Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 39 Minning ^ Anna Amadóttir Afi er farinn hann er farinn langt! burtu hann kemur aldrei aftur til mín né þín. Hann er dáinn. Hann fór að hitta himnafóður sest hjá honum glaður í bragði skildi veikan líkama sinn eftir. Afi er farinn og kemur aldrei aftur. (Elín Raphildur Viðarsdóttir) Þannig komst frænka okkar að orði. Við systkinin minnumst allra góðu stundanna með afa okkar í sveitinni. Þegar við eltum hann út í fjárhús að gefa kindunum. Eða þegar við hlustuðum á hann segja frá, því að hann afi vissi svo margt og las svo mikið og þekkti landið sitt og þjóð svo vel. Sérstaklega er okkur minnisstæð seinasta heim- sókn okkar til hans og ömmu þegar við komum að skoða nýju borhol- una, þar sem heita vatnið bunaði upp úr jörðinni. Nú þyrfti afa og ömmu ekki að verða kalt í vetur. Afi varð svo glaður að við skyldum koma til hans og ömmu og gleðjast með þeim. Okkur kom ekki til hug- ar þá að við ættum ekki eftir að sjá hann aftur í þessu lífí. En þó hann sé ekki hjá okkur lengur, munum við alltaf minnast hans með ást og virðingu. Elsku amma, Guð gefí þér styrk því að þú hefur misst svo mikið. Lena Björk, Heiða Ösp, Bjarki Rafn og Kristjana Kristjánsbörn. Hann afi í Neðra-Dal er dáinn. Öll vissum við að afi var veikur, það er bara svo sárt að missa, svo sárt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Við systkinin eigum margar góð- ar minningar um afa sem koma hver af annarri upp í hugann. Við vorum ekki há í loftinu þegar við skriðum upp til ömmu og afa til að kanna hvað væri í matinn. Ef maturinn var álitlegur þar þá sett- umst við á lærið á afa og hjálpuðum honum að klára af disknum sínum. Það var líka ósjaldan sem við stál- umst upp með sængina okkar og horfðum á sjónvarpið hjá ömmu og afa. Sögunum hans afa gleymum við aldrei. Sögur af hestum, fólki og skemmtilegum atburðum urðu Ijós- lifandi í hugum okkar þegar afi sagði frá. En nú er stóllinn hans afa auður og minningin ein eftir. En eins og svo oft áður er það hún Heiða amma sem huggar okkur öll og alltaf verður jafn gott að koma í hlýjuna til hennar. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftamjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin i djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Já, hann afí er dáinn en minning- in um góðan mann lifir í hjörtum okkar allra. Góði Guð, styddu hana ömmu okkar og okkur öll í sorginni og varðveittu hann afa okkar vel. Ottar, Elsa og Elva. í dag, 13. nóvember, hefði Anna Árnadóttir orðið áttræð, ef hún hefði lifað, en hún lést á heimili sínu 24. september sl. Mig langar á þessum tímamótum að minnast hennar í örfáum orðum. Það var á nýársdag 1981 sem ég hitti þau hjónin Önnu og Sigur- jón Gíslason í fyrsta sinn á heimili þeirra í árlegu jólaboði fjölskyld- unnar. Þá var ég bamshafandi að einu langafa- og ömmubami þeirra. Þessir öðlingar tóku mér strax opnum örmum og fór ég fljótlega að kalla þau afa og ömmu. Ég var ung að árum þegar sonur minn fæddist í júní 1981. Ég var mjög lánsöm að hafa þau stutt frá mér og gat ég ævinlega leitað aðstoðar hjá þeim. Afí var meira að segja með drenginn í vist sumarið sem hann varð eins árs. Svo var það í október 1982 að ég og barnsfaðir minn slitum samvistir og við mæðg- inin fluttumst vetur á Patreksfjörð, en þaðan er ég. Við þetta breyttist auðvitað margt, við gátum ekki hist eins oft og við gerðum og sökn- uðurinn var mikill hjá okkur báðum. En eitt er víst að þótt ég væri nú orðin viðskila við fjölskyldu þeirra gleymdist ég ekki hjá