Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 47 Evrópufararnjr til Brussel 1950 f.v. Finnbjörn Þorvaldson, Haukur Clausen, Magnús Jónsson, Guðmund- ur Lárusson, Örn Clausen, KR-ingurinn Torfi Bryngeirsson sem varð Evrópumeistari í langstökki, afmæl- isbarnið Gunnar Huseby, Ingólfur Steinsson og Jóel Sigurðsson. FJÖLSKYLDUBÖND Systir Johns Kennedys öryrki Lítið sem ekkert hefur verið rætt gegnum tíðina um Rosemary, systur Johns Kennedys fyrrum Bandaríkjaforseta, enda virðast saga hennar og örlög hörmuleg. Norska tímaritið Se og Hör greinir frá því að Rosemary, sem nú er 75 ára, hafi verið á hæli í Wisconsin í Bandaríkjunum i 52 ár. Hún er sögð hafa verið mis- þroska, þ.e. á eftir jafnöldrum sín- um. Árið 1941 ákvað faðir hennar, Joseph Kennedy, samkvæmt ráð- leggingum sérfræðinga að láta hana gangast undir heilaaðgerð, sem oft hefur verið gerð á geðsjúk- lingum. Sagan segir að Rose, eigin- kona hans, hafi ekki einu sinni ver- ið með í ráðum. Aðgerðin mistókst og var'Joseph miður sín yfir því og ákvað að setja Rosemary á stofn- un. Sagt er að hann hafi ánafnað stofnuninni 70 milljónir króna og að ennþá greiði Kennedy-f|ölskyld- an rúmar þijár milljónir króna á ári fyrir dvöl Rosemary þar. Ástand hennar er bágborið, hún virðist illa farin af liðagigt eða öðr- um kreppusjúkdómi og getur aðeins tjáð sig að litlu leyti. Fjölskyldan þorði ekki, að sögn tímaritsins, að hafa samband við Rosemary fyrr en árið 1974, þ.e. eftir áð Joseph lést, en það var reyndar árið 1969. Nú eyðir hún mánuði á sumri hveiju á Hyannis Port, sem er sumarhús Kennedy-fjölskyldunnar, en hún þekkir þau ekki og hefur alltaf með sér tvær hjúkrunarkonur. Rosemary Kennedy er illa farin líkamlega sem andlega og þekkir ekki fjölskyldu sína. Iljónin Joseph og Rose Kennedy ásamt börnum sínum John F., Rose- mary og Ted. TÍSKUSÝNING Byssur gegndu stóru hlutverki XXönnuðurinn Byron Lars í New York blés á allar ■*-XVangaveltur um að ofbeldi væri orðið of mikið í Bandaríkjúnum þegar hann sýndi vor- og sumar- tískuna fyrir skömmu. Byssur áttu stóran þátt í sýningunni og eflaust hefur það verið gert til þess að vera öðruvísi en hinir og vekja athygli — sem honum tókst bærilega. Á meðfylgjandi mynd má sjá sýningarstúlkuna Roshuba munda leikfangabyssu þar sem hún gengur um sýningarpallinn. AFMÆLI Iþróttakempan Gunnar Huseby sj ötugur A Iþróttakempan þekkta frá fyrri tíð, Gunnar Huseby, varð sjötúgur 4. nóvember sl. og héldu félagar hans í KR honum afmælishóf af því til- efni. Gunnar spilaði knattspyrnu til 17 ára aldurs og var efnilegur á því sviði. Fyrir tilviljun fór hann að æfa kúluvarp með Antoni Bjömssyni, föður Markúsar Arnar borgarstjóra, sem einnig var efnilegur íþróttamað- ur. Eftir það stöðvaðist kúlan ekki og Gunnar náði mjög góðum árangri, varð m.a. tvöfaldur Evrópumeistari og margfaldur Islandsmeistari í kúlu- varpi, fyrst árið 1946 og síðan árið 1950. í síðara skiptið kastaði hann 16,74 metra, en sá sem varð annar náði einungis rétt rúmum 15 metrum. Kristinn Jónsson formaður KR afhenti Gunnari áletraðan skjöld með afrekum hans. Skemmtileg verslun í Kolaportinu Kolaportið - miklu ódýrara! Það hefur löngum verið ljóst að fólk getur gert góð kaup í Kolaportinu og það á ekki hvað síst við núna, þegar seljendur mæta krepputali galvaskir með enn lægra verði. Seljendur með nýjar vörur gæta þess vandlega að vera ódýrari en verslanir og hjá miklum Qölda seljenda með kompudót má alltaf finna gersem- ar á hlægilegu verði. „Við höfum orðið vör við vaxandi sölu að undanförnu og reiknum með mikilli jólaverslun í Kolaport- inu,“ segir Jens Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri markaðstorgsins. „Það hlýtur líka að teljast eðlilegt nú, þegar fólk hefur minni kaup- getu, að það leiti þangað sem það fær meira fýrir peningana." Mikil jólastemmning Nú er mikil jólastemmning á markaðstorginu enda ekki nema 12 Kolaportsdagar til jóla. „Við tókum upp þá nýjung í haust að bjóða minni og ódýrari pláss fyrir seljendur alls konar heimilislistar og það er mjög ánægjulegt að sjá hve margir slíkir seljendur hafa bæst í hópinn hvern markaðsdag. Margir þeirra eru einmitt að bjóða alls konar jólavörur og má t.d. nefna að nú um helgina verður kona með kertasteypu í Kolaport- inu.“ Sunnudagar eru fjölskykludagar „Við höfum verið að kynna sunnu- daga sem sérstaka fjölskyldudaga og þá er alveg sérstök stemmning í Kolaportinu. Þá er jafnan tals- vert um böm og unglinga meðal seljenda og gestir af yngri kyn- slóðinni fá óvæntan glaðning frá Kolaportinu.“ Koiaportið er nú opið bæði laugardaga og sunnudaga. Metsölublaó á hvetjum degi! Auglýsing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.