Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993 — Tveir víetnamskir menn grunaðir um að hafa stungið tvo pilta með hnífi Urskurðaðir í varð- hald til 1. desember „ÞETTA hafði ekkert með kynþáttahatur að gera, ég hugsa ekki svoleiðis og ég heyrði ekkert svoleiðis tal áður en þetta gerðist," sagði Hlynur Eiríksson, annar tveggja pilta sem meiddust eftir að lagt var til þeirra með hnífi í Lækjargötu aðfaranótt sunnudags- ins. Slagæð í upphandlegg félaga Hlyns fór í sundur. Hann missti mikið blóð og er í sjúkrahúsi. Hnífurinn sem lagt var til Hlyns nam staðar í rifbeini, sem talið er hafa forðað honum frá hættuleg- um áverkum. Tveir víetnamskir nýbúar, 34 og 36 ára gamlir, voru í gær úrskuíðaðir í gæsluvarðhald til 1. desember næstkomandi vegna rannsóknar málsins en þeir voru handteknir strax eftir átökin. I fórum þeirra fundust aðgerðarhnífar. Annar Víetnamanna hafði að sögn Hlyns tekið að sér að aka með hann og fjóra félaga hans úr miðbænum í Kópavog gegn 1.000 króna greiðslu eftir að fólkið hafði gengið fram á bflinn á leigubíla- stæði í Lækjargötu. „Ég man ekki hvort við stoppuðum hann eða hvort hann bauð okkur far en hann vildi VEÐUR fá greitt fyrirfram. Við vorum sest inn og einn okkar tók upp heftið til að skrifa ávísun, þá virtist hann verða reiður og fór að öskra eitt- hvað og svo kallaði einhver upp „hann er með hníf". Hlynur sagði að þegar hann heyrði þetta hefði fólk flýtt sér út úr bílnum og tvístr- ast í allar áttir. Annar víetnamskur Morgunblaðið/Sverrir HLYNUR Eiríksson á heimili sínu í gærkvöldi. Hann fékk hnífstungu í brjóstið', en rifbein stöðvaði lagið. I DAG kl. 12.00 / HeimiW: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá M. 16.15 ígær) VEÐURHORFUR I DAG, 23. NOVEMBER YFIRLJT: Nálægt Hvarfi er allmikil 958 mb djúp lægð sem hreyfist norð- austur, en 1.054 mb hæð er yfir Finnlandi, STORMVfOVÖRUN: Búist er við stormi é öi\um miðum, Vesturdjúpi, Norðurdjúpi, Austurdjúpi, Færeyjadjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi. SPÁ: Á morgun verða skil á leið norðaustur yfir iandið og því hvöss suðaustanátt á undan þeim, en hægari suðvestanátt í kjöifarið. Víða um !and mun rigna en styttir upp suðvestaníands er ÍÍÖvr á morguninn. Hiti á bilinu 3 tii 10 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG, FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Umhleyping- ar. Suðlægar áttir, fremur hlýtt, og rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt að kalia norðaustanlands bæði á miðvikudag og föstu- dag. Suðvestanátt og snjó- eða slydduél á Suður- og Vesturlandi, en léttskýjaö austan og norðaustanlands á firnmtudag, og þá fremur kalt í veðri. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 18.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 980600. o Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað f f r * A * * * * /'..•/ * / * * r r r r * r * * * Rigning Slydda Snjókoma Alskýjað * V V V Skúrír Siydduél Él V Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig Súld Þoka V itig.. FÆRÐA VEGUM: m.u.aofg^ Greiðfært er um land allt en hálka er sumstaðar svo sem á Hellishetði, fjallvegum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjé Vegaeftirlíti f sfma 91-631500 og ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin. Morgunblaðið/Júlíus HLYNUR Eiríksson færður í sjúkrabílinn skömmu eftir árásina. maður var á bíl í Lækjargötunni þegar þetta var og kom hann að. Hlynur sagðíst hafa hlaupið frá bílnum en verið eltur upp túnið við Menntaskólann. Þar kvaðst Hlynur hafa hrasað og hafi þá hinn sótt að honum og slegið til hans nokkr- um sinnum en Hlynur kvaðst hafa varist með því að reyna að sparka frá sér. Hann sagðist ekki vita hvernig á því stæði en árásar- maðurinn hefði verið blóðugur í framan. Hlynur kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því að verið væri að stinga hann með hnífi fyrr en árásarmaðurinn var farinn, en þá hafi fólk komið að og sagt hon- um að liggja kyrrum meðan beðið væri eftir