Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 Frá slysstað við Hvamm í Arnarneshreppi síðdegis á sunnudag. Banaslys varð á Olafsfjarðarvegi ÞRJÁTÍU og níu ára gamall maður lést í umferðarslysi á Ólafs- fjarðarvegi síðdegis á sunnudag. Hann hét Guðmundur Jóns- son, fæddur 3. apríl 1954, til heimilis á Hamarsbraut 10, í Hafnarfirði. Guðmundur var ekkill og lætur eftir sig tvo syni, 10 ára og 12 ára, og tvítugan fósturson. Tilkynnt var um slysið til lög- reglunnar á Akureyri kl. 17.25 á sunnudag, en það varð á móts við bæinn Hvamm í Arnarnes- hreppi. Ökumaður var einn á ferð og var hann á leið frá Dal- vík til Akureyrar er slysið varð. Það varð með þeim hætti að jeppabifreið sem hann ók lenti út af veginum austan megin og hafnaði eftir veltu ofan í skurði þar sem hún stöðvaðist á hlið- inni. Ökumaður var látinn er að var komið. Guðmundur Jónsson Ritstjóri Tímans telur teikn á lofti um traustari rekstrargrundvöll Oánægður með blaðið að óbreyttu í DAG er búist við að fyrir liggi upplýsingar um fjárhagsstððu Mótvægis hf., útgáfufélags dagblaðsins Tímans, sem geri eigendum þess fært að taka ákvarðanir um framhald rekstraríns en það á í miklum greiðsluerfiðleikum og er 20 milljóna hlutafé blaðsins talið uppurið. Þór Jónsson ritstióri Timans sagði í samtali við Morgunblað- ið að hann væri óánægður með biaðið eins og það er, það sé ekki gefið út með þeim hætti og undir þeim formerkjum sem hann vih'i. I raun séu forsendur fyrir ráðningu hans brostnar þar sem til grund- vallar ráðningunni hafi legið vilyrði um að til væru peningar til að gera útrás á markaðinn og stækka blaðið. Nýtt hlutafé hafi ekki nýst til þeirra hluta heldur farið til að leysa fortíðarvanda. „Hins vegar virðast nú ýmis teikn á lofti um að það sé að takast að treysta grundvöll blaðsins og skjóta stoðum undir reksturinn. Bjarni Þór Óskarsson stjórnarformaður hefur trú á að það sé hægt að reisa hann við. Ég vona að það reynist rétt," sagði Þór Jónsson. Ágúst Þór Árnason, starfandi framkvæmelastjóri Tímans, er stærsti hluthafi blaðsins auk Fram- sóknarflokksins. Hann vildi ekki láta hafa annað eftir sér um stöð- una í gær en það að ekki stæði til að gefast upp við reksturinn heldur sé áfram haldið baráttu við að rétta hag blaðsins við. I síðustu viku voru aðstandendur blaðsins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, komnir á fremsta hlunn með að lýsa blaðið gjaldþrota en eftir að Framsóknarflokkurinn gaf yfirlýsingu um að hann tryggði útkomu blaðsins um tíma var tekið til við að kanna grundvöll og fram- haldsmöguleika rekstrarins. Einn úr hópi hluthafa sagði í samtali við Morgunblaðið að einstaklingar í hluthafahópnum hefðu ekki útilok- að að leggja fram nýtt fé í rekstur- inn. Övíst er hins vegar, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, hvort líta beri á yfírlýsingu Fram- sóknarflokksins um tryggingu fyrir útkomu blaðsins sem loforð um hlutafjáraukningu en flokkurinn á um 20% í Mótvægi hf. ? ? ? Friðrik Pálsson forstjóri SH um aukinn þorskvóta í Barentshafi Mun í aðalatriðum hafa jákvæð áhrif á markaðinn EF Á heildina er litið hefur aukin þorskveiði Norðmanna og Rússa í Barentshafi á sama tíma og veiði íslendinga og Kanadamanna hefur dregist saman fremur jákvæð en neikvæð áhrif á markaðinn eftir því sem Friðrik Pálsson forstjóri SH segir. Hann rökstyður afstöðu sína með því að benda á mikilvægi þess að fyrrnefndu þjóðirnar tvær haldi uppi þorskmarkaðinum og þar með neyslu á þorski á meðan þær síðarnefndu veiði minna. „Auknar fiskveiðar í Barents- hafí geta auðvitað haft einhver neikvæð áhrif á einstaka markaði hjá okkur. En í aðalatriðum held ég að við eigum að líta svo á að aukningin hafí frekar jákvæð áhrif en neikvæð. Ef Norðmenn geta lagt dálítið til málanna, haldið uppi framboði og vonandi neyslu á þorski á okkar helstu mörkuðum, á meðan við erum í þessari lægð, hlýtur það að vera af hinu góða," sagði Friðrik og vísaði til þess að þorskveiði íslendinga hefði minnk- t