Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 27 * Guðný Ottesen Osk- arsdóttir - Minning Fædd 15. ágúst 1921 Dáin 5. nóvember 1993 Það var fyrir um það bil þremur áratugum að ég var svo lánsamur að fá að kynnast tengdamóður minni Guðnýju Óskarsdóttur. Það er um margt þakkarvert að fá að kynnast slíkri mannkostakonu sem Guðný var. Það kemur fljótt upp í hugann þegar litið er yfir farin veg og ævi Guðnýjar skoðuð, hve lífs- gleði hennar var mikil. Hún tók svo sannarlega öllu sem að höndum bar með jafnaðargeði. Allir sem hugsa til og minnast Guðnýjar, eða Nínu eins og hún var oft nefnd, minnast glaðværðar hennar sem svo sannar- lega smitaði út frá sér. Hún hafði yndi af því að vera með sínum, vera með fjölskyldunni sem var fjöl- menn. Hún eignaðist með eiginmanni sínum Gunnari Halldórssyni útgerð- armanni er lézt 2. júní árið 1973 sjö mannvæn börn. Þau eru Theo- dóra Guðrún, var gift Ólafi Ketils- syni er lézt árið 1973, sambýlismað- ur hennar er Vilhjálmur B. Kristins- son; Óskar Georg; Eyrún, gift Sig- urði Kjartanssyni; Gunnar Halldór, kvæntur Þórunni Sigurðardóttur; Þorsteinn Þór, kvæntur Sigrúnu Jóhannsdóttur; Hekla, gift Sævari Magnússyni; og Einar, kvæntur Oddfríði Jóhannsdóttur. Einnig ól Guðný upp dótturson sinn, Gunnar Georg, sem kvæntur er Ingibjörgu Jensdóttur. Bamahópurinn var því fjölmenn- ur, en einmitt á meðal þeirra naut Guðný sín bezt. Þar hefur án efa uppeldið mótað en hún sjálf átti sjö systkini. Foreldrar hennar voru þau heiðurshjón Guðrún Ólafsdóttir er lézt þegar Guðný var ung að árum og hinn þekkti útgerðarmaður og síldarsaltandi Óskar Halldórsson. Þau hjón Guðrún og Óskar eignuð- ust átta börn. Þau eru: Guðný er lézt sex ára gömul, Theodór er fórst með ms. Jarlinum, Þóra, Guðný sem bar nafn systur sinnar, Ólafur, Ema, Halldór er lézt hinn 30. októ- ber síðastliðinn, og yngst syskin- anna er Guðrún sem oftast er nefnd Hamelý af fjölskyldunni. Heimili þeirra var í þjóðbraut. Á Siglufirði hvar þau hjónin Guðný og Gunnar stofnuðu sitt heimili komu menn alstaðar að, innlendir sem erlendir. Guðný þekkti því vel hvað það var að ferðast um með alla fjölskyldúna. Það átti sérstak- lega við sjálf síldarárin, þegar faðir hennar varð þjóðþekktur fyrir það að meðhöndla silfur hafsins sem svo mjög hafði áhrif á allt okkar efna- hagslíf á þeim tímum. Oft lá leiðin því til Siglufjarðar og Raufarhafnar. Á þeim tímum var ekki svo mjög algengt að fólk ferðaðist mikið, en það heillaði Guðnýju að kanna ókunn lönd og kynnast nýjum þjóðum. Fór hún víða, en þær ferðir hafði hún yndi af að rifja upp með börnum sínum og reyndar barnabömum, sem svo mjög leituðu til hennar í gleði og sorg. Alltaf hafði amman ráð við öllu. Bamabörnin hennar eru orðin tuttugu og tvö og barnabarnabörnin ellefu. Það sjá margir Guðnýju fyrir sér með barnaskarann fríða. Hún gerði í því að kalla til sín fólk, halda fjöl- skyldu sinni veislu. Hún vildi fyrst og síðast að við, fjölskyldan, minnt- umst hennar sem móður, tengda- móður og ömmu sem sífellt var glöð og ánægð í góðum hópi ættingja og vina. Það má segja að einkunnar- orð hennar í öllu lífi hafi verið orð- in fleygu er segja: „Sælla er að gefa en þiggja." Það gerði hún í raun allt fram á síðasta dag með öllu lífí sínu. Það er ávallt erfitt þegar kallið ber of skjótt að. En við sem þekkt- um Guðnýju vitum að einmitt á þennan hátt hefði hún viljað að síð- ustu skrefin yrðu gengin. Hún var, eins og hún hefði orðað það, í fullu fjöri allt fram á síðasta dag, var í saumaklúbbnum, sem- hún hafði mikið yndi af að vera