Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 Sigurður Sveinbjörns- son forsljóri 85 ára í dag, 13. nóvember, fagna vinir Sigurðar Sveinbjörnssonar forstjóra 85 ára afmæli hans. Sigurður er fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Svein- bjarnar Kristjánssonar bygginga- meistara. Snemma hneigðist hugur Sigurðar að iðnaði. Hann hóf ungur vélsmíðanám hjá Hamri hf. og fór síðan til framhaldsnáms hjá Bur- meister og Wein í Kaupmannahöfn. Hann lærði í mótorverksmiðju B&W í Kristianshavn og lauk þar einnig bóklegu námi við iðnskólann. I Kaupmannahöfn kynntist Sigurður lífsförunaut sínum, Ingibjörgu Ingi- mundardóttur, sem látin er fyrir íjór- um árum. Þau giftu sig 1931 og • eignuðust tvö börn, Sveinbjörgu sem er húsmóðir í Reykjavík og Karl sem þau misstu 17 ára gamlan. Sigurður kom heim að loknu námi 22 ára að aldri. Hann hóf starf við Landssmiðjuna árið 1931, um það leyti sem kreppan skall á. Að því kom að öllum starfsmönnum var sagt upp nema lærlingum og verk- stjórum. Sigurður ákvað að byija sjálfstætt, honum gekk vel að útvega sér verkefni, enda hlaut hann í vöggugjöf snilligáfu á tæknisviðinu. Með þessu móti lagði Sigurður grundvöllinn að núverandi Vélaverk- stæði Sig. Sveinbjörnsson hf., sem stofnað var formlega 1946 í Reykja- vík í Skúlatúni 6. Síðan var fyrirtæk- ið flutt að Arnarvogi í Garðabæ 1969. Fyrirtækið hefur framieitt togvindur í 450 skip í íslenska flotan- um og mikinn fjölda hjálparvinda. Nokkrar vindur hefur Sigurður framleitt til útflutnings. Eftir að þrengt var mjög að inn- lendri skipasmíði 1983, hefur orðið óheillaþróun hjá hinni ágætu spila- verksmiðju Sigurðar við Arnarvog- inn og má segja að hann einn, 85 ára, standi þar eftir uppréttur af frumheijunum. Sigurði er þakkað fyrir gott samstarf við stofnun og rekstur Stálvíkur hf., en hann var einn aðal hvatamaður að stofnun skipasmíðastöðvarinnar haustið 1961, enda gerði hann sér vel grein Lúðrasveit Reykjavíkur í Ráðhúsinu LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Tjarnarsal ráð- hússins sunnudaginn 14. nóvem- ber. Á þessum tónleikum mun sveitin taka nokkur þekkt lög undir stjórn Helga Þ. Svavars- sonar. Þetta eru fyrstu tónleikar sveit- arinnar í Reykjavík á þessu starfs- ári en sveitin fór í æfingarbúðir norður í land og spilaði þar á þrenn- um tónleikum í byijun haustsins. Ætlun LR er að halda slíka tónleika á mánaðarfresti í allan vetur og efnisval þessara skemmtitónleika, eins og þeir eru nefndir, er við allra hæfi og hvetja lúðrasveitarmenn alla til að koma og hlusta á hvað verið er að gera í Hljómskálanum í vetur, segir í fréttatilkynningu. Tónleikarnir hefjast kl. 15 í Tjarnasal ráðhússins og er aðgang- ur ókeypis. -----♦ 4------ ■ HÚMANISTAHREYFINGIN tekur heilshugar undir ályktun Fé- lags íslenskra heimilislækna þar sem gagnrýnd er stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum. I þessari álykt- un benda heimilislæknar á hvernig stjórnvöld eru að víkja frá þeirri stefnu mannúðar og umburðarlynd- is sem fólk úr öllum flokkum og stéttum tók þátt í að byggja upp. Þeir hafa líka lagt áherslu á nauð- syn þess að þjóðin ræði á hvaða leið hún er. Næsta skref er fundur til skrafs og nánara skipulags sem haldinn verður sunnudaginn 14. nóvember kl. 14 á Lækjarbrekku (uppi). fyrir að miklir fjármunir renna út úr landinu sé þessari atvinnugrein ekki búinn staður hér. Fyrirtæki Sigurðar smíðaði vindur í flestöll fiskiskip sem Stálvík hf. framleiddi. Enginn vafi leikur á því að spil Sigurðar hafa veitt erlendum spilaframleiðendum harða verðsam- keppni. Spil hans hafa verið og eru fullkomlega samkeppnisfær við bestu erlenda smíði hvað verð og gæði varðar. I samningum um smíði skipa erlendis er gjarnan gengið þannig frá að öll tæki í skipið skulu vera frá viðkomandi landi og fær jafnvel kaupandinn litlu ráðið þótt hann vilji kaupa betri spil frá íslandi. Lengi vel var Sigurður ötull mað- ur í forustusveit Meistarafélags járn- iðnaðarmanna, m.a. sem formaður stjórnar. Sigurður hefur verið áhugamaður um laxveiði og veitt marga væna laxa og missti ekki stærsta laxinn. Við færum þér, Sigurður, og fjöl- skyldu þinni okkar bestu heillaóskir með þökk fyrir gott samstarf og góð kynni. Jón Sveinsson og Friðrik Friðriksson. ÁRNAÐ HEILLA Ljósm. Rut HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 7. ágúst sl. í Langholtskirkju af sr. Flóka Krist- inssyni, Jónína Loftsdóttir og Hauk- ur Stefánsson. Heimili þeirra er í Karfavogi 35, Reykjavík. Ljósm. Rut HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 14. ágúst sl. í Dómkirkjunni af sr. Sváfni Svein- bjarnarsyni, Guðbjörg Haraldsdótt- ir og Baldur Örlygsson.. Heimili þeirra er í Skógargerði 3, Reykja- vík. Barna og fjölskylduljósmyndir HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 14. ágúst sl. í Lágafellskirkju af sr. Birgi Ásgeirs- syni, Sonja I. Einarsdóttir og Hrafn Stefánsson. Heimili þeirra er að Reykjabyggð 43, Mosfellsbæ. Ljósm. Rut HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 4. september í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthí- assyni, Guðrún Ingólfsdóttir og Pétur Benediktsson. Heimili þeirra er í Hraunbæ 126, Reykjavík. Ljósmyndarinn Jóhannes Long HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband 4. september sl. í Selja- kirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Þrúður Sigurðardóttir og Árni Bald- ur Ólafsson. Heimili þeirra er í Rjúpufelli 44, Reykjavík. Barna og fjölskylduljósmyndir HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 14. ágúst sl. í Kristskirkju af sr. Jakob, Bjarney Halldórsdóttir og Etías Birkir Bjarnason. Heimili þeirra