sjúkrabíl. Sá bíll kom skömmu síðar en félagi Hlyns var hins vegar fluttur í snarhasti með lögreglubíl á slysa- deild vegna mikilla blæðinga þar sem hann hafði verið skorinn á handlegg og slagæð gengið í sund- ur við lagið. Sá missti að sögn Hlyns fjóra lítra af blóði og gekkst undir aðgerð á handlegg við komu á sjúkrahús þar sem hann liggur enn en Hlynur fékk að fara heim um morguninn, eftir rannsókn og aðhlynningu. Hann segir að hnífur- inn hafi gengið í 7. rifbein og skemmt þar skinn og valdið mari en beinið hafi hindrað að hnífurinn gengi inn í brjóstholið. Gæsluvarðhald Mikinn fjölda fólks dreif að staðnum þar sem þetta gerðist og fótgangandi lögreglumenn komu fljótlega að og voru árásarmenn- irnir tveir handteknir og félagi þeirra sem sést hafði á bíl við stað- inn þegar þessu fór fram var hand- tekinn sfðar um nóttina en sleppt fljótlega. Mennirnir tveir voru yfir- heyrðir með aðstoð túlks á sunnu- dag og gerð krafa um gæsluvarð- hald yfir þeim í Héraðsdómi á mánudag. Sú krafa var tekin til greina samdægurs og hefur ekki verið kærð til Hæstaréttar. Annar hefur játað að hafa beitt hnífi Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur annar mannanna gengist við því að hafa beitt hnífi í átökum og að hafa lagt til félaga Hlyns. Annars hafa mennirnir ekki verið yfírheyrðir frá því á sunnu- dag, að sögn Lúvíks Bergvinsson- ar, lögfærðings hjá RLR, þar sem yfirheyra þarf þá með aðstoð túlks vegna litiliar kunnáttu þeirra í fs- lensku. Mennirnir hafa samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins dval- ist hér á landi um 2 ára skeið og eiga hér fjölskyldur. Þeir hafa dval- ar- og atvinnuleyfí en.ekki ríkis- borgararétt. * 1l % ^S- VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 i gæt að ($1, tíma hiti veður Akureyri 0 léttskýjað Reykjavík 1 skýjað Björgvln +1 skýjaö Helsinki +6 skýjað Kaupmannahöfn 1 snjókoma Narssarssuaq 2 skafrenningur Nuuk 4 alskýjað Ósló +2 onjókoma Stokkhólmur 0 snjókoma Þórshöfn 4 léttskýjað Algarve 13 alskýjað Amsterdam +3 þokumóða Barcelona 10 mistur Berlín *3 snjókoma Chicago 2 léttskýjaö Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt +2 skýjað Glasgow 1 léttskýjað Hamborg +3 mistur London 1 snjók. ásíð. klst. LosAngeles 18 alskýjað Lúxemborg +3 snjóélásíð.klst. Madrtd e léttskýjað Malaga 13 skýjað Mallorca 16 skýjað Montreal 7 skýjað NewYork 6 léttskýjað Oriando 18 þokumóða Parfs *1 skýjað Madelra 16 hálfskýjað Róm 12 heiðskírt Vfn +1 snjókomo Washington vantar Wlnnipeg +17 snjók.ásið.klst. Formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur Meiri rjúpna- veiði en í fyrra RJÚPNAVEIÐITÍMABILINU lauk í gær og segir Jón S. Bragason, formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis, að sér virðist sem veiðin sé heldur meiri á þessu tímabili en í fyrra. „Menn eru almennt mjög ánægðir með veiðina og það var almennt meira af rjúpu en í fyrra, þrátt fyrir að tíðarfarið hafi verið mjög slæmt, sérstaklega hér suðvestanlands," segir Jón. Hann segir að vegna veðurfarsins séu skotveiðimenn ekki sáttir við að hætta veiðum nú. Þrátt fyrir óánægju félags- manna Skotveiðifélags Reykjavík- ur og nágrennis með styttingu veiðitímans segir Jón að félagið leggi á það ríka áherslu við þá og aðra veiðimenn að hlíta landslög- um í þessu sambandi og leggja frá sér vopnin. „Við skjótum bara máefnalega á ráðherra í staðinn," segir Jón, en Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis, Skot- veiðifélag íslands og Skotveiðifé- lag Suðurnesja halda í sameiningu málfund með Össuri Skarphéðins- syni umhverfisráðherra á fimmtu- dagskvöld. Á fundinum á að ræða styttingu ráðuneytisins á rjúpna- veiðitímabilinu, forsendur hennar og hvaða rannsóknir séu fyrirhug- aðar af hálfu ráðuneytisins á rjúpnastofninum á næstunni. Jón segir að framboð og verð á rjúpum muni haldast óbreytt frá liðnu ári, og þannig sé algengt að veiðimenn selji verslunum rjúpur á 500 kr., sem sé u.þ.b. sama verð og í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.