Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 13
'MORGÚNÉlkÐIÐ SUNNUDÁGÚR 21. NÓVEMBER 1993 n Gorbatsjov í Sovétríkjunum fyrr- verandi virtist hann missa tökin á þróuninni og ekki gera sér grein fyrir því hvers konar stjórnskipu- lag hann vildi. Hann sigldi oft milli skers á báru, vildi sefa bæði harðlínumennina og frjálslyndu öflin innan Þjóðarflokksins. De Klerk reyndi hvað eftir ann- að á árunum 1990-92 að knýja fram stjórnarskrá sem tryggði hvíta minnihlutanum sem mest völd til frambúðar. Það var ekki fyrr en í lok ársins 1992 sem hann gerði sér fulla grein fyrir Algjört lýðræði, eins og við þekkjum það, verður ekki að veru- leika í Suður-Afríku fyrr en eftir fimm ár, árið 1999. Allir þeir flokkar sem fá meira en 5% atkvæða fá full- trúa í þjóðstjórninni. að ógjörningur var að koma í veg fyrir algjört lýðræði og hóf samn- ingaviðræður við Afríska þjóðar- ráðið af fullri alvðru. Hringlanda- háttur stjórnarinnar veikti samn- ingsstöðu hennar og forystumenn Afríska þjóðarráðsins voru oft og tíðum furðu lostnir á tilslökunum hennar undir lok viðræðnanna. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur fylgi Þjóðarflokksins minnk- að verulega að undanförnu og er nú komið niður í tæp 15%. Fylgi- stapið veikti samningsstöðu stjórnarinnar enn frekar. Horf- urnar eru ekki bjartar fyrir Þjóð- arflokkinn því standi harðlínu- mennirnir við hótanir sínar um að segja skilið við flokkinn gæti fylgi hans orðið enn minna en 15% í kosningunum í aprfl. Þótt forystumenn Þjóðarflokks- ins segist hafa samið um að kyn- þættirnir skipti með sér völdunum getur næsti forseti, líklega Nelson Mandela, í reynd ómerkt ákvarð- anir ráðherra í stjórninni. Frjáls- lyndir menn innan Þjóðarflokksins hafa viðurkennt að það eina sem geti „haldið Afríska þjóðarráðinu í skefjum" sé sterk staða stjórnar- flokksins núverandi í ríkiskerfinu, einkum lögreglunni og hernum. Ekkí aftur snúið Þótt flestir séu sammála um mikilvægi samkomulagsins eru enn mörg ljón í veginum. Frelsis- bandalagið, flokkabandalag hvítra hægriöfgamanna og íhaldssamra hreyfinga blökkumanna, neitaði að taka þátt í samningaviðræðun- um um stjórnarskrána. Forystu- menn Þjóðarflokksins og Afríska þjóðarráðsins segjast hins vegar fullvissir um að flestir flokkanna, sem eiga aðild að bandalaginu, bjóði fram í komandi kosningum. Þótt hægriöfgamennirnir séu vel vopnum búnir telja fréttaský- rendur þá ekki svo öfluga að hætta sé á allsherjar borgarastyrj- öld. Ennfremur er talið líklegt að Frelsisbandalagið sætti sig að lok- um við nýju stjórnarskrána vegna ákvæðis, sem bætt var við hana á síðustu stundu, um að héraðs- stjórnirnar geti sett sínar eigin stjórnarskrár. Flestir telja því að ekki verði aftur snúið í Suður-Afríku. Þegar hefur náðst samkomulag sem flestir töldu óhugsandi fyrir nokkrum árum. Þótt mörg Ijón séu enn í veginum telja þeir sem bar- ist hafa fyrir algjöru lýðræði í Suður-Afríku að ekkert sé ómögu- legt lengur. Heimild: The Daily Te- legraph. Konur kynnast rómantík rússneska hersins GRANNIR fingur ýta á rofa til að senda morsmerki djúpt niðri í jörðinni í byrgi vestur af Moskvu. Á bak við stjórn- borð með móttökutækjum er hilla og á henni spegill, hár- bursti og andlitsfarði. Hér fer það ekki framhjá neinum að konur hafa haslað sér völl í helsta vígi karla í Rússlandi - hernum. Þessi öflugi her var áður ein- göngu fyrir karla. Frá því í maí hafa konur þó verið hvattar til að ganga í vam- arsveitirnar og kynnast „rómantík herþjónustunnar" eins og lesa má á veggspjöldum þar sem auglýst er eftir nýliðum. Karlarnir í hernum virðast taka þessari innrás kvenna með jafnað- argeði, að minnsta kosti á yfir- borðinu. „Þetta er í lagi," sagði einn ungu hermannanna. „Ég er yfirmaðurinn." 541 kona í varnarsveitum Þótt Rússar séu að minnka út- gjöldin til hersins og fækka her- mönnum verulega er hafin mikil herferð til að fá unga menn, karla og konur, til gegna herþjónustu og skapa her atvinnumanna eins og gert hefur verið í mörgum ríkj- um á Vesturlöndum. Herferðin hefur borið nokkurn árangur. Af 2.880 mönnum sem hafa skráð sig í varnarsveitirnar frá því i maí eru 541 kona. Vígi karla fallið Konur hafa nú haslað sér völl í öflugasta vígi karla í Rúss- landi - hernum. Varnarsveitirnar heyrðu undir varnarmálaráðuneytið þar til fyrir þremur árum þegar þær voru sett- ar undir stjórn svokallaðs Neyða- rástandsráðs Rússlands. „Her- mennirnir í varnarsveitunum þurfa ekki að berjast á vígvelli," sagði Júrí Antonov undirhershöfð- ingi, yfirmaður í höfuðstöðvum varnarsveitanna í Moskvu. „Þeir taka þátt í björgunarstarfi á frið- artímum jafnt sem stríðstímum en ekki í orrustum. Konurnar starfa sem læknar, við fjarskipti og fleiri störf sem krefjast ekki mikils líkamlegs erfiðis." Þótt rússneskar konur hafi ekki talið það eftir sér að berjast við hlið karla gegn innrásarher þý- skra nasista í síðari heimsstyrjöld- inni þykir ólíklegt að þær fái að ganga í orrustusveitirnar. Yfir- menn hersins eru lítt hrifnir af hugmyndinni um vopnaðar konur. Betra en fóstrustarfið Nýliðarnir í varnarsveitunum klæðast ekki búningi forvera þeirra í Sovéthernum fyrrverandi. Hamars- og sigðarmerkið og stjörnuhnapparnir sem prýddu búninga allra hermanna Rauða hersins háfa vikið ryrir látlausari grænum búningi með áletruninni „Rússland - herinn" á hvorri ermi. I neðanjarðarbyrgi hersins í Rúza, 90 km vestur af Moskvu, eru ungukonurnar ánægðar með starfið. Áður fyrr máttu konur ekki sjást í myrkum göngum byrgisins, hvað þá heyra hernað- arleyndarmálin. Nú eru þær önn- um kafnar við að stinga tengjum í grátt stjórnborð með hundruðum ljósa, ýta á takka og hlusta með heyrnartólum á aðrar konur í svip- uðum byrgjum víðs vegar um Rússland. Olga, sem var fóstra þar til hún undirritaði samning um að gegna herþjónustu í tvö ár, sagði að launin væru betri hjá hernum og starfið áhugaverðara. Hún fær nú 70-80.000 rúblur á mánuði, jafnvirði 4.900-5.600 króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.