er á Kópavogsbraut 4, Kópavogi. Heimsmeistaramót landsliða íslenska sveitin hafnaði í 5. sæti SKÁK Bragi Kristjánsson HEIMSMEISTARAMÓT lands- liða í skák, hinu þriðja í röðinni, lauk í Luzern í Sviss á þriðjudag- inn. Bandaríkjamenn urðu meist- arar, en þeir tryggðu sér sigur- inn með jafntefli á öllum borðum í viðureign við íslendinga. Þetta er fyrsti sigur Bandaríkjamanna á heimsmeistaramóti Iandsliða, en hingað til hafa Sovétmenn og Rússar unnið mótið. Bandaríkja- menn hafa Sovétættaða kepp- endur á fjórum aðalborðum sveitarinnar, Kamsky, Yermolin- sky, Gulko og Kaidanov, en Benj- amin og Christiansen eru vara- menn. íslenska sveitin hafnaði í 5. sæti, sem er glæsilegur árangur. Þar með hafa íslendingar staðfest frammi- stöðuna á síðasta ólympíumóti, en þar varð sveitin í 6. sæti. Aftur eru Islendingar næstir á eftir sveitum frá sovésku lýðveldunum, þannig að líklega hafa menn-í gamni óskað okkar mönnum til hamingju með 2. sætið í Luzern, eins og gert var á ólympíumótinu í Manilla í fyrra. Islendingar voru kallaðir til keppni á síðustu stundu, eða 17 kls. áður en mótið hófst, þannig að ekki var undirbúningurinn mikill, en árang- urinn var í öfugu hlutfalli, og þar bar hæst frægan sigur á Rússum. Árangur íslensku sveitarinnar var þessi: 1. borð: Jóhann Hjartarson, 2'h v. í 7 skákum; 2. borð: Margeir Pétursson, 4/7; 3. Helgi Ólafsson, 4/8; 4. Hannes Hlífar Stefánsson, 3V2/8; Varamenn: Jón L. Ámason, 1/2/1; Karl Þorsteins, 5/6. Frammi- staða Karls Þorsteins er mjög glæsi- leg, en aðrir eru með nokkuð jafnan árangur. Karl kom ekki til leiks íyrr en í frestuðu keppnina við Ukraínu eftir 5 umferðir, og tefldi allar skákimar eftir það. Úrslit á mótinu urðu þessi: Bandaríkin, 22 '/1 v. (af 36 möguleg- um). Úkraína, 21 v. Rússland, 2OV2 v. Ármenía 19 v. ísland, I8V2. Lett- land, 18 v. Kína, 18. v. Úzbekhist- an, 16 v. Sviss, 13V2 v. Kúba, 13. v. Árangur þriggja efstu sveitanna var þessi: Bandaríkin: Kamsky, 2'/2/5; Yermolinsky, 3V2/6; Kaidanov, 4/7; Benjamin, 5/6; Christiansen, 4/6. Úkraína: ívantsjúk, 6/8!; Malanjúk, 4V2/8; Rómanishín, 4/7; Túkmakov, 2'h/h\ Eingom, 3/6; Frolov, 1/3. Rússland: Kramnik, 3/7!; Khalífman, 3/6; Barejev, 4'/2/7; Dolmatov, 4/6; Drejev, 5/6; Vyzmanavín, 1/4. Úm árangur annarra keppenda er rétt að geta þess, að gamla Ijón- ið, Viktor Kortsnoj, fékk 5V2 v. af 9 á fyrsta borði fyrir Sviss. Shírov stóð sig líka vel, fékk 5V2 v. (af 9) á L borði Letta. Úkraínumenn voru mjög sterkir að vanda, og glæsile'g frammistaða ívantsjúks hafði mikið að segja i baráttunni um efstu sætin. Þriðja sæti Rússa kemur á óvart, en þeir söknuðu Kasparovs, hins bannfærða heimsmeistara, og líka hins heimsmeistarans, Karpovs. Undrabarnið, Kramnik, var ekki vel upplagður að þessu sinni, og Vyz- manavín brást. Að lokum skulum við sjá hand- bragð hinna nýbökuðu heimsmeist- ara í fallegri vinningsskák úr 1. umferð. Hvítt: R. Vera (Kúbu) Svart: B. Gulko (Bandaríkjunum) Drottningarpeðsbyijun 1. d4 - d6, 2. Rf3 - Bg4, 3. c4 - (Hvítur getur valið aðra uppbyggingu hér: 3. e4 - Rf6, 4. Rc3 - e6, 5. h3 - Bh5, 6. De2 - c6, 7. g4 - Bg6, 8. h4 - h5, 9. g5 - Rfd7, 10. Bh 3 með flókinni stöðu). 