Morgunblaðið - 13.11.1993, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.11.1993, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 Páll Kr. Pálsson organistí — Mhming Fæddur 30. ágúst 1912 Dáinn 29. október 1993 Heyr himna smiður, hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunn þín, Því heit ég á þig þú hefur skaptan mig, ég er þrællinn þinn þú ert Drottinn minn. (Kolbeinn Tumason) Hjartkær móðurbróðir minn, Páll Kr. Pálsson organisti, er látinn á 82. aldursári. Hann fæddist á heim- ili foreldra sinna á Skólavörðustíg 8 í Reykjavík hinn 30. ágúst 1912. Hann var sonur sæmdarhjónanna Páls Árnasonar, lögregluþjóns í Reykjavík, og Kristínar Árnadóttur konu hans. Páll Árnason starfaði sem.lögregluþjónn í hartnær 30 ár hér í borg frá því skömmu eftir alda- mót. Hann var fæddur árið 1871 i Fellsmúla i Landmannahreppi, Rangárvallasýslu, sonur Áma Árna- sonar bónda í Fellsmúla og Skamm- beinsstöðum og Ingiríðar Guð- mundsdóttur. Kristín var dóttir Áma Jónssonar bónda í Miklaholts- hreppi í Flóa, síðar búandi í Reykja- vík, og Þorbjargar Filippusdóttur. Páll var sjöunda bam foreldra sinna, en systkinin vom níu. Elst var Þor- björg, f. 1904, d. 1991, þá Bjargey, f. 1905, d. 1992, Ámý, f. 1907, d. 1987, Ami, f. 1908, d. 1992, Inga, f. 1910, Kristín, f. 1911, d. 1991, Auður, f. 1914, d. 1966 og yngst er Sigríður, f. 1918. Á heimili Páls frænda míns á Skólavörðustíg 8 var hljómlist í há- vegum höfð, enda vom þar orgel, píanó og plötuspilari, sem ekki var algengt í þá daga á svo bammörgu og tiltölulega efnalitlu heimili. Böm- in spiluðu flest á hljóðfæri og þar tóku oft lagið góðir söngvarar úr hópi lögreglumanna sem þar vom heimagangar. Páll átti því ekki langt að sækja tónlistaráhugann. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík veturinn 1925-1926, en tónlistin átti hug hans allan og hann hóf ungur tónlistarnám, fýrst í tíma- kennslu, en þegar Tónlistarskóli Reykjavíkur var stofnaður 1930 hóf hann þar nám og var þar í þijú ár, og vora kennarar hans m.a. F. Mixa, H. Neff og dr. Páll ísólfsson. Hann nam seinna hjá dr. Viktor Urbancic og notaði flestar frístundir tii að auka tónlistarþekkingu sína og æfði sig af kappi við orgelleik þegar vinnudegi lauk uns hann komst utan til náms eftir stríðslok, fyrst í Sví- þjóð, en síðar í Danmörku. Árið 1947 hélt hann til Edinborgar og lauk þar námi tveimur áram síðar með tónleikahaldi í St. Giles kirkj- unni og lék á orgelið sem hann hafði æft sig á þann tíma sem hann dvaldist í Skotiandi, en á því orgeli vora íjögur hljómborð, yfir 100 raddir og fótstiginn stjörnulaga. Kennarar hans þar vora H. Bunney í orgelleik og H. Gaul í tónsmíðum og söngstjóm. Fram til ársins 1950 starfaði hann við Tónlistarskólann í Reykjavík, en þá fluttist hann til Hafnarfjarðar og var við ýmsa tón- listariðkun þar í 37 ár. Hann var organisti þar og á Bessastöðum um þijá áratugi. Þá sinnti hann kennslustörfum við marga skóla. Hann var stofnandi og skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar 1950- 1971. Þá kenndi hann við Söng- skóla þjóðkirkjunnar og við guð- fræðideild Háskóla íslands 1949- 1951, Kennaraskóla íslands 1951- 1952 og Flensborgarskóla 1950- 1971. Jafnframt þessu mikla starfí stjómaði hann fjölda kóra, m.a. Lögreglukómum í Reykjavík, Karla- kórnum Þröstum, Barnakór Út- varpsins og kirkjukóram. Hann tók virkan þátt í ýmsum félagsstörfum, var einn stofnenda Félags íslenskra orgelleikara 1951 og í stjóm þess frá upphafí, þar af formaður frá 1965-1971 og heiðursfélagi þess hinn 31. ágúst 