Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 36
-36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 Minning Helga Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur Fædd 9. október 1907 Dáin 4. nóvember 1993 Fallin er frá á 87. aldursári heið- urskonan Helga Jóhannesdóttir, fyrrerandi hjúkrunarkona. Langri og farsælli vegferð mikilhæfrar og sér- stæðrar konu er lokið. Fyrir um tveimur árum var Helga flutt á Sjúkrahús Vestmannaeyja, eftir að hafa orðið fyrir slysi, og átti ekki afturkvæmt þaðan. Smám saman dvínuðu kraftar hennar uns kallið kom. Hún gat ekki fremur en aðrir umflúið lögmál lífsins. Helga fæddist í Sölvhóli í Reykja- vík 9. október 1907. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Kristinsson frá Neðra-Hálsi í Kjós og Vilborg Stein- grímsdóttir frá Sölvhóli í Reykjavík. Systkini Helgu: Steingrímur og Þór- mundur, báðir látnir, og Guðlaug, búsett í Englandi. Væri Helga spurð um uppruna sinn svaraði hún ævinlega að bragði: „Ég er fædd í Reykjavík og alin upp í Skuggahverfínu." Þrátt fyrir hálfs sjötta áratugar búsetu í Vestmanna- eyjum taldi hún sig alltaf Reykvík- ing. Helga stundaði nám í Miðbæjar- skólanum og síðar í Kvennaskólanum í Reykjavík' 1922-1925. Námi frá Hjúkrunarskóla íslands lauk hún 1935. Að námi loknu vann Helga um tíma í Kaupmannahöfn, en eftir heimkomuna vann hún um eins árs skeið á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Reyndar var hún ekki ókunnug í Eyjum því að hún hafði starfað þar á námsárum sínum. Eftir eins árs dvöl í Vestmannaeyjum hélt hún til lands og starfaði þar á nokkrum sjúk- rastofnunum. En á haustmánuðum 1938 verða þáttaskil í lífi Helgu því að þá kom hún enn til Eyja og átti ' > þar fasta búsetu til æviloka ef undan er skilið gosárið, en þá starfaði hún á Landspítalanum og Grensásdeild. Helga starfaði við Sjúkrahús Vest- mannaeyja 1938-1939. Á fimmta áratugnum vann hún oft ígripavinnu, aðallega á skurðstofu. Helga kom aftur til starfa 1962 og var í föstu starfi til ársins 1977, lengi sem deild- arstjóri. Það ár lét hún af störfum deildarstjóra, enda orðin 70 ára göm- ul. Eftir það vann hún hlutastörf allt þar til hún náði 76 ára aldri. Það hlýtur að vera fátítt að vinna svona lengi við hjúkrunarstörf, enda var Helga engin meðalmanneskja. Arið 1939 gekk Helga í hjónaband með Kristni Magnússyni frá Sólvangi í Vestmannaeyjum. Kristinn var um áratuga skeið skipstjóri á ýmsum fiskibátum sem voru gerðir út frá Vestmannaeyjum. Kristinn var dug- legur og fengsæll skipstjórnarmaður. Hann lést árið 1984, 76 ára gamall. Eftir lát eiginmanns síns bjó Helga áfram að Heiðarvegi 34, þar sem heimili þeirra stóð lengst, þar til hún fluttist í þjónustuíbúð við Kleifa- hraun. Þeim Helgu og Kristni varð sjö bama auðið. Tvö létust í bemsku en upp komust: Ólafur Magnús, fyrrver- andi skipstjóri, nú hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Ingu Þórarinsdóttur kennara; Theódóra, sagnfræðingur í Reykjavík, gift v Daníel J. Kjartanssyni teppalagning- armanni; Jóhannes, skipstjóri og út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum, lést eftir erfíð veikindi 1990, kvæntur Geirrúnu Tómasdóttur húsmóður; Helgi, stýrimaður í Vestmannaeyj- um, drukknaði aðeins 22 ára 1968; Guðrún Helga, kennari í Reykjavík, gift Bjama Gunnarssyni verkfræð- ingi. Helga veiktist af berklum árið 1947 og var á Vífilsstöðum um nokk- urra mánaða skeið. Helgi var þá á öðm ári og var komið í fóstur hjá föðurfrænku sinni, Kristír.u Helga- dóttur, og eiginmanni 'nennar, Har- ■v aldi Sigurðssyni. Upp frá því ólst Helgi upp hjá þeim sæmdarhjónum. Frá Helgu og Kristni er kominn stór ættbogi, 22 barnaböm og 19 barna- barnaböm. Helga