3. - Rd7 (Önnur leið er hér 3. - Bxf3, t.d. 4. exf3 - Rd7, 5. Rc3 — e6, 6. g3 - g6, 7. Bg2 - Bg7, 8. f4 - Hb8, 9. 0-0 - Re7, 10. d5 - exd5, 11. cxd5 - 0-0, 12. Be3 - a6, 13. Bh3 - Rf6, 14. Hcl - c6, 15. dxc6 - bxc6, 16. b3 - Red5, 17. Rxd5 - Rxd5, 18. Hxc6 með betra tafli fyrir hvít (Helgi Ólafsson-Hauchard, landskeppni ísland — Frakkland 1993.) 4. Rc3 - e5, 5. e3 - c6 (Eftir 5. - Rgf6, 6. Be2 - c6, 7. 0-0 - Dc7, 8. d5 - Be7, 9. Rd2 - Bxe2, 10. Dxe2 - cxd5, 11. cxd5 - 0-0, 12. e4 - Hfc8, 13. a4 - Rf8, 14. Hel - Rg6, 15. g3 stendur hvítur betur.) 6. h3 - Bh5, 7. Be2 - Be7 (Ein reglan um byrjanataflmennsku segir, að leika skuli riddurum út á undan biskupum. Svartur brýtur þessa reglu til þess að geta leikið - f7 - f5 á undan - Rf6. Ekki gengur 7. - f5 vegna 8. g4! - fxg4, 9. Rd2 o.s.frv.) 8. 0-0 - f5!, 9. c5?! - (Þessi leikur gefur svarti betra tafl. Hvitur hefði getað reynt hinn hvassa 9. e4!?, eða rólegri leiki á borð við 9. b3 eða b4.) 9. - e4, 10. cxd6 - Bxd6, 11. Rd2 - Bxe2, 12. Dxe2 - Rgf6, 13. Rc4 - Bc7, 14. b3? — (Hugmyndin með þessum leik, Bcl - a3, reynist of hægfara. Best er 14. f4!, en eftir þann leik hefði hvítur riddari náð fótfestu á e5, eða hvítur hefði náð spili á miðborðinu eftir 14. - exf3, 12. Dxf3 - g6, 13. e4!? o.s.frv.) 14. - b5!, 15. Rd2 - De7! (Kemur í veg fyrir Ba3, og hótar auk þess - Dd6 við tækifæri.) 16. Hdl - 0-0, 17. Rfl - Rb6, 18. Bb2 - Rfd5, 19. a4 - f4!? (Með 19. - a6 hefði svartur getað tryggt stöðuyfirburði sína, en þess í stað leggur hann allt undir og fómar peðinu á e4.) 20. exf4 - Rxf4, 21. Dxe4 - Dg5, 22. Df3 - (Hvítur gerir við hótuninni 22. - Rxh3+ ásamt 23. - Rxf2+.) 22. - Hae8, 23. Dg4?! - (Endataflið getur hvíti ekki mikla von um björgun. Ef til vill er skást að leika 23. Hel (23. Re4? - Hxe4!, 24. Dxe4 - Rxh3+, 25. Khl - Rxf2+ ásamt 26. - Rxe4) 23. - Re2+, 24. Dxe2 - Hxe2, 25. Hxe2 o.s.frv.) 23. - Dxg4, 24. hxg4 - b4, 25. Ra2 — Re2+, 26. Khl - Rd5 (Svartur hefur nú öll völd á borðinu.) 27. f3 - He6, 28. Bcl - (Hvorki gengur að leika 38. g3 - Hxf3 né 38. g5 - Hf4, 39. g4 - Hxf3 o.s.frv. Hvíti kóngurinn er nú fastur á mátneti.) 28. - Hff6, 29. g5 - (Verst máthótuninni 29. - Hh6+, 30. Bxh6 - Hxh6+, 31. Rh2 - Hxh2+.) 29. - Hf5!, 30. Rh2 - (Engin skynsamleg vörn er til við hótuninni 30. - Hh6+, 31. gxh6 - Hh5+ og mátar.) 30. - Bxh2 og hvítur gafst upp, því að hann verður mát eftir 31. Kxh2 - Hh6+, 32. gxh6 - Hh5+.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.