1989. Ennfremur átti hann sæti í ýmsum nefndum, dómnefndum um tónsmíðar og var fulltrúi lands síns, bæði innanlands og utan. Eftir að Walcher-verk- smiðjurnar þýsku settu upp orgelið í Hafnarfjarðarkirkju 1955 hafði hann milligöngu um orgelkaup og orgelsmíðar og fór utan í því skyni að kaupa orgel í ýmsar kirkjur, m.a. Siglufjarðarkirkju. I rúmlega tuttugu ár veitti Páll forstöðu tónlistardeild Héraðsbóka- safnsins í Hafnarfírði, en þeirri deild kom hann upp ásamt Önnu Guð- mundsdóttur, þáverandi bókaverði. Hann átti eitt stærsta og merkasta orgelnótnasafn í einkaeigu, senni- lega á Norðurlöndum, en megnínu t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð, vinar- hug og hjálp við fráfall og jarðarför ÞURÍÐAR EMILSDÓTTUR, Hringbraut 50. Sérstakar þakkir fyrir allt til elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurður Kristjánsson. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INDRIÐA JAKOBSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Hlíðar fyrir frá- bæra umönnun. Edda indriðadóttir, Helgi Hallsson, Örn indriðason, Sólveig Gunnarsdóttir, Hallgrímur Indriðason, Kristfn Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför KARLS ÞORKELSSONAR, Stóragerði 1A, Hvolsvelli. Starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands sendum við alúðarþakkir fyrir umönnun og hlýju í veikindum hans. Hulda Hjartardóttir, Hjörtur Heiðdal Kristjánsson, Sigrfður Karlsdóttir, Gunnar Þór Karlsson. af því hafði hann safnað á náms- áram sínum í Edinborg. Þetta safn ánafnaði hann Hafnarfjarðarbæ og Hafnaríjarðarkirkju, þegar hann lét af störfum þar. Er það von aðstand- enda Páls að vel sér þar búið að þessari höfðinglegu og ómetanlegu gjöf. Eftir Pál liggja ýmis tónlistarrit og má þar nefna yfirgripsmikla Tónlistarsögu, sem út kom árið 1983, minningarrit um Friðrik Bjarnason, organleikara ogtónskáld í Hafnarfírði og eiginkonu hans, Barnasöngvar, 30 lög samantekin og raddsett við ljóð Stefáns Jónsson- ar, Handbók söngkennara, Ágrip af tónlistarsögu fyrir miðskóla og Tónfræði fyrir miðskóla. í tilefni sjötugsafmælis hans vora gefnar út tvær hljómplötur honpm til heið- urs, sem byggðar eru á ýmsum upptökum Ríkisútvarpsins, en á þeim leikur hann aðallega orgelverk íslenskra tónskálda. Það var í hans anda að vilja frekar koma öðram að en sjálfum sér og því vildi hann helga mestan hluta útgáfunnar starfsbræðram sínum. Hann hugs- aði meira um velferð nemenda sinna en að koma sjálfum sér á framfæri og gaf mikið af vinnu sinni, enda skeytti hann lítt að safna veraldleg- um auði. Áður en Páll sneri sér að orgel- leik af fullum krafti hafði hann leik- ið á píanó í hartnær tuttugu ár og var eftirsóttur undirleikari á hátíð- um og söngskemmtunum víða um land. Hann kunni þá list að „trans- portera", leika tónverk í annarri tóntegund en á nótunum stóð, sem gat komið sér vel, sérstaklega þegar söngvarar áttu í hlut. Páll kvæntist árið 1934 Margréti Árnadóttur, f. 27. nóvember 1907. Þau skildu. Börn þeirra era: Hrafn, f. 17. maí 1936, deildarstjóri í heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu, hans kona er Vilborg Kristjánsdótt- ur, deildarstjóri í forsætisráðuneyt- inu; Ingibjörg, f. 16. nóvember 1940, d. 24. maí 1946, og Margrét, f. 14. september 1943, kennari og flugfreyja, gift Halldóri Halldórs- syni, verkfræðingi og flugmanni hjá Flugleiðum. Seinni kona Páls var Kristín Júlíusdóttir, f. 19. mars 1931. Þeirra synir era: Páll Krist- inn, f. 22. apríl 1956, félagsfræðing- ur og rithöfundur, kvæntur Elsu Maríu