Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 19 KOSIÐ UM SAMEININGU SVEITARFELAGA 20. NOVEMBER Farand- S veitarfélögnm í Norðurlandskjör- dæmi eystra fækki úr 30 í fimm SVEITARFÉLÖGUM á Norðurlandi eystra fækkar úr 30 í fimm nái tillögur umdæmanefndar um sameiningu sveitarfélaga í Norðurlands- kjördæmi eystra fram að ganga. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyr- ir að Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag, Suður-Þingeyjarsýsla austan Hálshrepps verði eitt sveitarfélag og Norður-Þingeyjarsýslu verði skipt upp í þrjú sveitarfélög. I greinargerð umdæmanefndar með til- lögunum kemur meðal annars fram að þar sem lagt er til að sveitarfé- lög í kjördæminu sameinist yfirleitt í mjög stórar einingar sé ljóst að þróa þurfi nýtt sljórnkerfi fyrir svo stór sveitarfélög sem gerðar eru tillögur um í Eyjafirði og í Suður-Þingeyjarsýslu. Nefnd Héraðs- nefndar Eyjafjarðar um sameiningarmál hafi komið fram með hug- myndir um stjórnkerfi í sveitarfélagi af slíkri stærðargráðu og á hvern hátt stjórna mætti málaflokkum á borð við félags- og skóla- mál, og gert hafi verið ráð fyrir að mynduð yrði þjónustusvæði þar sem m.a. væru útibú fyrir ýmsa þjónustu sem í boði væri í aðal þjón- ustukjarnanum. Sameining sveitarfélaga á Norðurlandi eystra Gnrasey1 J Köpasker Húsa-; vík \ Tl7 \ \ EYJA- FJÖRÐUR Um 21.000 íb. Akureyri Amarneshreppur Árskógshreppur Dalvík Eyjafjarðarsveit Glæsibæjarhreppur Grímseyjarhreppur Grýtubakkahreppur Hálshreppur Hriseyjarhreppur Ólafsflörður Skriðuhreppur Svalbarðsstrandarhreppur Svartaðadalshreppur Öxnadalshreppur n Akureyð V SUÐUR- ÞINGEYJAR- SÝSLA Um 4,200 íbúar Aðalda$lahreppur Bárödaelahreppur Húsavík Ljósavatnshreppur Reykdaélahreppur Reykjahreppur Skútustaðahr. Tjörne^hreppur RAUFARHOFN Um 400 íbúar Raufarhafnarhreppur | Svalbarðshr. að hluta ' Öxarfjarðarhr. að hluta ÞISTILFJÖRÐUR Um 600 íbúar Sauðaneshreppur Svalbarðshr. að hluta Þórshafnarhreppur ÖXARFJÖRÐUR Tæplega 500 íbúar Fjallahreppur Kjelduneshreppur Öxarfjarðarhr. að hluta Umdæmanefndin leggur til að í Eyjafirði verði eitt sveitarfélag í stað fimmtán með samtals 20.968 íbúa. Þau sveitarfélög sem lagt er til að sameinist eru Akureyrarbær með 14.665 íbúa, Arnarneshreppur með 226 íbúa, Árskógshreppur með 379 íbúa, Dalvíkurbær með 1.505 íbúa, Eyjafjarðarsveit með 997 íbúa, Glæsibæjarhreppur með 235 íbúa, Grímseyjarhreppur með 122 íbúa, Grýtubakkahreppuyr með 423 íbúa, Hálshreppur með 191 íbúa, Hríseyj- arhreppur með 260 íbúa, Ólafsfjarð- arbær með 1.205 íbúa, Skriðuhrepp- ur með 339 íbúa, Svarfaðardals- hreppur með 271 íbúa og Öxnadals- hreppur með 42 íbúa. I greinargerð með tillögunni segir umdaæmanefnd að hún telji að sem eitt sveitarfélag geti Eyjafjörður orðið sterkara mótvægi gagnvart höfuðborgarsvæðinu, atvinnulíf yrði fjölbreyttara og byggðaþróun já- kvæðari. Bent er á að aðal þjónustu- kjarni svæðisins, Akureyri, liggi miðsvæðis í héraðinu og að þar búi um 70% íbúanna, en um 15% íbú- anna búi utan 30 mínútna aksturs- vegalengdar frá Akureyri. Ef Dalvík, Grenivík og Ólafsijörður verði byggðir innan sveitarfélagsins með sérstaka svæðisnefnd og þjónustu- útibú verði nánast allir íbúar innan þessara 30 mínútna fjarlægðar- marka. í Suður-Þingeyjarsýslu austan Hálsashrepps er gerð tillaga um sameiningu átta sveitarfélaga í