þeim. Og þessar elskur héldu áfram að bera þennan einlæga kærleika og umhyggju til mín. Seinni hluta árs 1986 lést svo afi eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein sem hafði á endanum betur eins og svo oft áður. En hann afi var búinn að berjast mikið og lengi, svo að hvíld- in hefur örugglega verið góð þegar hún kom. Nú var amma orðin ein. Missir hennar og söknuður var mikill, þar sem þau hjónin voru afar samrýnd og stóðu saman í blíðu og stríðu í mörg ár. Ég var svo lánsöm að fá að vera í návist ömmu aftur síðustu árin hennar, því að ég og sonur minn fluttumst aftur suður í janúar 1987 og urðum á ný tíðir gestir i Feijubakka 4. Við amma vorum miklar vinkon- ur og brölluðum margt saman á þessum árum. Hún var mjög þakk- lát kona og þakklát var hún fyrir allt sem maður gerði fyrir hana. Harðfískur og bjór þótti henni meiriháttar gott og er henni var færður þessi munaður lá við að hún Hinn 22. október sl. lést í Hafnar- firði vinur minn Guðjón Ingólfsson verkamaður. Sem ungur drengur var ég svo heppinn að kynnast Guðjóni sem þá hafði flust norðan úr landi til Hafnarfjarðar með fjöl- skyldu sinni. Við urðum leikfélagar í Vesturbænum, Lárus sonur hans og ég, sem varð þess valdandi að ég varð heimagangur hjá þeim og kynntist fjölskyldunni allnáið. Þó að aldursmunur milli mín og Guð- jóns heitins hafí verið hálf manns- ævi tókst með okkur vinátta sem varað hefur allar götur síðan. Guðjón vann erfiðisvinnu mest- alla ævi sína. Hann var reyndar táraðist yfír gjafmildinni, þar sem hún gat ekki oft veitt sér þetta sjálf. Henni þótti mikið vænt um ef ég hringdi til hennar á laugardags- morgnum og sagði: Amma eigum við að kíkja í Kolaportið eða amma ég er að ná í þig við ætlum í bíl- túr. Hún var alltaf til og svo þakk- lát yfir að maður hafði smá tíma fyir hana í dagsins amstri. Og þeg- ar ég skilaði henni heim aftur kyssti hún mig og faðmaði og þakkaði mér fyrir að hafa nú eytt heilum degi í sig. En hún vissi það kannski ekki að ánægjan var mín megin að fá að vera með henni og hafa hana mér við hlið svo uppá klædda og glæsilega eins og hún var ávallt. Og hún amma var prúðmenni, hún var skemmtileg, glaðvær og kunni sig svo vel. Eftir henni var tekið hvarvetna fyrir glæsilegheit og prúða framkomu. Hún þekkti líka stóran hóp af fólki á ýmsum aldri og stéttum og yfirleitt urðu ein- hveijir á vegi okkar sem hún þurfti að heilsa uppá. Á jólunum 1990 dvaldist amma hjá mér og hafði hún þá verið gest- ur minn líka um áramótin 1987-88. Þessar hátíðir á ég ávallt eftir að muna, það var svo gott og hlýtt að hafa hana nálægt sér og sérstak- lega á svona stórum stundum. Hún var orðin fyrir löngu hluti af minni fjölskyldu. Foreldrum mínum og systkinum þótti afskaplega vænt um hana og urðu ávallt fagnaðar- fundir þegar þau hittust. Amma átti nöfnu, dótturdóttur, Önnu Björnsdóttur, sem þau hjónin ólu líka upp. Hún amma saknaði oft Önnu sinnar, þar sem hún var bú- sett í Ameríku. Ég reyndi eftir bestu getu að vega smávegis upp í þenn- an söknuð, en það var ekki allt of auðvelt þar sem þær voru mjög nánar og henni ömmu þótti afskap- lega vænt um hana Önnu sína eins og hún var vön að segja. Anna var mjög natin við ömmu sína, reyndi að gera allt fyrir hana til að gleðja hana og láta henni líða betur. í öll- um veikindum hennar ömmu síðast- liðna mánuði var Anna ávallt við hlið hennar. Hún pakkaði niður búslóðinni sinni og sagði upp starf- inu til að geta komið heim til ís- lands og verið stoðin hennar síðustu mánuðina. Og hún gerði ömmu það slyngur síldarmatsmaður