var kona vel greind, hávax- in, hnarreist og hispurslaus. Það gustaði af henni þar sem hún fór. Hún var orðhvöt - á stundum stór- yrt - svo að ókunnugum þótti nóg um. En þeir sem þekktu Helgu vissu að undir svolítið hijúfri skel sló hlýtt hjarta. Hún talaði við alla sem jafn- ingja og ekki síst áttu þeir sem minna máttu sín hauk í horni þar sem Helga var. Hún var mikil félagsvera og lét þjóðmál sig löngum miklu varða, enda starfaði hún lengi á þeim vett- vangi. Mér býður í gmn að það fé- lagsstarf, sem hún mat mest, hafí verið innan hjúkrunarstéttarinnar. Hún tók virkan þátt í starfi Vest- mannaeyjadeildar Hjúkmnarfélags íslands og var kjörin heiðursfélagi deildarinnar. Þá var hún lengi trún- aðarmaður hjúkmnarkvenna. Að- dáunarvert var hve starfssystur hennar létu sér annt um hana, ekki síst eftir að halla tók undan fæti. Helga var mikils metin af öllum sem kynntust henni, sjúklingum, samstarfsfólki og öðmm. Vandfund- inn er sá einstaklingur sem setti meira svipmót á Sjúkrahús Vest- mannaeyja en Helga gerði. Það seg- ir meira en mörg orð að í fundarsal stofnunarinnar er aðeins ein mynd - mynd af Helgu - sem einn sjúklinga hennar gerði af henni meðan hann naut umönnunar hennar. Mér er enn í fersku minni er fund- um okkar Helgu bar fyrst saman. Á heimilinu bjó tengdafaðir hennar, Magnús Jónsson, sem gaf út og rit- stýrði vikublaðinu Víði. Þangað komu börn og unglingar sem seldu blaðið. Þegar ég kom þangað fyrsta sinni, tíu ára gamall, þótti Helgu böm sín eitthvað ódæl og svo hressi- lega las hún yfir þeim að mér varð hreint ekki um sel. Nokkm síðar, í árslok 1943, urð- um við Helga nágrannar. Þá höfðu verið reistir svonefndir verkamanna- bústaðir, alls tíu íbúðir, við ofanverð- an Heiðarveg - vestan megin göt- unnar. Fólkið, sem settist þama að, samlagaðist fljótt og mikill samgang- ur var á milli heimilanna. Þótt í odda skærist meðal barnanna lét fullorðna fólkið það ekk á sig fá. Þetta var hverfí hinna góðu granna. Ekki ein- asta eins og í öðm nágrenni var feng- inn að láni kaffípakki eða smjörlíkis- stykki á næsta bæ. Þama var rekin nútímaheilbrigðisþjónusta. Góð- templarar í götunni spiluðu löngum stundum brids og lomber við vini Bakkusar til að halda þeim frá flösk- unni. Mér hefur ætíð þótt sem þama hafí verið merkilegra samfélag en önnur. Fólk af margvíslegum stétt- um, margir áberandi einstaklingar í bæjarfélaginu, ýmsir sérstæðir per- sónuleikar, bláleitir í þjóðfélagsskoð- unum vestan megin götunnar, rauð- leitir austan megin. Allt rann saman í eina heild. í þessu samfélagi lifðum við Helga sameiginlega í 14 ár, þar til ég stofnaði mitt eigið heimili. Ég hafði því kynnst Helgu vel, þar sem hún var nær daglegur gestur á heim- ili foreldra minna öll þessi ár, þegar síðasti kaflinn í samskiptum okkar hófst. Síðla árs 1974 var tekið í notkun nýtt og glæsilegt sjúkrahús í Vest- mar.naeyjum. Þegar jarðeldamir brutust út var húsið í byggingu. Að loknu gosi var ákveðið að hefja ekki endurbætur á gamla sjúkrahúsinu, heldur leggja alla áherslu á að ljúka byggingu þess nýja. Fyrstu starfs- mennimir voru ráðnir 1. ágúst 1974. Þá þegar var Helga mætt á vaktina. Sá sem þessar línur ritar hóf störf á sama tíma. Hann hafði þá enga reynslu af rekstri sjúkrahúsa og leit- aði því oft til Helgu végna hennar miklu og löngu reynslu. Hún reynd- ist ávallt hollur ráðgjafi. Hún var réttsýn, stóð fast á rétti síns fólks, en hafði jafnframt í huga verlferð stofnunarinnar. Ég á Helgu stóra skuld að gjalda sem seint verður fullþökkuð. Að leiðarlokum vil ég ásamt Ástu, eiginkonu minni, þakka Helgu fyrir samfylgd, langa og góða. Ég tel mig mæla fyrir munn alls starfsfólks og