í, nokkrum dögum fyrir andlátið. Það átti einn- ig við að hún var á heimili sínu á Aflagranda síðustu stundina, en þar vildi hún vera og þá helst á meðal sinna. Hún er á meðal okkar í hugum okkar. Minningarnar mörgu og góðu um innileik, umhyggju og glaðværð hennar milda og hugga þegar við kveðjum hana og felum hana algóðum Guði á hendur. Megi hann blessa minninguna um hana og styrkja fjölskyldu hennar á kveð- justundu. Sigurður Kjartansson. Mig langar að minnast tengda- móður minnar, sem lést 5. nóvem- ber sl. Sárt við söknum þín. Það er erfitt að trúa að hún sé ekki með okkur lengur. Það var gott að koma til hennar og spjalla. Hún hafði frá svo mörgu að segja og mundi allt svo vel. Það var aldrei neitt mál ef okkur vantaði pössun fyrir börnin, hún sagði aldrei nei. Þeim fannst líka gott að fá ömmu til sín og tala við hana um skólann og sín áhugamál, hún hafði alltaf áhuga á því sem þau voru að gera. Hún var alveg einstök kona, allt- af glöð og kát og þakklát fyrir það sem gert var fyrir hana. Ég vil þakka þér, elsku Guðný mín, fyrir allt sem þú gafst mér, alla þá hlýju, hjálpsemi og mann- gæsku sem í þér bjó. Ég mun varð- veita það í hjarta mínu allt mitt líf. Guð blessi minningu þína. Sigrún. Mig langar að skrifa nokkur orð um frænkur mínar tvær, Halldóru Ottesen Óskarsdóttur (f. 27. febr- úar 1925, d. 30. október 1993) og Guðnýju Ottesen Óskarsdóttur (f. 15. ágúst 1921, d. 5. nóvember 1993), sem kveðja okkur með svo stuttu millibili, Dóru og Nínu eins og þær voru kallaðar. Við frændsystkinin höfum alla tíð verið mikið saman fyrir utan öll matarboðin, afmælin og jólaboðin. Ég vil aðeins minnast þess hve gott það er að eiga góðar frænkur og hve dýrmætt það er. Dóra var næstyngst systkinanna og vorum við oft hjá henni í Kópa- vogi þegar við vorum yngri. Hún hafði þann eiginleika að vera bæði glaðvær en staðföst, svo hreinskilin og um leið hlýleg. Þó að hún væri orðin svo veik skipti hún aldrei skapi, maður gat alltaf talað við hana eins og hún væri sú alheil- brigðasta. Nína frænka átti stórglæsilegt heimili alla tíð, lengst af á Kleifar- vegi og síðast á Álagranda. Það var alltaf svo fínt hjá henni og allt svo auðvelt, hvort sem það var eitt af þessum fínu matarboðum eða eitt- hvað annað. Hún var alltaf sjálf svo fín og sérstakt var hve glöð hún var alltaf. Hún var alltaf svo góð við mig. Hún hringdi oft til áð at- huga hvort mig vantaði eitthvað og hvort ég vildi fá bók eða spólu sem hún var með að láni. Það er svo sárt að missa góðar frænkur úr góðum systkinahópi. Guð varðveiti frænkur mínar og blessuð sé minning þeirra. Helena Dóra Kojic. Amma Guðný var einstök hefðar- kona, fín og flott fram í fingur- góma. Hvert sem hún fór og hvar sem hún kom fylgdi henni hlátur og kátína. í afmælum var hún hrók- ur alls fagnaðar og kynslóðabil var ekki til í hennar huga. Elsku amma Guðný, þó sökn- uðurinn sé sár núna viljum við þakka þér fyrir að gefa okkur svona góðar minningar sem við munum aldrei gleyma. Við vitum að núna ertu glöð hjá Gunnari afa. Við biðj- um Guð að blessa þig og kveðjum þig með bæninni okkar. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Axel Már, Theodór Gunnar og Hlynur Jens. Mig langar til að minnast hennar elskulegu ömmu minnar sem lést á heimili sínu aðfaranótt 5. nóvember sl. Það er mikil sorg þegar maður missir einhvern sem maður elskar og er manni kær. Það er erfitt að hugsa til þess að hún amma sé ekki lengur hjá okkur. Lífið verður tómlegt án hennar ömmu þar sem við Óli Þór sonur minn förum ekki lengur til hennar í heimsókn. Það var alltaf svo gott að koma til henn- ar, svo hlýlegt og vel tekið á móti manni með ilmandi kaffí. Amma var mjög vinsæl hjá okkur barna- börnunum, en við erum tuttugu og tvö. Amma var stolt af þessum stóra hópi sínum enda vorum við flest mikil ömmuböm. Amma tók svo mikinn þátt í öllu hjá okkur og var alltaf tilbúin að hlusta á okkur og gaf sér tíma til þess. Hún var ekki aðeins amma mín heldur líka góð vinkona mín og trúnaðarmaður þrátt fyrir mikinn aldursmun. Hún skildi allt svo vel, alveg sama hvað á bjátaði þá veitti hún manni styrk. Ég gat endurgold- ið vináttu hennar með því að aka henni í búðir og á þá staði sem hún þurfti að fara á. Þessar búðarferðir voru oft hinar skemmtilegustu, við gátum alltaf gert okkur glaðan dag. Þegar amma fór til Kaupmanna- hafnar á sjötugsafmælinu sínu í einnar viku ferð var tómlegt hér heima án hennar. Nú þegar hún Minning Niels Peter Knudsen Fæddur 20. ágúst 1953 Dáinn 5. nóvember 1993 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Elsku vinur minn Niels lést á heimili sínu að Kirkjutorgi 6, 5. nóvember síðastliðinn. Við höfum fylgst' að í 14 ár og oft hafa sporin okkar verið erfið, en ekkert þeirra hefur verið eins erfitt og það síð- asta. Þann sjúkdóm sem hélt okkur báðum í heljargreipum sínum, náð- um við að yfirstíga og allt virtist svo bjart. Það er stöðug vinna að halda sínu striki og ekkert má útaf bera. En nú hefur Guð tekið Niels til sín og tómið sem hann skilur eftir virðist svo óendanlegt. Það kemur ekki maður í manns stað þegar ástvinur deyr, en tíminn sefar sorg- ina og gerir minninguna skæra. Trygglyndi Nielsar og hlýja var mikil og sérstaklega kom það fram í umhyggju hans fyrir litla syninum, Þráni, sem hefur nú misst svo mikið. Fátækleg orð mín ná ekki að koma öllu til skila sem skyldi, en við Olla sendum Elisabetu sambýlis- konu Nielsar, Þráni syni hans, svo og öllum öðrum aðstandendum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur og biðj- um guð að vera með ykkur. Ég kveð þig, elsku besti vinur minn, með ÁA-bæninni: „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.“ Ásgrímur. hefur kvatt okkur fyrir fullt og allt er söknuðurinn mikill. Ég man alltaf sumarið 1985, þá hringdi amma til mín og sagði: „Jæja, Guðný mín, það er verið að auglýsa í blaðinu eftir au-pair stúlku til Ameríku. Drífðu þig _nú í að hringja eða fara í vital." Áður en ég vissi var ég farin til Ameríku og dvaldist þar í átta mánuði. Á þessum tíma hringdum við oft hvor í aðra og skrifuðumst á. Þetta á ég henni allt að þakka. í fyrravetur þegar ég var að skipta um húsnæði var ég ekki róleg fyrr en amma var búin að skoða og samþykkja nýja húsnæðið. Það var ömmu eðlislægt að huga vel að útliti sínu, vera sjálfstæð í hugsun og bera höfuðið hátt. Hún var einstaklega skemmtileg og hjartahlý kona og alltaf tilbúin að rétta fólki hjálparhönd þegar hún gat og taldi þess þörf. Sjálf bað hún ekki um mikið. Ég get aldrei full- þakkað henni ömmu allan þann stuðning sem hún veitti mér. Nú er komið að kveðjustund. Ég er þakklát fyrir að fá að hafa kynnst henni ömmu minni svona vel. Elsku amma mín. Ég á mínar dýrmætustu minningar um þig og mun varðveita þær í huga mínum. Megir þú, amma mín, hvíla í friði og megi góður Guð geyma þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðný Ósk. í dag er elskuleg Guðný amma okkar til grafar borin. Okkur bræð- urna langar til að kveðja hana með nokkrum orðum og þakka henni fyrir allt sem hún var okkur. Amma var einstaklega sterkur og jákvæður persónuleiki. Alltaf gat