dag Grandi hf Nýr skuttogari hefur veríð keyptur frá Noregi 7 Gull og silfur Magnús Ver sigraði í keppni meðal kraftakarla 19 Nauögunarmál í Bretlandi Óskeikulleiki DNA-rannsókna er dreginn í efa 22 íþróttir Leiðari Tillögum svæðanefnda hafnað 24 ? Selfyssingar hafa tapað tveimur mill j. kr. á þátttöku í Evrópukeppninni. Kylfingur- inn O'Connor á leið til Islands. Úlfar í öðru sæti á Evrópumótr inu á Spáni að úr 450.000 tonnum fyrir örfá- um árum í tæplega helming þess magns í ár. Sömu sögu sagði hann af Kanadamönnum. Norðmenn hefðu hins vegar færst í aukana frá því fyrir nokkrum árum og héldu nú öðrum fremur uppi fram- boði og sölu á helstu þorskmörkuð- um. Saltfiskkaupendur segi annað Friðrik sagði að hann hefði þvert á móti orðið áhyggjufullur ef veiði Norðmanna hefði brugð- ist. „Og enda þótt auðvitað sé sárt að horfa uppá svona litla veiði þá er bót í máli, og gefur von um að frekar takist að halda orðspori þorsksins sem toppgæðafísks, að Norðmenn hafí þetta mikið að selja," sagði hann og viðurkenndi um leið að vaxandi framboð frá Noregi gæti haft skammatímaerf- iðleika í för með sér fyrir þá sem seldu á einstökum mörkuðum. „Ég býst t.a.m. við að saltfisksfram- leiðendur hafi aðra sögu að segja en ég enda fer stór hluti þessa físks í salt." Aðspurður sagði Friðrik ekki sjálfgefið að verð lækkaði í tengsl- um við aukið framboð enda réðu þar fleiri þættir, t.d. hvernig fisk- urinn væri unninn. Hann minnti á að einn óvissuþátturinn, sem að- eins reynslan skæri úr um, væri hvernig færi með þann aukna hlut sem Rússar fengu í sinn hlut nú. „Auk þess að líkur eru til þess að Norðmenn kaupi ekki eins mikið af fiski frá Rússum þegar þeir sjálfir fá svona mikla kvótaukn- ingu. Rússneski fiskurinn hefur komið inn á markaðina eftir mjög mismunandi leiðum og miklu skiptir að á því verði einhver stjórn og hugað verði að gæðum." Óskaðskýr- inga á stöðu kjaranefndar GUÐRÚN Zoega, formaður kjaranefndar, hefur ritað fjár- málaráðherra bréf, þar sem ósk- að er eftir því að staða kjara- nefndar gagnvart Kjaradómi verði skýrð, og að skorið verði úr um það hvort kjaranefnd skuli vera óháður úrskurðaraðili eða ekki. í grein Guðrúnar í Morgunblað- inu í dag segir að með núverandi skipan mála geti Kjaradómur ekki aðeins seinkað ákvörðunum kjara- nefndar, heldur sé hætt við því að mál komist í sjálfheldu, ef Kjara- dómur sendir mál ítrekað aftur til nefndarinnar eins og nú hafí gerst. Vísar hún með þessum orðum til væntanlegs úrkurðar nefndarinnar um launakjör presta sem Kjaradóm- ur hefur vísað aftur til nefndarinn- ar. Þorsteinn Júlíusson, formaður Kjaradóms, segir í annarri grein í blaðinu að kjaranefnd taki að sjálf- sögðu ákvörðun um það með hverj- um hætti hún fjalli um tilmæli Kjaradóms, en úrskurðarvaldið sé alfarið kjaranefndar. Sjá greinar á blaðsíðu 16. Gunnar Orn ráðinn \ framkvæmdastjóri SÍF GUNNAR Örn Kristjánsson, löggiltur endurskoðandi, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SÍF hf. frá og með fyrsta janúar næstkomandi. Hann tekur við starfinu af Magnúsi Gunnars- syni, sem hefur óskað eftir því að láta af framkvæmdastjóra- starfinu frá sama tíma. Gunnar Örn er 38 ára gamall. Hann lauk prófí í viðskiptafræði frá Háskóla Islands 1981 og varð lög- giltur endurskoðandi árið 1984. Hann rekur nú endurskoðunarskrif- stofuna Hagskil hf. og hefur verið endurskoðandi SÍF frá árinu 1988. Eiginkona Gunnars Arnar er Birna Hrafnfjörð Rafnsdóttir og eiga þau þrjá syni. „Þetta er spennandi og krefjandi verkefni, sem mér lýst vel á að tak- ast á við," segir Gunnar Örn í sam- tali. við Morgunblaðið. „Það er á þessu stigi erfitt fyrir mig að segja til um framvindu mála, þó ég þekki fjáhagshlið þessa fyrirtækis vel. Nú þarf ég að kynna mér aðra megin- þætti starfseminnar, svo semyinnslu afurðanna og markaðsmálin. Það Gunnar Örn Kristjánsson verður því að mörgu að huga við upphaf starfsins hjá SÍF," segir Gunnar Orn Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.