stjórnar Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Vestmanna- eyja þegar Helgu eru þökkuð ómet- anleg störf að líknarmálum í Vest- mannaeyjum. Bömum, tengdabörnum og öðrum aðstandendum eru færðar samúðar- kveðjur. Eyjólfur Pálsson. Er ég heyrði um andlát Helgu Jóhannesdóttur hjúkrunarkonu eða Helgu Jó., eins og hún var oftast kölluð í Vestmannaeyjum, komu ótal skemmtilegar og líka daprar minn- ingar upp í huga mínum. Minningar frá unglingsárum mínum er ég byij- aði fyrst að starfa á sjúkrahúsinu. Ég mun hafa verið um 15 ára gömul er ég hóf störf við sjúkrahús Vestmannaeyja sem nú hefur verið breytt i ráðhús eyjamanna. Við vor- um nokkrar stelpur á misjöfnum aldri sem unnum undir starfsheitinu plat- nemar. Þetta var á þeim árum er hjúkrunamemar voru sendir um land allt í starfsþjálfun. Þó að hjúkrunar- nemamir væru yfirleitt nokkrum árum eldri en við hinar virtist það ekki skipta neinu máli, við náðum oftast allar vel saman. Eins og geng- ur og gerist var oft mikið fjör i kring- um þennan stóra hóp. Því reyndi mikið á þá sem áttu að halda uppi aga, eins og t.d. Helgu, sem við bár- um allar mikla virðingu fyrir, en jafn- framt held ég að við höfum flestar verið dálítfð hræddar við hana. Það gustaði af henni þegar hún gekk um ganga spítalans og við gleymdum því ekki ef hún setti út á störf okkar og gerðum sjaldnast sömu mistökin aftur. Ég átti eftir að reyna það oftar en einu sinni að undir þessari oft hijúfu framkomu þjó raungóð og traust manneskja. Ég held að það hafi verið sumarið er ég var 15-16 ára er ég var að leysa hjúkrunarnema af á meðan hún fór í mat. Ég átti að líta eftir ungum manni á svipuðum aldri og ég var sjálf er var mikið veikur. Allt í einu gerði ég mér grein fyrir því að ungi maðurinn var að skilja við. Ég hafði að vísu verið í nánd við dauðann áður, en þá hafði verið um gamalt fólk að ræða. Er ég hafði gert viðvart lét ég mig hverfa. Ég flúði niður í kjallara og fann mér einhveija skonsu til að geta verið ein og grátið í friði. Þá eins og nú, held ég að tíðkist á með- al unglinga að ekki eigi að sýna til- fínningar og helst að bera sig kæru- leysislega ef eitthvað bjátar á. Ég var viss um að enginn hefði tekið eftir því að ég fór. Allt í einu var bankað fast á hurðina og þar kom Helga Jó. Hún gerði það sem ég átti síst af öllu von á, fer að hugga mig með rólegu tali og blíðu. Ekki man ég hvað hún sagði við mig, en eftir að nokkur tár höfðu vætt krag- ann á stífa hvíta kjólnum hennar Helgu og ég orðin róleg sagði ég henni að ég gæti ekki hugsað mér að gerast hjúkrunarkona þar sem dauðinn væri svo oft nátengdur því starfí, heldur ætlaði ég mér að verða ljósmóðir þar sem gleði og hamingja réðu oftar ferðinni. Varla held ég að það hafí komið henni mikið á óvart, enda hafði ég elt Önnu ljósu eins og grár köttur um allan spítal- ann til þess að fá að vera viðstödd fæðingar þegar færi gafst, en kannski var trú hennar á að ég myndi standa við það annað mál. Þegar Helga hafði gengið úr skugga um að ég væri búin að jafna mig, fussaði og sveiaði hún á þann hátt sem henni var einni lagið. Sagði mér að þvo mér í framan og flýta mér upp á loft því að nóg væri að gera. Eftir þetta vissi ég að Helga Jó. var ekki sá skelfir sem ég hafði talið hana vera. Ég mun heldur aldrei gleyma henni nóttina sem ég átti mitt fyrsta barn. Ég er sannfærð um það að það hafí verið föður mínum ómetanlegt að hafa þær þijár færu konur, Önnu ljósu, Selmu yfirhjúkrunarkonu og Helgu Jó., er hann varð að grípa inn í fæðinguna sem hafði gengið illa. Helga hefur örugglega verið búin með sína vakt, en ekki hvarflaði að henni að fara heim ef hún gat orðið að liði. Rétt áður en ég var svæfð bað ég hana