hún fundið björtu hliðamar á hlut- unum og aldrei æðraðist hún út af neinu. Amma hafði gaman af að vera með ungu fólki, enda áttum við oft góðar og skemmtilegar Það er laugardagur, síminn hringir. Niels er dáinn. Þetta getur ekki verið satt. Loksins þegar hann hafði fundið hamingjuna aftur með elsku Betu vinkonu minni. Þau Beta stundir með henni. Hún sagði okkur frá sfnum yngri árum og spurði um okkar athæfí og var oft mikið hleg- ið. Það er tómlegt að hugsa til þess að eiga ekki von á því að sjá þig oftar, elsku amma. Hafðu þökk fyr- ir allt. Minningin um þig lifír. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér.. Hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Laxness) Gunnar Sigurður, Almar og Hilmar Gunnarssynir. Elsku amma okkar er dáin. Það er svo margt sem við ekki skiljum. Okkur finnst erfítt að skilja að við getum ekki farið oftar í heimsókn til ömmu í Vesturbæinn. Hún var alltaf svo góð við okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Jóhann Gunnar og Karen. Kær vinkona mín, Guðný Ottesen Óskarsdóttir, er horfín yfir móðuna miklu. Hún var falleg glæsikona, sem var öllum góð og greiðug og virtist kunna þá list að haga öllu rétt til. Hún átti stóran og fallegan barnahóp, sem er góður og sam- heldinn og lét sér annt um allt er varðaði velferð kærleiksríkrar móð- ur. Barnabörn hennar dáðu hana, enda var hún þeim ljúf amma, geisl- andi af hlýju og elsku. Traust og einlæg voru líka vináttubönd henn- ar við systkini sín. Þegar Guðný missti mann sinn ungan, stóð hún eftir sem klettur í hafínu og sigraðist á öllum erfíð- leikum án þess að kvarta, en slíkt var henni jafnan fjarri skapi. Hún var bjartsýn og tók öllu sem að höndum bar með einstöku jafnaðar- geði. Við vinkonurnar hittumst fyrst á þeim góða stað Siglufirði, en þar bjuggu Guðný og Gunnar í nokkur ár. Milli þeirra og okkar Hafliða tókust mikil og góð kynni og áttum við saman margar ógleymanlegar ánægjustundir. Leiðir skildu um sinn þegar þau fluttust til Reykja- víkur, en vináttan hélst alltaf. Leiðir okkar lágu saman á ný, þegar ég, orðin ekkja, fluttist suð- ur, þar sem hún tók mér opnum örmum. Við fórum saman í mörg skemmtileg ferðalög um landið og í vor sem leið áttum við ánægjulega samverudaga á Hótel Örk í Hvera- gerði. Við töluðum nær daglega saman í síma og sakna ég þess mikið að heyra ekki lengur rödd hennar þar. Velvild hennar, barna hennar allra og íjölskyldna í minn garð var alveg sérstök og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Guð blessi hana. Með hinstu kveðju. Þuríður Helgadóttir. og Niels kynntust um síðustu jól og fóru fljótlega að vera saman. í framhaldi af því var gerð mikil leit að draumahúsinu og það fannst á síðustu stundu hús frá 1860. Þau fóru að búa saman. Heimilið þeirra var það hlýlegasta sem ég hef kom- ið á. Mikið á ég eftir að sakna þess að enginn Niels, Beta og Þráinn litli sonur Nielsar búi lengur í gamla húsinu við Kirkjutorg. Mér fínnst eins og það séu bara nokkrir dagar síðan við Beta vorum að undirbúa 40 ára afmælið hans Nielsar, sem var í ágúst síðastliðnum, því að sjá mann eins hamingjusaman og stolt- an af kærustu sinni og Niels var þann dag er augnablik sem ég á alltaf eftir að muna. Ég er ánægð með að hafa fengið að kynnast Nielsi. Og ég bið þig, Guð minn, að þú veitir henni elsku Betu og Þráni, svo og ættingjum hans og vinum, huggun þína og styrk í þessum mikla missi. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Úr Spámanninum.) Ástríður og Björt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.