eitt með samanlagt 4.223 íbúa. Húsavík yrði aðal þjónustukjarninn í sveitar- félaginu, en um það bil 20% íbúanna myndu lenda utan 30 mínútna fjar- lægðartakmarkanna. Telur umdæ- manefndin að líklega þurfi að hafa 2-3 þjónustukjarna í sveitarfélaginu. Þau sveitarfélög sem lagt er til aö- sameinist eru Aðalælahreppur með 323 íbúa, Bárðdælahreppur með 146 íbúa, Húsavíkurbær með 2.471 íbúa, Ljósavatnshreppur með 241 íbúa, Reykælahreppur með 308 íbúa, Reykjahreppur með 112 íbúa, Skútustaðahreppur með 533 íbúa og Tjörneshreppur með 89 íbúa. Þijú sveitarfélög verði í Norður-Þingeyjarsýslu í Norður-Þingeyjarsýslu leggur umdæmanefndin til að verði þijú sveitarfélög, þ.e. þjónustusvæði kringum þá þijá þéttbýliskjarna sem þar eru, og að sveitarfélagamörkin falli að mörkum þjónustusvæðanna. Þarna er um að ræða Öxarfjörð með samtals 482 íbúa, en þar myndu Kelduneshreppur með 100 íbúa, Fjallahreppur með 7 íbúa og hluti Öxarfjarðarhrepps með 365 íbúa sameinast í eitt sveitarfélag með þjónustukjarna á Kópaskeri, Raufar- hafnarhreppur og hlutar tveggja annarra hreppa með samanlagt 402 V^terkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiðill! íbúa, þ.e. raufarhafnarhreppur með 371 íbúa, Svalbarðshreppur að hluta með 10 íbúa og Öxarfjarðarhreppur að hluta með 21 íbúa, og yrði þjón- ustukjarni á Raufarhöfn. í þriðja lagi er um að ræða Þistilfjörð þar sem Þórshafnarhreppur með 433 íbúa, Sauðaneshreppur með 55 íbúa og Svalbarðshreppur að hluta með 115 íbúa myndu sameinast í eitt sveitarfélag með samtals 603 íbúa og þjónustukjarna á Þórshöfn. Vegna þess hve byggð er dreifð og samgöngur erfiðar gengur tillaga umdæmanefndarinnar skemmra í Norður-Þingeyjarsýslu en á hinum svæðunum. í greinargerð nefndar- innar er þess getið að íbúum í Norð- ur-Þingeyjarsýslu hafi fækkað um 14,6% milli áranna 1971 og 1992, og að hún geri sér vonir um að stærri einingar styrki stöðu iandshlutans. Gagnlegar tillögur um framtíðarskipulag Guðný Sverrisdóttir, formaður umdæmanefndar á Norðurlandi eystra, segir að á þeim kynningar- fundum sem haldnir hafa verið í kjördæminu hafi í raun og veru eng- in sérstök mál skorið sig úr hvað varðar áhyggjur íbúanna gagnvart sameiningartillögunum. Hún sagðist telja að sú vinna sem lögð hefði verið í það í kjördæminu að skipu- leggja hvað tæki við ef sameining yrði samþykkt hefði verið mjög af hinu góða og hjálpað fólki mikið til þess að átta sig á því hvað um væri að ræða; Þannig hefði til dæmis lítið borið á því að íbúarnir hefðu áhyggj- ur af því að fjárhagur sveitarfélag- anna verði sameiginlegur með sam- einingu. „Ætli skólamálin séu ekki einna viðkvæmust í þessu og síðan fjall- skilamálin, en hvað þau mál varðar er verið að vinna í því í félagsmála- ráðuneytinu að þau geti verið með svipuðu sniði og þau eru í dag. Hvað skólamálin varðar er það helst að fólk velti því fyrir sér hvort litlir skólar verði lagðir niður ef við sam- einumst, en það er reyndar það sem Kennarasambandið hefur boðað,“ sagði hún. Ólafsfirðingar neikvæðir Guðný sagði að í ljós hefði komið að íbúar Ólafsfjarðar væru einna neikvæðastir gagnvart sameiningu sveitarfélaganna í Eyjafirði. „Mér heyrist frekar að þeir vilji vera sér og bera þeir það fyrir sig að þeir geti á allan hátt staðið sjálfstæðir og þurfi því ekki að sameinast nein- um. Þeir eru einnig með ódýra