um að vekja mig ef barnið yrði lifandi. Það voru ekkert sérstaklega mjúkar strokurnar sem hún notaði til að vekja mig. Þegar ég opnaði augun stóð Helga Jó. yfir mér með tárin í augunum. Hún reyndi að láta sem ekkert væri er hún sagði mér að ég hefði eignast dreng. En nú þekkti ég Helgu og vissi að þetta var bara skel sem hún bar. Ég er sannfærð um að kynni mín af Helgu hafí hjálpað mér mikið við að skilja hinar ýmsu manngerðir sem ég hef rekist á í lífinu. Að minnsta kosti að dæma ekki fólk við fyrstu kynni. Helga varð ekki afskipt af raunum þessa lífs. Oft hef ég heyrt sagt að guð leggi ekki meira á nokkra mann- eskju en hún geti borið. Ef svo er var bikar hennar Helgu löngu orðinn fullur. Helga Jóhannesdóttir var fædd 9. október 1907 í Reykjavík og var því 86 ára er hún lést. Helga lauk námi frá HSÍ 1935. Hún starfaði fyrst í Kaupmannahöfn, síðan ýmist í Reykjavík eða Vestmannaeyjum. Frá árinu 1962 starfaði hún óslitið við Sjúkrahús Vestmannaeyja, lengst sem deildarstjóri til aprílloka 1984. Eftir að hún varð 76 ára var hún í hlutastarfi til ársins 1984 er hún lét af störfum. Þetta var orðinn langur og farsæll starfsaldur og sérstaklega þegar það er haft í huga að hún ól manni sínum Kristni Magnússyni skipstjóra sjö börn. Fyrsta barn þeirra hjóna, drengur, dó er hann var nokkurra mánaða. Önnur böm voru Ólafur Magnús, f. 1939, giftur Ingu Þórarinsdóttur og eiga þau fímm böm, Theodóra, f. 1940, gift Daniel J. Kjartanssyni, á sex börn, Valborg Hanna, f. 1942, dáin sama ár, Jóhannes, f. 1943, dáinn 1990, var giftur Geirrúnu Tómasdóttur, þau eignuðust sjö börn, Helgi, f. 1945, drukknaði 1968, ókvæntur en átti eitt barn, og Guðrún Helga, f. 1948, gift Bjarna Gunnarssyni, á þijú börn. Helga greindist með berkla stuttu eftir fæðingu Helga 1945. Við Helgi vorum skólasystkini. I þá daga var ekki mikið um félagslega aðstoð og varð fólk að bjarga sér eftir bestu getu. Helga var komið í fóstur þar sem hann undi sér vel þannig að hann ílengdist þar, en hélt þó góðu sambandi við foreldra sína og syst- kini til dánardags. Það hlýtur að hafa verið erfítt að fara burtu frá eiginmanni og ungum börnum í óvissu um bata. Helga stóð þessi veikindi af sér eins og svo margt annað. Ekki trúi ég því að hún hafí borið sorg sína á torg, það var ekki henni líkt. Kristinn maður Helgu lést 1984. Erfitt hlýtur það líka að hafa verið fyrir Helgu að sjá á eftir enn öðrum syni sínum er Jóhannes dó 1990 eft- ir löng og erfið veikindi frá konu og sjö bömum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa þrisvar sinnum sem ljós- móðir í Eyjum um nokkurra mánaða skeið í hvert sinn, fyrstu tvö skiptin á gamla spítalanum þar sem allir unnu í mikilli nálægð hver við ann- an. Það var ómetanlegt að hafa þessa gömlu og góðu aðila til að leita ráða hjá, sérstaklega í fyrsta skipti er ég hóf að starfa sjálfstætt að námi loknu. Það var ánægjulegt hve Helga og Selma voru opnar fyrir nýjungum og hvöttu mig meðal annars við að koma á leikfimi fyrir bamshafandi konur. Sérstaklega varð ég hissa á hve Helga var áhugasöm um að þetta kæmist í framkvæmd. Faðir minn sem lengi var yfirlækn- ir í Vestmannaeyjum bar mikla virð- ingu fyrir Helgu, þó að þau væm ekki alltaf sammála og stundum hvessti heldur mikið á milli þeirra. Þeir sem muna eftir Helgu við störf sín hafa ekki komist hjá því að sjá að hún stóð oft með fætur í kross. Einhveiju sinni spurði ég hana hvers vegna hún stæði svona. Svarið var einfalt, hún flutti þunga líkamans á milli til að hvíla fæturna á víxl. Þetta átti ég eftir að nota mér við lang- dregnar fæðingar. Helga var mjög ákveðin og heil- steypt kona er flíkaði ekki tilfínning- um sínum. Síðustu misserin