vil ekki dagþinga við bankana um einstakar tölur í málinu. Ég veit að þeir eru ekki búnir að festa þessa vexti um eilífar tíðir, og munu væntanlega líta á þá að nýju, til dæmis nafnvextina, í ljósi hjaðn- andi verðbólgu." Fákeppni og þröskuldar Seðlabankastjóri var spurður hvort ekki mætti vænta þess, ef lánskjör Landsbankans yrðu varan- lega umtalsvert hagstæðari en ann- arra lánastofnana, að markaðshlut- deild Landsbankans ætti eftir að vaxa á næstunni: „Það er nú þann- ig með vaxtabreytingar, að áhrifín af þeim koma ekki fram á svip- stundu. Þar veldur náttúrlega fá- keppni og ýmsir þröskuldar á fjár- magnsmarkaðnum. Ég held að ekki sé hægt að draga víðtækar ályktan- ir af þessum mun ennþá, en standi hann áfram, um missera skeið, hlýt- ur þetta að sveigja viðskiptin frá hávaxtabönkunum til þeirra sem bjóða lægri vexti. Um það er ekk- ert annað að segja, en að þetta verða menn að hugleiða þegar þeir ákveða vextina," sagði Jón Sigurðs- son, bankastjóri Seðlabankans. Breyting á vaxtavog hækkaði meðalvexti SAMKVÆMT útreikningum Seðlabankans lækknðu meðalvextir Lands- bankans á verðtryggðum lánum um 1,9% síðastliðinn miðvikudag en bankinn lækkaði i raun vextina um 2%. Ástæðan er sú, að vaxtavog, sem Seðlabankinn reiknar meðalvextina út frá, hefur verið breytt. Bankamir em með kjörvaxtakerfi þar sem ákveðnir eru kjörvextir og á þá bætt álagi sem er mismunandi hátt eftir áhættumati á lántakendum. Þetta álag er til dæmis allt að 4 prósentustig- um hærra en kjörvextir hjá Lands- banka og lslandsbanka. Seðlabankinn reiknar síðan út meðalvexti hvers banka, og hafa þeir vextir að jafnaði verið um 2% hærri en kjörvextirnir. Fyrir mánuði íjölgaði Landsbankinn kjörvaxtaflokkum úr 4 í 9. Seðlabank- inn breytti hins vegar ekki vaxtavog- inni sem hann hefur notað til að mæla meðalvexti bankanna fyrr en síðar og við það hækkuðu reiknaðir meðalvextir Landsbankans um 0,1%. Hefði nýja vogin verið notuð þann 1. nóvember hefðu meðalvextir bankans mælst 9,2%, samkvæmt upplýsingum Seðlabankans, en ekki 9,1% eins ogir þeir mældust samkvæmt gömlu vog- inni. Meðalvextimir lækkuðu svo 1 7,2% á miðvikudaginn. Aðspurður sagði Stefán Amarson hjá Seðlabankanum, að ekki væri hægt að líta svo á að Landsbankinn hefði verið að hækka raunvexti með því að fjölga kjörvaxtaflokkunum held- ur hefðu meðalvextirnir hækkað vegna breyttrar flokkunar á lántakendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.