Ólafsdóttur, hannyrðakenn- ara, og Júlíus, f. 17. janúar 1958, hagfræðingur og ferðaskrifstofu- eigandi í Kaupmannahöfn, kvæntur Birnu Arinbjarnardóttur þroska- þjálfa. Þá átti Páll dótturina Guð- rúnu Helgu, f. 14. janúar 1953, hjúkranarfræðing. Barnabörnin eru tíu. Börn Páls voru honum öll til mik- iliar gleði, enda studdu þau hann með ráðum og dáð, ekki síst í veik- indum hans, en hann fékk Parkin- sonveiki á efri áram sem nærri má geta að reyndist orgelleikara þungur kross. Þau Margrét urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa dóttur sína, Ingibjörgu fimm ára gamla af slys- förum. Var öllum ættingjunum mik- ill harmur að henni kveðinn. Sýna myndir af henni að hún var einstak- lega fallegt bam. Það hefur verið skammt stórra högga á milli þar sem fímm systkin- anna frá Skólavörðustíg 8 hafa lát- ist á undanförnum tveim árum. Það er svo sannarlega mikill missir fyrir okkur öll, þar sem systkinin vora mjög samhent og miklir kærleikar þeirra á milli. Við systkinabörnin fórum ekki varhluta af þessari sam- heldni því að oft var hist á glaðri stundu og þá kom best í ljós hversu skemmtileg, hláturmild og fyndin systkinin vora, enda virtust þau njóta sín einna best í félagsskap hvers annars. Þegar við krakkarnir fórum að komast á legg og fóram að taka virkan þátt í fjölskylduboð- unum hlakkaði maður alltaf til slíkra stunda, því að það var öruggt að manni mundi ekki leiðast, slíkt var einfaldlega ekki hægt í þessum fé- lagsskap. Þá var áberandi hversu mikla ástúð og virðingu þau bára hvert fyrir öðra, enda era minning- araar um samvera systkinanna sér- lega bjartar. Mínar fyrstu endur- minningar tengjast heimsóknum móðurbræðra minna Páls og Árna á heimili foreldra minna, Sigríðar og Benedikts, sem þá bjuggu í Norð- urmýrinni. Þangað komu þeir gjarna í miðdegiskaffi, þegar stund var milli stríða, en móðir mín var þá heimavinnandi. Þeir bræður voru báðir sérstaklega barngóðir og ekki var nú verið að stugga við okkur rollingunum þótt við væram í ein- hveijum hasar. Man ég hvað mér fannst mikið til koma þegar Páll kom frá því að spila í einhverri kirkj- unni, prúðbúinn og fínn. Hann frændi hafði líka þennan heiða, fal- lega svip undir þykkum augabrún- unum og glettið bros, sem fékk bamið til að laðast ósjálfrátt að honum án þess að hann þyrfti að leggja sig fram um það. Þetta við- mót sýndi hann okkur systkinabörn- unum alla tíð. Mér fannst ég alltaf eiga svolítinn sess í hjarta hans þar sem ég var skírð í höfuðið á dóttur hans Ingibjörgu, sem lést nokkra áður en ég fæddist. Þar sem ég leit svo mjög upp til frænda míns hefur + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr- ar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRHILDAR HAFLIÐADÓTTUR SNÆLAND. Baldur Snæland, Hafsteinn Snæland, Guðný Snæland, Kristinn Snæland, Jóna Snæland, Njörður Snæland, Ragnheiður Baldvinsdóttir, Jón Andrés Snæland, Alma K. Friðriksdóttir, Pétur B. Snæland, Helga María Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kæru ættingjar og vinir. Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir veitt- an stuðning, samúð og hlý handtök við fráfall og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÁGÚSTSDÓTTUR, Másstöðum, Innri-Akraneshreppi. Guð blessi ykkur. Gunnar Nikulásspn, Guðmundur Ágúst Gunnarsson, Úrsúla Árnadóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Sigurður Jónsson, Gísli Rúnar Már Gunnarsson, Lára Sverrisdóttir, Helga Gisladóttir, Ketill Bjarnason, Margrét Gísladóttir, Axel Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. mér alltaf fundist það mikill heiður að fá að bera þetta nafn dóttur hans og Margrétar. Þegar ég gifti mig var mér það mikið í mun að Páll myndi leika á orgelið í kirkj- unni en af því gat því miður ekki orðið, þar sem hann var erlendis. Þegar hann kom heim færði hann mér mynd, sem hann hafði keypt í París á brúðkaupsdaginn og sagði að hann hefði sérstaklega valið myndina þennan dag, því að þá hefði hugurinn verið hjá mér. Þetta var svo dæmigert fyrir frænda. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst svo góðum dreng, sem elskaði tónlist og helgaði henni líf sitt uns kraftar þratu. Við systkinin og fjölskyldur okkar þökkum elskulegum frænda samfylgdina, sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning hans. Sýn mér, sólar faðir, sjónir hærri en þessar, málið mitt er síðast, miklar þig og blessar. Sýn mér sætt í anda sæla vini- mína, blessun minna bama burtför mína krýna. Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu bami, eins og léttu laufi, lyfti blær frá hjami, eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (M. Joch.) Ingibjörg Benediktsdóttir. Einn af frumheijum íslenskrar organistastéttar er fallinn frá, Páll Kr. Pálsson. Kom það ekki mjög á óvart þeim sem til þekktu en hann hafði um árabil verið altekinn svo- nefndri Parkinson-veiki. Páll Kr. Pálsson var merkur tón- listarmaður og virtur vel af sam- ferðamönnum sínum og starfs- bræðram. Hann var einn af stofnfé- lögum Félags íslenskra organleikara og sat í fyrstu stjórn þess. Síðar var hann formaður félagsins langa hríð og átti stóran þátt í. að móta þetta unga félag, en hann vildi veg organ- istastéttarinnar sem mestan og þótti skeleggur að tala máli hennar út á við. Hann hafði aflað sér góðrar menntunar í listinni hér heima og erlendis, Það var í árdaga Tónlistar- skólans í Reykjavík sem hann stund- aði nám þar, hélt síðan utan til frek- ara náms til Svíþjóðar og Danmerk- ur en eftir það lá leið hans til Edin- borgar þar sem hann sat vð fótskör mikilla meistara þarlendra. Hann varð þannig meðal þeirra fyrstu til að nema og tileinka sér leik og túlk- unarhefð engilsaxneskra þjóða og var stoltur af því. Eftir heimkomuna tók Páll svo sannarlega til hendinni og markaði djúp spor á sínum starfsvettvangi. Hann stjórnaði ýmsum kórum og fékkst mikið við kennslu. Það er undravert hve miklu þessi eljusami maður kom í verk á starfs- ævi sinni. Mikið af því voru alls kyns störf, svo sem raddsetningar og samning fagbóka fyrir tónlistar- nemendur og söngkennara, saman- tekt sönglaga og margt fleira sem ég hygg að hafi ekki gefið mikið í aðra hönd. Kynslóð Páls Kr. Pálsson- ar spurði minnst um laun heldur fórnaði stopulum frístundum fyrir hugsjónina, málefnið kæra sem þess- ir eldhugar lifðu fyrir. Fyrstu stjórn Félags íslenskra organleikara skipuðu þrír menn og áttu það sameiginlegt auk margs annars að heita sama nafninu og hétu allir Páll. Páll Kr. Pálsson var þeirra yngst- ur og kveður nú þennan heim síðast- ur manna úr fyrstu stjórn félagsins. Á formannsáram hans var mikið starfað í félaginu og mörgum stefnu- málum þess hrundið í framkvæmd. Það hafði lengi verið á stefnuskrá félagsins að gefa út eigið málgagn. Sá draumur varð að veruleika á for- mannsárum Páls og fyrsta tölublað „Organistablaðsins" kom út árið 1968. Félag íslenskra organleikara á Páli Kr. Pálssyni mikla skuld að gjalda og vottar minningu hans virð- ingu og þökk. Fyrir félagsins hönd sendi ég ástvinum hans öllum ein- lægar samúðarkveðjur. Kjartan Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.