og hafði við það vinnu á síldarárunum. Guð- jón var hörkuduglegur og ósérhlíf- inn með afbrigðum. Þó var hann ekki líkamlega hrautur og átti löng- um við vanheilsu að stríða. Eljusem- in var hreint ótrúleg og má sem dæmi taka að þau hjónin komu sér upp myndarlegu einbýlishúsi við Hraunbrún í Hafnarfirði, þó að börnin væru sex talsins og launin varla til að hrópa húrra fyrir. Þó að vinnudagurinn væri langur og strangur var lundin létt og hug- urinn jákvæður og man ég aldrei eftir að hafa heyrt Guðjón kvarta yfir einu né neinu. Ég minnist kleift að deyja heima eins og hún hafði óskað eftir. Hún lét flytja hana heim af Landakoti daginn fyrir andlátið og var hjá henni til hinstu stundar. Já, Anna mín, þú stóðst þig eins og hetja og amma elskaði þig og ég veit hvað það var henni mikils virði að hafa þig hjá sér. Hinn 9. september síðastliðinn tók ég ömmu út af Landakoti og fór með hana heim í nokkra klukku- tíma. Þetta var í síðasta sinn sem hún dvaldist hjá mér og áttum við góðar stundir saman. Hún gladdist yfir hamingju minni með nýja fal- lega heimilið mitt og nýja manninn sem hún vissi að væri mér svo góð- ur. Við horfðum á sjóinn út um stofugluggann og hún tók utan um mig og sagði. Nú ertu loksins kom- in í höfn, nú ferðu vonandi að gifta þig svo að ég geti verið viðstödd, Inga mín. Ég verð ekki svo lánsöm að hafa hana í brúðkaupinu mínu þegar að því kemur, en ég veit að þau verða þarna bæði tvö upp á búin enda þótt við hin sjáum þau ekki. Amma dó nokkrum dögum seinna og var hún löngu búin að biðja mig að halda undir eitt hornið hjá sér síð- asta spölinn. Hún vildi að ömmu- börnin bæru sig og átti hún fimm, ég var það sjötta hjá henni. Ég uppfyllti þessa bón 6. október síðastliðinn. Stolt yfir því að vera ein af þeim sem næst henni stóðu. Hún kvaddi þennan heim eins hljótt og laufblöðin sem féllu til margra glaðra stunda á heimili Guðjóns og þar kemur til sögu sér- staklega hressilegt og glaðlegt við- mót Aðalheiðar Frímannsdóttur, Öllu eins og við strákarnir kölluðum hana, eftirlifandi eiginkonu hans. Guðjón hafði mikinn áhuga á málefnum bæjarfélags síns og þjóð- málum ekki síður. Hann starfaði í Alþýðuflokknum og beitti sér þar fyrir málstað hins vinnandi alþýðu- manns af einurð og festu. Það hlaut að hafa áhrif á mig sem ungling að kynnast slíkum manni og fyrir það vil ég þakka með þessum fá- tæklegu orðum nú þegar leiðir skilja. Ég votta Aðalheiði og börn- um þeirra, þeim Lilju, Ármanni, Jónu Ósk, Lárusi, Ólafi og Inga Hafliða, sem og barnabörnum og öðrum vandamönnum, mína inni- legustu samúð. Eyjólfur Sæmundsson. jarðar fyrir utan gluggann hennar. Hún var sátt við sitt og sína þegar hún fór aftur til fundar við Sigga sinn, sem beðið hafði hennar í sjö ár. Elsku Jóna, Gunna, Anna og fjöl- skylda, söknuður okkar er mikill. Það hefði verið gaman að hafa hana meðal okkar í dag, en nú líður henni vel og minninguna eigum við eftir . um góða og blíða konu sem við elsk- uðum öll. Og þið sýnduð mér mik- inn heiður með því að láta mér eft- ir borðstofuhúsgögnin hennar, þau eiga eftir að sóma sér vel á heimili mínu á komandi árum. Elsku amma, þökk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Minn- ing þín lifir. Ingdís. CROSS Kuldaúlpur CROSS kuldaúlpurnar eru fallegar, hlýjar og þægilegar. Mikið úrval. Gottverð. SKÚLAGÖTU 51 REYKJAVÍK SÍMI 91 - 11520 OG 27425 Minning Guðjón Ingólfsson BESTU KAUPIN í LAMBAKJÖTI 1/2 IkROkKUR flf PJRITfl FLOkkS LflfllBflkJÖTI. nflTTÚRULEGfl GOTT - í HÍEITU VERILUn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.