lá hún á sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Ekki held ég að það hafi átt við skap hennar að vera meira og minna upp á aðra komin eftir að hafa hjúkrað svo mörgum. Það er mín trú að hún hafí verið hvíldinni fegin. Stórbrotin kona er nú horfín, en hún gleymist ekki í huga jieirra mörgu er hún hafði áhrif á. Ég votta aðstandendum hennar samúð mína. Fríða Einarsdóttir ljósmóðir. Sízt vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda - það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegra heim. Kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Hinn 4. nóvember lést á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja Helga Jóhann- esdóttir, hjúkrunarkona, 86 ára göm- ul. Helga var stórbrotin í hátt og öllum eftirminnileg sem henni kynnt- ust, enda var stórt fiskveiðiskip látið heita í höfuðið á henni. Það sópaði af henni og þegar hún setti upp hatt- inn var hún eins og hefðarkona í útlendri stórborg. Hún var örorð og lét margt fjúka, gat verið hijúf og tilsvör hennar jafnvel hvöss á stund- um en það var stutt í mildina og hjartahlýjuna. Ein frænka mín sagði um hana að hún hefði verið eins og gott brauð, með harða skorpu en mjúk fyrir innan. Hún var gerðar- kona og höfðingi heim að sækja og þegar eitthvað bjátaði á var ævinlega leitað til Helgu. Hún stóð alltaf eins og klettur úr hafi. Helga var fædd í Reykjavík 9. október 1907. Bernskuheimili hennar var í Sölvhól sem Sölvhólsgata er kennd við. Foreldrar hennar voru Jóhannes Kristinsson og Vilborg Steingrímsdóttir. Faðir Helgu dó þegar hún var barn að aldri og móð- ur sína missti hún átján ára gömul. Helga átti tvo bræður, Steingrím og Þórmund, og eina systur, Guðlaugu, sem ein er á lífi af þeim systkinum. Hún er búsett í Englandi. -Helga hlaut góða menntun. Hún gekk í Kvenna- skólann og síðar hóf hún nám í hjúkr- un og útskrifaðist sem hjúkrunar- kona 1935. Helga lifði svo sannar- lega tveggja alda tíma í Reykjavík. Hún gjörþekkti borgina og mannlífið þar á fyrri hluta aldarinnar og það var skemmtilegt að heyra hana segja frá þeim tímum. Helga kom til Vestmannaeyja fyrst sem hjúkrunarnemi. Hún kynntist Kristni Magnússyni frá Sól- vangi og þau gengu í hjónaband 1939. Þau eignuðust sjö böm, Ólaf, fæddan 1939, kvæntan Ingu Þórar- insdóttur og eiga þau fimm börn; Theódóru, fædda 1940, gifta Daníel Kjartanssyni og eiga þau sex börn; Jóhannes, fæddur 1943, lést eftir erfið veikindi aðeins 47 ára gamall, eiginkona hans var Geirrún Tómas- dóttir, þau áttu sjö börn; Helga, fæddan 1945, drukknaði aðeins 23 ára gamall, hann átti eina dóttur; Guðrúnu, fædda 1948, gifta Bjama Gunnarssyni og eiga þau þijá syni. Tvö böm þeirra Helgu og Kristins, Þórmundur og Hanna Vilborg, dóu aðeins nokkurra mánaða gömul Barnabarnabörnin eru orðin 19. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur Helga og hennar stóra fjöl- skylda verið samofín lífí mínu. Flest- ar bernskuminningar mínar tengjast heimilinu í Verkó á einn eða annan hátt. Við vorum aðeins þijár, amma, mamma og ég. Það var því ómetan- legt að fá að deila gleði og sorgum með þessari stóru fjölskyldu. Þessi góðu vinatengsl hafa haldist fram á þennan dag og eru mér og mínu fólki jafn mikilvæg sem fyrr. Ég, fjölskylda mín og móðursystir minnumst Helgu með mikilli virðingu og þakklæti. Fjölskyldu hennar send- um við innilegar samúðarkveðjur. Fríða S. Haraldsdóttir og fjölskylda. Þú ert vort með galla og gæði, gaddi klætt og blómum skrýtt, ís og hraun að öðrum þræði, en í raun svo milt og blítt. Þú í hug vom hefir andað haustsins kvíða, vorsins þrá og í sáium saman blandað sumaryl og vetrarsnjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.