hita- veitu, og þó talað sé um að veitu- stofnanir verði reknar sjálfstætt, þá eru þeir hræddir um að í framtíðinni verði þeir að borga meira en þeir gera í dag,“ sagði hún. Guðný sagði að í Suður-Þingeyjar- sýslu hefðu komið fram nokkuð skiptar skoðahir á sameiningartil- lögunum og þar væru menn einna hræddastir við að vægi Húsavíkur yrði mikið. í Norður-Þingeyjarsýslu virtust margir íbúanna vera nokkuð ánægðir með þær tillögur sem þar eru gerðar um sameiningu, en síðan væru aftur á móti aðrir sem hefðu viljað að um enn víðtækari samein- ingu væri að ræða, og þá jafnvel að báðar sýslurnar yrðu sameinaðar eða þá að minnsta kosti að öll sveit- arfélögin í Norður-Þingeyjarsýslu yrðu sameinuð. „Ég óttast það mest að fólk skili sér ekki á kjörstað þegar kosið verð- ur um sameininguna, en ég reikna þó með því að í minni sveitarfélögun- um skili fólk sér frekar á kjörstað heldur en til dæmis á Akureyri. Við vorum til dæmis með kynningarfund á Akureyri þar sem 50-60 manns komu, en til samanburðar má geta þess að á kynningarfundi á Grenivík kom svipaður fjöldi. Fólk í fámenn- ari sveitarfélögunum virðist því láta þetta skipta sig meira máli. Hvort sem þetta verður samþykkt eða fellt þá get ég ómögulega hugsað mér það að kjörsókn verði mjög lítil, en þá verður kannski farið að gagnrýna það eftir á að örfáir íbúar hafi ráðið ferðinni," sagði Guðný Sverrisdóttir. sýning og forvarnir VINNUSTÖÐUM, skólum, fé- lagasamtökum o.fl. stendur nú til boða að fá í heimsókn til sín leikþáttinn Gúmmíendur synda víst. Edda Björgvinsdóttir vann handritið upp úr viðtalsbók Sú- sönnu Svavarsdóttur, Gúmmí- endur synda ekki, ásamt höf- undi. Edda er einnig leikstjóri sýningarinnar en leikendur eru þau Arnar Jónsson, Margrét Akadóttir og Ragnheiður Tryggvadóttir. Gúmmíendur synda víst er 25 mínútna leikþáttur ætlaður til sýn- inga í skólum, á vinnustöðum og fyrir félagasamtök. Verkið fjallar um hinar ýmsu hliðar á áfengis- vandanum, brugðið er upp nokkr- um fjölskyldumyndum sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar. Smámyndirnar eru með gaman- sömu ívafi þó undirtónninn sé al- varlegs eðlis. Ætlunin er að sýningin verði þarft innlegg í forvarnarstarf hvað varðar áfengisneyslu hér á landi. Eins og allir vita er umræða um drykkju unglinga allsráðandi þessa dagana, aðstandendur leikhópsins telja að allt sem beinir augum okk- ar að því hvernig við sjálf og okk- ar nánustu högum okkur í sam- bandi við neyslu áfengra drykkja geti orðið til þess að auðveldara reynist að sjá og ná tökum á því vandamáli sem ofneysla skapar. Sýningin er farandsýning, hún er einföld í sniðum og má leika nánast hvar sem er, í íþróttahús- um, matsölum, kennslustofum o.s.frv. Leikfélag Reykjavíkur hefur að- stoðað leikhópinn við uppfærsluna, m.a. með láni á æfingahúsnæði, léikmunum, búningum o.fl. Sýninguna má panta hjá Ragn- heiði Tryggvadóttur í Borgarleik- húsinu milli kl. 10 og 16 alla virka daga. ------»-♦■■■■#-- ■ HELGINA 20.-21. nóvember verður haldið námskeið fyrir for- eldra barna og unglinga, sem eiga við drykkju- eða vímuefnavandamál að stríða. Námskeiðið verður í formi fyrirlestra og hópvinnu. Verð er kr. 10.000,- Innifalin í verðinu er nýút- komin bók leiðbeinandans Sigríðar Þorsteinsdóttur CSAC-fjölskyldu- ráðgjafa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.